Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsvirkjun Urkoma breytir ekki skerðingar- áformum ÞORSTEINN Hilmarsson upplýsingafulltnii hjá Lands- virkjun segir að úrkoma und- anfarið hafí ekki breytt áformum Landsvirkjunar um að hækka verð á ótryggðri orku í haust og skerða sölu á ótryggðri orku til stóriðju. Ótryggð orka er orka til al- menningsveitna og stóriðju og hún er seld með þeim skil- málum að vatnsbúskapur sé í lagi. I júlí var sagt frá því í Morgunblaðinu að vatnsbú- skapur í sumar hefði verið lé- legur vegna lítillar úrkomu. Ágætt rennsli komið í ár Þorsteinn segir að þrátt fyrir ágætis rennsli í ám núna þurfí meira til að breyta þeim spám, sem gerðar hefðu ver- ið. Segir hann að það stefni í 80% fyllingu lóna og því sé ekki tímabært að endurskoða skerðingar áform. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Pysju sleppt í Reykjavík ARON Snær Arnarson sleppti í gær lundapysju á norðanverðu Geldinganesi, til móts við Lundey. Aron Snær fann pysjuna í Kópavogi ásamt nokkrum félögum sínum og björguðu þeir henni frá mávum, sem sveimuðu yflr henni. Hann tók lunda- pysjuna í fóstur, en svo var ákveðið að sleppa henni í námunda við Lundey, þar sem er vitað af lunda- byggð. Sást pysjan taka stefnuna á eyna þegar henni var sleppt. Óvenjulegt er að lundapysjur finnist á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson. ÁREKSTURINN var mjög harður og eru báðir bílarnir taldir ónýtir. Alvarlegt umferðarslys á Hellisheiði Einn maður á gj örgæsludeild ALVARLEGT umferðarslys átti sér stað á Hellisheiði um sexleytið í gærkvöldi þegar sendiferðabíll og fólksbíll rákust saman. Við árekst- urinn kastaðist ökumaður fólks- bílsins út og liggur hann þungt haldinn á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Ökumaður sendiferðabílsins er minna slasaður og mun útskrifast fljótlega að sögn vakthafandi læknis. Ekki er vitað um tildrög slyssins en báðir bílamir voru á töluverðri ferð við áreksturinn og eru þeir taldir gjörónýtir. Ökumenn voru einir í bílunum og er talið að öku- maður fólksbflsins hafí ekki verið í belti, að sögn lögreglunnar á Sel- fossi. Nokkrar tafír urðu á umferð vegna slyssins, en tækjabfll slökkviliðsins var kallaður á vett- vang. Ríkislögreglustjóri sendir bréf til allra lögreglustjóra á landinu Afbrotum verði fækkað um 20% HARALDUR Johannessen rikis- Iögreglustjóri hefur í bréfí til allra lögreglustjóra á landinu beint þeim tilmælum til þeirra að við skipu- lagningu og stjórnun löggæslu verði tekið mið af því markmiði að koma í veg fyrir og fækka afbrotum í land- inu. Hvetur hann til þess að stefnt skuli að fækkun innbrota, þjófnaða, líkamsárása, rána og eignarspjalla um 20%. I bréfinu er bent á að þessum brotum megi fækka með auknu og skilvirkara eftirliti. Eru þar til- greind þau úrræði sem í boði eru, svo sem fjölgun lögreglumanna sem klæðast einkennisfötum við dagleg störf sem og fjölgun þeirra við al- mennt eftirlit, og betri nýting tækja eins og vélhjóla og bifreiða. Þar er bent á að í auknum mæli megi manna bílana með einum lögreglu- manni þar sem það á við. Fagna bréfinu Bjöm Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, fagnar bréfinu og segir markmið þess raunhæf. „Þetta byggist á því að menn taki upp breytt og að sumu leyti nútímalegi-i vinnubrögð sem víða eru þekkt erlendis. Það er mín hugmynd að fá menn með í þessa vinnu og ég mun óska eftir