Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 28

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ______________AÐSENPAR GREINAR_ Brotalamir í umhverfismálum DAG hvern berast okkur váleg tíðindi utan úr heimi af ástandi um- hverfismála. Einn daginn segja fréttir okkur að meira en milljarð- ur manna í borgum búi við heilsu- spillandi mengun. Varnaraðgerðir felast í að stöðva bílaumferð þegar verst gegnir og fólki er ráðlagt að hreyfa sig sem minnst utan dyra. Osonlagið heldur áfram að þynnast næstu áratugi þrátt fyrir alþjóða- samning sem bannar ósoneyðandi efni. Veðurkerfi sveiflast meira en dæmi eru til frá því athuganir hófust og sumir vísindamenn tengja það loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þurrkar og skógar- eldar með reykmengun sem tekur til heilla heimshluta hafa fylgt í kjölfarið. Manngerð efnasambönd valda ti-uflun á innkirtlastarfsemi lífvera og ógna heilsu og frjósemi manna og dýra. í Evrópu hefur verið reynt að stinga við fæti til vemdar umhverfinu á mörgum sviðum, en samt fer ástandið versnandi á heildina litið. Umhverfisstofnun Evrópu sem ísland er aðili að hefur nýlega gef- ið út yfirlitsskýsrlu um ástand um- hverfismála í álfunni. Þar kemur fram að þrátt fyrir viðnám og nokkum árangur hallar undan fæti á mörgum sviðum umhverfismála. Sívaxandi mengun vegna stórauk- inna flutninga á landi er eitt dæmi af mörgum um öfugþróun. Iðnað- ar- og neysluþjóðfélagið stefnir í ranga átt og afar brýnt að snúa við blaði og lyfta merki sjálfbærrar þróunar á öllum sviðum. Bág staða hérlendis fsland er á mörgum sviðum illa á vegi statt í umhverfismálum. Gróð- ur- og jarðvegseyðing er stórfellt vandamál. Mikið vantar á að við því sé brugðist á viðhlítandi hátt og að beitt sé vistvænum aðferðum við endurgræðslu og til að stöðva upp- blástur. Framkvæmd sáttmálans um líf- fræðilega fjölbreytni sem gekk í gildi hér- lendis í árslok 1994 hefur hingað til verið nánast nafnið tómt og fyrst nýverið að sam- ráðsnefnd vegna hans var skipuð. Löggjöf um gróðurvemd og landgræðslu er löngu úrelt enda verið nær óbreytt frá árinu 1965 að telja. Stað- bundin mengun er veruleg og víða vax- andi vandamál. Orku- frekum stóriðjuverum er leyft að menga umhverfið langt umfram al- þjóðlega staðla og opinberu heil- brigðiseftirliti er haldið í fjárhags- legu svelti. íslensk stjórnvöld krefjast þess að vera undanþegin takmörkunum um losun gróðurhúsalofttegunda, og er það eitt helsta baráttumál stjómvalda um þessar mundir. Þetta gerist þótt ísland hafi í Kyoto fengið heimild til að auka losun á sama tíma og flest önnur þróuð ríki hafa skuldbundið sig til að draga úr. En á fleiri sviðum er einkennilega á málum haldið. Ný- legt dæmi er ákvörðun umhverfis- yfirvalda að heimila hér notkun eit- urefnisins fenemal sem stefnir arn- arstofninum í hættu. Listinn er þvi miður langur um rangar ákvarðan- ir og neikvæða stöðu umhverfis- mála á Islandi. Svona má þetta ekki halda áfram til frambúðar. Við emm fámenn þjóð í stóra landi og gætum orðið öðram til fyrirmynd- ar sé rétt á haldið. Brotalamir í stjórnsýslu Brotalamir era margar og af- drifaríkar í stjórnsýslu umhverfis- mála á Islandi. Umhverfisráðu- neytið er afar veikt og illa að því búið. Ráðu- neytið er því hvorki fært um að vera lykil- stofnunum sem undir það heyra sá bakhjarl sem þarf né að koma fram af styrk gagnvart öðram