Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 3íf'
saman höfðu þeir feðgar ferðast og
fræðst um landið og söguna. Tengsl
Gunnar við fjölskyldu sína voru mikil
og náin.
Gunnar var sem sagt afburða
náms- og samstai-fsmaður og nú var
að hefjast nýr kafli í lífi hans. Það var
því rökrétt að hann haslaði sér völl
sem vísindamaður í skógfræði á
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins
á Mógilsá. Sá ferill var rétt að hefjast
þegar kallið kom, fyrr en nokknim
hafði órað fyrir. Það er mikill skaði
fyrir skógræktarstarf í landinu að við
fáum ekki lengur notið hæfileika og
atgervis hans.
Dejr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Ur Hávamálum.)
Um leið og við kveðjum þennan
góða dreng með sorg og trega vott-
um við fjölskyldu hans og ástvinum
öllum okkar dýpstu samúð.
Samstarfsfólk hjá
Skógræktarfélagi Islands.
Okkur langar í nokkrum orðum að
minnast Gunnars Freysteinssonar,
vinar okkar og samstarfsfélaga sem
nú er nýlátinn.
Við sem höfum starfað með Gunn-
ari eigum ótal góðar minningar um
góðan vin og frábæran samstarfsfé-
laga.
Ef við lítum á okkur mannfólkið
sem skóg sem samsettur er af marg-
breytilegum tegundum trjáa, þá var
Gunnar eitt af þessum stóru og kraft-
miklu sparitrjám. Eitt af þeim sem
gnæfa yfir og veita okkur hinum
skjól í veðravítum daglegs lífs. Hann
var fræðimaður og lífsspekúlant af
Guðs náð og hafði einstakan hæfi-
leika til að miðla þessu frá sér. Flesta
morgna var Gunnar mættur í vinn-
una sprækur og hress, við hin yfir-
leitt frekar mygluð og þreytt að
vakna yfir fyrsta kaffibollanum. Þá
var Gunnar tilbúinn með ýmsai’ ör-
sögur úr daglegu lífi fyrri alda sem
komu manni ávallt í árvökult ástand,
en hann var sérstakur áhugamaður
um mannkynssögu.
Undantekningarlaust var Gunnar
boðinn og búinn til að veita aðstoð
sína við að leysa þau vandamál sem
upp komu. Það var honum svo sjálf-
sagt mál að hjálpa náunganum eins
og hann framast kunni og þar við
bættist að allir hlutir lágu svo í aug-
um uppi fyrir honum.
Ætíð þegar eitthvað var um að
vera var Gunnar mjög virkur þátt-
takandi. Sem dæmi um það viljum
við rifja upp þorrablót sem haldið var
af starfsmönnum Skógræktar ríkis-
ins og Búnaðarb. Suðurlands. Þar
voru starfsmenn beðnir um að koma
með skemmtiatriði og lét Gunnar
ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og
setti saman vísnabálk af þessu tilefni.
Þegar vel var liðið á blótið, gekk
hann fram á gólfið og bað alla nýja
starfsmenn skógræktarinnar að stíga
fram. Stigu þeir fram en þó með hálf-
um huga enda maðurinn þekktur fyr-
ir létt skot á mannskapinn. Gunnar
hóf leikinn á því að syngja sjálfur
nokkrar vísur og lét síðan þátttak-
endur syngja hvern fyrir sig tvær
vísur sem allar voru úr vísnabálki
hans. Það var í sjálfu sér ekkert sér-
lega erfitt að syngja fyrir framan alla
viðstadda en að þurfa að syngja með
munninn uppspenntan með tann-
stöngli gerði mönnum heldur erfið-
ara um vik og hlaust af þessu hin
besta skemmtun. Sýnir þetta vel
hversu hugmynda- og hæfileikaríkur
Gunnar var á mörgum sviðum.
Stundum skilur maður ekki lífið,
hvers vegna verið er að kippa í burtu
svona ungu fólki í blóma lífsins. Því
hlýtur að vera ætlað eitthvert mjög
sérstakt hlutverk annars staðar.
Við samstarfsmenn Gunnars vilj-
um þakka honum góð kynni og gott
samstarf á undanförnum árum.
Fjölskyldu Gunnars og öðrum að-
standendum vottum við innilega
samúð okkar.
Samstarfsfólk hjá Skógrækt
ríkisins á Suðurlandi.
