Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Akæra gegn eiganda Gallerís Borgar þingfest fyrir héraðsdómi
Myndir dansks málara seldar
með merkingu Jóns Stefánssonar
ÁKÆRA ríkislögreglustjóra gegn Pétri Þór
Gunnarssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Gall-
erís Borgar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær.
Pétri Þór er gefið að sök að hafa, sem fram-
kvæmdastjóri og eigandi Gallerís Borgar, blekkt
þrjá viðskiptavini gallerísins til að kaupa hver eitt
málverk á tveimur málverkauppboðum á vegum
gallerísins. Málverkin hafi Pétur Þór boðið til sölu
með röngum upplýsingum í uppboðsskrám um að
þau væru eftir Jón Stefánsson og með falsaðri höf-
undarmerkingu þar um á málverkin.
Um var að ræða uppboð, sem haldin voru 1.
september 1994 og 21. maí 1995. Á fyrra uppboð-
inu hafi verið seldar tvær myndanna en sú þriðja
var seld á seinna uppboðinu. Allar voru myndirnar
í raun eftir danska málarann Wilhelm Wils, að því
er segir í ákæru.
Pétur Þór hafði sjálfur keypt þær á tilteknum
listmunauppboðum danska uppboðshaldarans
Bruun Rasmussen í Vejle á Jótlandi í júní og
ágúst 1994.
Fyrir eina myndina hafi hann gefið 1.600 dansk-
ar krónur, aðra 2.600 og hina þriðju 4.500 krónur.
Þessar fjárhæðir jafngilda 16.600-46.800 krónum
íslenskum.
Pétri Þór er gefið að sök að hafa afmáð höfund-
armerkingu danska listmálarans og blekkt fólk til
að kaupa málverkin sem málverk eftir Jón Stef-
ánsson. Kaupendurnir greiddu fyrir myndirnai-
þrjár 50 þúsund krónur, 396 þúsund krónur og 473
þúsund krónur á fyrrgreindum uppboðum Gallerís
Borgar.
Jafnframt er Pétur Þór Gunnarsson í ákæninni
sakaður um brot á lögum um bókhald og lögum
um sölu notaðra lausafjármuna með því að hafa
ekkert fært í bókhaldi fyrirtækisins vegna kaupa á
þessum listaverkum og fyrir að hafa ekkert fært
um kaup eða sölu þeirra listmuna sem seldir voru
á uppboði á vegum íyrirtækisins á Akureyri 21.
maí 1995.
Einnig fyrir að hafa frá 1994-1996 rekið sölu
notaðra lausafjármuna án tilskilins leyfis og láta
undir höfuð leggjast við móttöku og sölu listmuna
að halda skipulagða skrá þeirra listmuna sem bár-
ust fyrirtækinu og færa uppgjör í samræmi við
það. Einnig hafi hann látið undir höfuð leggjast
1995 og 1996 að skrá viðskipti fyrirtækisins þegar
keyptir voru listmunir erlendis og að halda til
haga tekjuskráningargögnum og færa bókhald ár-
ið 1996.
Einn þeirra þriggja aðila sem keyptu málverk-
in, sem talin eru ranglega eignuð Jóni Stefáns-
syni, gerir í ákærunni kröfu um skaðabætur að
fjárhæð 370 þúsund krónur. Hinir tveir setja ekki
fram kröfur í tengslum við rekstur opinbera máls-
ins.
Sorpa flutt vegna
gatnaframkvæmda
Hring-
torg við
Ananaust
ENDURBÆTUR á gatnakerfí við
Ánanaust hafa staðið frá því í
fyrravor og áætlað er að þar
verði komið hringtorg í lok
ágúst. Reykjavíkurhöfn og
gatnamálastjóri standa sameigin-
lega að framkvæmdunum. Verk-
lok voru áætluð 15. ágúst en að
sögn Hallgríms Magnússonar hjá
Verkfræðistofunni Mat, sem hef-
ur eftirlit með verkinu, hafa orð-
ið tafir af ýmsum ástæðum. Hann
segir að gert sé ráð fyrir að
verkinu ljúki í lok ágúst.
Endurtengja á Vesturgötu,
Sólvallagötu og Holtsgötu við
Ánanaust og þar sem endur-
vinnslustöð Sorpu stendur núna
verður sett hringtorg, sem mun
tengja Fiskislóð við gatnakerfið.
Sorpa er þessa dagana að
flytja og verður hafist handa við
gerð hringtorgsins eftir helgina.
Hallgrímur segir engan vafa á
að þetta muni breyta miklu fyrir
umhverfi hafnarinnar og vera
mikil bót á gatnakerfinu. Gatna-
mótin þar sem Ánanaust og
Mýrargata komi saman hafí ver-
ið mjög slæm. Gatnagerð í
Fiskislóð og Ánanaustum er lok-
ið en þar eru nú bráðabirgða-
gatnamót þar til hringtorgið
verður opnað.
Endurvinnslustöðinni við Ána-
naust var lokað á miðvikudags-
kvöld en í dag er gert ráð fyrir
því að hún flylji 60 til 70 metr-
um vestar en hún stendur nú.
Hjá Sorpu fengust þær upplýs-
ingar að lóðinni hefði verið út-
hlutað á sínum tíma með fyrir-
vara um þessa flutninga. Stefnt
er að því að ný og stærri endur-
vinnslustöð verði opnuð í síðasta
la.gi 14. ágúst.
