Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bréf til Der Spiegel
vegna greinar um Is-
lenska erfðagreiningu
EFTIRFARANDI bréf frá nítján sérfræðing-
um til ritstjóra Der Spiegel hefur borist Morg-
unblaðinu:
„Til ritstjóra Der Spiegel.
Greinin sem birtist í blaði yðar 6. júlí um
starfsemi Islenskrar erfðagreiningar hefur
fengið mikla umfjöllun á Islandi, vakið tals-
verða gremju, og hugsanlega einnig spillt fyrir
fyrirtækinu og íslenskri vísindastarfsemi á al-
þjóðlegum vettvangi. Við erum sem læknar
ábyrgðarmenn fyrir um 20 rannsóknaverkefni
sem unnin eru í samvinnu við þetta fyrirtæki.
Okkur fínnst umfjöllun í blaði yðar um
starfsemi Islenskrar erfðagreiningar, for-
stjóra þess og íslensku þjóðina bæði ómálefna-
leg og lítilsvirðandi. Að okkar mati felst í
greininni tilraun til að vega að því trausti sem
hefur ríkt milli vísindamanna og Islendinga
sem hafa langflestir verið fúsir að leggja mik-
ilvægum heilbrigðisrannsóknum lið, ef fram-
kvæmd þeirra er í samræmi við Helsinkisátt-
málann. Við óttumst einnig að greinin geti
spillt orðstír íslenskrar vísindastarfsemi á al-
þjóðavettvangi.
í grein yðar er ítrekað vegið á ósmekklegan
hátt að persónuleika Kára Stefánssonar for-
stjóra íslenskrar erfðagreiningar. Samskipti
okkar við hann og þetta fyrirtæki hafa verið
mjög traustvekjandi. Vinnubrögð hans og ann-
arra starfsmanna fyrirtækisins hafa verið
markviss, vönduð og heiðarleg, og þau hafa
einnig einkennst af mjög ströngum vísindaleg-
um kröfum. Það öryggiskerfí sem fyrirtækið
hefur byggt upp í samráði við stjórnvöld til að
koma í veg fyrir misnotkun á persónulegum
upplýsingum er ótvírætt það traustasta sem
til er á Islandi í dag, og þótt víðar sé leitað
báðum megin Atlantshafs.
Þar sem við berum læknisfræðilega trúnað-
arábyrgð á þeim rannsóknum sem við vinnum
að í samstarfi við Islenska erfðagreiningu,
finnst okkur afar hæpið að blaðamaður yðar
skyldi ekki tala við neinn okkar.
íslenska þjóðin er mjög fámenn og hagkerfi
hennar hefur til þessa byggst í allt of ríkum
mæli á veiðum hverfulla fiskistofna. Erlend
fjárfesting til uppbyggingar á hátækni sem
grundvallast á vísindastarfsemi er þess vegna
ómetanleg. Þannig hefur fyrirtækið Islensk
erfðagreining nú þegar haft mikil og jákvæð
áhrif á íslenskt samfélag.
Eins og kom fram í tímariti yðar eru skoð-
anir eðlilega skiptar um það hvort byggja eigi
upp miðlægan læknisfræðilegan gagnagrunn
og einnig hvort slíkur gagnagrunnur eigi að
vera háður einkaleyfi. Endurskoðað frumvarp
um það verður lagt fyrir Alþingi í haust.
Grein blaðs yðar um Islenska erfðagrein-
ingu verður varla skilin öðruvísi en svo, að
mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar láti, með
forsætisráðherra í broddi fylkingar, teyma sig
á asnaeyrum af manni sem ekki er treystandi.
Islendingar eru hins vegar vel menntuð þjóð,
með langa lýðræðishefð sem hefur þróast á
friðsamlegan hátt. Þeir eru því færir um að
ákveða sjálfir hvað þeir vilja leggja af mörkum
til mikilvægra heilbrigðisrannsókna, sem jafn-
framt geta bætt þjóðarhag. Framsýni og já-
kvæðni íslendinga á þessu sviði verðskuldar
ekki að hún sé kynnt umheiminum í spéspegli.
Peep-Show im Wikingerreich
Wands eauÍRC' Uioteíhnadabriíí roöchle nícht rnefar nadi Gencn wxfaen. Mit etner ItooujjcrricBen
Dalcnbonk wiH ue atte P»lienl«n<hHcii <1m Landct an Phannafirann rcrmictóa. Knlihcr
lörchten um den Dacntchutz - und tcbcn slch cincnt Rcnctiichcn Gbcra-uchungsstaat njfcc
OPNAN úr Der Spiegel þar sem fjallað var um Kára Stefánsson og íslenska erfðagrein-
ingu, og sem nítjánmenningarnir sem rituðu bréfið gagnrýna harðlega í bréfi sínu til rit-
stjóra þýska tímritsins.