ráðuneytum. Þar við bætist langvarandi fjársvelti stofnana eins og Hollustuverndar rík- isins og Náttúravernd- ar ríkisins. Væntanlega dettur engum í hug að öll stjómsýsla umhverf- ismála eigi að falla und- ir umhverfisráðuneytið. í umhverfismálum á allt stjórn- kerfið að vera samvirkt og sveitar- félög og svæðisstofnanir hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna. Stefnumótun, yfirsýn og vöktun á hins vegar heima í umhverfisráðu- neyti og stofnunum þess. Þetta á meðal annars við um náttúraauð- lindir lands og sjávar og fram- kvæmd alþjóðasáttmála á umhverf- issviði. Það var furðulegt tiltæki við myndun núverandi ríkisstjórnar að setja einn og sama ráðherra yfir landbúnaðarráðuneyti og umhverf- isráðuneyti. Viðkomandi ráðherra var með því settur í óviðunandi stöðu og umhverfisráðuneytið setti stórlega niður. Framsóknarflokk- urinn ber á þessu ábyrgð. Nýlega hefur frekari gengislækkun orðið á stöðu umhverfisráðuneytisins þeg- ar stofnuð var sérstök auðlinda- deild innan utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra boðar að hlut- verk hennar sé að samræma af- stöðu annarra ráðuneyta, meðal annars í loftslagsmálum. Gott er að utanríkisþjónustan fylgist með og leggi lið á þessu sviði, en forysta um stefnumótun og úrskurðarvald á að vera hjá ráðuneyti umhverfis- Virkja þarf áhuga almennings í þágu umhverfisverndar, segir Hjörleifur Guttormsson, og hlúa að frjálsum samtökum sem láta sig umhverfis- mál varða. mála sem á sínu sviði þarf að fá hliðstæða stöðu og fjármálaráðu- neytið. Afstaðan til frjálsra félagasamtaka Afstaða ríkisstjórnarinnar til frjálsra umhverfisverndarsamtaka hefur verið afar sérkennileg svo ekki sé meira sagt. Leiðtogar stjómarflokkanna hafa lagt lykkju á leið til að gagnrýna umhverfis- samtök á alþjóðavettvangi. Eink- um hefur utanríkisráðherra marg- ítrekað veist að þeim og varað við starfsemi þeirra. Þarna era íslensk stjómvöld á varhugaverðri braut. Auðvitað má finna þess dæmi að erlend umhverfisverndarsamtök haldi fram stefnu sem stangast á við skoðanir stjórnvalda á hverjir séu hagsmunir Islendinga. Slíkt er nú einu sinni eðli frjálsra samtaka að veita aðhald og ryðja nýjum sjónarmiðum braut. A alþjóðavett- vangi er sú stefna að styrkjast í sessi að stjórnvöld ástundi vinsam- leg samskipti við frjáls félagasam- tök og þau fái hlut í undirbúningi mála og jafnvel ákvarðanatöku. Um þetta nægir að vísa til ályktana umhverfisráðstefnu Evrópuríkja í Árósum í síðasta mánuði. Afstaða íslenskra stjórnvalda til innlendra áhugamannasamtaka Hjörleifur Guttormsson sem hafa umhverfis- og náttúra- vemd á stefnu sinni hefur því mið- ur einnig verið heldur neikvæð og fráhrindandi. Lítið hefur verið gert að því af opinberri hálfu að hlúa að starfi slíkra samtaka sem geta þó verið afar þýðingarmikill tengiliður milli stjómvaida og almennings. Þegar lögum um náttúravemd var breytt 1996 vora lagaákvæði veikt að þessu leyti frá því sem áður var. A þessu þaif að verða grandvallar- breyting. Virkja þarf áhuga al- mennings í þágu umhverfisverndar og hlúa að frjálsum samtökum sem láta sig umhverfismál varða, meðal annars með fjárstuðningi á fjárlög- um. Staðardagskrá 21 Þáttur sveitarfélaga í umhverfis- málum er afar mikilvægur og á hann var lögð áhersla í fram- kvæmdaáætlunnni frá Ríó, sem ber heitið Dagskrá 21. Það dróst hins vegar úr hömlu hérlendis