Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 30
30 B'ÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
+
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BARATTAN GEGN
TÓB AKSRE YKIN GUM
BANDARÍKJAMENN hafa verið í fararbroddi í
baráttunni gegn tóbaksreykingum. Þetta er
þeim mun merkilegra, þar sem tóbaksframleiðend-
ur eru hvergi jafn áhrifamiklir og í Bandaríkjun-
um. Engu að síður hafa bandarísk stjórnvöld geng-
ið fram fyrir skjöldu og þá ekki sízt Clinton,
Bandaríkjaforseti, sjálfur. Að baki honum stendur
mesti baráttumaðurinn gegn tóbaksreykingum,
sem nú gegnir áhrifastöðu þar í landi, sem er A1
Gore, varaforseti, sem hefur að tjaldabaki skorið
upp herör gegn tóbaksframleiðendum. Það hefur
líka vakið athygli vegna þess, að fjölskylda hans
efnaðist mjög á tóbaksframleiðslu - en systir hans
dó af völdum tóbaksreykinga. í grein í Washington
Post fyrr á þessu ári var fullyrt, að varaforsetinn
hefði á fundi í Hvíta húsinu um þessi mál sagt um
tóbaksframleiðendur: þeir eru morðingjar.
Barátta bandarískra stjórnvalda gegn tóbaks-
reykingum hefur orðið baráttumönnum gegn þess-
um skaðvaldi í lífi fólks um allan heim mikil hvatn-
ing. í hverju landinu á fætur öðru í hinum vest-
ræna heimi a.m.k. feta stjórnvöld í fótspor Banda-
ríkjamanna. Slík eru hins vegar áhrif tóbaksfram-
leiðenda vestan hafs, að fyrir skömmu unnu þeir
mikinn sigur, þegar þeim tókst að stöðva framgang
tímamótafrumvarps á Bandaríkjaþingi, sem hefði
skyldað þá til að greiða yfir 500 milljarða dollara til
þess að standa straum af kostnaði vegna
heilsutjóns af völdum reykinga. Kom þetta m.a.
fram í viðtali, sem birtist hér í blaðinu í gær við
fyrrverandi landlækni Bandaríkjanna.
Skilningur á skaðsemi tóbaksreykinga hefur far-
ið hraðvaxandi hér á landi en betur má ef duga
skal. Það er tímabært, að Alþingi og ríkisstjórn
taki stefnu stjórnvalda í þessum efnum til nýrrar
skoðunar. Ríkissjóður hefur miklar tekjur af inn-
flutningi og sölu tóbaks. í ljósi þeirrar þekkingar,
sem nú er fyrir hendi á skaðsemi reykinga er ekki
lengur við hæfi, að íslenzka ríkið byggi að ein-
hverju leyti á slíkri tekjuöflun. Hver króna, sem
kemur inn fyrir sölu á tóbaki á að ganga til stór-
aukins forvarnarstarfs og til þess að herða áróður-
inn gegn reykingum. Þessum peningum á að verja
til stóraukins fræðslustarfs á þessu sviði. Engum
dytti í hug, að ríkið ætti að hafa tekjur af sölu eit-
urlyfja. Tóbak er fíkniefni, sem fólk ánetjast og
getur leitt það til dauða og gerir í stórum stíl. Þess
vegna eiga þeir peningar, sem koma inn vegna sölu
á tóbaki að ganga til þess að draga úr sölu á tóbaki.
Það er stutt í, að það verði talið til marks um
hversu þróaðar og þroskaðar þjóðir heims eru,
hvernig þær umgangast tóbak. Við íslendingar höf-
um alla burði til að skipa okkur í forystu meðal
þeirra þjóða heims, sem mestum árangri ná í bar-
áttunni gegn tóbaksreykingum. Fámennið í landi
okkar er slíkt, að við eigum auðvelt með að ná til
hvers einasta reykingamanns með upplýsingar um
áhrif og afleiðingar reykinga.
