Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 35

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 35 SKOÐUN ERU ENDALOK NORÐUR MJÓDDAR SEM ÚTI- VISTARSVÆÐI RÁÐIN? LESENDUR Morgunblaðsins hafa vafalaust tekið eftir því, að nokkrar umræður hafa að undan- fömu orðið í blaðinu um svonefnda Norður-Mjódd í Breiðholti. Ástæð- an er sú, að ferhyrningur sá fyrir vestan Stekkjahverfi, sem enn er að mestu óbyggður og takmarkast af Reykjanesbraut að vestan og Stekkjarbakka að norðan og aust- an og Alfabakka að sunnan, hefur enn orðið ágreiningsefni milli borg- aryfirvalda og íbúa Breiðholts- hverfis. Verður ekki ofsögum sagt, að réttur íbúanna til þess að hafa þetta opið, óbyggt og grænt úti- vistarsvæði, eins og lofað var í upp- hafi Breiðholtsbyggðar, hefur verið lítilsvirtur af ráðamönnum borgar- innar. Hefur í raun engu skipt, hver þar hefur haldið um stjómvöl á þeim 30 árum, sem liðin era frá búsetu fyrstu íbúa Breiðholtsins. Sú raunasaga var skilmerkilega rakin í grein minni í Mbl. 31. maí sl. í Mbl. 2. þ.m. mátti svo lesa það, að meiri hluti borgarráðs hef- ur veitt Gróðurvöram ehf. vilyrði fyrir starfsemi í Norður-Mjódd þrátt fyrir eindregna andstöðu okkar, sem byggjum hverfið næst téðu svæði, og eins fjölmargra annarra Breiðhyltinga. I fréttinni segir, að um sé að ræða „1,5 hekt- ara lóð fyrir gróðrarstöð og versl- un“. Hér er strax hallað réttu máli, ef rétt er hei-mt í Mbl., því að lóðaumsókn Gróðurvara ehf. hljóðar upp á um 3 hektara. Þá segir í frétt Mbl., að minni hluti borgarráðs hafi mótmælt téðri samþykkt og óskað þeirrar bókun- ar, „að ótímabært væri að gefa einum aðila fyrirheit um lóð, þeg- ar ekkert hefði verið ákveðið um deiliskipulag svæðisins". Enn fremur segir í bókun þeirra, „að kynningu hafi verið ábótavant og lítið tillit tekið til mótmæla mörg hundruð íbúa 1 næsta nágrenni vegna fyrirhugaðrar uppbygging- ar svæðisins". Fulltrúar R-listans létu hins vegar bóka, „að tillaga að deiliskipulagi reitsins hefði verið kynnt ítarlega og fyrirhuguð notk- un hans væri í samræmi við stað- fest aðalskipulag". Hér er enn verulega hallað réttu máli af hálfu meiri hluta borgar- ráðs. Sannleikurinn er sá, að grenndarkynning hefur næstum engin verið og raunar auðsætt, að reynt var að leyna þessari fyrir- huguðu lóðaúthlutun fyrir þeim, sem hana skiptu mestu máli, og það þrátt fyrir gefin heit Þorvalds S. Þorvaldssonar, forstöðumanns Skipulags borgarinnar, við mig fyr- ir hönd þeirra, sem mótmæltu næstsíðustu atlögu að umræddu svæði 1992. Var ætlun borgarráðs í byrjun febrúar síðastliðins að keyra málið í gegn án löglegrar grenndarkynningar. Þá tókst að fresta því um sinn. Fyrir hreina tilviljun frétti ég og aðrir þeir, sem þarna höfðu hags- muna að gæta, af þeim fundi borg- arráðs, þar sem átti að afgreiða téða lóðaumsókn og eins aðra um- sókn um lóðastækkun frá hálfu Stekks hf., sem rekur Staldrið svo- nefnda. Þegar ég hafði spumir af þess- um umsóknum, hafði ég samband við Þorvald S. Þorvaldsson í síma, eins og ég rakti í fyrri grein minni. Minnti ég hann á loforð hans frá árinu 1992 um það, þegar hætt var við - vegna eindreginna mótmæla okkar - að veita Olís hf. leyfi til töluverðrar stækkunar og fram- kvæmda á athafnasvæði félagsins, að ekkert yrði framvegis gert á þessu svæði, nema við fengjum fyrirfram um það vitneskju sam- kvæmt skýlausum rétti okkar. Þegar ég minnti Þorvald á þetta loforð hans, þorði hann ekki að þræta fyrir það og sagði aðeins: „Fyrst þú segir það, hlýtur það að vera rétt.