• Fleiri minningargreinar um
Gunnar Freysteinsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
AXEL
CLAUSEN
+ Axel Clausen
fæddist á Hell-
issandi 25. nóvem-
ber 1930. Hann lést
á Landspítalanum
10. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Axel Clausen, versl-
unarmaður í
Reykjavík, og Svan-
fríður Þ. Árnadóttir
frá Ólafsvík. Systk-
ini Axels sem látin
eru voru Guðrún
Olga, Vöggur, Krist-
rún Ingibjörg,
Zanný og Fanný. Á
Iífi eru Jenný og Holger Peter.
Systkini Axels samfeðra eru
Hans Arreboe, Haukur, _ Dag-
mar, Herluf, Friðrik Áskell,
Guðmundur, _ Sigríður, Olga,
Ása, Axel og Óskar.
Eftirlifandi eiginkona Axels
er Halldóra Svava Clausen, f.
11.5. 1930. Foreldrar hennar
voru Benedikt Sigurðsson, b. í
Brúarási í Bjamarfírði á
Ströndum, og kona hans, Guð-
ríður Áskelsdóttir. Börn Axels
og Halldóru Svövu em: 1) Axel,
f. 25.7. 1951, eiginkona hans er
Kristbjörg Magnúsdóttir, f.
24.3. 1953, böra þeirra em Lilja
Rós og Karen, en fyrir átti Axel
Esther Sigrúnu. 2) Kristrún
Þóra, f. 17.2. 1953, böm hennar
em Halldóra, Tryggvi Þór og
Ármann Freyr. 3) Svava Viktor-
ía, f. 15.7. 1955, eiginmaður
hennar er Hermann
Gunnarsson, f. 28.7.
1953, börn þeirra
eru Alfreð Örn,
Gunnar Axel, Gest-
ur og Viktoría Guð-
björg. 4) Jenni Guð-
jón, f. 27.2. 1960,
eiginkona hans er
Ólöf Eir Halldórs-
dóttir, f. 4.9. 1969,
bam þeirra er Ólaf-
ur Þór, en fyrir átti
Jenni Guðjón
Jennýju Hildi og
Brynjar Öm. 5)
Svanfríður, f. 16.6.
1964, barn hennar er Axel Ingi.
Axel lauk gmnnskólanámi og
var síðan einn vetur í gagn-
fræðaskóla Ingimars Jónssonar
og tvo vetur í Verslunarskóla ís-
lands. Hann vann síðan við ýmis
störf eins og hafnarvinnu, bygg-
ingarvinnu, handlöngun fyrir
múrara og afgreiðslustörf áður
en hann fór til sjós og varð há-
seti á togurum og togbátum.
Hann sneri síðan í land og tók
við starfi hjá heildverslun Jóns
Jóhannessonar hf. á árinu 1952
og starfaði þar í 25 ár. Hann
stofnaði siðan si'na eigin heild-
verslun og starfaði sjálfstætt í
sex ár. Á ámnum 1983 tij 1996
vann Axel si'ðan hjá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar.
Axel verður jarðsunginn frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Elsku pabbi. Þegar við spjölluð-
um saman á fimmtudagsmorguninn,
daginn fyrir andlát þitt, óraði mig
ekki fyrir að þú ættir svo stutt eftir
sem raun ber vitni. Þótt þrekaður
værir vildir þú endilega spjalla og
þá helst um heimsmeistarakeppnina
í knattspymu sem þú fylgdist með
af miklum áhuga og innlifun. Við
sátum og héldumst í hendur og þeg-
ar þú hvíldir þig inn á milli horfði ég
á þig og minningamar frá góðu dög-
unum sem við áttum saman rifjuð-
ust upp. Þú varst mikOl áhugamaður
um íþróttir, stundaðir frjálsar
íþróttir hjá KR og lékst knattspymu
með knattspyrnufélaginu Þrótti.
Snemma beygist krókurinn stendur
einhvers staðar og það undraði sjálf-
sagt engan að ég smitaðist af þess-
um áhuga og vildi helst vera í fót-
bolta allan sólarhringinn. Ég man
hvað mér fannst það stórkostlega
gaman þegar við strákarnir á Suð-
urlandsbrautínni vomm að leika
okkur með boltann og þú stakkst
þér inn í hópinn og tókst þátt í leikn-
um. Stoltur var ég að eiga svona
ungan og skemmtilegan pabba sem
kom óbeðinn og miðlaði af reynslu
sinni til þeirra sem yngri vom.