Tímabært er, að enn lengra verði gengið í að út-
hýsa reykingum af samkomustöðum almennings og
.að skorin verði upp herör á hverjum einasta vinnu-
stað á íslandi gegn reykingum. Peningana, sem
koma í ríkiskassann vegna sölu tóbaks, á að nota til
þess að hjálpa fólki að hætta að reykja. Það eru til
ýmis hjálpargögn, sem reynast mörgum drjúg í við-
leitni þeirra til að hætta að reykja en þau eru alltof
dýr. í raun og veru ættu þau að kosta lítið sem ekki
neitt, a.m.k. sem þáttur í skipulegri viðleitni reyk-
ingafólks til þess að losna undan þeim þrældómi,
sem það hefur komizt 1. Hver vill vera þræll tó-
baksframleiðenda í heiminum, sem reynslan sýnir
að svífast einskis til þess að útbreiða tóbak og
stofna þar með lífi milljóna manna í hættu?
Lögreglustjórinn í Reykjavík segir nýja reglugerð setja harðari leikreglur
Metum hvert mál meðan
við höfum ekki efnisdóm
Með nýlegri reglugerð
um viðurlög við umferð-
arlagabrotum segir lög-
reglan hægt að taka bet-
ur en áður á agabrotum
í umferðinni. Jdhannes
Tómasson ræddi við lög-
reglustjórann í Reykja-
vík sem segir reglugerð-
ina ekki gera ráð fyrir
umburðarlyndi.
VIÐAMIKIL endurskoðun á
lagasetningu umferðarmála
hefur farið fram undanfarin
misseri á vegum dómsmála-
ráðuneytisins. Nefnd ráðuneytisins,
skipuð ýmsum fullti-úum umferðar-
og löggæslumála, hefur m.a. endur-
skoðað reglur um sektir og innheimtu
og ný nefnd í framhaldi af henni hef-
ur nýlokið við endurskoðun á punkta-
kerfinu.
Reglugerðin nr. 280 frá 14. maí síð-
astliðnum, þar sem meðal annars eru
hert ákvæði varðandi sviptingu öku-
leyfis vegna hraðaksturs, hefur orðið
tilefni mismunandi úrskurða hjá hér-
aðsdómum. Ökumenn, sem sviptir
hafa verið ökurétti til bráðabirgða,
hafa skotið þangað þeim ákvörðunum
Iögreglunnar og þær ýmist verið
staðfestar eða felldar úr gildi. Af
þessu tilefni er rætt við Georg Kr.
Lárusson, settan lögreglustjóra í
Reykjavík, og hann m.a. spurður
hvort lögreglan þui-fi að draga í land
með aðhald sitt vegna ökuhraðans.
„Nýja reglugerðin markar okkur
ákveðnar leikreglur sem eru heldur
harðari en þær sem áður hafa gilt og
ásetningur okkar er sá að taka af
fullri hörku á þessum umferðarlaga-
brotum," segir lögreglustjóri og segir
að svo gildi einnig um önnur brot sem
varði aga og heill almennings. „Við
erum með öðrum orðum að tala um
allt sviðið, allt frá almennum sóða-
skap í umferðinni til glæfraaksturs,
svo sem vegna ölvunar. Með sóða-
skap á ég til dæmis við stöðubrot sem
eru mjög algeng því menn virðast
leggja bílum sínum nánast þar sem
þeim sýnist án tillits til hvort það
veldur truflun eða hættu fyrir aðra
vegfarendur."
Forvarnar- og uppeldisgildi
„Við þurfum því að viðurkenna for-
varnargildi þess að taka umferðar-
lagabrot fóstum tökum og það hefur
einnig uppeldislegt gildi. Grunnurinn
að þessu starfi eru umferðarlögin
sem við vinnum eftir og reglugerðir
sem settar eru á grundvelli þeirra."
Georg segir reglugerðina frá 14.
maí ekki setta sem einhvers konar
átak til að bæta aga í um-
ferðinni, umbætur sem hún
eigi að geta leitt af sér
verði viðvarandi og með
henni megi taka betur en
áður á agabrotum í umferð-
inni og hún geri ekki ráð
fyrir umburðarlyndi.
