Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 1

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913 159. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters HERMENN bera kistu með líkamsleifum Nikulásar II Rússakeisara og Alexöndru, konu hans. Verða þau og dætur þeirra þrjár jarðsettar í dag, réttum 80 árum eftir að þau voru tekin af lífi. Útför rússnesku keisarafjölskyldunnar „Erum að sætt- ast við fortíðinau Sankti Pétursborg. Reuters. LÍKAMSLEIFAR Nikulásar II Rússakeisara og fjölskyldu hans voru fluttar í gær til Sankti Pét- ursborgar, gömlu keisaraborg- arinnar, þar sem þær verða lagðar til hinstu hvflu í dag. Verður Borís Jeltsín, forseti Rússlands, viðstaddur útförina. Nokkrir tugir ættingja keis- arafjölskyldunnar voru saman komnir á Púlkovo-flugvelli þeg- ar komið var með kistumar frá Jekaterínborg þar sem keisara- fjölskyldan var skotin í júlí árið 1918. Jeltsín, sem hefur áður gefið í skyn, að hann ætlaði ekki að vera við útförina, hefur nú snúist hugur. „Sannleikanum hefur verið haldið leyndum í 80 ár en við verðum að þekkja hann og segja hann héðan í frá. Eg vil eiga þátt í því,“ sagði Jeltsín. Villimennska Níkolaj Romanov, sem nú er litið á sem höfuð Romanov-ætt- arinnar, fagnaði mjög sinna- skiptum Jeltsíns og sagði, að útförin væri mjög mikilvægur atburður. „Með henni erum við að sættast við og kveðja fortíð- ina.“ Jeltsín, sem var leiðtogi kommúnistaflokksins í Sverd- lovsk-héraði á síðasta áratug, sá um það sjálfur samkvæmt skip- unum sljórnmálaráðsins að rífa niður húsið þar sem keisarafjöl- skyldan var tekin af lífi. Var það gert til að uppræta allt, sem á hana minnti í huga Rússa. I ævi- sögu sinni segir Jeltsín, að þessi „villimennska" haf! verið skammarleg og fyrir hana verði seint bætt. Líkamsleifar keisarafjölskyld- unnar, Nikulásar, Alexöndru, konu hans, og dætra þeirra þriggja, Olgu, Tatjönu og Anastasíu, voru grafnar upp 1991 og rússneskir, breskir og bandarískir sérfræðingar stað- festu með DNA-mælingum, að um þetta fólk væri að ræða. Á því væru 99,99% líkur. Rúss- neska rétttrúnaðarkirkjan, sem hefur Nikulás í miklum háveg- um, hefur þó ekki látið sannfær- ast og segist þess vegna líta á jarðsetninguna í dag sem „bráðabirgðaútför". Albanar í Kosovo stofna eigið þing Kosovo. Reuters. STJÓRNMÁLAFLOKKAR Alb- ana í Kosovo stofnuðu í gær eigið þing, sem hvorki stjóm Serbíu né ráðamenn í öðr- um ríkjum viður- kenna, og serbn- eska lögreglan kom nokkrum mínútum of seint til að hindra fundinn. Um 90 fulltrú- ar sátu fundinn, sem var haldinn í höfuðstöðvum stærsta flokks Albana í héraðinu, Lýðræðisbandalags Kosovo, í Prist- ina. Ibrahim Rugova, leiðtogi flokksins og „forseti" albanska meirihlutans í héraðinu, var fund- arstjóri. Fulltrúarnir höfðu kosið þingforseta og svarið hollustueið þegar vopnaðir lögreglumenn réð- ust inn í bygginguna og skipuðu fulltrúunum að slíta fundinum. Um 20 óeinkennisklæddir lög- reglumenn, vopnaðir rifflum, voru síðan á verði við bygginguna meðan Ibrahim Rugova lögreglumenn lögðu hald á skjöl um stofnun þingsins. Mikil spenna var á staðnum en enginn var handtekinn. „Lögreglumennirnir beittu ekki ofbeldi en þeir voru mjög ákveðnir. Við fengum tvær mínútur til að taka skjöl okkar og fara,“ sagði Nekibe Kelmendi, ritari Lýðræðis- bandalagsins. „Okkur hefur tekist það,“ sagði Rugova við fréttamenn og stuðn- ingsmenn hans fógnuðu honum ákaft þegar hann gekk út úr bygg- ingunni. Ætla næst að