Árni Pórsson, dósent, yfírlæknir,
Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Bárður Sigvrgeirsson, Ph.D., forstöðulækn-
ir, Hú ðlæknas töðin n i
Bjarni Þjóðleifsson, Ph.D., dósent,
yfírlæknir, Landspítalanum
Davíð Gíslason, yfírlæknir, Vífílsstöðum
Prófessor Einar Stefánsson, Ph.D., forseti
læknadeildar Háskóla Islands
Guðmundur Þorgeirsson, Ph.D. dósent,
yfírlæknir, Landspítalanum
Prófessor Gunnar Sigurðsson, Ph.D.,
yfírlæknir, Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Hallgrímur Guðjónsson, sérfræðingur,
Landspítalanum Prófessor Hannes Péturs-
son, Ph.D. yfírlæknir, Landspítalanum
Prófessor Helgi Valdimarsson, yfírlæknir,
Landspítalanum
John Benedikz, FRCP., sérfræðingur,
Landspítalanum
Jón Snædal, yfírlæknir, Landakoti
Pálmi Jónsson, dósent, yfírlæknir,
Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Prófessor Reynir T. Geirsson, Ph.D.,
yfirlæknir, Landspítalanum
Sigurður Björnsson, sérfræðingur,
Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur,
Vífilsstöðum
Vilmundur Guðnason, Ph.D., yfhiæknir,
Hjartavernd
Þórarinn Gíslason, Ph.D., yfírlæknir,
Vífílsstöðum
Prófessor Þórður Harðarson, Ph.D.,
yfírlæknir, Landspítalanum."
Avis kaupir
15 Daihatsu
Terios
NOKKRAR bílaleigur hafa að
undanförnu keypt Daihatsu Ter-
ios-aldrifsbfla. Bflaleigan Avis
fékk nýlega afhenta 15 slíka
bfla.
Bflaleigur sem keypt hafa
Terios eru Bflaleiga Akureyrar,
Bflaleiga Gullfoss og Geysis,
Bflaleiga Bónuss og Avis. I frétt
frá Daihatsu-umboðinu, Brim-
borg, segir að bflaleigumar hafi
valið Terios þar sem verðið hafi
þótt hagstætt fyrir vel búinn bfl.
AVIS fékk nýlega 15 Daihatsu Terios-aldrifsbíla. Gísli Jón Bjarnason
(t.v.) afhenti Pálmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Avis, bílana.
Fiskimálastjóri
lætur af störfum
í GÆR var gengið frá starfsloka-
samningi við Bjarna Kr. Grímsson
fiskimálastjóra. í fréttatilkynningu
frá Fiskifélagi íslands kemur fram
að það hafi verið gert á stjórnar-
fundi og Bjarni, sem hefur sagt upp
störfum hjá félaginu, féllst á þá ósk
stjórnarinnar að starfa áfram hjá fé-
laginu fram eftir árinu.
í fréttatilkynningunni er einnig
tekið fram að enginn ágreiningui- er
á milli Bjarna og stjórnar Fiskifé-
lagsins um starfslokin eða áherslur í
starfi félagsins en því var haldið
fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í
gær. Á næstunni lítur út fyrir frek-
ari breytingar á starfsmannahaldi
Fiskifélagsins og er skýringin
breyttar áherslur í starfi félagsins.
Fiskifélag íslands hefur breyst úr
því að vera vettvangur áhugamanna
um sjávarútveg í að vera samstarfs-
vettvangur allrar greinarinnar, með
megináherslu á umhverfismál í stað
hagsýslu. Frá og með næstu ára-
mótum verða t.d. ýmis verkefni sem
félagið hefur unnið fyrir sjávarút-
vegsráðuneytið unnin af þeim opin-
beru stofnunum sem hafa nýtt sér
þau.
Samkeppnisráð um álagningu fasteignagjalda af gistihúsnæði
Mismunandi
gjald stenst
ekki landslög
SAMKEPPNISRÁÐ telur það
stríða gegn markmiði samkeppn-
islaga að húseignir sem nýttar eru í
samkeppnisrekstri á gistimarkaði
beri mismunandi hlutfall af álagn-
ingarstofni í fasteignagjöld og
rekstraraðilum sé þannig mismunað
í kostnaði við öflun tekna af starf-
semi sinni.
Tiiefni málsins er það að gistiað-
staða, sem komið hafði verið upp á
bújörð hafi verið látin bera 0,5%
fasteignagjöld eins og um mann-
virki til landbúnaðar væri að ræða,
en samkeppnisrekstur í sama sveit-
arfélagi greiddi 1,4%.
Samkeppnisráð beinir í nýlegum
úrskurði sínum þeim tilmælum til
félagsmálaráðherra að hann hlutist
til um að framkvæmd laga um
tekjustofna sveitarfélaga verði á
þann veg að fullvíst sé að sumarhús,
bændagisting, rekstur gistihúsa í
skólum, heimavistum og féiags-
heimilum eða annar rekstur gisti-
húsa í hagnaðarskyni falli ekki und-
ir undantekningarákvæði um
greiðslu fasteignaskatta samkvæmt
lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
1,4% á hótel en 0,5%
á sveitagistingu
Samband veitinga- og gistihúsa
leitaði til samkeppnisyfirvalda
vegna mismununar sem fælist í því
að samkvæmt lögum um tekju-
stofna sveitarfélgaa beri að greiða
allt að 0,5% af álagningarstofni fyrir
hús á bújörðum sem tengdar eru
landbúnaði og sumarbústaði en
greiða allt að 1,32% af álagningar-
stofni fyrir allar aðrar fasteignir.