Mismunandi úrskurðir í héraðs-
dómi síðustu daga snúast einkum um
það hvort 101. grein umferðarlag-
anna geti verið grundvöllur þess að
svipta megi ökumenn ökurétti hafi
þeir ekið meira en 30 km hraðar en
hámarkshraði leyfir. Snýst spurning-
in um orðalagið „mjög vítaverðan
akstur", hvort það nái til þessara
brota eða hvort menn verði að hafa
komist á um 50 km yfir hraðamörk til
þess að teljast hafa framið mjög víta-
vert brot.
Með úrskurði 10. júlí ógilti héraðs-
dómari í Reykjavík bráðabirgðasvipt-
ingu lögreglu meðal annars með þeim
DREGIÐ hefur nokkuð úr hraðakstri í Reykjavik síðustu tvo mánuði.
Hrað- og ölv-
unarakstur
stærstu
vandamálin
Morgunblaðið/Ásdís
GEORG Kr. Lárusson er lög-
reglustjóri í Reykjavík.
rökum að hann telur vafa leika á því
að akstur á 64 km hraða, ef hann
sannast, þar sem hámarkshraði var
30 km, geti talist vítaverður. í úr-
skurði annars héraðsdómara 14. júlí
er 66 km hraði þar sem aka má á 30
hins vegar talinn vítaverður þar sem
hann sé meira en tvöfaldur hámarks-
hraði og aftur er það sama uppi á ten-
ingnum í úrskurði daginn eftir. Er
þar vísað til reglugerðarinnar, sagt
að hún þyngi refsingar og ökuréttar-
sviptingar vegna umferðarlagabrota
og með því að hún eigi sér lagastoð sé
hún gild refsiheimild sem beri að
byggja á.
Efnislegan dóm vantar
„Meðan þessi óvissa er uppi um
meðferð sviptinga vegna ökuhraða
verður hvert mál, þar sem ökumaður
er tekinn á minna en 50 km yfir há-
markshraða, skoðað sérstaklega.
Verður metið hvort telja eigi brotið
vítavert. Það sem breytist er að við
munum ekki svipta menn ökuréttind-
um til bráðabirgða á staðnum nema í
undantekningartilvikum heldur gefa
út ákæru samdægurs sem tekin yrði
fyrir hjá dómara. Þetta þýðir hins
vegar ekki að menn komist upp með
brotin en segja má að sú refsing sem
vænta má að veitt yrði eftir slíkan
málarekstur sé kannski ekki eins
beitt og sú sem veitt er þegar menn
__________ eru sviptir ökurétti á
staðnum."
Lögreglustjóri segir að
eftir að þessi mál komu
upp hafi talsvert verið um
fyrirspurnir frá þeim sem
11 1... lent hafí í svipuðum mál-
um. Hann segir nauðsynlegt að fá
ótvíræðan efnisúrskurð með dómi um
hvort reglugerðin haldi og gerir ráð
fyrir að það geti orðið á næstu vikum.
Georg dregur í efa að hægt sé að tala
um að dómvenja hafi skapast með
viðmiðun við 50 km umfram há-
markshraða. Hafi sú venja skapast sé
spuming hvort ekki sé nauðsynlegt
að breyta henni þar sem aðstæður í
umferðinni hafi breyst mikið á síð-
ustu 10 til 20 árum. Fjöldi bíla sé nú
mun meiri, slysatíðnin meiri og
spuming hvort vegir og götur beri
alls staðar þessa miklu aukningu.
„Umferðin er hættuspil eins og við
sjáum af þeirri staðreynd að við miss-
119 sviptir
á tveimur
mánuðum
UNDANFARNA tvo mán-
uði, frá því reglugerðin tók
gildi, hafa 119 ökumenn í
Reykjavík verið sviptir
ökurétti til bráðabirgða.