“ Jafnframt óskaði ég þess, að grenndarkynning yrði helzt ekki haldin, meðan ég væri fjarverandi. Því treysti hann sér ekki til að lofa, og var í raun lítið hægt að segja við því. Fundur var svo í framhaldi af samtali okkar boðaður bréflega með einhverjum hluta íbúa Eg vil vart trúa því, segir Jón Aðalsteinn Jónsson, að fyrirvari meirihluta borgar- ráðs sé eintóm skinhelgi - og þó. Stekkjahverfis 25. febrúar. Þar sem ég sat ekki þann fund, hef ég frásagnir af honum frá þeim, sem hann sátu, og eins af fundargerð, sem skrifstofustjóri borgarstjóra var svo vinsamlegur að láta mér síðar í té. Þegar menn komu til þessa fundar, þótti þeim það undarlegt, að sjálfur lóðaramsækjandinn skyldi einnig boðaður á hann. Þangað kom hann svo með fullbún- ar teikningar af þeim byggingum, sem hann hugðist reisa þar, og eins öðra því skipulagi, sem hann ætlaði að koma þar á. Var fundarmönnum þá ljóst, að umsækjandi hafði haft fullt samráð við Borgarskipulag, enda hafði það þegar hafizt handa um skipulag svæðisins, þegar um- sókn Gróðurvara ehf. lá fyrir seint á árinu 1995. Þetta er allt rakið í fyrri grein minni og því óþarft að endurtaka það hér. Þegar þetta gerðist síðla árs 1995 og í byrjun árs 1996, datt Þor- valdi S. Þoi-valdssyni ekki í hug að hafa samband við íbúana þrátt fyr- ir gefin heit við okkur. Er þáttur hans í þessu máli - því miður - ófagur gagnvart íbúum Breiðholts. Er nú líka loks orðið ljóst, þótt ég hafi ekki viljað trúa því að óreyndu, eins og ég vék að í fyrri grein, að Þorvaldur hefur hér alla tíð, sem hann hefur vélað um Norð- ur-Mjódd og nýtingu hennar, leikið tveim skjöldum og verið reyndar illur veftur í því vaðmáli, sem borg- aryfirvöld hafi ofið Breiðhyltingum kringum Norður-Mjóddina. Og nú virðist hann eygja sigur í þessari deilu við samborgara sína, en ég held sá sigur verði honum nú tæp- lega mjög sætur, og framkoma hans og brigðmælgi við Breiðhylt- inga verður honum aldrei til sóma. En fleiri hafa komið hér að máli. Það era valdamenn R-listans. Þyk- ir mér rétt að rekja þessi síðustu skipti við R-lista fólkið í aðalatrið- um og þá ekki sízt vegna þess, að það vill kenna sig við félagshyggju og sérstaka vernd fyrir hinn al- menna borgara. Verður þess vegna að vænta öllu meiri skiln- ings frá þessu fólki, sem þannig gumar af góðvild sinni í garð al- mennings, en þeim, sem það segir hreina kapítalista, sem vOji fyrst og fremst vernda þá, sem meira eiga undir sér og þá einkum í skjóli fjárráða og þess valds, sem þeim fylgja oftast. Jafnframt talar þetta fólk mikið um græn, opin svæði í borgarlandinu. Heldur virðist nú samt hafa farið lítið fyrir þessum eiginleikum í skipu- lagsmálum, þegar á reynir og í hlut eiga þeir, sem era á hægra brjósti núverandi borg- aryfirvalda og þurfa sérstaka fyr- irgreiðslu. Þannig mun einmitt standa á að þessu sinni í sambandi við Norður-Mjóddina. Um slíka fyrirgreiðslu núverandi borgaryf- irvalda eru skýr dæmi úr öðram hlutum borgarinnar, sem þarflaust er að minnast nánar á hér, enda þeim vel kunn, sem orðið hafa