Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 25

Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 25
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 25 Þessir Kanar geta allt KVIKMYNPIR Sambfóin ARMAGEDDON ★★14 Leikstjóri: Michael Bay. Handritshöf- undur: Jonathan Hensleigh og J.J. Abrams. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Billy Bob Thornton, Liv Tyler, Ben Affleck, Will Patton, Peter Stormare, Keith David og Steve Buscemi. Touchstone Pictures 1998. BYRJUNIN á stórmyndinni Ar- mageddon er býsna áhrifamikil. Tæknibrellumar eru svo mikilfeng- legar að maður situr opinmynntur og starir á herlegheitin. Petta geta Kanarnir. Loftsteinn mun rekast á jörðina eftir nokkra daga og mun eyða öllu lffi. NASA ákveður að senda lið út í geiminn til að lenda á loftsteininum og sprengja hann innan frá og til þess þarf að bora stóra holu í stein- inn. Besti bormaður í heimi, Harry Stamper í Texas, fær verkefnið í sínar hendur og leggur af stað í leiðangur með furðulegan hóp sinna bestu manna. í þessari mynd kemur glöggt í ljós hversu óhuggulega mikið vald forseti Bandaríkjanna hefur en kvikmyndagerðarmennirnir virðast sjá hann sem forseta alheims. Kan- arnir finna út að loftsteinninn er á leiðinni. Þeir ráðfæra sig ekki við neinn, heldur taka örlög mannkyns- ins í sínar hendur. Eg vona að þeir hafi samt hringt í vin sinn, Rússann, annars hefði getað skapast umferð- aröngþveiti þama í hæstu hæðum. „Fyrir ástina. Fyrir heiðurinn. Fyr- ir mannkynið,“ er yfirskrift mynd- arinnar og það lýsir henni mjög vel með allri sinni þjóðarrembu sem þar svífur yfir vötnum. Hugmyndin fmnst mér skemmti- leg fyrir svona ævintýrageimmynd. Hún er oft ansi spennandi en fram- vinda hennar er nokk fyrirsjáanleg; það bilar allt sem bilað getur, en á seinustu sekúndu bjarga bormenn- irnir því. Því þótt þeir séu ekki miklir gáfumenn, þá verður ekki skafið af þeim að þeir kunna til verka. Og hver er í fararbroddi nema alþýðuhetjan sjálf, Bruce Willis? Æ, þessi elska, hann er svo æðislegur. Inni í spennunni og brellusúpunni birtist engill ástarinnar; Grace, dótt- ir Harrys aðalhetju og kærasta A.J. aðstoðarhetju, og hún höfðar til til- finninga áhorfenda. Annars em flestar persónurnar bráðskemmti- legar og það lyftir myndinni mikið upp. Þar ber fyrstan að nefna Rock- hound leikinn af þeim vinsæla leik- ara Steve Buscemi. Hann er rosa- lega fyndinn og húmorinn vel háðsk- ur. Það kemur eiginlega á óvart og stingur jafnvel í stúf aðra þætti þessarar yfirbandarísku myndar. Sænski leikarinn Peter Stormare birtist hér í skemmtilegu hlutverki Rússans Lev, sem vinnur á geim- bensínstöð og er orðinn hálfvitlaus af 18 mánaða einvem í geimnum. Armageddon er fín afþreying sem höfðar til áhorfenda á ýmsa vegu, en hellir aðeins upp úr glasinu þegar á að skammta væmni og ætt- jarðarstolt. Hildur Loftsdóttir „Light Nights“ hefjast á ný FERÐALEIKHUSIÐ hefur hafið sýningar á „Light Nights" og verða þær á hverju fímmtudags-, fóstu- dags- og laugardagskvöldi til 29. ágúst. Sýningar hefjast kl. 21 og þeim lýkur rétt fyrir kl. 23. Sýning- arstaður er Tjamarbíó, Tjamar- götu 12. Þetta er 28. sýningarár Ferðaleikhússins. Á efnisskrá era 17 atriði sem eru mjög fjölskrúðug. Efnið er allt ís- lenskt. Draugar, forynjur og margs konar kynjaverur koma við sögu. Islensk tónlist er leikin og þjóð- dansar sýndir. Síðari hluti sýning- arinnar fjallar að stómm hluta um víkinga. Þættir úr íslendingasögum og Ragnarök úr Völuspá eru færð upp í leikgerð. Einnig hefur verið komið fyrir sýningartjaldi fyrir ofan leikmynd, þar sem skyggnur em sýndart, samtengdar leikhljóðum og tónlist. Sýningin gefur innsýn í þjóðsögur og forna menningu ís- lendinga á skemmtilegan og fróð- legan hátt. Sýningin er flutt að stærstum hluta á ensku, en er engu að síður ætluð Islendingum til skemmtunar og fróðleiks. Efnisyfirlit er fáanlegt á þýsku og frönsku. Einnig er í boði á ofangreindum sýningarkvöldum svokallað „Dinner Theatre" sem hefst með borðhaldi kl. 19 á Veitingahúsinu Skólabrú og lýkur með sýningu á Light Nights í Tjarnarbíói. STORUTSALA 10—60% staðgreiðsluafsláttur af fatnaði og íþróttaskóm íþróttafatnaður fþróttaskór Ú ti vistarfatnaður Gönguskór Sundfatnaður Bómullarfatnaður Landsliðspeysur Rcebok pumnj CE3N & FILA hT.point SPEEDO k|xi Ein stærsta sportvöruverslun landsins Arinúla 40 I Símar: 553 5320 A 568 8860 Iferslunin W 7M4RKIÐ f 06. (i»l. 21. árg. 1998 Vvrö kr. 699.-fm. vsk.) \r anæ tænkjr Jóhanna Sigurðardóíffirp þingmaður og Liija KatíP Lárusdóitir, fegurðariino -aeor nar Taktuþig vel ut i sumar! Sálinni ekW sínnt Reynsia konu sem fékk krabbamein Kynsveltir karlar Með tengdó yfir sér IJ 5"69Ö691"050009

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.