Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir spennumyndina The Big Hit, Skotmarkið, sem fjallar á gamansaman hátt um
störf og einkalíf leigumorðingja. Með aðalhlutverk í myndinni fara Mark Wahlberg og Lou Diamond Philips.
Líf og* starf
leigumor ðingj a
í MYNDINNI The Big Hit er
fylgst með starfí og einkamálum
leigumorðingjans Mels Smiley
(Mark Wahlberg) sem þrátt fyrir
starf sitt er hið mesta ljúfmenni
sem lætur alla traðka á sér. Hann
er trúlofaður og á auk þess ást-
konu, en báðar konurnar eru fyrst
og fremst með honum peninganna
vegna. Félagar hans nota hvert
tækifæri sem gefst til að stríða Mel
auk þess sem þeir notfæra sér hann
til hins ýtrasta, heimta t.d. oft bón-
usgreiðslur fyrir drápsverkefni
sem Mel hefur sjálfur leyst af
hendi. En fyrst reynir fyrir alvöru
á vinskap þeirra félaganna þegar
þeir Cisco (Lou Diamond Philips),
Crunch (Bokeem Woodbine) og
Vince (Antonio Sabato Jr.) ræna
guðdóttur atvinnurekanda síns,
Paris (Avery Brooks). Þessu kom-
ast þeir þó ekki að fyrr en miklu
síðar og ákveður Cisco þá að skella
skuldinni á Mel. Hann hefur hins
vegar um ýmislegt annað að hugsa
en mislukkað mannrán því hann er
að fara að hitta tengdafólk sitt í
fyrsta skipti, auk þess sem hann er
að laga fyrsta kjúklingaréttinn sem
hann hefur matreitt og þar að auki
þarf hann að sinna ýmsum málum í
sambandi við væntanlegt brúðkaup
sitt. Allt þetta verður til að flækja
málin verulega og fá áhorfendur að
fylgjast með lygilegum og hasar-
fengnum ævintýrum Mels.
Aðalframleiðandi The Big Hit er
leikarinn Wesley Snipes, og einn af
meðframleiðendum myndarinnar
er John Woo sem síðast leikstýrði
myndinni Face/Off, en
hann var
einnig
framleið-
andi mynd-
arinnar The
Replacem-
ent Killers
sem Chow
Yun-Fat leik-
stýrði. Leik-
stjóri The Big
Hit er enn
einn leikstjór-
inn frá Hong
Kong sem
reynir fyrir sér
í Bandaríkj-
unumn og heitir
hann Che-Kirk
Wong. Þetta er
fyrsta myndin
sem hann leik-
stýrir í Banda-
ríkjunum, en
fyrsta myndin sem
hann leikstýrði í
heimalandinu hét
The Club og aðrar
myndir hans eru Helath Warning
og Gunmen.
MEl er önnum kafinn við að sinna
kærustunni Pani (Christina
Applegate).
FÉLAGARNIR íjói-ir, Crunch (Bokeem Woodbine),
Cisco (Lou Diamond Philips), Mel (Mark Wahlberg)
og Vince (Antonio Sabato Jr.).
lánlausa Mel
Smiley, sást síð-
ast sem klám-
myndastjarna í
Boogie Nights.
Hann byrjaði
M , feril sinn sem
VlNbiv^ ' ” miega fyrirsæta og
ciscos tekur skyndUeg hip-hop-söngv-
breytinguni- arj 0g þa un(jir
nafninu Marky Mark, en
hann gaf út tvær metsöluplötur
sem heita Music For the People og
You Gotta Believe. Síðan fékk hann
Mark Wahlberg, sem leikur hinn hlutverk í gamanmyndinni „Rena-
issance Man“ sem Penny Marshall
átti heiðurinn af og þar á eftir lék
hann á móti stórstjörnunni Leon-
ardo DiCaprio í „Basketball Di-
aries“. Eftir þá mynd fékk hann svo
aðalhlutverk í spennutryllinum
„Fear“ og loks fékk hann hlutverk
á móti Aliciu Silverstone í „Excess
Baggage". Næsta mynd hans verð-
ur The Corruptor og í henni leikur
hann á móti Samuel L. Jackson.
Lou Diamond Philips lék síðast í
kvikmyndinni Courage Under Fire
á móti þeim Meg Ryan og Denzel
Washington. Hann sló fyrst í gegn í
myndinni La Bamba og í kjölfarið
fylgdu svo myndir eins og Stand
and Deliver, Young Guns 1&2,
Renegades, The First Power og
Shadow of the Wolf.
Saga
gleðikonu
Hórkallar í LA
(LA Johns)
Frumsýning
Verð í
lausdsölu
Í Óssur Skarphéðinssi
nsmaður og ritstióri
rkui/iátali á bls. 22-24’
Eðli tiftinninga
A9i og ytri mörk ÉBy
tífsreglur Tiep Hien »
Bakverkir
Álfar og annað fólk
Wstvænt hvað?