mynda stjórn Serbneska innanríkisráðuneytið gaf út yfirlýsingu þar sem það kvaðst hafa hindrað „ólöglega til- raun til að stofna svokallað þing lýðveldis Kosovo“. „Ég styð aðgerðir lögreglunnar algjörlega," sagði Momcilo Trajk- ovic, leiðtogi andspyrnuhreyfingar serbneska minnihlutans í héraðinu. Talsmaður Bandaríkjastjómar sagði að hún viðurkenndi ekki þing- ið sem opinbera pólitíska stofnun en viðurkenndi hins vegar rétt flokkanna í Kosovo til fundafrelsis. Fulltrúarnir á fundinum sögðu að næsta skrefið væri að mynda ríkisstjóm. „í þetta sinn verður það stjórn í Kosovo, ekki útlagastjórn,“ sagði Gjergji Dedaj, sem var til- nefndur einn af þremur varaforset- um þingsins. „Þetta er mjög sögu- legur dagur, sem markar upphaf frjáls, lýðræðislegs og sjálfstæðs ríkis í Kosovo,“ bætti hann við áður en fundurinn leystist upp. Ekki er þó enn Ijóst hversu mik- ilvægur fundurinn vai- þar sem ekk- ert ríki viðurkennir þingið. Þótt ráðamenn á Vesturlöndum líti á Rugova sem leiðtoga Albana í Kosovo viðurkenna þeir að staða hans hefur veikst vegna uppgangs aðskilnaðarsinna í Frelsisher Kosovo, sem segist hafa náð helm- ingi héraðsins á sitt vald. Frelsis- herinn viðurkennir ekki Rugova sem forseta og hefur sagt að enginn stjórnmálaflokkur geti talað fyrir hans hönd. Efasemdir um vopnahlé í Súdan Mandela áttræður NELSON Mandela, forseti Suður-Afrfku, hóf í gær hátíða- höld í tilefni þess að hann verð- ur áttræður á rnorgun með því að bjóða um þúsund munaðar- lausum börnum til veislu í Krug- er-þjóðgarðinum. Forsetinn dansaði á sviði í garðinum við fjörlega popptónlist með fjórum ungum stúlkum og skar stóra afmælistertu. Nairobi. Reuters. RÍKISSTJÓRNIN í Súdan féllst í gær á þriggja mánaða vopnahlé til að greiða fyrir matvælasendingum til svæða í suðurhluta landsins þar sem hungursneyð hefur ríkt. Daginn áður hafði Frelsisher Súdans (SPLA) lýst yfir þriggja mánaða vopnahléi í þessu skyni. Fulltrúar hjálparstofnana voru þó efins um að bardögunum linnti. Matvælahjálp Sameinuðu þjóð- anna (WFP) sagði að tveir af staifs- mönnum hennar hefðu neyðst til að flýja dreifingarmiðstöð í miðhluta Súdans vegna ótta við bardaga. Þeir höfðu hafið dreifingu matvæla til 30.000 manna í bænum Leer í hérað- inu Efri-Níl þegar þeir flúðu í skóg í nágrenninu. „Þetta er einmitt það sem við ótt- uðumst,“ sagði Michele Quintaglie, talsmaður hjálparstofnunarinnar. ,A sama tíma og allir eru að tala um vopnahlé þarf okkar fólk að flýja ör- yggisleysið." Talsmenn hjálparstofnana telja að vopnahléið komi of seint. Bent hefur verið á að hentugt hafi verið fyrir stríðandi fylkingar að semja um vopnahlé nú, því regntímabil sé að ganga í garð í landinu, en þá liggur hernaðurinn yfirleitt niðri vegna þess að vegir eru ófærir. Af sömu ástæðu er erfitt fyrir hjálparstofnan- ir að koma hjálpargögnum til lands- manna. Vopnahléinu á að ljúka í þann mund sem regntímabilinu lýk- ur og vegir verða færir á ný. Vopnahléið á eingöngu við héruðin Bahr el Gazar og Efri-Níl, þar sem talið er að yfir tvær milljónir manna séu í hættu vegna hungursneyðar. Talsmenn stjórnarinnar sögðu í gær að til greina kæmi að láta vopnahléið ná yfir öll átakasvæðin í landinu. Frelsisher Súdans berst fyrir sjálfstæði suðurhluta landsins, þar sem kristnir svertingjar eru í meiri- hluta, en norðurhlutinn er aðallega byggður múslímum. Friðarviðræður eru áfoi-maðar milli fylkinganna í Eþíópíu í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.