Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 45,
FRETTIR
BRYNHILDUR Björnsdóttir, Esther Jökulsdóttir, Linda Sif Þorláks-
dóttir og Skúli Gautason í hlutverkum sínum í „Northern Lights“.
„Northern Lights“
í Möguleikhúsinu
LEIKFÉLAGIÐ Regína sýnir
leikritið „Northern Lights“ eftir
Frederick Harrison í Möguleikhús-
inu við Hlemm laugardaginn 18. júlí
kl. 20.30.
I kynningu segir: „Leikritið fjall-
ar um þrjár stúlkur frá Hull sem
koma til Islands til að vinna í fiski á
Suðureyri við Súgandafjörð. Þar
lenda þær í uppgjöri, ekki aðeins
hvor við aðra, heldur einnig við
sjálfa sig, en þó er það allt á léttu
nótunum."
Sýningar verða alls sex hér á
landi, en leikhópurinn er á leið á
leiklistarhátíðina í Edinborg, Edin-
burgh Fringe Festival, um mánaða-
mótin.
Sýningarnar hér á landi eru liður í
fáröflun hópsins til fararinnar, en
verkið verður sýnt í Edinborg 5.-15.
ágúst.
Sýningamar fara fram á ensku, en
leikararnir eru menntaðir hér heima
og erlendis. Þau eru; Brynhildur
Bjömsdóttii-, Linda Sif Þorláksdóttir,
Esther Jökulsdóttir og Skúli Gauta-
son. Leikstjóri er Gunnar Sigurðsson,
en hann útskrifaðist frá Bristol Old
Vic Theatre School árið 1997.
Miðaverð á sýninguna er 1.500
krónur.
Helgargöngur á Þingvöllum
STAÐARHALDARAR og land-
verðir á Þingvöllum bjóða upp á
gönguferðir fyrir börn og fullorðna
um helgina. Dagskráin hefst á laug-
ardag kl. 15 með Lögbergsgöngu
þar sem gengið verður frá hringsjá á
Haka um hinn foma þingstað í fylgd
sr. Heimis Steinssonar og endað í
Þingvallakirkju. Kl. 16 verður farið í
gróðurskoðunarferð frá þjónustu-
miðstöð um næsta nágrenni og fjall-
að um plöntunytjar að fomu og nýju.
Á sunnudag hefst dagskráin kl.
11 með gönguferð fyrir böm um
þingstaðinn forna. Þar verður fjall-
að um þjóðgarðinn, náttúmna og
þingið og hefst gangan við Flosagjá
(Peningagjá). Kl. 14 verður guðs-
þjónusta í Þingvallakirkju og kl. 15
verður gengið frá Flosagjá í Skóg-
arkoti og farið með ljóð og sögur frá
Þingvöllum.
Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins
er ókeypis.
Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem
inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlað til að auðvelda fólki að
hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki
fleiri en 12 á dag f a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi.
Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í
munni og hálsi. Hðfuðverkur, brjóstsviöi, ógleðl, hiksti, uppköst, óþægindi
í hálsi, nefstlfla og blöðrur í munni geta einnig komið fram. Við samtímis
inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, verið
aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdið bráöum eitrunum hjá
börnum og er efnið þvf alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í
samráði við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og
æöasjúkdóma. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að
nota lyfið nema ( samráði við lækni.
Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lytslns.
Markaðsleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk.
Innflytjandi: Pharmaco hf„ Hörgatúni 2, Garðabær.
Danskan verði áfram samskipta-
mál vestnorrænu þjoðanna
VESTNORRÆNA ráðið
stóð fyrir fjölmennri æsku-
lýðsráðstefnu í Reykjavík
síðastliðna helgi. „Ráð-
stefnan þótti heppnast vel í
alla staði og sýndi glögg-
lega þá samkennd og sam-
starfsvilja sem ríkir meðal
vestnorrænu þjóðanna, fs-
lands, Færeyja og Græn-
lands. Það er ljóst að ungt
fólk í þessum löndum er
áhugasamt um það að þjóð-
irnar efli enn frekar það
samstarf sem hefur verið
þeirra í milli,“ segir í
iréttatilkynningu frá Vest-
norræna ráðinu.
Rúmlega 150 manns sóttu ráð-
stefnuna, þar af voru tæplega 130
ungmenni á aldrinum 18-23 ára.
Auk þess tóku vestnorrænir þing-
menn og ýmsir gestir þátt í ráð-
stefnunni.