hug- myndum frá starfsmönnum með hvaða hætti markmiðunum verði náð og hvemig þær leiðir verða út- færðar sem koma fram í bréfinu. Þetta þarf að gerast í samstarfi við alla og ég efast ekki um að lögreglu- menn séu tilbúnir að skoða þessi mál,“ sagði Bjöm. Gott að hafa markmið Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, tekur undir orð Bjöms og segir hann tillögur ríkis- lögreglustjóra falla vel að þeirn vinnu sem nú þegar á sér stað innan embættisins. „Við erum að reyna að endurskipuleggja iöggæsluna hér og ég tel markmiðið sem kemur fram í bréfínu raunhæft og gott að hafa slflct til að byggja á. Seinna getum við skoðað árangur okkar í ljósi þess og lagfært það sem betur má fara. Einnig er sérstakt ánægjuefni að þarna er íTkislögreglustjóri búinn að taka forystu í því að marka löggæsl- unni stefnu sem ekki hefur verið nægilega skýr til þessa,“ sagði Ólaf- ur í samtali við Morgunblaðið í gær. Kári Stefánsson ^ Ummæli byggð á misskiln- » • • $ mgi » KÁRI Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, segir að heilsufarsupplýsingar sé ekki að finna á þeirri rannsóknarstofu sem Helga Ógmundsdóttir, yfirlæknir rannsóknarstofu í sameinda- og frumulíffræði hjá Krabbameinsfé- lagi Islands, veitir forstöðu og því i komi ekki til þess að upplýsingar sem hún hafi yfir að ráða fari í fyrir- hugaða gagnagrunna á heilbrigðis- sviði. í Morgunblaðinu á fimmtudag var haft eftir Helgu að þær heilsu- farsupplýsingar sem hún hefði yfir að ráða kæmu aldrei til með að fara í miðlæga gagnagrunna á heilbrigð- issviði sem fjallað er um í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi í haust. Kári segir ummæli Helgu byggð á misskilningi og ekki vel ígrunduð, rannsóknarstofan sem hún veiti for- stöðu geymi engar heilsufarsupp- lýsingar. „Ef hún hefur þær er hún að brjóta lög, því samkvæmt lögum um meðferð persónuupplýsinga má hún ekki hafa slíkar upplýsingai- inni á sinni rannsóknarstofu." Kári segir ennfremur að ef hann fengi leyfi til að reka gagnagrunn myndi hann komast að þeirri niður- ) stöðu að rannsóknarstofan hefði | ekki yfir neinum upplýsingum að i ráða sem kæmu inn í gagnagrunn- ’ inn. -----»-M------ 66% horfðu á urslit HM TÆPLEGA 66% fólks á aldrinum 16-75 ára horfðu á úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í knattspymu í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þrír af hverjum fjórum körlum horfðu á leikinn og er ekki mark- tækur munur á áhorfi eftir aldri, segir í fréttatilkynningu frá RÚV. „Helmingur fólks fylgdist að miklu eða nokkru leyti með útsend- ingum Sjónvarpsins frá HM í Frakklandi, en tæplega fjórðungur fylgdist ekkert með þeim. Fólk af . tekjuhærri heimilum horfði meira á HM en fólk af tekjulægri heimil- ) um,“ segir í tilkynningunni. j -------------- Bfll valt í Mý- vatnssveit BÍLL valt í Mývatnssveit síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík voru auk ökumanns nokkrir far- ) þegar í bflnum og sluppu allir | ómeiddir. Lögreglan segir fólkið í j bílnum hafa verið útlenda ferða- menn. Þeir hafi farið of innarlega í beygju að afleggjara að Kálfaströnd og þrátt fyrir að hafa verið á lítilli ferð hafi bfllinn oltið út af veginum og skemmst töluvert. s§ siteijit ÁLAUGARDÖGUM Sekúnduslagur um íslands- meistartitilinn í ralli/B1 ••••••••••••••••••••••••••••« Mikil barátta toppnum í i.deild karla/B2 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.