að kljást við Borgarskipulagið, eins og við höfum þurft að gera hér í Breiðholtinu á síðustu mánuðum. Sjálfsagt þótti að rita formanni Skipulagsnefndar, Guðrúnu Agústsdóttur, bréf, þar sem saga Norður-Mjóddar var rakin enn einu sinni fyrir nefndinni. Er það bréf frá 13. maí sl. Jafnframt var fyrirhugaðri nýtingu svæðisins mótmælt og minnt á upphaflegan tilgang þess. Enn í dag hefur Guð- rún og Skipulagsnefnd ekki látið svo lítið að svara bréfi okkar beint. Raunar urðum við að ganga eftir því, hvort bréfið hefði borizt til hennar, á fundi, sem fjórir okkar, sem næst búum við margumrætt svæði, áttum 20. maí með Kristínu Arnadóttur, aðstoðarkonu borgar- stjórans, þar sem sjálfur borgar- stjórinn gat ekki veitt okkur áheyrn sökum anna. Oskuðum við fyrst og fremst eft- ir þeim fundi til þess að afhenda borgarstjóra undirskriftir um 300 Breiðhyltinga, sem mótmæltu því gerræði og tillitsleysi við þá að breyta landnýtingu Norður-Mjódd- ar. Kom þá í ljós, að bréfið til Borgarskipulags hafði legið óhreyft á skrifstofu Skipulags- nefndar um hálfan mánuð, þótt ábyrgðarbréf væri og stílað beint til formanns hennar. Virtist því lít- ill áhugi á þeim bæ að kynna sér efni bréfs okkar. Þess skal getið, að afrit téðs bréfs var að sjálfsögðu sent borg- arstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Á eins konar grenndarkynningu 29. apríl sl., sem fram fór í húsa- kynnum Borgarskipulags sam- kvæmt beiðni minni og nokkurra annarra íbúa í Stekkjahverfi, lét Þorvaldur S. Þorvaldsson ekki sjá sig, heldur lét Ágústu Sveinbjörns- dóttur, arkitekt hjá Skipulaginu, koma í sinn stað. Ljóst var og e.t.v. ekki nema vonlegt, að Ágústa vissi harla lítið um fyrri deilumál okkar við Skipulagið og borgaiyfirvöld. Hún útskýrði engu að síður eftir beztu getu það skipulag Norður- Mjóddar, sem nú liggur fyrir og á auðsæilega að þjóna sem bezt lóð- aramsækjendum Gróðurvara og Staldui’sins, að því er séð verður. Þar sem við vorum ekki að öllu ánægð með þau svör, sem við gát- um fengið, óskuðum við eftir öðr- um fundi og þá með formanni Jón Aðalsteinn Jónsson Skipulagsins fyrir lok grenndarkynningar, sem hafði verið fram- lengd um hálfan mán- uð eða til 29. maí. Ekki var að heyra á Ágústu, að nokkuð gæti verið því til fyrir- stöðu. Vafalaust hefur hún komið beiðni okk- ar um téðan fund á framfæri við yfirmann sinn, en gert var ráð fyrir, að fundurinn gæti farið fram í Breiðholtsskóla og þá vitaskuld með fleiri íbúum en vora þarna í húsnæði Borgarskipu- lags. Ekkert hefur orðið af þeim fundi, og í bréfi Þorvalds S. Þor- valdssonar til skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ég hef afrit af, víkur hann að beiðni okkar um þennan fund með nokkru steigur- læti og raunar háðsglósum, sem vafalaust era fyrst og fremst ætl- aðar mér. Mátti ljóst vera af eftir- farandi niðurlagsorðum bréfsins: „Hvort enn á að boða til fundar og hvenær hlýtur að vera matsatriði miðað við aðstæður,“ að Þorvaldur hafði aldrei í hyggju að halda ann- an fund með Breiðhyltingum en þann frá 25. febrúar. Af framansögðu má þvi öllum ljóst vera, að Þorvaldur S. Þor- valdsson hefur aldrei ætlað sér að efna loforð sitt frá 1992. Þá fram- komu hans í garð Breiðhyltinga læt ég öðrum eftir að dæma. En ég hlýt að játa, að álit mitt á honum