Sveitarstjóm er síðan heimilt að
hækka þessi gjöld um allt að 25%.
Tilefni kvörtunarinnar var m.a.
það að á Blönduósi greiði gististað-
urinn Sveitasetrið 1,4% í fasteigna-
gjöld en í sama bæjarfélagi sé
ferðaþjónustufyrirtækið Glaðheim-
ar sem leigi sumarbústaði til ferða-
manna og greiði 0,5% í fasteigna-
skatt.
„Samkeppnisráð telur að smá-
hýsi, sem rekin eru sem gististaðir
fyrir ferðamenn ailt árið geti verið í
samkeppni við ýmsa aðra gististaði,
t.d. gistiheimili, sem samkvæmt lög-
um um veitinga- og gististaði er
skilgreint sem gististaður með tak-
markaða þjónustu, gistiskála, sem
er svefnpokagisting í herberjum
eða svefnskálum og bændagistingu,
sem samkvæmt úrskurði yfirfast-
eignamatsnefndar fellur ekki undir
utantekningarákvæði a-liðar 3. mgr.
3.gr. laga nr. 4/1995 [um tekjustofna
sveitarfélga],“ segir í álitinu. Þar er
vísað til þess að yfirfasteignanefnd
hafi fellt þann úrskurð að bændag-
isting, þar sem ákveðinn hluti húss
hefur verið innréttaður gagngert til
þess að leigja til gistingar, falli utan
ramma venjulegs landbúnaðar og
falli því sá hluti hússins ekki undir
untantekningarákvæðið um
greiðslu 0,5% af álagningarstofni.
Einnig segir í úrskurðinum að að
smáhýsi eða sumarhús, sem fyrir-
tæki leigja í hagnaðarskyni sem
gistiaðstöðu fyrir ferðamenn allt ár-
ið falli ekki undir skilgi-einingu
byggingareglugerðar á sumarbú-
stöðum, sem séu hús sem aðeins eru
ætluð til samfelldrar dvalar að
sumri til, en á öðrum árstímum að-
eins til styttri dvalar, t.d. yfir helg-
ar. Telur samkeppnisráð að fram-
kvæmd laganna sé ekki í samræmi
við vilja löggjafans og að lögin séu
ekki nægilega skýr til þess að taka
af allan vafa um framkvæmd þeirra.
Skattskyld
not skólahúsnæðis
í úrskurði samkeppnisráðs er
jafnframt fjallað um álagningu
gjalda á t.d. skólamannvirki, sem
notuð eru sem gististaða hluta úr
ári. Þar segir: „Samkvæmt 1. mgr.
5. gr laga um tekjustofna sveitarfé-
laga eru m.a. skólar, heimavistir,
barnaheimili og íþróttahús undan-
þegin fasteignaskatti. Samkvæmt 3.
mgr. 5. gr. segir að séu þessi hús
jafnframt notuð til annars, svo sem
til íbúðar fyrir aðra en húsverði,
greiðist skatturinn hlutfallslega
miðað við slík afnot. Samkvæmt
heimildum samkeppnisyfirvalda er
framkvæmd þessarar greinar víða
ábótavant. Á fasteignir, s.s. skóla og
heimavistir, sem nýttar eru til
reksturs gististaða hluta úr ári, séu í
sumum sveitarfélögum ekki lögð
fasteignagjöld hlutfallslega í sam-
ræmi við notkun húsnæðisins."
Vegagerð ríkisins
Tilboð
opnuð
VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð
í verk á Laugarvatnsvegi, Bessa-
staðavegi, Snæfellsnesvegi og
Bfldudalsvegi.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar vegna brúar yfir Andalæk á
Laugai-vatnsvegi hljóðaði upp á
rúmlega 14,6 millj. kr. en lægsta til-
boðið í verkið gerðu J.Á. verktakar
á Selfossi, 10,6 millj. Feðgar ehf. í
Hafnarfirði buðu 10,9 m.kr., G-verk
ehf. á Selfossi 11,4 m.kr. Árborg
ehf. á Selfossi 14,4 m.kr. og Bygg-
ingafélagið Borg í Borgarnesi 14,5
m.kr.
Vegagerðin áætlaði kostnað við
verk á Bessastaðavegi 11 m.kr. en
Loftorka Reykjavík ehf. bauð 8,9
m.kr. og Malbik og völtun ehf. og
Jón og Tryggvi ehf. 10,7 m.kr.
í verkið á Snæfeilsnesvegi við
Berserkjaá buðu fjórir verktakar,
Bjami Vigfússon á Kálfárvöllum
tæpar 6 m.ki-., Þór Sigurðsson o.fl. í
Stykkishólmi rúmar 6 m.kr. Vöru-
flutningar L.G. ehf. og Tak ehf.
rúmar 7 m.kr. og Oddur Magnússon
í Grundarfirði 7,7 m.kr. Kostnaðar-
áætlun Vegagerðarinnar hljóðaði
upp á tæplega 7,2 milljónir króna.