Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ b * » > * I I 0 I I * I I 3 I I n n i . i BREF TIL BLAÐSINS Tær dóttur minnar eða skurðurinn? Frá Steinunni Ö. Gunnlaugsdóttur: EG ER að keyra á stóra bflnum mín- um inn í Þingholtin og er að fara með yngstu börnin til mömmu. Ég keyri inn Þingholtsstrætið og sé engin vegamerki eða skilti um að nokkuð sé gerast í hverfmu. Ég beygi sem leið liggur niður Skálholtsstíginn og sé þá að verið er að grafa stóran skurð í götuna og vörubfl er lagt þar og grafa er við skurðinn. Girðingin að Næpunni er öðru megin og skurður- inn hinum megin. Með því að fara upp á gangstéttina og alveg upp að girðingunni er kannski möguleiki að ég sleppi í gegn en þar sem ég er á stórum bfl ákveð ég að taka ekki þá áhættu. Þaðan sem ég er sé ég í tröppumar hjá mömmu og segi börn- unum að hlaupa þangað þar sem bannað er að keyra inn í götuna írá hinum endanum. Ég bakka aðeins uppeftir og sé á eftir börnunum mín- um ganga að skurðinum. Ég bendi þeim að halda áfram. I sömu svifum kemur annar bíll að og veður beint áfram í áttina að bömunum mínum. Strákurinn sem er sex ára hefur vit á að forða sér en stelpan aðeins fjögurra ára verður skelfingu lostin og þrýstir sér upp að grindverkinu. Ég öskra í huganum: „Stattu grafkyrr.“ Maðurinn í bflnum þræðir hinn mjóa veg milli dóttur minnar, sem stendur á tám upp við grindverkið, og skurðarins hinum megin. Ég sit þama óttaslegin og vona að honum sé annarra um líf dóttur minnar heldur en um bílinn sem hann gæti misst í skurðinn. Ég er ekki búin að ná sleppa andanum þegar kona með börn í bfl leikur sama leikinn eftir. Dóttir mín hafði vit á að standa graf- kyrr og slapp með skrekkinn. En hún er bara fjögurra ára gömul og ég þakka fyrir að hún hafði vit á að hreyfa sig ekki á hættustund. En að bflstjórar bflanna skyldu ekki hafa stoppað og látið barnið komast fram- hjá skurðinum og gröfunni og yfir til bróður síns er mér undrunarefni. Við hægjum nú á okkur þegar við keyr- um út á þjóðvegunum og sjáum kind standa öðru megin vegar og lambið hinum megin, því það er bókað mál að lambið hleypur til ærinnar. Hins vegar var ekki stoppað til að hleypa fjöguiTa ára barni framhjá hættunni heldur áætlað að hún hefði vit á að standa kyrr meðan fullorðið fólk er að flýta sér í umferðinni. Börnin komust heil á húfi til ömmu sinnar en ég keyrði einn hring til að róa mig. Síðan geng ég að vegavinnumönnum enn titrandi á beinunum með ákafan hjartslátt og styn því upp hvort þeim beri ekki að setja upp einhver skilti þar sem þeir væru að vinna. Gaurinn horfði á mig drjúga stund og kallaði síðan: „Það er einhver að bögga okkur hérna.“ Ég stappa í mig stálinu og hringi í gatnamálastóra og spyr af hverju engar viðvaranir hefðu verið um að verið væri að vinna þarna en hann sagðist ekki bera neina ábyrgð á þessu. Hver var þá ábyrgur? Ér eng- inn ábyrgur fyrir gatnamálum í Reykjavik? Þarna varð ekki slys en það mun- aði mjóu og þetta er í rauninni engin frétt af því að enginn slasaðist en hver veit hvað gerist næst. Það eru ekki allir eins heppnir og ég. Ég hélt áfram ferð minni og sé hvar ungamamma gengur yfir á grænu ljósi í Bankastrætinu. Vegfarendur víkja úr vegi fyrir henni og brosa góðlátlega og mér flýgur í hug hvort það sé meiri virðing borin fyrir lífi andarunga en barna á Islandi. STEINUNN ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR Akraseli 39, Reykjavík. H Á G Æ Ð A Steiningarlím • Til filtunar, kústunar og sem þéttimúr. • Gufuopið, vatnsþétt og frostþolið. • Tryggir góða áferð. • 15„ára reynsla á Islandi. Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 47 LANCOME sumarkokkteill LANCOME Jb PARIS ’V / Við erum í sumarskapi og bjóðum viðskiptavinum okkar upp ó LANCÖME sumarkokkteil: Glæsileg hliðartaska fylgir kaupum fyrir 5.000 kr.* Komið og kynnist fjölbreyttu úrvali LANCÖME snyrtivara. Róðgjafi fró LANCÖME verður í versluninni í daq a H Y G E A og a morgun. snyrtivðruvcrslun Kringlunni, * Meðan birgðir endast. simi 533 4533 M£áHí) fioreAmió KRINGLUB KEFLAVfK - SÍMI 421 1170 IwiFlUl) WAÍHCt* ANO ACCtSSOHII: KftlNGLUNN! RfYKJAVlK Slm.* n$0 tKX bbb 71M WWW.UONAftD.lS www.samfilm.is /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.