og allri framkomu hans í þessu máli er hér í frá ekkert. Þegar mér varð ljóst, að Þor- valdur ætlaði auðsæilega ekki að verða við beiðni um annan gi’ennd- arfund með Breiðhyltingum, skrif- aði ég að sjálfsögðu borgarstjóra bréf fyrir okkar hönd 2. júní sl. Þar rakti ég enn gang mála og skipti okkar við Borgarskipulagið og for- stöðumann þess. Síðan óskaði ég þess í lok bréfsins, að hún sæi til þess, að forstöðumaðurinn efndi áðurgefin loforð við mig og eins okkur, sem báðum um sérstakan fund fyrir 29. maí. Borgarstjóri hefur ekki haft fyrir því að svara | bréfi mínu, og dæmi nú hver fyrir sig þau vinnubrögð í garð okkar Breiðhyltinga. Eitt atriði í sambandi við sam- þykkt meiri hluta borgarráðs 30. júní um vilyrði hans til Gróðurvara ehf. bendir þrátt fyrir allt til þess, afi borgaryfirvöld hafi einhverja samvizku í þessu máli gagnvart okkur, sem höfum streitzt við um aldarfjórðung, að staðið verði við það upphaflega skipulag, að Norð- ur- Mjóddin - eða það, sem enn er óráðstafað af henni, yrði grænt, op- -m ið útivistarsvæði með grasflötum og bekkjum. Hér á ég við þá ábendingu okkar, að með tilkomu þeiraa fyrirtækja, sem þarna eiga að rísa, eykst öll umferð gífurlega um Stekkjarbakka fyrir framan þau hús, sem eru austan hans. Höf- um við lagt ríka áherzlu á það ónæði, sem hlýtur að fylgja þessari auknu umferð, og er þó vart bæt- andi á þá umferð, sem fyrir er og á víst eftir að aukast enn til muna með breytingu á akstursleið stræt- isvagna, þ.e. að demba henni inn á Stekkjarbakka af fullum þunga. Af samþykkt meiri hluta borgar- ráðs er ljóst, að hann virðist nokk- _ uð hugsi í þessu máli. Hann víkur ' að fundi Skipulags- og umferðar- nefndar 29. júní og óskar þá eftir „að hugaðyrði nánar að umferð og aðkornu að svæðinu áður en skipu- lagið yrði endanlega samþykkt". Síðan segir áfram eftir frétt Mbl.: „I ljósi þessa samþykkti borgarráð í fyrradag að gefa Gróðurvörum ehf. fyrirheit um áðurgreinda lóð og skal það bundið þeim fyrirvara að deiliskipulagstillagan verði samþykkt að lokinni áðurgreindri , athugun á umferð og aðkomuleið- um. “(Leturbr. mín.) Enda þótt reynsla okkar af borg- aryfirvöldum um aldarfjórðung hafi orðið bitur, vil ég vart trúa því, að þessi fyrirvari núverandi meiri hluta ráðsins um umferðina sé ein- ungis eintóm skinhelgi og gerð til þess eins að fela að einhverju leyti vonda samvizku í garð okkar Breiðhyltinga vegna þessarar lóða- úthlutunar. Og þó. Við hverju er annars ekki hægt að búast af þeim, þegar miðað er við það tillitsleysi og þær brigðir, sem við höfum mátt þola frá upphafi baráttunnar fyrir Norður-Mjódd sem opnu, grænu útivistarsvæði? í. Höfundur er fv. Orðabdkarstjóri. BOLURNAR BURT! Nýir áhrifaríkir bóluplástrar; - þurrka upp óhreinindi úr bólum - háofnæmisprófaðir - glærir og lítt áberandi - gefa skjótan árangur VICHY PATCH NOUV£AU/NfW RSfvtr oífWÉ PATtNtS PfNOING EXPRESS m&M omjutm mmm múmn ffA4t ffMi niAV PATTJIfí NORIVIADERM PEAUX JEUNES A PROBIÉMES FOR YOUNG PROBIEM SKIN mit HYTOMURGÍ NIQUt • HWAUHQtWC i m&w&wr&ffö AtylHWSÍWH VJtf) ASSÉCHEIES BOUTONS DÍS tA 1** NUIT DRIES SPOTS FROM DAY ONE O/l RATCHCS COSMÉDQUES COSMETJC PATCHCS VICHY ORATOIRES HEILSULIND HUÐARINNAR Fæst eingöngu i apótekum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.