Ein af stóru stundunum frá
æskuárunum var þegar sjö ára af-
mælisdagurinn minn rann upp. Þá
varst þú að vinna hjá heildverslun
Jóns Jóhannessonar og ég vissi að
það varst þú sem áttir að sjá um að
kaupa gjöfina. Þegar svo Fram-
búningurinn kom í ljós var ég þess
fullviss að ég átti besta pabba og
bestu mömmu í heimi. Þannig varst
þú búinn að koma mér í Fram og
fylgdist síðan af áhuga með hvemig
íþróttaferill minn þróaðist. Ég veit,
þótt þú hafir aldrei sagt það beint,
að þú varst alla tíð mjög ánægður
með framvindu mála. Þetta sér-
staka Clausen-bros kom alltaf upp
um þig þegar ég var að sýna þér
myndir af okkur Frömumm eftir
sigur á einhverju mótinu, hvort sem
var í handbolta eða fótbolta. Manstu
pabbi, eftir fyrsta landsleiknum,
sem ég lék í handboltanum á móti
Júgóslövum og þú varst meðal
áhorfenda? Það mistókst allt hjá
mér en þú hughreystir mig á eftir
og bentir t.d. á að skotið í stöngina
hefði verið nokkuð gott. Það þýðir
ekkert að hengja haus yfir þessu,
sagðir þú, það kemur betri tíð með
blóm í haga. En, þú mættir svo
aldrei aftur í Laugardalshöllina,
sagðir að þú þyldir ekki spennuna í
þessum landsleikjum. Ég veit þó að
það var hjátrúin sem spilaði þar inn
í, þér fannst að mér gengi betur ef
þú værir heima hjá mömmu. Gaman
þótti mér svo að hitta þig að leik
loknum, þegar ég lék minn fyrsta
opinbera leik með Dankersen í
Þýskalandi og þú, mamma og
Dandý systir voru á meðal áhorf-
enda í Minden. Þú sagðir ekki mik-
ið, þú þurftir þess ekki, gamla
Clausen-brosið sagði allt sem segja
þurfti. Þá varst þú greinilega
ánægður með að sonur þinn var
kominn í umhverfi sem hann óskaði
sér og þú áttir svo mikinn þátt í að
búa tíl.
Áhugasvið þitt spannaði yfir
marga aðra þætti en tengdust bolta-
íþróttum. Skákin skipaði stóran
sess í lífi þínu og ógleymanleg eru
kvöldin sem ég fékk að sitja og
horfa á þig og Holla frænda etja
kappi við ýmsa góða félaga ykkar.
Spennan hjá ykkur var þvílík á
stundum að skákborðin nötruðu
þegar gengið var á tímann og
klukkan að falla. Þá var gaman,
pabbi. Margar fórum við líka veiði-
ferðimar og þú varst einhvern veg-
inn svo laginn að geta veitt meira en
við hinir. Þó lagðir þú þig fram við
að reyna að kenna okkur alla
gmnnþættina sem eiga að skipta
máli. Það dugði skammt, sumir em
sjálfsagt góðir veiðimenn, aðrir
ekki. Síðan komst þú í kynni við
sjóstangaveiðina og fórst margar
góðar ferðirnar með félögum þínum
þar. Steinasöfnun og myntsöfnun
bættust síðan inn í áhugamál þín og
var sérstaklega gaman að fylgjast
með þeim áhuga sem þú fékkst á
þessum hlutum.
Elsku pabbi, það er komið að leið-
arlokum. Við systkinin Rúna,
Svava, Jenni, Dandý og ég þökkum
þér fyrir allt sem þú varst okkur.
Við þökkum þér fyrir þá ást og um-
hyggju sem þú sýndir afabörnum
og langafabörnum. Þú getur treyst
því að við munum gera allt til að
hlúa sem best að mömmu. Kærar
kveðjur senda þér Kristbjörg,
Esther Sigrún, Lilja Rós og Karen.
Hvíldu í friði.
Þinn sonur
Axel.
í mmningu brosið þitt bjarta
mér baminu yljaði sýn.
Það dimmdi í dalnum svarta
er drottinn vitjaði þín.
Við vitum nú hvar þú ert, kæri,
sem kvatt hefur oldiur um stund.
í þósinu lausnarinn færi
þér Ijúfasta endurfund.
(ÁB.)
Elsku hjartans afi minn, ég kveð
þig í dag með söknuð í hjarta. Hug-
ur minn reikar aftur í tímann, ljúfar
minningar streyma fram, ég er þér
svo óendanlega þakklát fyrir allt
það sem þú hefur gert fyrir mig.
Mér finnst svo sárt að sjá á eftir þér
í blóma lífs þíns; þú áttir eftir að
gera svo margt. Ég veit að þér líður
vel núna, þú ert kominn í sæluna.
