Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 37
(TI (íAi 1H VtlTOff OM
MORGUNBLAÐIÐ
h
1
3
I
]
1
I
I
I
I
'
I
B
]
B
B
P
i
B
B
b
AGUSTA
KRIS TÓFERSDÓTTIR
+ Ágústa Kristó-
fersdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.
nóvember 1908.
Hún lést á hjúkrun-
ardeild Landakots-
spítala mánudaginn
6. júh' sfðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Mar-
grét Jónsdóttir og-
Kristófer Magnús-
son í Reykjavík.
Hún giftist 18. des-
ember 1926 Kristni
Magnússyni, stýri-
manni og verk-
stjóra, f. 2. nóvember 1895, d.
15. ágúst 1956. Kristinn var
sonur hjónanna Sesseliu Gisla-
dóttur og Magnúsar Pálssonar í
Reykjavik. Agústa átti tvö al-
systkini, Magnús og Sigríði, og
tvö hálfsystkini, Ragnheiði og
Sigurbjörgu. Þau eru öll látin.
Ágústa og Kristinn eignuðust
sjö börn. Þau eru: 1) Margrét, f.
26. mars 1930. Hún var gift
Björgvini Magnússyni. Þau
eignuðust eina dóttur. 2) Eva, f.
19. maí 1931. Hún var gift Ólafi
K. Magnússyni, f. 12. mars
1926, d. 15. nóvember 1997. Þau
eignuðust fímm börn. 3) Svala,
f. 28. desember
1934. Hún er gift
Reyni Karlssyni.
Þau eiga fjögur
börn. 4) Ásgeir, f. 3.
september 1939.
Hann er kvæntur
Ásdfsi Petersen.
Þau eiga þrjár dæt-
ur. 5) Oli, f. 1. októ-
ber 1941, d. 20. júlí
1997. Eftirlifandi
kona hans er Kar-
ólína Smith. Þau
eignuðust tvo syni.
6) Kristinn Magnús,
f. 12. september
1946. Hann er kvæntur Kristínu
Þórðardóttur. Þau eiga þrjá
syni. 7) Kristófer Már, f. 3.
ágúst 1948. Hann er kvæntur
Valgerði Bjarnadóttur. Hann
var áður kvæntur Margréti S.
Gunnarsdóttur. Þau eignuðust
íjögur börn. Afkomendur
Agústu og Kristins eru orðnir
69.
Ágústa átti heima alla sína
ævi í Reykjavík og starfaði um
árabil hjá heimilishjálp Reykja-
víkurborgar.
títför og sálumessa fyrir
Ágústu verður í Kristskirkju í
dag klukkan 15.
„Ég lonníetturnar lét á nefið,
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.“
Eitt af því fyrsta sem kom upp í
huga mér við andlát móðurömmu
minnar voru jólaboðin á heimili
hennar, Staðarhóli. Þar var alltaf
dansað í kringum jólatréð sungið
hástöfum, og er fyrrnefndur texti
úr einum af uppáhaldslögunum
hennar. En þetta er jú ekkert
hefðbundið jólalag, en samt sem
áður ómissandi ásamt nokkrum
öðrum lögum sem hafa fylgt Stað-
arhólsfjölskyldunni í gegnum árin.
Amma á Hóli var jú engin venju-
leg kona, og sem sönnum höfð-
ingja þessarar fjölskyldu, er
kannski lítið brot af henni í okkur,
afkomendum hennar, en annað
eintak er vandfundið.
Staðarhóll var allt í senn, menn-
ingar-, uppeldis- og fjölskylduset-
ur, þar sem jafnvel var tekið á móti
útlendingum' í íslenskukennslu,
barnabörnum í pössun eða fjöl-
skyldunni og öðru skemmtilegu
fólki við hin ýmsu tækifæri. Hér
áður fyrr kom maður varla þangað,
án þess að einhver væri þar stadd-
ur af einni eða annarri ástæðu, og
var oft mikið líf og fjör. Á sumrin
var svo haldið til úti í kofanum
hennar ömmu, og fyrir börnin var
hreint ævintýri að upplifa eins kon-
ar sveitarómantík inni í borginni.
Amma var nægjusöm með ein-
dæmum, og nýtti ótrúlegustu hluti.
Hún sótti ekki í veraldleg gæði en
hafði gaman að því að gera fínt í
kringum sig, og tókst henni það svo
sannarlega. Hún elskaði að ferðast,
og gerði það meðan heilsan leyfði.
