Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 23
K :ílÉi88EI!U
Þjóðverjar
snúa aftur
til Rúss-
lands
UM 400 fjölskyldur af þýskum
uppruna, sem fluttu búferlum
til Þýskalands í leit að betra
lífi eftir hrun Sovéti-íkjanna,
hafa snúið aftur til Rússlands
á síðustu mánuðum, að sögn
rússneskra embættismanna í
gær. „Fjölskyldunum tókst
ekki að laga sig að þýska þjóð-
félaginu og þær áttu í fjár-
hagslegum erfiðleikum," sagði
einn embættismannanna. Um
200.000 manns af þýskum
uppruna fluttust til Þýska-
lands á árunum 1990-95.
Khatami til-
nefnir innan-
ríkisráðherra
MOHAMMAD Khatami, for-
seti írans, tilnefndi í gær
vinstrimanninn Abdolvahed
Mousavi-Lari í embætti innan-
ríkisráðherra í stað Abdollah
Nouri, sem neyddist til að
segja af sér vegna ásakana
íhaldssamra klerka um að
hann hefði kynt undir félags-
legri og pólitískri ólgu í land-
inu. Ráðgert er að tilnefningin
verði borin undir atkvæði á
þinginu 22. júlí.
Fátæktin
eykst á Italíu
2,2 MILLJÓNIR af 20 millj-
ónum ítalskra fjölskyldna lifðu
undir fátæktarmörkum á liðnu
ári og þeim fjölgaði um
100.000 frá því árinu áður, að
því er fram kemur í opinberri
skýrslu sem birt var í gær.
Samkvæmt skilgreiningu ítal-
skra yfirvalda telst tveggja
manna fjölskylda fátæk ef
tekjur hennar eru undir með-
allaunum landsmanna, eða
600.000 lírum, 24.000 krónum,
á mánuði.
Vilja aðstoða
Rússa
BANDARÍKJASTJÓRN hef-
ur boðist til að aðstoða Rússa
vegna tölvuvandans, sem
tengist ártalinu 2000, í því
skyni að koma í veg fyrir að
vandamálið valdi óskunda í
tölvum rússneskra kjarnorku-
heraflans. Stjórnin telur að
Rússar eigi ekki forrit sem
geta leyst vandann.
88 ára kona
barði mann
til bana
88 ÁRA gömul kona í Virginíu
í Bandaríkjunum hefur játað
að hafa barið 51 árs gamlan
mann til bana með hafnabolta-
kylfu. Maðurinn var helmingi
stærri en konan og verjandi
hennar hélt því fram í fyrstu
að hún væri ekki nógu sterk til
að geta banað manni með kylf-
unni. Konan, sem er þekkt í
heimabæ sínum fyrir að aka
hraðskreiðum bílum og klæð-
ast stuttum pilsum, ákvað þó
að játa morðið á sig til að kom-
ast hjá því að verða dæmd til
dauða eða í lífstíðarfangelsi.
Hún fékk 10 ára skilorðsbund-
inn fangelsisdóm.
Obuchi líklegastur til að
taka við af Hashimoto
Túkýd. Reuters.
KEIZO Obuchi, utanríkisráðherra Japans, var í
gær talinn líklegastur til að verða valinn leiðtogi
stjórnarflokks landsins og næsti forsætisráð-
hen-a í stað Ryutaros Hashimotos sem hefur
ákveðið að segja af sér vegna kosningaósigurs
flokksins á sunnudag.
Reuters-fréttastofan kvaðst hafa áreiðanleg-
ar heimildir íyrir því að stærsta fylkingin í
stjómarflokknum, Frjálslynda lýðræðisflokkn-
um, hefði ákveðið að styðja framboð Obuchi í
leiðtogakjöri flokksins á þriðjudaginn kemur.
Seiroku Kajiyama, annað hugsanlegt leiðtoga-
efni, er í sömu fylkingu og flest bendir til þess
að hann verði ekki í framboði.
Heimildarmaður í stjórnarflokknum sagði að
Kajiyama, sem er 72 ára og þjáist af sykursýki,
hefði fallist á að bjóða sig ekki fram gegn því að
hann fengi valdamikið embætti, hugsanlega
embætti fjármálaráðherra.
Umbótasinnar vilja Koizumi
Önnur fylking í stjórnarflokknum, undir for-
ystu Hiroshis Mitsuzuka, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, ákvað í gær að hvetja tvo af forystu-
mönnum sínum, Yoshiro Mori eða Junichiro
Koizumi, til að gefa kost á sér í embættið. Mori
er formaður ráðs, sem mótar stefnu stjómar-
flokksins, og Koizumi fer með heilbrigðis- og
velferðarmál í stjórninni. Ungir umbótasinnar í
þingflokknum eru sagðir styðja Koizumi og
telja hann líklegastan til að koma á róttækum
umbótum í efnahagsmálum.
Um fjórðungur 366 þingmanna Frjálslynda
lýðræðisflokksins er í fylkingu Obuchis utanrík-
isráðhema og fylking Koizumis og Moris er að-
eins minni. Talið er að munurinn sé um tólf
þingmenn.