Morgunblaðið/ Arni Sæberg
83,4% telja að Morgunblaðið sé
áreiðanlegur fréttamiðill
RÚMLEGA 83% íslendinga á aldr-
inum 16-75 ára telja Morgunblaðið
áreiðanlegan fréttamiðil, sam-
lwæmt markaðsrannsókn, sem
Gallup gerði íyrir Morgunblaðið 27.
júní til 10. júlí síðastliðinn. Trú fólks
á áreiðanleika blaðsins hefur aukizt
frá sams konar mælingu, sem gerð
var í maí í fyrra, en þá sögðust
78,4% telja Morgunblaðið áreiðan-
legan fréttamiðil.
Ríkisfjölmiðlamir njóta mests
trausts fólks sem fréttamiðlar sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinn-
ar. Segjast 94,1% telja Ríkisútvarp-
ið áreiðanlegan fréttamiðil og 93%
telja Ríkissjónvarpið áreiðanlegt,
bæði nú og í fyrra.
Álit fólks á áreiðanleika Dags
hefur minnkað mjög, í fyrra sögðust
62,7% telja blaðið áreiðanlegt en
37,7% nú. Hins vegar hefur trú
fólks á áreiðanleika frétta Stöðvar 2
aukizt mest á milli ára, úr 47,5% í
56,6%. Einnig telja færri fréttir DV
áreiðanlegar en í fyrra, 31% nú á
móti 35,6% í fyrra.
■ Meirihluti treystir/6
Areiðanleiki fréttamiðla
Viöhorf fólks gagnvart áreiðanleika sex fréttamiöla og samanburður
á sambærilegri könnun sem var gerð fyrir rúmu ári síðan, maí 1997.
IHmrjpmiiIc&ifc
1997
ð
1998
1997
1998
1997
1998
1997
SJÓNVARPIÐ
1998
1997
78,4%
83,4%
35,6%
31,0%
62,7%
37,7%
47,5%
56,6%
93,2%
93,0%
RiK/SUTVARP/Ð
1998
94,1%
Samvinnulífeyris-
sjóðurinn
Réttindi líf-
eyrisþega
skert um 5%
Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur
skert öll áunnin réttindi sjóðfélaga
sinna um fimm prósent. Frá og með
1. júlí síðastliðnum hafa lífeyrisþeg-
ar fundið fyrir lækkuninni en lífeyr-
ir þeirra var þá lækkaður um 5%.
Margeir Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, segir að
sjóðurinn hafi verið að vinna sig upp
úr mikilli lægð og nú séu réttindi
minnkuð til að rétta sjóðinn af í eitt
skipti fyrir öll. Þetta er gert til að
tryggja framtíðarlífeyrisgreiðslur
að hans sögn.
„Við eigum fyrir heildarskuld-
bindingum okkar en okkur vantaði
7% upp á í áföllnum skuldbinding-
um. Með því er átt við að ef sjóður-
inn hættir að taka við iðgjöldum þá
vantar 7% upp á að hægt sé að
standa við samþykktar lífeyris-
skuldbindingar hans. Auk þess er-
um við að gera skipulagsbreytingar
á réttindaávinnslu hjá okkur,“ sagði
Margeir.
Hann sagði að eftir 1. júlí síðast-
liðinn miðaðist öll réttindaöflun við
10% iðgjald í stað 11,5% áður, án
þess að réttindi sjóðfélaga skerðist
að neinu leyti. Mismunurinn, 1,5%,
fer til nýrrar séreignadeildar. „I
rauninni er verið að hækka réttindi
greiðandi sjóðfélaga í framtíðinni
um 13%,“ segir Margeir.
Sjóðsfélagar eru um 28.000 tals-
ins og verða þeir allir fyrir skerð-
ingunni. Hann sagði að eitthvað af
fólki hefði hringt til sjóðsins til að fá
skýringar á lækkuninni. „Þetta er
auðvitað alltaf sárt en við gátum
ekki beðið lengur því við erum al-
gjörlega að breyta okkar kerfi. Við
erum að taka upp séreignasjóðs-
kerfi að hluta og nýja aldurstengda
deild og við verðum að eiga fyrii'
skuldbindingum okkar."
Skerðingar þekktust
hér áður fyrr
Hrafn Magnússon hjá Sambandi
almennra lífeyrissjóða sagði að
Samvinnulífeyrissjóðurinn væri
einn elsti lífeyrissjóður landsins og
lækkunin yrði líklega best skýrð á
þvi að Samvinnulífeyrissjóðurinn
hefði þurft að sæta því að búa við
neikvæða vexti, á tímum óðaverð-
bólgu, lengur en aðrir sjóðir sem
stofnaðir voru löngu síðar.
„Hér áður fyrr þekktust skerð-
ingar hjá sjóðum sem höfðu svona
langan lífaldur," sagði Hrafn.
Hann sagði að í reglugerðum líf-
eyrissjóða væri ákvæði um það að
ef sjóður ætti ekki fyrir skuldbind-
ingum bæri honum að skerða rétt-
indin og það hefði gerst í þessu til-
felli.
Hann sagði að á hinn bóginn
hækkuðu sjóðir áunnin réttindi
sjóðsfélaga ef þeir ættu fyrir fram-
tíðarskuldbindingum. Þannig hefði
Lífeyrissjóður Austurlands nýlega
hækkað áunnin réttindi um 8%, líf-
eyrissjóðurinn Lífiðn um 3,5% og
lífeyrisjóður Bolungarvíkur hækk-
aði áunnin réttindi um 10% og líf-
eyrinn um 7%.
■ dag
8SÍÐUR
á iisniiáau
Afi stendur í marki
Sandgerdinga/C1
••••••••••••••••••••••••••••
Woods og Huston efstir á
Opna breska mótinu/C2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is