Hún setti þá ekki fyrir sig að fara
ein, og sagði að ef hún gæti ekki
verið ein með sjálfri sér, gæti hún
ekki ætlast til að aðrir nenntu að
vera nálægt henni.
Við í fjölskyldunni tölum oft um
Staðarhólshúmorinn, og þar fór
hún íremst í flokki. Mér er svo
minnisstætt að þegar útvarpsþætt-
irnir úllen dúllen doff voru teknir
upp, var amma ómissandi í salnum.
Hún hafði yndislega smitandi hlát-
ur, og hló jú svo alltaf á réttum
stöðum. Ég veit fyrir víst að hún
þótti ágætis prófsteinn á ýmsa
gamanleiki í leikhúsum borgarinn-
ar, því ef hún hló dátt, þá leit þetta
bara ansi vel út. En það var líka
galli á gjöf Njarðar, því ekki var
fýsilegt að koma inn að Hóli með
einhvern sem ekki tók húmornmn
hennar ömmu. Ef við barnabörnin
eignuðumst nýjan vin og höfðum
jafnvel áhuga að stofna til nánari
kynna, var oft spurt: „Ertu búin að
fara með hann/hana til ömmu?“ Nú
ef sú var raunin og vel gekk hjá
ömmu, þá var vissulega ástæða til
að anda léttar og gefa viðkomandi
tækifæri til nánari kynna.
Amma var mikill réttlætissinni
og talaði ávallt máli lítilmagnans.
Hún lá ekkert á skoðunum sínum,
sama hver átti í hlut, og lá ansi hátt
rómur þegar henni var mikið niðri
fyrir. Hún var dugleg að gefa pen-
ing til líknarmála, og sagði að hún
ætti aldrei svo lítið að ekki væri til
nóg handa öðrum.
Tímarnir breytast og í okkar
fjölskyldu hafa samverustundir
stórfjölskyldunnar minnkað, og
hver og einn snúið sér meira að
sinni kjarnafjölskyldu. Kannski ei-u
ættarmót einmitt svona vinsæl í
dag, vegna þess að fólk hittist ekki
nema það sé búið að skipuleggja
það með löngum fyrirvara. Einmitt
af þessari ástæðu er minningar
mínar um Staðarhólsfjölskylduna
aldrei dýrmætari en í dag.
Amma er sú þriðja sem fellur frá
á stuttum tíma, en á undan henni
létust þeir Oli sonur hennar og
Olafur tengdasonur. Það mætti
segja mér að þeir, ásamt Kristni
afa, hafi verið uppteknir upp á
síðkastið að undirbúa komu ömmu,
séð til þess að vel væri tekið á móti
henni og hún fengið þá hvíld sem
hún svo verðskuldaði. Þar fór jú
engin venjuleg kona og því þýddu
engar venjulegar móttökur.
Elsku amma mín, hvíl þú í friði.
Anna Lóa Ólafsdóttir.
Óþægilega oft hef ég verið minnt á
það á tæpu ári hve dauðinn getur
verið okkur nálægur og jafnframt
óumflýjanlegur. Mér finnst ein-
hvern veginn svo óraunverulegt að
hún amma á Hóli sé ekki lengur á
meðal okkar. Kannski vegna þess
að ég bý svo langt í burtu en í raun
tel ég það vera vegna þess að hún
amma á Hóli hefur verið svo stór
hluti af mínu lífi. Staðarhóll var fé-
lagsheimili fjölskyldunnar í upp-
vexti mínum. Paradísin hennar
ömmu, garðurinn var ævintýraland
okkar barnanna og efniviður í ótal
ímyndunarleiki, þar sem hólarnir
voru lönd og álfur og garðhúsið
hennar kastali. Á síðsumrin tíndum
við rifsber úr stóru trjánum hennar
og síðan var sultað ef við höfðum þá
ekki borðað öll berin. Staðarhóll var
ævintýrahölUn, hver hlutur hafði
sína sögu og bara það að skoða
póstkortin hennar, teskeiðarnar og
aUan rekaviðinn sem hún fóndraði
með opnaði okkur heUan heim.
Stundum skaust maður niður í kjall-
MINNINGAR
ara og fékk eina flík úr „ódýru búð-
inni“.
Eftir því sem árin Uðu og við
börnin þroskuðust gat amma farið
að tala við okkur á vitrænan hátt.