að sveit- arfélögum væri kynnt samþykktin frá Ríó um Staðardagskrá 21 og fengju örvun til að hefjast handa um áætlanir um sjálfbæra þróun. Undirritaður flutti tvívegis á Al- þingi tillögu um slíka kynningu og stuðning. Síðastliðinn vetur var loks gerður samningur milli um- hverfisráðuneytis og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um að hrinda af stað vinnu að umhverfisáætlun- um sveitarfélaga. Fáein sveitarfé- lög höfðu þá þegar komist á sporið í þessu efni og væntanlega fer þeim fjölgandi. I þessum hópi voru Egilsstaðir á Héraði og hafði Sig- urborg Kr. Hannesdóttir umsjón með umhverfisverkefni sveitarfé- lagsins. Sigurborg ritaði ágæta grein um þessi mál í Morgunblaðið 4. júlí síðastliðinn. Vonandi hefja nú mörg sveitarfélög vinnu að því að móta sína staðardagskrá. Það mun stuðla að breyttu gildismati sem brýn þörf er á og laða íbúa byggðarlaganna til þátttöku í vinnu að betra og lífvænlegra samfélagi. Höfundur er alþingismaður. Hjúkrunarálag á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur Ágústa B. Helga H. Herbertsdóttir Bjarnadóttir UPPSAGNIR hjúkr- unarfræðinga á Land- spítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur undanfar- ið hafa eflaust vakið margar spurningar meðal almennings. Að baki þeirra liggja ýms- ar ástæður eins og komið hefur fram í fjol- miðlum síðustu vikur. Þar hefur m.a. verið nefnt mikið álag sem þessu starfi fylgir. Okkur langar til að gera nánari grein fyrir vinnuálagi því sem er á legudeildum þessa tveggja sjúkrahúsa. Á síðustu árum hefur hjúkranarálag verið að aukast vegna þess að a) sjúklingahópurinn er sífellt að breytast og b) sumar legudeildir eru ekki mannaðar sem skyldi. Þessi þróun hefur haft veruleg áhrif á störf hjúkrunarfræðinga. Hugtakið sjúklingaflokkun felur í sér mælingar á hjúkrunarálagi legudeilda og útreikninga á mann- afla þeirra. Hún hefur verið gerð á öllum legudeildum Lsp og SHR síð- an 1990 (handlækninga-, lyflækn- inga-, barna-, kvenlækninga-, öldr- unalækninga-, endurhæfingar- og gjörgæsludeildum). Þá meta hjúkr- unarfræðingar daglega hjúkrunar- þörf þeirra sjúklinga sem þeir bera ábyrgð á. Hjúkrunarþörfin er síðan reiknuð yfir í hjúkranarklukku- stundir samkvæmt áreiðanlegum og réttmætum stöðlum kerfísins. Niðurstöður sýna hlutlaust, hvert hjúkranarálag legudeilda er, hve mikinn hjúkranartíma hver sjúk- lingur þarf og hvernig æskilegt sé að manna deildirnar næsta sólar- hringinn þannig að sjúklingar fái þá hjúkran sem þeir þurfa. Þar að auki veitir sjúklingaflokkunin mik- ilvægar upplýsingar um þær breyt- ingar sem verða á sjúklingahópnum milli ára og endurspeglar þannig mjög vel þá þróun sem á sér stað innan heilbrigðiskerfisins. Á árunum 1991-1998 hefur sjúk- lingaflokkun sýnt að hjúkranarálag hefur stóraukist frá ári til árs. Með öðram orðum hefur samsetning sjúklingahópa legudeilda breyst gífurlega og hjúkrunin því einnig. „Léttum" sjúklingum hefur fækkað og í stað þeirra komið fleiri sjúk- lingar með flókin hjúkranarvanda- mál. Útreiknað álag meðalsjúklings á hand- og lyflækningasviði Land- spítalans hefur hækkað um 37% frá 1991. Svipaðar tölur má finna frá öðram sviðum spítalans og frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Helstu ástæður þessara breytinga era eft- irfarandi: a) Mikil framfór hefur orðið inn- an heilbrigðisvísindanna undanfar- ið og hefur það leitt til