Ráðstefnan hófst á fóstudegi með
vestnorrænum rokktónleikum á
Ingólfstorgi. Þar spiluðu íslensku
hljómsveitimar Feedback, Tilfelli
og Maus, auk færeysku hljómsveit-
arinnar Mold. Á fóstudagskvöldinu
ver efnt til Víkingahátíðar í Hafn-
arfirði, þar var m.a. sýnd íslensk
glíma og stiginn færeyskur dans
fram eftir kvöldi. Á laugardeginum
hófst hið eiginlega ráðstefnuhald
með setningarræðu ísólfs Gylfa
Pálmasonar, formanns Vestnor-
ræna ráðsins. Flutt voru erindi um
ýmis málefni sem brenna á ungu
fólki í löndunum þremur, má þar
nefna stöðu vestnorrænu tungu-
málanna, dönskuna, menningu,
samkennd, samskiptatækni, nýt-
ingu náttúruauðlinda og náttúru-
vernd. Meðal fyrirlesara var frú
Vigdís Finnbogadóttir, sem gerði
mikilvægi dönskunnar íyrir hinar
vestnorrænu þjóðir að umtalsefni í
erindi sínu.
I pallborðsumræðum í lok ráð-
stefnunnar á sunnudeginum kom
glögglega í ljós að ungt fólk á Vest-
Norðurlöndum er virkir þátttak-
endur í þeirri sívaxandi alþjóða-
Morgunblaðið/Kristinn
FULLTRÚAR á æskulýðsráðstefnunni fylgjast
með umræðunni.
væðingu sem nú á sér stað. Samt
sem áður var lögð á það rík áhersla
að efla beri vestnorrænu tungumál-
in og þar með tryggja stöðu þeirra í
komandi framtíð. Einnig kom ber-
lega í ljós að þátttakendur töldu að
danskan ætti áfram að vera sam-
skiptamál þjóðanna, en til að svo
megi verða þurfi að efla
áhuga á danskri tungu og
skapa jákvæðara viðhorf í
hennar garð. Þá urðu líflegar
umræður um aukið sjálf-
stæði Grænlands og
Færeyja. Það kom fram í
máli fjölmargra ráðstefnu-
gesta frá þessum löndum að
þeir horfa til íslands sem
fyrirmyndar í baráttunni fyr-
ir auknu sjálfstæði. Loks
lagði unga fólkið áherslu á a4
vestnorrænu löndin efldu
samstarf sitt í framtíðinni,
sérstaklega hvað varðar nýt-
ingu á náttúruauðlindum,
umhverfisvernd og ferða-
þjónustu.
Það er markmið Vestnon-æna
ráðsins að gangast árlega fyrir ráð-
stefnu um sameiginlegt málefni
vestnorrænu landanna. Ráðið hefur
nú þegar ákveðið að gangast fyrir
kvennaráðstefnu í Færeyjum í
sumar.
LEIÐRETT
Ferð til Sýrlands og Jórdaníu
í FRÉTT í blaðinu í gær, um kynn-
ingu á ferðum Unnar Guðjónsdótt-
ur, kom ekki fram klukkan hvað
kynningin yrði. Hún er kl. 20 í
Reykjahlíð 12. Beðist er velvirðing-
ar á mistökunum.
Rangt veðurkort
VEGNA tæknilegra mistaka birtist
rangt veðurkort í blaðinu í gær og
biðst blaðið velvirðingar á því.
Þorlákshátíð kaþólskra
í FRÉTT um Þorlákshátíð kaþ-.
ólskra í blaðinu í gær stóð að á frí->
merki frá 1956 væri mynd Þorláks
prentuð eins og hún er á saumuðum
refli í Þjóðminjasafni. Elsa Guð-
jónsson f.v. deildarstjóri við safnið
hefur bent blaðinu á, að réttara sé
að segja að myndin sé prentuð eins
og hún er á útsaumuðu altarisklæði
í Þjóðminjasafni.
Einnig kom fram í fréttinni að há-
messa yrði í Skálholtskirkju á
sunnudag. Rétt er að hún verður á
laugardag kl. 14 og tónleikar verða
á sama stað. kl. 16.15.
Leiðréttist þetta hér með.
Hannes Hlífar sigrar
í Kaupmannahöfn
Þegar líkaminn
saknar nikótíns og
hendumar sakna vanans.
nicorette:
Við stöndum meðþér
SKAK
Kaupmannaliöfii
4. — 1 5. j ú 1 r
POLITIKEN CUP
Hannes Hlífar Stefánsson varð
efstur ásamt íjórum öðrum og
var úrskurðaður sigurvegari
á stigum.