Þá var náð í marengstertuna úr
frystinum, borðið dekkað og málin
rædd. Hvort sem ég átti „að sníða
mér stakk eftir vexti“ eða „hirða
garðinn minn“, þá þýddi sjaldan
fyrir mig að mótmæla henni ömmu,
hún vissi alltaf betur. Amma á Hóli
var óskaplega ákveðin kona og
hafði skoðanir á öllum hlutum. Hún
var heldur engin venjuleg amma. Á
meðan aðrar ömmur prjónuðu
sokka var amma á Hóli komin hálfa
leiðina með lest til Rómar og gisti í
klaustrum. Hún elskaði að vera
innan um fólk og var eiginlega fé-
lagslega „ofvirk“. Henni leið best á
ferð og flugi eða með fullt hús af
gestum.
Nú er jarðvist ömmu á Hóli lok-
ið. Ég veit að henni líður vel núna í
faðmi Guðs og ég minnist hennar
með hlýju og þakklæti. Hún var
einstök amma. Undanfarið ár heíúr
sorgin knúið oft dyra hjá okkur.
Það kennir okkur öllum hve lífið
sjálft er dýrmætt og hvað mikil-
vægt er að við sýnum hvert öðru
kærleik og vináttu, sérstaklega á
þessum erfiðu stundum. Elsku
mamma, Gréta, Svala, Ásgeir,
KJddimagg, Ki'istófer, Kalla og all-
ir aðrir ástvinir á Islandi. Ég bið
góðan Guð að hugga ykkur og
passa á þessum erfiðu tímum.
Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur innilegustu samúðarkveðjur.
Hugurinn er hjá ykkur.
Margrét Lind Ólafsdóttir,
Álaborg.
í kofanum hjá ömmu á Hóli var
boðið upp á djús og kex, hún var
ekkert að hafa of mikið fyrir manni
í mat, andlega fóðrið var mikilvæg-
ara að hennar mati. Hún sagði okk-
ur sögur af guði og mönnum og
leyfði okkur að leika okkur í rifs-
berjaskóginum og milli mannhæð-
arhárra lakkrísblómanna. Það var
gott að vera hjá henni. Svo kom
hún með rútunni og var hjá okkur í
Reykholti, átti lakkrís í töskunni og
talaði við guð í kirkjunni, sem var
kaþólsk á meðan. Hún stóð upp á
kvenfélagsfundi og sagði konunum
úr Hvítársíðunni að hún ætti jafn
mikið í Eiríksjökli og þær. Hún
amma lá ekki á skoðunum sínum.
Það fór aldrei lítið fyrir henni, hún
var stór kona. Við minnumst henn-
ar í garðinum á Staðarhóli með
málningarslettur og mold á hönd-
unum, klút um höfuðið og allt fullt
af alls konar dóti í kringum hana.
Megi guð að geyma hana ömmu á
Hóli.
Daði Már, Ágústa, Gísli Kort
og Gunnar Tómas.
Elsku amma og langamma á
Hóli. Núna ertu farin til betri
heima. Við vitum að þar mun þér
líða vel í faðmi afa og Óla bró. Þeg-
ar við minnumst ömmu, er okkur
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
átt hana að öll þessi ár, fyrir ást og
vináttu hennar.
Ég trúi því, af hverjum dropa regns sem
féll,
sé vaxin rós.
Ég trúi því, að dýpst í hinni dimmu nótt, sé
lítið ljós.
Ég trúi þvi, að hverjum þeim sem villtur fór,
sé vísað fram á rétta leið.
Ég trúi því, að gegnum storminn hljómi
skært
hver minnsta bæn.
Ég trúi því að einhversstaðar fmnist sá sem
heyrir allt.
Er grætur nýfætt bam, er grænka lauf á
tré.
Er birtir til. Ég veit á ný, vegna hvers, ég
trúiþví.
(Óþ. þýð.).
Þú lifir í minningu okkar allra.
Guð blessi þig og hvíl í friði.
Ragnheiður, Anna, Kristinn,
Karl og fjölskyldur.
8661IJÍJT, .71 HUOAŒJT8ÖT 98
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 37 *
Bernskan og æskan eru eins og
vorið og sumarið í lífi okkar. Það
er birta, það er sólskin, það er
gleði. Einn stór hluti í þessum
mínum árstíðum var Ágústa Krist-
ófersdóttir sem nú hefur kvatt og
farið til nýrra heima.
