Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 20

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Gunnlaugur Helgason HJÁ Skipasmíðastöðinni Skipavík í Stykkishólmi er mjög mikið að gera við viðhald og breytingar á bátum þessa dagana. Á myndinni sjást bátarnir sem nú eru í slipp, Sveinbjörn Jakobsson úr Ólafsvík, Friðrik Berg- mann úr Ólafsvík og Ársæll frá Stykkishólmi. Mikið að gera hjá Skipa- vík hf. í Stykkishólmi Stykkishóimur. Morgunblaðið. FYRIR nokkrum árum voru miklir erfiðleikar hjá skipa- smfðastöðum á íslandi og þurfti að veita mörgum þeirra aðstoð. Verkefnastaða hjá skipasmíða- stöðvunum hefur breyst mjög til hins betra á síðustu misserum. Hjá Skipasmiðastöðinni Skipavík hf. í Stykkishólmi er mikið að gera um þessar mundir og mörg verkefni liggja fyrir. Það eru mörg ár síðan að þar hafa verið mörg skip í slippnum í einu, en nú á dögunum voru 3 bátar í slipp til viðgerðar og endurbóta. Hjá Skipavík hf. starfa nú 43 starfsmenn og hefur þeim fjölgað mikið síðustu vikurnar. I júní voru ráðnir 10 trésmiðir sem áð- ur störfuðu hjá Trésmiðjunni Nes hf. og með komu þeirra jukust umsvifin hjá fyrirtækinu. Enn vantar fólk til starfa, sérstaklega lærða suðumenn. Að sögn Ólafs Sigurðssonar framkvæmdastjóra hefur verið erfiðast í rekstrinum til þessa hve stutt hægt er sjá fram í tím- ann, en vonandi er nú að verða breyting á. Norsk yfirvöld þyngja skattbyrði útgerðarmanna Fyrirhuga bann við afskriftum á veiðirétti SKATTAYFIRVÖLD í Noregi hyggjast seinna á þessu ári setja nýjar reglur sem kveða á um að verðmæti veiðiréttar sem fluttur er af einu skipi yfir á annað séu bók- færð sérstaklega og ekki afskrifuð. Þetta þýðir þyngri skattbyrði fyrir norska útgerðarmenn. í Noregi er ekki hægt að versla með kvóta líkt og á íslandi. Stórum togurum og nótaskipum er hins vegar heimilt að flytja kvóta af einu skipi yfir á annað að því tilskildu að annað skipið sé selt úr landi eða því fargað. Vegna hagstæðs verðs á skipum hefur verið nokkuð um stór- ar sölur á togurum í Noregi að und- anfömu. Útgerðarmenn hafa hing- að til ekki aðskilið verð skips frá verði kvóta og reiknað afskrifth- af öllu kaupverði. Norsk skattayfir- völd hyggjast síðar á árinu koma á nýjum reglum þess efnis að sé verð á skipum mjög hátt geti kaupandin ekki afskrifað verðmæti veiðiréttar- ins sem fylgir skipinu. Hærri skattgreiðslur Nýju reglumar þýðar í raun bann við afskrift á veiðirétti. Það verður þá til þess að skattgreiðslur þein-a sem kaupa skip með kvóta verða hærri en ella. Reglurnar þýða lægri frádrátt fyrir útgerðarmenn og þar af leiðandi meiri skattaskyldur. Hér er því verið að skerpa skattgreiðsl- ur sem útgerðarmenn standa frammi fyrir. Sem dæmi má nefna útgerðar- mann sem kaupii- skip með kvóta á 50 millj. norskar krónur, leggur því og flytur kvóta þess yfir á eigið skip. Verðmæti skipsins er áætlað um 30 milljónir NOK og verðmæti veiðiréttarins um 20 milljónir. Af- skriftir á verðmæti skipsins geta samkvæmt norskum skattalögum numið 30 milljónum 'á 5 árum en samkvæmt túlkun norskra skattayf- iivalda verður útgerðin að greiða fullan skatt af veiðiréttinum eða á bilinu 5,6 til 8 milljónir NOK á 5 ár- um, allt eftir eignarhlutdeild kaup- andans í fyrirtækinu. Deilt um verðlagninguna Vegna þess að í Noregi er enginn markaður fyrir kvótaviðskipti er nú harðlega deilt um verðlagninu á veiðiréttinum, þ.e. hve stór hluti af kaupverði skips er fyrir skipið sjálft og hve stór hluti er fyi-ir kvótann sem því íylgir. Búist er við að verði nýju skatta- reglumar samþykktar komi fram kröftug mótmæli frá útgerðarmönn- um og málinu líklega skotið til dóm- stóla. 2 39.900 kr. HAGKAUP Alltaf betri kaup góðar ástæður fyrir þig að eiga garðskúr • öll garðáhöldin geymd á einum stað. • Sláttuvélin fær sitt eigið heimili. • Sólhúsgögnin á vísum stað. • Bíllinn kemst loksins í bílskúrinn. • Þægilegra að vinna í garðinum. Bræla á loðnumið- unum ENGIN loðnuveiði var á miðunum í gær og fyrradag vegna veðurs. Fjöldi skipa var þó á miðunum um 200 mílur norður af Horni, enda um sólarhrings sigling til hafnar í var. Hólmaborg SU var þó á landleið í gær með um 800 tonn og mörg skip eru einnig í höfn eða á leið á miðin eftir landanir í fyrradag. 172.400 tonn á land Islensk loðnuskip hafa nú veitt um 140 þúsund tonn það sem af er sumarvertíðinni og því eru nú um 550 þúsund tonn eftir af útgefnum loðnukvóta. Erlend skip, einkum færeysk, hafa landað hér á landi um 32.500 tonnum og því hefur samtals verið tekið á móti 172.400 tonnum hérlendis á vertíðnni. Mestu hefur verið landað hjá verksmiðju SR Mjöls á Siglufirði, um 23.600 tonnum. Þá hefur tæpum 19 þúsund tonnum verið landað hjá Sílaivinnslunni hf. á Neskaupstað og Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. og 17.300 tonnum hjá SR Mjöli á Raufarhöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.