Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bankamenn mótmæla breytingum á afgreiðslutíma
Telja breytingu brot
á kjarasamningi
Stinnings-
kaldi í
morguns-
árið
VINDUR fór upp í sex
vindstig milli klukkan 6 og 9
í gærmorgun í Reykjavík
samkvæmt upplýsingum
Veðurstofu Islands. Þótt
stinningskaldi sé algengur
hér um slóðir hefur fólk verið
óviðbúið eftir blíðviðrið, sem
fólk sunnanlands hefur átt að
venjast síðustu vikurnar, og
lögreglan var kölluð út á
nokkra staði þar sem þak-
plötur voru farnar að fjúka.
Laufgaðar krónur taka
mikinn vind
Lögreglan segir að í flestum
tilvikum hafi einhverjar fram-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
kvæmdir verið í gangi á staðn-
um en ekki hafí verið um full-
frágengnar byggingar að ræða.
I einni vindhviðunni brotnaði
tré á Suðurgötunni en trén
taka á sig mikinn vind þegar
krónan er laufguð.
SAMBAND íslenskra bankamanna
telur að lenging afgreiðslutíma
nokkurra útibúa Islandsbanka,
SPRON og Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar sé skýlaust brot á kjarasamningi.
Friðbert Traustason, formaður SIB,
segir að taki bankastofnanirnar ekki
mark á mótmælum sambandsins
verði þetta mál tekið upp við gerð
næstu kjarasamninga, en samningur
aðilanna rennur út 1. september nk.
Aldrei hefur verið gerður skrifleg-
ur samningur um vinnutíma banka-
manna, en í áratugi hefur ríkt munn-
legt samkomulag um að bankar séu
opnir frá klukkan 9.15 til 16 á virk-
um dögum, auk möguleika á að hafa
opið milli 17 og 18 á fimmtudögum. I
kjarasamningi SÍB segir hins vegar
að leita skuli samkomulags milli
banka annars vegar og/eða SÍB hins
vegar um breytingar á afgreiðslu-
tíma. Friðbert sagði að bankamenn
hefðu margsinnis boðið bönkunum
upp á viðræður um breytingar á af-
greiðslutímanum, en því hefði ávallt
verið hafnað. Afstaða bankanna
hefði verið sú að þetta væri atriði
sem hver og ein bankastofnun tæki
sjálfstæða ákvörðun um.
Rætt við næstu kjarasamninga
Friðbert sagðist telja það ótví-
ræða afturför ef opna ætti fyrir al-
gjört frelsi í afgreiðslutíma banka.
Menn ættu að reyna að forðast að í
bönkum myndaðist sams konar
ástand og í verslunum þai- sem
margir lýstu vinnuaðstæðum tvo
mánuði á ári sem þrælabúðum. Það
væri ekki í samræmi við þróunina að
lengja vinnutíma fólks; hún væri
ffekar sú að rýmka frítíma fólks.
„Bankarnir hafa á allra síðustu ár-
um fjárfest fyrir hundruð milljóna í
tæknibúnaði til að geta þjónustað
viðskiptavini utan afgreiðslutíma.
Fólk getur nánast gert öll sín við-
skipti í gegnum bankalínur, banka-
síma og hraðbanka, þar með talið að
greiða reikninga, taka út peninga,
millifæra og fá upplýsingar. Það eina
sem þú getur ekki gert er að skipta
peningum í klink,“ sagði Friðbert.
Friðbert sagðist vona að bankar
tækju mið af mótmælum SÍB og
tækju upp viðræður um skynsamleg-
ar breytingar á vinnutíma. Annars
yrði þetta rætt við gerð næstu kjara-
samninga eftir eitt ár.
Strókur í Öskjuhlíð
50.000 hafa
séð Strók
STJÓRN Veitustofnana Reykja-
víkurborgar hefur samþykkt að
gefa goshvemum í Öskjuhlíð-
inni, en hann er gerður af manna
höndum, nafnið Strókur. Efnt
var til samkeppni um nafn á
hverinn og bárust 586 tillögur.
Dómnefnd, sem í sátu Helgi
Hjörvar, Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir og Þorsteinn Gylfason,
varð sammála um að velja nafnið
Strókur. Atján gerðu tillögu um
þetta nafn og verður á næstu
dögum dregið um hver fær verð-
launaféð.
Að sögn Alfreðs Þorsteins-
sonar, stjómarformanns Veitu-
stofnana, hefur mikil aðsókn
verið að hvemum frá því hann
var tekinn í notkun í janúar sl.
Talið er að um 50 þúsund manns
hafí séð hverinn gjósa. Alfreð
segir þetta sýna réttmæti þess
að búa til hver á þessum stað.
Héraðsdómur staðfestir ökuleyfíssviptingu með vísan til umdeildrar reglugerðar
Urskurður kærður
til Hæstaréttar
HÉ RAÐSDÓMUR Reykjavíkur
staðfesti í gær úrskurð lögreglunn-
ar í Reykjavík um að svipta mann
ökuleyfí vegna hraðaksturs. Þetta
er sama niðurstaða sami dómari
komst að í sambærilegu máli sem
dæmt var í sl. mánudag. Fyrir helgi
féll hins vegar úrskurður annars
dómara þar sem ökuleyfissvipting í
hliðstæðu máli var felld úr gildi.