Dyngjuvegurinn verður aldrei
samur. Ágústa var svo stór hluti
hans ojg lífsins þar. Ekki er langt
síðan Oli sonur Ágústu - Óli æsloi-
vinur, kvaddi. Þau mæðgin eru
sameinuð á ný. Kærleikur þeirra
hér á jörðinni var sterkur og
áþreifanlegur - nú hafa þau fund-
ist á nýjum slóðum. Mér finnst
ekkert voðalega langt síðan ég
kom fyrst á Dyngjuveginn með
fóður mínum, árið var 1949. Fram-
tíðarheimili minnar fjölskyldu var í
byggingu. Ég man vel er ég stóð
fyrir framan hús númer 12 og
horfði á húsið númer 11 - Staðar-
hól. Þar bjó Ágústa ásamt Kristni
sínum ástkæra eiginmanni og
þeirra myndarlega barnahópi.
Eitthvað sérstaklega spennandi
fannst mér sem var nánast alin
upp sem einbirni að sjá barnaskar-
ann á Staðarhóli leika sér í túninu
og í holtinu. Allt var svo auðvelt,
allt var svo gaman. Seinna áttum
við öll eftir að mæta sorginni í
ótímabærum föðurmissi á báðum
bæjum.
Þegar Kristinn, húsbóndinn á
Staðarhóli, var burtkvaddur var
sem eitthvað brysti í hinni hug-
rökku húsmóður Ágústu. Hún
hafði ekki bara misst ástvininn
sinn besta heldur líka haldreipið í
tilverunni. Hún var ein með stóran
barnahóp og stór spurningarmerki
um lífið og tilganginn í heimi hér.
En Ágústa húsmóðir á Staðarhóli
fann fótfestuna á ný, í góðum Guði
og þatólskri trú.
Á miðjum aldri gerðist hún
„aupair" og ferðaðist um heiminn.
Hún ræktaði garðinn sinn í eigin-
legri og óeiginlegri merkingu.
Nú við ferðalok þakka ég
Ágústu hennar hlutdeild í öllum
mínum góðu bernsku- og æsku-
myndum, Óla syni hennar sömu-
leiðis.
Ég trúi að nú séu þau saman
mæðginin og eilífðarsólin umvefji
þau bæði tvö.
Helga Mattína Björnsdóttir,
Grímsey.
Ágústa á Staðarhóli er nú látin í
hárri elli. Hún er farin heim til
bjartari heimkynna en minningar,
og þakklæti fyrir að vera hluti af
hennar veröld um stund, lifa hana
um langan aldur. Ágústa Kristó-
fersdóttir var stórbrotin kona, búin
ríkum kjarki, bjartsýni og dugnaði.
Hún var góðum gáfum gædd, víð-
lesin, víðsýn og framsýn. Hún var í
hópi þeirra sem leiddu kvenskáta-
starf í upphafi og var hún æ síðan
handgengin skátahreyfingunni.
Flest systkinanna á Staðarhóli
voru um tíma virkir félagar í skáta-
starfi, en mest bar þó á þeim Stað-
arhólsbræðrum, Óla, Kristni og
Kristófer. Ágústa missti mann sinn
Kristin skipstjóra á besta aldri og
réð því ein fyrir stórri fjölskyldu
um árabil og kom börnum sínum til
manns. Hún gekk að mörgum
störfum um æfina, en verður lík-
lega minnisstæðust okkur skátun-
um sem ráðskona skátaskólans að
Ulfljótsvatni, þar sem hún sinnti
hverjum og einum af kostgæfni.
Ágústa var beinskeytt og skynsöm
í viðræðum við okkur unglingana,
hún hafði skoðanir á hlutunum og
ætlaðist til að við stæðum fyrir
máli okkar. Ekki vantaði gaman-
semina og stundum kunni hún öðr-
um betur að benda okkur á skyn-
samlegri leiðir í skátastarfinu án
þess að beita aðfinnslum. „Ert þú
einhver foringi í skátunum?“
spurði hún. „Já, ég er flokksfor-
ingi“, svaraði strákur“. „Hvað ertu
gamall væni minn“, spurði Ágústa.
„Bráðum tólf,“ svaraði strákur.
Okkur varð því ljóst að nokkuð
skorti á aldur og þroska forystunn-
ar, án þess að beinlínis væri að
okkur sneitt. Er árin liðu og lengra
varð milli viðræðustunda var jafn-
an skörp skynsemi að baki spurn-
inga og vel fylgst með okkur.