Það var svo erfitt að horfa upp á þig
þjást, ég þráði að geta gert eitthvað
fyrir þig til að þér liði betur en það
var ekkert sem ég gat gert til að
lina þjáningar þínar. Síðustu vikuna
hrakaði þér svo ört að ég var algjör-
lega miður mín eftir hverja heim-
sókn, ég sá svo greinilega hvert
stefndi. Nóttina áður en hringt var í
okkur frá spítalanum til að segja
okkur að þér hefði versnað enn
meira komst þú til mín í draumi,
það var góður draumur sem ég mun
geyma í hjarta mér svo lengi sem ég
lifi, ég er þakklát fyrir þennan
draum. Það er svo skrítið að koma
til ömmu núna, stóllinn þinn sem þú
sast alltaf í er auður og tilhugsunin
um að þú eigir aldrei eftir að sitja í
honum aftur er nánast óbærileg.
Þér leið alltaf best í stólnum þínum
með pípuna þína, horfandi á sjón-
varpið og þá sérstaklega íþróttir.
Þú varst svo spenntur yfir heims-
meistarakeppninni í fótbolta að þú
píndir þig til að vera heima eins
lengi og þú mögulega gast til að
missa ekki af neinu, þú ætlaðir að
ná að horfa á hana alla. Það tókst
næstum því, þú misstir bara af
tveim síðustu leikjunum en við
amma höfðum kveikt á sjónvarpinu
fyrir þig og ég ímyndaði mér að þú
sætir í stólnum þínum og nytir þess
að horfa á leikinn.
Mig langar að þakka starfsfólk-
inu á deild U-E á Landspítalnum
fyrir umhyggju og alúð í garð afa
míns og okkar allra, mér er
minnistætt þegar afi sagði okkur
frá því að hann ætti það til að vakna
við að einhver væri að strjúka á sér
höndina, það voru allir svo góðir við
hann og það var honum og okkur
öllum mikils virði. Ég fékk oft að
heyra þegar ég kom í heimsókn:
„Ert þú afastelpan?" Mér þótti
vænt um það. Elsku besti pabbi-afi
minn, ég elska þig svo ofsalega mik-
ið, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Elsku
besta amma mín, guð gefi þér styrk
í sorg þinni og söknuði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egiisson.)
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þín afastelpa
Doris.
Öllum þótti vænt um hann afa
okkar, sem hét Axel Clausen. Hann
var með stórt og mikið hjarta seajöi,..
við fengum öll að njóta, hann var
mjög hugmyndaríkur rétt eins og
hún amma okkar, Halldóra Clausen.
Þau voru búin að ákveða að gera
margt saman en geta ekki gert það
vegna fráfalls afa. Afi var mikill
steinasafnari og var kominn með
heilt safn af steinum sem hann hafði
tínt á ýmsum stöðum og var búinn
að skrifa hjá öllum steinunum hvar
hann hafði tínt þá. Við getum hugg-
að okkur við það að núna líður hon-
um afa miklu betur þar sem hann
er.
Elsku afi, við söknum þín rosa-
lega mikið. Guð blessi þig og láti
þér líða vel.
tcr
Þetta er aðeins
örstuttleið
ekki svipstund
milii dauðans
og lífsins.
Þfnar afastelpur,
Victoria Guðbjörg, Hall-
dóra Birta og íris Lea.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð. .
Margseraðminnast, ^
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
Friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fýrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarlmoss þú hljóta skall
(V. Briem.)
Elsku pabbi og afi, blessuð sé
minning þín.
Svanfríður og Axel Ingi.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Urðargötu 11,
Patreksfirði,
er látinn.
Kristín Jóhanna Björnsdóttir, Kristján Skarphéðinsson,
Ingveldur Birna Björnsdóttir, Guðjón Hallgrímsson,
María Dóra Björnsdóttir, Guðmundur Haukur Gunnarsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BALDUR BJARNASON
bóndi,
Vigur,
verður jarðsunginn frá Ögurkirkju, laugar-
daginn 18. júlí kl. 14.00.
Rútuferð verður frá Hótel (safirði kl. 11.30.
Sigríður Salvarsdóttir,
Björg Baldursdóttir, Jónas Eyjólfsson,
Ragnheiður Baldursdóttir, Óskar Óskarsson,
Bjarni Baldursson,
Salvar Baldursson, Hugrún Magnúsdóttir,
Björn Baldursson, Ingunn Sturludóttir,
Hafsteinn Hafliðason, Iðunn Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.