Meirihluti brotanna, eða
71, er vegna hraðaksturs
en 48 eru vegna ölvunar
við akstur.
um 15 til 20 manns árlega í umferðar-
slysum. Fyrir utan banaslysin verða
fjölmargir fyrir óbætanlegu líkams-
tjóni og það má Iíka minna á að sam-
kvæmt rannsóknum í Háskóla ís-
lands kosta umferðarslysin þjóðina
11 til 15 milljarða króna - fyrir utan
það tjón sem ekki verður mælt í pen-
ingum. Umferðarslysin eru eitt af
mestu heilbrigðisvandamálum þjóð-
arinnar.11
Hjá embætti lögreglustjórans í
Reykjavík er nú í undirbúningi
stefnumótun fyrir alla starfsemi emb-
ættisins og má segja að hugmyndin
sé í senn að skerpa fyrir lögreglulið-
inu sjálfu markmið sitt og hlutverk
og skapa lögreglunni nýja ímynd í
augum borgaranna. „Bæði starfsfólk
og þeir sem þurfa að leita til okkar
eiga að líta á embættið sem þjónustu-
stofnun. Lögreglan er til þess að að-
stoða borgarana og halda uppi þeim
lögum og reglum í landinu sem við
höfum öll ákveðið að skuli gilda því
þau hljóta að endurspegla vilja þegn-
anna. Við eigum að sjá til þess að mál
fái réttan og eðlilegan framgang, með
meðalhófsregluna að leiðarljósi og
jafnræði."
Brýnt að endurskoða
hraðamörk víða í borginni
Lögreglustjóri telur að íbúar
Reykjavíkur vilji koma meiri skikkan
á umferðina en verið hefur,
foreldrar vilji geta treyst
því að bömin komist óhult
leiðar sinnar og séu ekki í
lífshættu þegar þau ferðast
milli borgarhverfa. „Þetta
gerum við ekki nema í fullu
samráði við íbúana og telj-
um okkur njóta fulltingis
þessum efnum.“
En telur lögreglustjóri að há-
markshraði í borginni sé alls staðar
eðlilegur? Má ekki sums staðar leyfa
meiri hraða?
„Ég hef þegar sent erindi til borg-
aryfirvalda, Umferðarráðs og Vega-
gerðarinnar um það hvort ekki væri
rétt að hafa einn og sama hámarks-
hraðann á Miklubraut allt frá gatna-
mótum Skeiðarvogar og Réttarholts-
vegar og um Vesturlandsveg allt uppí
Mosfellsbæ og legg til að á öllum
þessum kafla verði leyfður 80 km
hraði. Núna er hann 70 og Vegagerð-
Gæslan felst
ekki í sektum
og fjölda
skýrslna
þeirra
in telur veginn bera meiri hraða og
ég held að það væri skynsamlegt að
breyta þessu. Ef hins vegar einhver
aðili leggst gegn þessari breytingu og
rökstyður að hún sé hættuleg myndi
ég fallast á það. Sama er upp á ten-
ingnum varðandi Suðurlandsveg, allt
upp fyrir Rauðavatn þar sem nú er
leyfður 70 km hraði, á þessum kafla
væri líka óhætt að leyfa 80 km. Ég tel
brýna þörf á að endurskoða hraða-
mörk víðar í borginni bæði til hækk-
unar og lækkunar."
Georg Kr. Lárusson segir að
hraðakstur og ölvunarakstur séu
stærstu vandamálin í umferðinni í
dag. „Ég tel líka almennan sóðaskap í
umferðinni mikið vandamál og þar á
ég við stöðubrotin og almennan
glannaskap og fíflaskap í umferðinni
sem ekki verður beint mældur á
hraðamælum. Við höfum verið meira
við mælingar á ölvun á síðustu vikum
meðal annars með nýju tæki sem
Ríkislögreglustjóri hefur látið okkur í
té og lögreglumenn hafa gefíð þessu
atriði meiri gaum en áður.
