Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU AUGLÝSIIMGAR Krefjandi og fjölbreytt störf hjá Islandsbanka Vegna aukinna umsvifa leitum við að starfsfólki í eftirtalin störf á fyrirtækjasviði. Störf í skjalamiðlun Um er að ræða störf í skjalamiðlun fyrirtækjasviðs. Skjalamiðlun annast frágang, bókun og útfærslu samn- inga sem gerðir eru í viðskiptastofu. Skjalamiðlun sinnir einnig eftirliti, upplýsingagjöf og þróunarverk- efiium tengdum nýjum tegundum samninga. Markmið skjalamiðlunar er að veita viðskiptavinum Islands- banka hf. bestu þjónustu sem völ er á í frágangi og afgreiðslu samninga, bæði hvað varðar öryggi og hraða. Störfin eru krefjandi og fjölbreytt, enda mikil gróska og breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Starfsumhverfið er h'flegt og byggir á náinni samvinnu á milli starfsmanna. Við leitum að starfsmanni með viðskiptafræðimennt- un af endurskoðunar- eða fjármálasviði eða aðra sambærilega menntun. Við leitum einnig að starfsmönnum með stúdentspróf af viðskiptabraut eða aðra sambærilega menntun. Æskilegt er að hafa þekkingu eða reynslu af bókhaldi og helstu notendaforritum (Excel, Word) ásamt kunnáttu í ensku. Nánari upplýsingar veitir Tómas Ottó Hansson, forstöðumaður rannsókna. Störf í viðskiptastofu Miðlun á gjaldeyri — millibankaborð Um er að ræða spennandi starf í líflegu umhverfi sem krefst mikilla samskipta við starfsmenn og við- skiptavini bankans. Lögð er áhersla á faglegan metnað og krefst starfið mikillar vinnu. Starfið felst í viðskipt- um með gjaldeyri og afleiður við innlendar og erlendar fjármálastofnanir og stjórnun á gjaldeyrisjöfnuði bankans. Menntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða raunvísinda er æskileg. Miðlun á verðbréfum - viðskiptaborð Um er að ræða miðlun hlutabréfa og skuldabréfa til fagfjárfesta. Lögð er áhersla á faglegan metnað og krefst starfið mikillar vinnu. Unnið er náið með rann- sóknum fyrirtækjasviðs að þróun nýrra fjármálatækja. Mikil og hröð þróun á sér stað á fjármálamarkaði sem spennandi er að taka þátt í. Menntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða raunvísinda er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ásgeirsson, forstöðu- maður viðskiptastofu. Umsóknir um þessi störf sendist fyrir 24. júli 1998, til Guðmundar Eiríkssonar, starfsmannaþjónustu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Islandsbanks er leiðandi afl á gjaldeyris- og afleiðumarkaði og á viðskipti við mörg af helstu fjármálafyrirtœkjum heimsins. Bankinn er stœrsti aðilinn á íslenskum skuldabréfamarkaði, er í foiystu á hlutabréfamarkaði og er eini aðilinn sem býður valrétti á íslenskum verðbréfamarkaði. NÁMSGAGNASTOFNUN Útgáfustörf Hjá Námsgagnastofnun eru eftirtalin störf laus til umsóknar nú þegar: 1. Staða útgáfustjóra Starfið felst í yfirumsjón með námsefnis- gerð, áætlanagerð og þátttöku í yfirstjórn Námsgagnastofnunar. Útgáfustjóri annast samningagerð við höfunda og hefur eftirlit með framvindu þeirra. Leitað er eftir háskólamenntuðum starfs- manni með kennslureynslu og reynslu af stjórnun og útgáfustarfsemi. 2. Staða ritstjóra Leitað er eftir starfsmanni til að annast rit- stjórn námsefnis fyrir grunnskóla, einkum efnis í dönsku, ensku, samfélagsfræði og íslensku fyrir 1.—7. bekk. Aðrar námsgreinar geta einnig komið til greina í stað þessara. Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf og kennslureynslu. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á reyklaus- um vinnustað. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri, í síma 552 8088. Umsóknir sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020,125 Reykjavík, fyrir 20. júlí 1998. Ingólfs Apótek Óskum eftir að ráða lyfjatækna eða starfskrafta, helstvana, til starfa. Vinnutími: 13—18. Skrif- legar umsóknir sendist Ingólfs Apóteki, Kringl- unni 8—12 fyrir 21. júlí nk. Knattspyrnufélagið VALUR auglýsir eftir: Framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Framkvæmdastjóri Á verksviði hans eru fjármál, markaðsmál, starfsmanna- og skipulagsmál og stjórn á daglegum rekstri félagsins. Skrifstofustjóri Starf hans felst í umsjón með bókhaldi og upplýsingakerfi félagsins, launaútreikningum auk almennra skrifstofustarfa. Þekking á Fjölniskerfum er æskileg. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf fyrir einstaklinga sem eiga auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Umsóknir merktar Knattspyrnufélaginun VAL skal senda í pósthólf 12370,132 Reykjavík fyrir 23. júlí n.k. Ollum umsóknum verður svarað. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreindan leikskóla: Nýr leikskóli við Seljaveg Leikskólakennarar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk. Matrádur. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Elín Mjöll Jónasdóttir í síma 551 6312. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. LANDSPÍTALINN .../ þágu mannúðar og visinda... Hjúkrunarfræðingar Geðdeild Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á nætur- vaktir á geðdeildir Landspítala og að Kleppi. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar veita hjúkrunarframkvæmda- stjórar geðdeildar Landspítala alla virka daga frá kl. 9 til 17, sími 560 2600. Kvennadeild Legudeild Hjúkrunarfræðingar óskast á legudeild kvenna, bæði í fastar stöður og til afleysinga. Deildin er sérhæfð á sviði kvensjúkdóma og boðið er upp á einstaklingshæfða hjúkrun. Móttökudeild Hjúkrunarfræðingar/ljósmæður óskasttil starfa á nýja móttökudeild kvenna. Á deildinni verður bráðamóttaka og veitt ýmis sérhæfð þjónusta vegna kvensjúkdóma. Vöknun Hjúkrunardeildarstjóri óskast á vöknun kvenna- deildar. Viðkomandi þarf að hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun og æskileg er menntun og/eða reynsla á sviði svæfingahjúkrunar/ gjörgæslu og stjórnunar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst nk. Sængurkvennadeild Ljósmæður/hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sængurkvennadeild A. Göngudeild Aðstoðardeildarstjóri óskast á göngudeild kvenna. Deildin annast aðallega mæðraeftirlit og foreldrafræðslu. Viðkomandi þarf að hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu sem Ijósmóðir og einnig er æskileg menntun eða reynslu í stjórn- un. Upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurbjörns- dóttir í síma 560 1000. Barnaspítali Hringsins Vökudeild Hjúkrunarfræðingar óskast á vökudeild (gjör- gæsla fyrir nýbura). í boði er námskeið/fræðsla um hjúkrun og meðferð veikra nýbura og ein- staklingsbundin aðlögun með reyndum hjúkr- unarfræðingum. Upplýsingar veitir Ragnheiður Sigurðardóttir í síma 560 1040. Ungbarnadeild Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á ung- barnadeild. Deildin er 12 rúma deild sem ann- ast veik börn á aldrinum 0—2 ára. Upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurbjörns- dóttir í síma 560 1000. /------------------------------------------------------- Laun samkv. gildandi samningi vidkomandi stéttarfélags og fjérmélaródherra. Umsóknareyðublöð fést hjó starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum é Landspitala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ékvörðun um ráðningu hefur verið tekin. s______________________________________________________/ Kælitæknir Fyrirtæki á sviði kæliiðnaðar óskar eftir starfs- manni. Mögulegt er að taka viðkomandi á samning. Æskilegt er að viðkomandi hafi grunn í kælitækni. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendist inn á afgr. Mbl. merktar: „K-4210", fyrir 21. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.