Skátahreyfingin á frú Ágústu á
Staðarhóli skuld að gjalda eins og
við sem nutum leiðsagnar hennar á;-*_
unglingsárum. En þá skuld hafði
hún ekki fyrir að innheimta. Þeim
mun meira er þakklæti okkar við
kveðjustund.
Ég flyt systkinunum frá Staðar-
hóli innilegar samúðarkveðjur frá
skátahreyfingunni á Islandi og
okkur Vilhelmínu.
Ólafur Ásgeirsson.
Elsku amma á Hóli er farin til
Guðs. Ég játa að nú vildi ég gjarn-
an vera fluga á vegg í námunda við
Gullna hliðið þar sem amma tekur
málin örugglega í sínar hendur,
endurskipuleggur fyrirkomulagið
og segir Lykla Pétri og fylgiliði
hvemig best sé að reka allt þarna
efra. Ég er ekki í nokkrum vafa um
að þar er allt í háalofti núna. Ég
veit að amma á Hóli myndi líka
gera usla hérna niðri á jörðinni ef
hún héldi að við, bestu vinir henn-
ar, hefðum í hyggju að skrifa
mærðarlegar minningargreinar um
hana og tíunda hvað hún hafi verið
sanntrúuð og góðhjörtuð kona.
Vitaskuld var hún hvort tveggja,
eins og allir aðrir í öllum minning-
argreinum en við heyrðum hana oft^
hnussa og hella úr eyrunum yfir"
því hvemig örgustu fól gátu breyst
í dýrlinga við það eitt að geispa
golunni, svo maður vitni orðrétt í
frú Ágústu sjálfa. Ég sakna þess að
hlæja með ömmu á Hóli en nýt
þess að rifja upp dásamlegar sögur
af henni og skringilegar uppákom-
ur því hún var engri annarri l£k.
Framkvæmdagleði ömmu á Hóli
var ótrúleg, sumir hefðu kalla það
stjómsemi, en engum duldist að
hún var gædd ósviknum stjórnun-
arhæfileikum. Það fór aldrei á milli
mála og hún hefði með réttu átt að
veita forstöðu stórfyrirtæki ef ekki
hreinlega heilli heimsálfu. „Oft rat-
ast kjöftugum satt orð á munn,“
sagði amma oft og hló hátt og mik-
ið. Amma á Hóli stendur mér ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum þar
sem hún stuggar unglingsdrengj-
unum sínum fram úr rúmunum á
sunnudagsmorgnum, fyrir allar
aldir, til þess að fara í messu og
þeir fullyrða einum rómi, allir fjór-
ir, að þeir séu haldnir skæðri inflú-
ensu og muni ekki lifa það af að
klæða sig upp úr rúminu og ferðast
með strætó niðrá torg til að labba í
nepjunni upp í Landakotskirkju. (,
Þá heyrist í ömmu á Hóli: „Það er
ekki til betri staður til að deyja en í
kirkju, svo pillið ykkur af stað!“
Einu sinni voru strákarnir henn-
ar að keyra hana í ldrkju á nýja
bflnum sínum, þegar það gekk
skyndilega gamall maður í veg fyr-
ir bflinn og þeir gátu afstýrt slysi á
elleftu stundu með því að snar-
hemla. Þá reif amma upp hurðina á
bílnum, henti sér út og hrópaði upp
í eyrað á gamla manninum:
„Heyrðu góði minn! Ef þú vilt endi-
lega drepa þig í umferðinni skaltu
velja einhvern annan bíl en sona
minna!“
Amma á Hóli var góð vinkona
mín og mér finnst sárt að geta#*
ekki lengur rekið inn nefið á Stað-
arhóli og fengið mér kaffisopa og
spjallað við hana. Hins vegar veit
ég að hún er núna himinlifandi hjá
guði. Hérna hjá okkur var þessi
kröftuga kona að veslast upp í
hárri elli og það fannst ömmu
hræðilegustu örlög sem hægt væri
að hugsa sér. Því gleðst ég með
henni í dag og veit að nú er hún
laus við gamlan og lúinn líkama og
líkast til komin í banastuð með Ola
bróður, Kristni afa og hinum
englunum. Ég er þakklát fyrir að v
guð skyldi gefa mér þessa ein-
stöku ömmu og leyfa mér að njóta
hennar svona lengi.
Edda Björgvinsdóttir
• Fleiri minningargreinar um
Ágústu Kristófersdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.