HANNES Hlífar Stefánsson,
stórmeistari, sigraði á opna Kaup-
mannahafnannótinu (Politiken
Cup), sem lauk á miðvikudag.
Þátttakendur voru 140, þar af
margir stórmeistarar og alþjóð-
legir meistarar. Skákmótið var 11
umferðir og Hannes hlaut 814
vinning. Fjórir aðrir náðu sama
vinningafjölda, en Hannes varð
efstur á stigum. Röð efstu manna
varð sem hér segir:
1.-6. Hannes H. Stefánsson
Tiger Hillarp Persson AM, Svíþj.
Daniel Gormally AM, Engl.
Lars Schandorff SM, Danm.
Nikolaj Borge AM, Danm. 8V2 v.
6.-7. Peter Heine Nielsen SM, Danm.
Tapani Sammalvuo AM, Finnl. 8 v.
Mótið er liður í norrænu VISA-
bikarkeppninni og tekur Hannes
forystuna í henni með þessum
ágæta árangri. Þetta er annað
mótið í jrfirstandandi und-
ankeppni, en það fyrsta var
Reykjavíkurskákmótið í mars.
manna eru ungir að árum.
Þannig er Guðmundur Kjartans-
son einungis 10 ára gamall og má
því vel við una í sínu fyrsta al-
þjóðlega skákmóti.
Yngri skákmennirnir stóðu
svo sannarlega fyrir sínu og
ýmsir þeirra náðu óvæntum sigr-
um gegn stigaháum erlendum
andstæðingum. Árangur nokk-
urra þeirra dugði jafnvel til þess
að fá alþjóðleg skákstig og vafa-
lítið verður stutt í að hinir fylgi í
kjölfarið ef þeir fá næg tækifæri
til að taka þátt í alþjóðlegum
skákmótum. Miðað við FIDE
stig frá því í janúar náðu eftir-
taldir skákmenn 2.000 stiga
markinu:
Guðni S. Pétursson 2.003 (4 skákir)
Guðjón Valgarðsson 2.102 (7 skákir)
Olafur Kjartansson 2.040 (7 skákir)
Sveinn Wilhelmsson 2.063 (9 skákir)
Þetta getur breyst ef mótið
verður reiknað miðað við nýút-
komin skákstig FIDE í stað jan-
úarstiganna.
Helgi Áss Grétarsson náði
svipuðum árangri og Hannes
Hlífar á mótinu í fyrra, varð efst-
ur ásamt fleirum. Honum var
boðið til leiks nú, en hætti við
þátttöku vegna lélegs aðbúnaðar
þar sem mótshaldararnir ætluðu
honum að gista.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
Næst kemur Gausdal mótið sem
hefst um mánaðamótin.
Þröstur Þórhallsson lenti í
8.-17. sæti á mótinu með 7VÍ>
vinning. Þröst-
ur tapaði ein-
ungis einni
skák á mótinu
eins og Hann-
es, en mikill
fjöldi jafntefla
varð til þess að
hann missti af
allra efstu sæt-
Hannes Hlífar unum, þrátt
Stefánsson fyrir góðan
endasprett.
Auk stórmeistaranna tveggja
tóku 14 íslenskir skákmenn þátt í
skákmótinu. Margir þeirra náðu
mjög góðum árangri, þótt þeir
hafi ekki verið í baráttunni um
efstu sæti:
27-44 Kristján Eðvarðsson 6V2 v.
45-63 Stefán Kristjánsson 6 v.
45-63 Davíð Kjartansson 6 v.
45-63 Þorvarður Ólafsson 6 v.
64-79 Guðni S. Pétursson 5/2 v.
80-100 Sigurður P. Steindórss. 5 v.
80-100 Ómar Þór Ómarsson 5 v.
101-112 Guðjón Valgarðsson 4'/2 v.
101-112 Ólafur Kjartansson 414 v.
101-112 Hjalti R. Ómarsson 4‘/2 v.
113-121 Guðfríður L. Grétarsd. 4 v.
122-131 Sveinn Þ. Wilhelmsson 314 v.
122-131 Andri H. Kristinsson 314 v.
135-138 Guðmundur Kjartansson 3 v.
Margir þessara íslensku skák-
Nicorettef* innsogslyf