Umferðarlöggæslan felst hins veg-
ar ekki í þvi að liggja fyrir mönnum
og sekta, það er að mínu viti ekki rétt
að einskorða sig við það, heldur að
lögreglan sé á ferðinni til aðstoðar og
leiðbeiningar, sé sýnileg og íylgist
með. Það hefur forvamargildi.“
Hjá lögreglunni í Reykjavík eru
nú 308 stöður og segir Georg að
þrátt fyrir meiri verkefni og aukið
eftirlit hafi lögreglan aldrei síðustu
árin verið jafn fáliðuð og í dag. Segir
hann umferðardeildina sérlega fá-
menna, m.a. vegna sumarleyfa og
þess að ekki hafi tekist að manna all-
ar stöður sem eru 31. I dag eru
starfsmenn hennar 20. Almenna
deildin, þar sem starfa 173 menn,
sinnir einnig umferðareftirliti með
öðrum verkefnum sínum og er ætl-
unin að auka samvinnu deildanna.
Aðrar deildir eru forvarna- og
fræðsludeild og rannsóknadeildir.
Nýlega var vaktakerfinu breytt og
segir Georg það hafa í för með sér
betri nýtingu á mannskapnum og
þægilegri vaktir fyrir lögreglumenn.
Hann segir umferðareftirliti í stórum
dráttum háttað þannig að hver dagur
sé skipulagður og ákveðin verkefni
sett fyrir. „Verkefnin ráðast þó alltaf
að talsverðu leyti af frumkvæði ein-
stakra lögreglumanna og ég tel að
við höfum á að skipa mjög góðum
mannskap. Fjöldi af skýrslum er
hins vegar enginn mælikvarði á
frumkvæði eða atorkusemi manna,
oft geta þeir verið bundnir lengi af
tímafrekum málum. Markmið okkar
er heldur ekki að safna skýrslum
heldur að vera á vettvangi og úti á
meðal borgaranna."
Dregið liefur
úr hraðakstri
Lögreglustjóri telur að afskiptum
vegna umferðarlagabrota hafi stór-
lega fækkað og dregið úr hraðakstri.
„A tveimur mánuðum teljum við okk-
ur sjá að það séu 50 til 60%
færri afskipti af ökumönn-
um vegna hraðabrota.
Þetta er hins vegar of
stuttur tími til að draga
megi af honum almennar
ályktanir.“
Georg segir að lokum að
þær breytingar sem hafi orðið á um-
ferðarlögum og reglum síðustu miss-
erin séu af hinu góða: „Ég tel að við
búum nú við góða lagasetningu og
það hefur farið fram mikil endur-
skoðun á vegum ráðuneytisins á fjöl-
mörgum atriðum er lúta að umferð-
aröryggismálum, sektum og inn-
heimtu. Mér finnst ekki óeðlilegt að
umræða verði meðal almennings þeg-
ar slíkar breytingar koma til fram-
kvæmda og lögreglan fer að vinna
eftir þeim. Við erum öll þátttakendur
í umferðinni frá vöggu til grafar og
eigum að láta umferðarmálin skipta
okkur máli.“
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 31
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
VALGEIR Þorvaldsson framkvæmdastjóri og Vigdís Esradóttir upplýsingafulltrúi „á leið til Vesturheims“, á sýningunni í Vesturfarasetrinu.
Starfsemi Vesturfarasetursins á brauðfótum fjárhagslega
Framtíðin nokkuð óviss
Vesturfarasetrið á Hofsósi stendur á tíma-
mótum eftir tveggja ára rekstur. Starfsemin
er að eflast að því leyti að fjöldi gesta sækir
-------------------t----------------------
það heim, Vestur-Islendingar eru að upp-
---------------------------------------7--
götva möguleika þess og í sumar verður Is-
lendingadagurinn haldinn hátíðlegur. Hins
vegar hefur ekki tekist að fjármagna upp-
byggingu menningarstofnunarinnar og er
því nokkur óvissa með framtíð hennar eins
og fram kemur í samtali Helga Bjarnasonar
við forsvarsmenn Vesturfarasetursins.