flóknari læknisaðgerða. b) Legudögum hvers sjúklings hefur fækkað m.a. vegna sparnað- araðgerða. Nú eru sjúklingar út- skrifaðir fyrr en áður tíðkaðist. Því er unnt að taka á móti fleiri nýjum sjúklingum í staðinn, sem oftast eru bráðveikir. Þetta eykur afköst sjúkrahúsanna en um leið eykst sá hjúkrunartími sem æskilegur er ef sinna á þessum sístækkandi hópi mikið veikra sjúklinga sem skyldi. Hjúkrunarálag hefur aukist vegna þess, segja Agústa B. Her- bertsddttirog Helga H. Bjarnaddttir, að sjúk- lingahópurinn er sífellt að breytast og sumar legudeildir eru illa mannaðar. c) Sparnaðaraðgerðir sjúkrahús- anna (m.a. lokanir deilda og annar samdráttur í starfsemi) hafa leitt til þess að biðlistar hinna ýmsu deilda hafa lengst. Sjúklingar era því oft verr haldnir við innskrift en áður tíðkaðist. Þess má geta að bráða- innlagnir sjúklinga á sjúkrahúsin tvö hafa stóraukist undanfarin ár. Sjúklingaflokkunin hefur einnig sýnt að munur á æskilegum og raunverulegum hjúkrunartíma sjúklinga fer vaxandi, eða með öðr- um orðum sagt deildir eru verr mannaðar en fyrr. Þessu aukna álagi undanfarin ár hefur ekki verið mætt sem skyldi, stöðuheimildum hjúkrunarfræðinga hefur ekki fjölgað miðað við þörf, en það verð- ur ekki rætt frekar hér. Árið 1991 var æskilegur hjúkrunartími með- alsjúklings á hand- og lyflækninga- sviði Landspítalans 5,1 klst./sólar- hring en raunverulegur hjúkrunar- tími var 4,9 klst./shr., mismunurinn era 0,2 klst./sjúkling/sólarhring. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks (fasteignaleit v§> - .mbl.is/fasteignir Árið 1997 var æskilegi hjúkrunar- tíminn orðinn 6,6 klst./shr og sá raunveralegi 5,4 klst./shr og mis- munurinn orðinn 1,2 klst/sjúk- ling/sólarhring. Þessar tölur sýna að legudeildir sjúkrahúsanna eru í dag sjaldnast mannaðar samkvæmt metinni þörf og vinnuálag starfandi hjúkrunarfræðinga er að öllu jöfnu mjög mikið. Þegar verst lætur er nýting á hjúkranarfræðingum 120 -150%. Því má segja, að til þess að sinna fyrirliggjandi þörfum sjúk- linga þyrftu hjúkranarfræðingar á 8 klst. vakt að skila vinnu sem sam- svarar allt að 12 klst.! Þetta er raunveruleikinn og lausn virðist ekki í sjónmáli. Það er hjúkranar- fræðingum því verulegt áhyggju- efni þegar skilning ráðamanna á þessum þætti hjúkranarstarfsins skortir. Trúlega efast fáir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfi hjúkrunarfræðinga en ekki er víst að öllum sé ljóst hve mikið hún eykst þegar unnið er undir óeðli- lega miklu álagi í lengri tíma. Fag- legur metnaður hjúkrunarstéttar- innar, óþrjótandi starfsáhugi ein- staklinga innan hennar og um- hyggja þeirra fyrir sjúklingum sín- um er það sem skipt hefur sköpum á þessum erfiðu tímum. En hve lengi mun það endast? Margir hjúkrunarfræðingar hafa undanfar- in ár fundið sér nýjan starfsvett- vang þar sem svipuð og oft hærri laun eru í boði en gerist hjá sjúkra- húsunum, þar sem vinnuálag er innan eðlilegra marka og ábyrgð í samræmi við laun. Það er löngu orðið tímabært, að lagfæra laun hjúkrunarfræðinga og meta að verðleikum þá menntun sem liggur að baki starfsins, þá ábyrgð sem þeii' taka sér á herðar og það álag sem starfinu fylgir. Ágiísta B. Herbertsdóttir er hjúkr- unarfræðingur á fræðslusviði Sjúkrahúss Rcykjavíkur. Helga H. Bjarnadðttir er hjúkrunarfræðingur á fneðslusviði Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.