Morgunblaðið - 17.07.1998, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Uppstokkun á feg-
urðarsamkeppninni
UMGJÖRÐINNI um fegurðar-
samkeppnina í Bandaríkjunum
hefur verið breytt til þess að
hrista aðeins upp í keppninni
sem þótti heldur stöðnuð. Þátt-
takendur, sem eru 51 talsins,
munu dansa í þætti á MTV-sjón-
varpsstöðinni við tónlist Michaels
W. Smith, tekin verða „opinská
og persónuleg“ viðtöl við þá sem
komast í úrslit og á opnunarhá-
tíðinni verða keppendur í eigin
flíkum. Keppnin fer fram 19.
september næstkomandi.
SlimLite
Sá allra
þynnsti!
Crafískur skjár
50 tímar í bið
2.5 tímar í tali
Léttur og nettur: 137 gr.
Titrari í stað hringingar
Klukka, SMS, ofí. ofí.
SMS textaskilaboð
TALhólf i
SlimLine
41 tímarbið
2 tímar í tali
19S gr.
130 nr. minni
Sími með
númerabirti.
Ceymir 30 númer.
Leðurtöskur
Bílhleðslutæki
Festing í bíl
Beltisklemma ml titrara 2.990
Handfrjáls búnaður 4.990
ofí. ofl.
GSM TALkort
BT • SKEIFAN 11 • SlfVll 550-4444
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir gamanmyndina Blues Brothers
2000 sem John Landis leikstýrir og er þetta eins konar framhald
myndarinnar The Blues Brothers sem hann gerði árið 1980 og
sló sú mynd rækilega í gegn. Með aðalhlutverkin í myndinni fara
Dan Aykroyd, John Goodman, Joe Morton og J. Evean Bonifant.
Blúsbræður enn í fullu fjöri
Frumsýning
í Blues Brothers 2000 er þráður-
inn tekinn upp 18 árum eftir að
þeir blúsbræður voru kvaddir í
myndinni The Blues Brothers og
er Elwood Blues (Dan Aykroyd)
nú laus úr fangelsi. hann kemst að
því að ýmislegt hefur breyst þann
tíma sem hann hefur setið á bak
við lás og slá. Félagi hans, Jake, er
látinn, hljómsveitin hans er horfin
út í veður og vind, og munaðar-
leysingjahælið þar sem hann ólst
upp hefur verið jafnað við jörðu.
Jafnvel Curtis, forstöðumaður
þess, sem hafði á höndum forræði
þeirra Jakes og Elwoods, er látinn.
Hann hefur þó látið eftir sig hinn
óskilgetna Cabel (Joe Morton)
sem er því nokkurs konar stjúp-
bróðir Elwoods. Cabel er lögga
sem í einu og öllu fer eftir bókinni
og þykir honum lítið til þessara
„fjöískyldubanda" koma. Er hann
sannfærður um að Elwood sé enn
við sama heygarðshornið og láti
lítið gott af sér leiða. Elwood leitar
ásjár gamla kennarans síns, nunn-
unnar Mary Stigmata sem nú
stjórnar spítala, en hún á í mesta
basli með hinn 10 ára Buster (J.
Evan Bonifant) sem þarf sárlega á
að halda einhverri fyrirmynd í líf-
inu. Elwood er sannfærður um að
vegir Guðs séu órannsakanlegir og
hann gerir sér fljótlega grein fyrir
að hann hefur fengið nýtt hlut-
EINN af mörgum bílakirkjugörðum Blúsbræðra.
ÞEIR Blúsbræður draga hvergi af sér á sviðinu.
LEIKSTJÓRINN John Landis les upp úr heilagri ritningu.
fram margir af þeim sem léku á
sínum tíma í Blues brothers og fer
Dan Aykroyd þar fremstur í flokki
og auk hans James Brown, Aretha
Franklin, Steve Lawrence og
Frank Oz. Meðal annarra sem
fram koma í myndinni eru B.B.
King, Paul Shaffer og Wilson
Pickett.
Dan Aykroyd á nú að baki rúm-
lega 35 kvikmyndir, en hann átti á
sínum tíma sinn þátt í því að
breyta bandarísku sjónvarpi
ásamt öðrum frumherjum í
skemmtiþættinum Saturday Night
Live árið 1975. Þar kynntist hann
John Belushi og stofnuðu þeir The
Blues Brothers Band og árið 1979
gáfu þeir út metsöluplötuna Bri-
efease Full of Blues. Ari síðar léku
þeir svo í myndinni The Blues
Brothers og í kjölfarið fóru þeir í
mikla hljómleikaferð og luku við
upptökur á plötunni Made In
America. John Belushi lést árið
1982 og fóru þar með áætlanir
þeirra um fleiri sigra á skemmt-
anasviðinu út um þúfur.
verk. Hann á að endurvekja gömlu
hljómsveitina og láta hana taka
þátt í hljómsveitakeppni í Louisi-
ana, og einnig á hann að leiða
hinn unga Buster inn á réttar
brautir. Þetta leiðir þá félaga
hins vegar inn á fatafellubúllu
þar sem þeir taka höndum
saman við barþjóninn
Mighty Mack McTeer
(John Goodman) sem
sjálfur veit
sitt af
hverju um
blúsinn.
Þeir þrír
leggja land
undir fót til
að koma
hljómsveit-
ínni saman og
reyna hvað þeir geta til að komast
undan Cabel og öðrum löggum
sem eru á hælunum á þeim, en
einnig eru þeir hundeltir af
Chicagodeild Moskvumafíunnar og
herskáum hægriöfgamönnum.
í Blues Brothers 2000 koma
bæst í hópmn.