GÓÐ aðsókn hefur verið að
Vesturfarasetrinu á Hofs-
ósi en nú eru tvö ár liðin frá
því setrið var opnað við há-
tíðlega athöfn. Um 10 þúsund gestir
heimsóttu setrið á síðasta ári og
skoðuðu Vesturfarasýningu Byggða-
safns Skagfirðinga. Að sögn Val-
geirs Þorvaldssonar, framkvæmda-
stjóra Snorra Þorfinnssonar ehf.
sem á og rekur setrið, voru flestir
gestimir á siðasta ári innlendir
ferðamenn. Hann segir að þetta sé
að breytast og í sumar séu Kanada-
menn og Bandaríkjamenn af íslensk-
um ættum áberandi í gestahópnum,
þrátt fyrir að setrið hafi lítið getað
markaðssett sig Vestanhafs. Jafn-
framt hafi ferðaskrifstofur verið að
átta sig á möguleikum þessa við-
komustaðar.
„Það kemur í ljós að fólk hefur
beðið í mörg ár eftir að fá svör frá
Islandi við fyrirspurnum sínum og
áhuga. Hér fær það þessa svörun,
hér situr fólk við símann og tölvuna
allt árið um kring. Það dugir ekki að
hafa opið einhverja klukkutíma á
dag hluta úr árinu. Við höfum gefið
okkur að þessu verkefni og lagt okk-
ur fram við að þjóna fólkinu,“ segir
Valgeir.
Að sögn Vigdísar Esradóttur,
upplýsingafulltrúa V esturfaraset-
ursins, dregur sýningin „Annað land
- annað líf‘ fólkið að safninu, bæði
íslendinga og landa okkar vestan
hafs. Skoðun sýningarinnar leiðir
fólk í upplýsingamiðstöðina, hið eig-
inlega Vesturfarasetur, og hún segir
að fólk verði undrandi að kynnast
starfmu þar. Hún segir að Kanada-
menn og Bandaríkjamenn af íslensk-
um ættum sem komi í safnið eða leiti
þangað símleiðis, bréfleiðis eða með
tölvusamskiptum hafi mestan áhuga
á ættfræði, vilji fá upplýsingar um
uppruna sinn á íslandi.
Tilraun einkafyrirtækis
Reksturinn hefur gengið erfið-
lega, eins og fram kemur hjá Val-
geiri. Hann réðst í það verk að gera
upp gömlu kaupfélagshúsin á Hofs-
ósi og koma þar upp Vesturfarasetri.
Hins vegar hefur enn ekki tekist að
fjármagna uppbygginguna og er
vaxtakostnaður að sliga reksturinn.
Ríkið lagði ekki fé í uppbyggingu
setursins en styrkir reksturinn með
1.200 þúsund kr. framlagi á ári.
„Ég er mjög ánægður með að hafa
ráðist í þetta verk, það þurfti ein-
hver að gera. Starfið hefur gefið mér
margar ánægjustundir, ekki síst
kynnin af góðu fólki. En þetta hefur
gengið nærri mér fjárhagslega og
það gengur auðvitað ekki að reka
svona starfsemi með barnabótunum.
Það er orðin spurning um það
hvenær maður hættir að sætta sig
við það,“ segir Valgeir.
Að uppbyggingu safnsins stóð
einkafyiirtæki, Snorri Þorfinnsson
ehf., fyrirtæki Valgeirs sem nokkur
stórfyrirtæki lögðu til hlutafé. Val-
geir segist ekki geta neitað því að
uppbygging menningarstofnunar
með þessum hætti sé tilraun sem
ekki hafí tekist fullkomlega. Að vísu
hafi tekist að byggja upp stofnunina
nákvæmlega á þann hátt sem fólk
vildi hafa hana, en það vantaði þátt-
töku fleiri fyrirtækja til að ljúka
fjármögnun. Telur hann raunar full-
reynt með að það takist.
„Ég tel að það sé nauðsynlegt að
hið opinbera komi að þessu starfi.
Það væri best gert með því að taka
af mér fjárhagslegar byrðar upp-
byggingarinnar. Þá gæti reksturinn
frekar staðið undir sér. Vonandi
tekst að fá fjármagn inn í sambandi
við hátíðarhöldin árið 2000, þegar
landafundanna verður minnst,“ seg-
ir Valgeir. Hann segist hafa vonast
til þess að þegar starfsemin kæmist
vel af stað og sannaði sig myndi
verða léttara að réttlæta stuðning
við uppbyggingu og rekstur. Þjóðin
hreinlega tæki yfir þetta einstak-
lingsframtak. Það hefði hins vegar
enn ekki gengið eftir.