Tómas Jónsson hæstaréttarlögmað-
ur segist munu kæra úrskurðinn frá
í gær til Hæstaréttar.
Málavextir eru þeir að 7. júlí sl.
mældi lögreglan ökumann á 95 km
hraða þar sem hann ók vestur Hr-
ingbraut, en þar er hámarkshraði
50 km. Ökumaðurinn mótmælti
þessu og taldi sig hafa verið á 80-83
km hraða.
í úrskurði héraðsdóms segir að
samkvæmt 101 gr. umferðarlaga
verði að telja það mjög vítaverðan
akstur ef ekið er á nær því tvöföld-
um hámarkshraða. Vísað er til
ákvæða reglugerðar nr. 280/1998
um viðurlög við umferðarlagabrot-
um. „Ákvæði þessi þyngja refsingar
og ökuréttarsviptingar vegna um-
ferðarlagabrota frá því sem áður
var og með því að reglugerðin er
sett með stoð í lögum er hún gild
refsiheimild og ber að byggja á
henni,“ segir í dómnum og var eins
mánaðar ökuleyfissvipting lögregl-
unnar því staðfest.
Tómas Jónsson hæstaréttarlög-
maður er verjandi mannsins, sem
úrskurðurinn frá í gær varðar, og
einnig verjandi manns, sem fyrir
nokkrum dögum fékk bráðabirgða-
sviptingu fellda úr gildi vegna efa-
semda annars héraðsdómara um
lagagildi ofangreindrar reglugerð-
ar. Tómas sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þar sem Arngrímur Is-
berg, sá héraðsdómari sem kvað
upp úrskurðinn í gær, hefði rökstutt
hann með tilvísun til reglugerðar-
innar hefði gefíst tilefni til þess að
leita til Hæstaréttar með málið.
Arngrímur hefði kveðið upp
nokkra úrskurði þar sem bráða-
birgðasviptingar væru staðfestar
undanfama daga en þessi væri sá
fyrsti þar sem vísað væri til laga-
stoðar reglugerðarinnar. Tómas
sagði að væntanlega fengist niður-
staða Hæstaréttar í næstu viku og
þar með lægi fyrir hvort byggja
mætti bráðabirgðaökuleyfissvipt-
ingu á hinni umdeildu reglugerð.
„Það er ótækt að það virðist fara eft-
ir því hvaða dómari er á vakt í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur hvaða réttará-
stand ríkir í borginni," sagði Tómas.
Laugavegur
opnaður
25. júlí
ENDURBÓTUM á Laugavegi
hefur seinkað um 10 daga. Upp-
haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir
að gatan yrði opnuð fyrir umferð
í gær en nú er stefnt að því að
hleypa umferð á Laugaveginn
hinn 25. júlí.
Þór Gunnarsson hjá Verk-
fræðistofunni Hniti hefur eftirlit
með framkvæmdunum. Hann
segir tafirnar fyrst og fremst
stafa af því að fleyga þurfti mun
meira úr klöpp sem liggur þarna
undir en ráð var fyrir gert.
Klöppin liggi hærra en menn
höfðu áætlað.
Hann segir að einnig hafi verið
bætt inn í verkið gatnamótum
Frakkastígs og Laugavegar, þau
hafi ekki verið inni í útboðinu.
Þetta tvennt valdi því að verkið
sé á eftir upphaflegum áætlun-
um. Verkið hafi í heildina gengið
vel og áætlanir verktakans,
Istaks, staðist.
Þór segir að nú sé unnið á
gatnamótum Barónsstígs og
Laugavegar. Kaflinn frá Frakka-
stíg að Vitastíg sé nánast tilbú-
inn, þar sé eftir að leggja eitt
maíbikslag á akbrautina en það
verði gert í vikulokin.
-------------
Ursagnir í
Ólafsfirði
ALLIR stjórnarmenn í Alþýðu-
bandalagsfélaginu í Ólafsfirði hafa
sagt sig úr flokknum. Samtals hafa
tíu af 25 félagsmönnum gengið úr
Alþýðubandalaginu á síðustu dög-
um. Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu frá Bimi Val Gíslasyni,
fyrrverandi formanni félagsins.
<
i
n
i
4
i
i
i
i
€
4
í
4
C
4
c
i
c
I Sérblöð í dag
VIÐSIOPn MVINNULÍF
LANSÍMINN
Breiðband
í vanda
Samkeppnisráð
úrskurðar/B4
HUGBÚNAÐUR
Má læra
af írum
Öflug menntun
skilyrði/B6
: Jack Nicklaus hættir að
: keppa við „krakkana“/B2
Biikar í undanúrslit
bikarkeppni karla/B8
100
VSRÐTILBOÐ
Á HVERT
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
C
f
I
G
!
I