Heimildarmaður í stjórnarflokknum sagði að
Obuchi væri að íhuga „róttækar aðgerðir“ til að
rétta efnahag landsins við en vildi ekkert segja
um frétt þess efnis að hann hygðist slaka á að-
haldsstefnu stjórnarinnar. Hashimoto hefur
verið gagnrýndur fyrir strangt aðhald í ríkis-
fjármálum til að minnka fjárlagahallann og það
er ein af ástæðum þess að kjósendur sneru baki
við flokki hans í kosningunum til efri deildar
þingsins á sunnudag. Þessi stefna er einnig talin
hafa stuðlað að umrótinu á fjármálamörkuðum
landsins.
Obuchi þykir litlaus stjórnmálamaður og ekki
hafa mikla þekkingu á efnahagsmálum. Margir
hagfræðingar efast því um að hann sé rétti mað-
urinn til að verða næsti forsætisráðherra lands-
ins. „Hann myndi líklega grípa til skammtíma-
aðgerða... en hvað kerfisbreytingar varðar er
ekki líklegt að hann geri meira en Hashimoto,“
sagði japanski hagfræðingurinn Mikihiro
Matsuoka.
Kosningum flýtt?
Margii- fréttaskýrendur í Tókýó spá því að
næstu kosningar til neðri deildar þingsins, sem
ættu að vera eftir rúm tvö ár, fari fram í byrjun
næsta árs. Nokkrir þeirra telja að Frjálslyndi
lýðræðisflokkurinn geri óformlegan samning við
stjórnarandstöðuna, sem er með meirihluta í
efri deild þingsins, um að hún samþykki efna-
hagsaðgerðir stjómarinnar, m.a. skattalækkan-
ir, gegn því að kosningunum verði flýtt.
Aðrir fréttaskýrendur spá því að stjórnarand-
staðan knýi fram kosningar með því að tefja af-
greiðslu aukafjárlaga og frumvarpa stjórnarinn-
ar, sem er með meirihluta í neðri deildinni. Efri
deild þingsins getur ekki hafnað lögum, sem
neðri deildin samþykkir, en hún getur hins veg-
ar tafið lagasetninguna í tvo mánuði, sem kemur
sér illa fyrir stjórnina nú þegar skjótra efna-
hagsaðgerða er þörf.
Reuters
KOSOVO-Albanir flytja vistir til fjallaþorpa sem skæruliðasveitir
aðskilnaðarsinna hafa á valdi sínu.
Annan boðar
leiðtogafund
Sao Paulo. Reuters.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna (SÞ), leggur
til að boðað verði til leiðtogafundar
árið 2000. Ráðstefna sem slík gæfi
gott tækifæri til þess að líta um öxl
og leggja mat á sögu vorra tíma,
sigra og vonbrigði. „Leiðtogafund-
inum væri ætlað að varpa ljósi á 20.
öldina, þá grimmilegustu í sög-
unni,“ sagði Annan, á fundi með
fólki úr viðskiptalífinu í Sao Paulo í
Brasilíu.
Framkvæmdastjóri SÞ beindi
orðum sínum einnig til forkólfa í
viðskiptalífinu og bað þá styðja SÞ
og starf þeirra í ríkara mæli. Hann
sagði það liðna tíð að SÞ væru
„fangi hugmyndafræðilegra átaka.
Nú gera menn sér ljósa nauðsyn
þess að eiga góða samskipti við við-
skiptalífið".
Annan sagði leiðtogafundinn lík-
lega verða haldinn í New York.
Samhliða honum yrði boðað til
fundar frjálsra félagasamtaka, því
að Umhverfisráðstefnan í Río de
Janeiro hefði markað tímamót í
samskiptum SÞ við grasrótar-
hi'eyfingar um heim allan og sann-
að nauðsyn góðs samstarfs Sa-
meinuðu þjóðanna við frjáls félaga-
samtök.
Friðarumleitanir í Kosovo-héraði
Iranir lýsa
stuðningi við
tengslahópinn
Bonn. Reuters.
STJÓRNVÖLD í íran hafa lýst yf-
ir stuðningi sínum við tilraunir
vestrænna þjóða til að komast að
friðsamlegri lausn í Kosovo, að því
er utanríkisráðuneyti Þýskalands
skýrði frá í gær.
Utanríkisráðherra Irans, Kamal
Kharrazi, sagði í samtali við utan-
ríkisráðherra Þýskalands, Klaus
Kinkel, að Iran og aðrar aðildar-
þjóðir Samtaka íslamskra ríkja
styddu tilráunir „tengslahópsins"
svonefnda til að binda enda á átök
milli skæruliðasveita aðskilnaðar-
sinnaðra Kosovo-Albana og
serbneskra öryggissveita. Tengsla-
hópinn skipa fulltrúar Bandaríkj-
anna, Bretlands, Frakklands,
Þýskalands, Ítalíu og Rússlands.
Kharrazi sagði ennfremur að
samtökin, sem Iran veitir nú for-
ystu, væru mótfallin aðskilnaði
Kosovo-héraðs frá Serbíu, og að
þau væru hlynnt hugmyndum
tengslahópsins um takmarkaða
sjálfsstjórn héraðsins. Hann vísaði
á bug fregnum þess efnis að
íranskir hermenn legðu skæruliða-
sveitum aðskilnaðarsinna lið.
I tilkynningu þýska utanríkis-
ráðuneytisins kemur einnig fram
að Kinkel og Kharrazi hafi ákveðið
að hafa frekara samráð vegna
málsins.
www.mbl.is