Skipt í tvennt?
„I upphafi var það álitamál hvort
setrið ætti ekki að vera sjálfseignar-
stofnun. Ég sá hins vegar ekki fram
á að hægt yrði að ljúka uppbygging-
unni án þess að á bak við verkefnið
stæði hlutafélag sem bæri ábyrgð á
því. Til tals hefur komið að skipta
þessu upp, þannig að Vesturfara-
setrið yrði rekið sér með sértekjum
og stuðningi hins opinbera og Snorri
Þorfmnsson ehf. gæti einbeitt sér að
því að sinna þörfum ferðafólks,“ seg-
ir Valgeir.
Vigdís Esradóttir segir að tilfinn-
anlega vanti fjármagn til bóka-
kaupa og til áframhaldandi upp-
byggingar gagnabanka Vesturfara-
setursins. Um leið og rannsókna-
vinnan komist á hærra plan skapist
betri aðstaða til að þjóna fræði-
mönnum í setrinu. Hún segir að
starfsfólk setursins sjái ýmsa
möguleika til að selja þjónustu set-
ursins, en fyrst verði að búa til vör-
una, til dæmis að ljúka uppbygg-
ingu gagnabanka með ættfræðiupp-
lýsingum svo hægt verði að selja
nógu ítarlegar upplýsingar.
Islendingadagurinn
haldinn hátíðlegur
Þrátt fyrir fjárhagslega örðug-
leika er ýmislegt verið að gera í
Vesturfarasetrinu í sumar. Þar hafa
verið settar upp tvær sýningar, ann-
ars vegar á ljósmyndum úr Nýja Is-
landi, bók Guðjóns Ai-ngrímssonar,
og hins vegar póstsýning til að sýna
mikilvægi póstsins í samskiptum
fólks á vesturferðatímanum.
Að sið Kanadamanna og Banda-
ríkjamanna af íslenskum ættum
verður „Islendingadagurinn" hald-
inn hátíðlegur á Hofsósi fyrstu helg-
ina í ágúst, það er að segja um versl-
unarmannahelgina. Þar verður tekið
á móti fjölda Vestur-íslendinga sem
þá verða á landinu.
Bændasamtökin skipulögðu ferð á
Islendingadaginn í Gimli og sam-
komulag náðist við Þjóðræknisfélag-
ið vestanhafs um að nýta sætin í
flugvélinni til baka. Vélin tekur 360
manns og þegar síðast fréttist var
búið að selja yfir 200 sæti. Valgeir
Þorvaldsson segir að þetta sé fólk
sem að öðrum kosti hefði væntan-
lega verið að skemmta sér á íslend-
ingadeginum í Gimli og gerir hann
sér vonir um að meginhluti hópsins
muni í staðinn koma á íslendinga-
daginn á Hofsósi. Einnig á hann vor/
á Vestur-íslendingum sem koma á
eigin vegum og með íslenskum ætt-
ingjum sínum og tekur fram að allir
séu velkomnir.
Gestimir skoða ýmis söfn og staði
í Skagafirði og á laugardagskvöldið
verður hátíðarkvöldverður,
skemmtidagskrá og harmónikkuball
á Hofsósi. Meðal atburða á íslend-
ingadeginum er opnun myndlistar-
sýningar Patriciu Peacock í Vestur-
farasetrinu. Þá verður Bill Holm rit-
höfundur heiðursgestur á skemmti-
dagskránni. Bæði eru mikils metnir
listamenn af íslenskum ættum.
Vigdís Esradóttir segir fyrirhug-
að að gera Islendingadaginn að ár-
legum viðburði, þótt ekki sé víst að
það henti að hafa hann á sama tíma
og íslendingadaginn í Gimli eins og
nú. Jafnframt sé frágengið að list-
viðburðir verði fastir þættir í dag-_
skránni.