Stiörnuspáfyrirjúlíogágúst
Tuvistarkreppa karlmanna
Askrift
Nafn:
Heímili:_________________________________Póstfang:___________________
Kt:_________________________________
Tímaritið kostar 499 krónur í lausasölu. Áskriftartilboð:
□ 6 mánaóa áskrift (3 tímarit) - 1200 kr. - (400 krónur blaðið)
□ 1 árs áskrift (6 tímarit) - 2000 kr. - (333 krónur blaðið)
Valbók: □ Engladagar □ Uppgjör við aldahvörf □ Boðskapur Maríu
Greiðslumáti: □ M/gíróseóli □ Visa □ Euro Gildist:___________
Kortanúmer:_________________________________ Undirskr._______________
Lestu ,
UMLIFIÐ!?
- LÍFIÐ SJÁLFT ER KOMIÐ ÚT -
■ „Rítalín (sem gefið er við ofvirkni) á ekki að vera aðstoðaruppeldisaðili,
heldur úrræði sem gripið er til í algerri neyð."
Þórkatla Aðalsteinsdóttir úr greininni Agi og ytri mörk á bls. 18.
■ Tantra yoga - ekki til að ríða, heldur heila og elskast - bls 21.
■ „Efnin kallast þrávirk, af því að þau eyðast aldrei. Þau safnast fyrir í
líkömum þeirra lífvera sem taka þau upp úr umhverfinu.“
Ossur Skarphéðinsson úr hörkuforsíðuviðtali á bls. 22-24.
■ Stjörnuspá Maya Del Mar fyrir hvern dag í júlí og ágúst - bls. 25-30.
■ „I dag er karlmaðurinn svo til búinn að missa „völd“ sín en konan ekki."
Guðlaugur Bergmann úr greininni Tilvistarkreppa karlmanna á bls. 37.
Ef þú gerist áskrifandi fyrir 23. júlí 1998 átt þú
kost á sumarglaðningi:
Ævintýraferð ■ Regatta-regnfatnaður ■ Matreiðslubækur
Yogatímar ■ Frítt á mannræktarmót
Allir áskrifendur eiga möguleika.
Vinningar verða dregnir út mánudaginn 27. júlí
- ekki draga að gerast áskrifandi.
ÁRS ÁSKRIFT
OG BÓK= 2.000 KR.
ÁSKRIFTARSÍMI 5448070
I) r a in a
★★
Framleiðsla: Leanne Moore. Leik-
stjórn: Joyce Chopra. Handrit: Paul
Brown. Kvikmyndataka: James
Glennon. Tónlist: Barry Goldberg.
Aðalhlutverk: Brittany Powell,
Thomas Caiabro, Doug Davison og
Deborah Harry. 92 mín. Bandarísk.
Bergvík, júlí 1998. Bönnuð börnum
yngri en 12 ára.
LIZ (Powell) er undurfríð og
glæsileg vændiskona í Los Angeles.
Jac (Harry) er umboðsmaður hennar
í bransanum og sér
henni fyrir góðum
viðskiptavinum því
það er nóg að gera.
Fylgst er með
vinnuviku
stólkunnar eins og
um heimildamynd
væri að ræða og
inn á milli er skotið
„viðtölum" við
kúnna hennar og samstarfsfólk. Liz
stefnh’ að ákveðnu takmarki með
vinnu sinni og fjárfestir giámmt í
fasteignum til að geta sest í helgan
stein sem fyrst. Hún lendir í vanda
þegar hún verður skotin í ungum há-
skólastúdent sem langar til að verða
rithöfundur og ýmsir aðrir karlar
reyna að hafa áhrif á líf hennar. Liz
kærir sig hins vegar ekki um að vera
stjórnað heldur tekur sér vald yfir
sjálfri sér og körlunum sem borga
fyrir návist hennar.
Ýmsum athyglisverðum spurning-
um er varpað fram í þessari sjón-
varpsmynd leikstjórans Joyce
Chopra sem vakti mikla lukku með
sinni fyrstu kvikmynd, „Smooth
Talk“ (1985), sem vann m.a. til verð-
launa á Sundance-kvikmyndahátíð-
inni. Það verður hins vegar heldur
fátt um svör og alveg óljóst hvert
verið er að fara með myndinni. Per-
sónur eru flestar óvenju skemmti-
legar og vel túlkaðar af ágætis leik-
ui-um, sem bjargar myndir.ni að
nokkru leyti. Hún skilur hins vegar
ekki eftir sig þau djúpu spor sem
maður hefur á tilfinningunni að hún
hafi átt að gera. Skilaboðin eru óljós
og erfítt að komast að annarri niður-
stöðu en þeim að myndin sé einfald-
lega sæmileg afþreying.
Guðmundur Asgeirsson