Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 12

Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Billa sýnir á Pollinum BRYNDÍS Arnardóttir, Billa, opnar sýningn á Pollinum á Akureyri í kvöld, laugadaginn 15. ágúst kl. 21.00. Yfirskrift sýningarinnar er Vinkonur og sýnir Billa 13 akrýlverk á striga. Þetta er fjórða einkasýning hennar en hún starfar sem myndlistar- kennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Sýningin er op- in virka daga frá kl. 20-1 og frá kl. 20-3 um helgar. Aksjón Laugardagur 15. ágúst 21 .OOÞSumarlandið Páttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug. Sunnudagur 16. ágúst 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Mánudagur 17. ágúst 21 .OO^Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Sænski göngugarpurinn á leið til Húasvíkur Ráðgerir að leggja að baki 2.800 km SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reuterswárd hélt frá Akureyri í gærmorgun áleiðis til Húsavíkur, á leið sinni hringinn í kringum landið. Erik, sem hóf göngu sína suður á bóginn á Seyðisfírði hinn 18. júní, áætlar að ljúka ferð sinni á sama stað 26. ágúst nk. Erik hefur gengið með strönd landsins og hann gerir ráð fyrir að leggja að baki um 2.800 km á göng- unni, sem er um tvöfóld vegalengd hringvegarins í kringum landið. Erik sagði í samtali við Morgun- blaðið að ferðalagið hefði gengið nokkuð vel en verðið hefði þó verið ansi misjafnt. Hann fótbrotnaði og skemmdi taug á ferð um England í október á sl. ári og stingur því aðeins við á göngunni. „Ég er ennþá góður göngumaður og hef verið að fara allt að 10 km á klukkustund. Ég nota tímann á göngu minni til að skoða landið og þá hef ég hitt mikið af fólki og dýr- um á leið minni. Það hafa allir tekið mér vel og ég hef fundið fyrir mikilli gestrisni.“ Hundur fylgdi hon- um 15 km Erik sagði ekki mik- ið um að fólk labbaði með sér langar leiðir, kannski þetta 1-2 km, en ónefndur hundur í Skagafirði hefði fylgst sér eina 15 km á dögun- um. „Ef ég hefði ekki stoppað til að borða hefði hundurinn vafalaust fylgt mér allan daginn." Erik hefur gengið um flest lönd Evrópu og víðar og sagðist hafa lagt af baki um 35.000 km í Evrópulöndun- um. Hann sagðist hafa gaman af því að ganga en það væri með göng- una eins og annað í líf- inu að stundum kæmi upp leiði. „Maður get- ur orðið ansi þreyttur á köflum og þá ekki aðeins líkamlega þreyttur. Ganga er þó hin náttúrulega leið til að hreyfa sig.“ Erik gerir ráð fyrir að koma til Húsavíkur í kvöld en þaðan held- ur hann með strönd- inni til Kópaskers og fyrir Sléttu. Hann hyggst ljúka göngu sinni frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og heldur af landi brott með Norrænu hinn 27. ágúst. Erik Reuterswárd Séra Birgi Snæbjörnssyni veitt lausn frá embætti prófasts Hefur verið mjög ánægjulegur tími SÉRA Birgi Snæbjöms- syni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju, hefur verið veitt lausn frá embætti prófasts í Eyjafjarðarprófasts- dæmi, að eigin ósk, frá 1. janúar á næsta ári. Þá mun Birgir láta af starfí sóknarprests á Akureyri í lok ágúst á næsta ári en þá verður hann sjötugur. Séra Birgir hefur verið prófastur frá ár- inu 1986 og hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri rétti tíminn til að minnka við sig og láta af starfí prófasts. „Það er mikið framundan, m.a. undir- búningur vegna kristni- tökuafmælisins og því rétt að sá prófastur sem kemur til með að stjórna þeim hátíðahöldum hér verði búinn að taka við með góðum fyrirvara." Séra Birgir hefur verið prestur arprestur á Akureyri frá árinu 1960. Hefur sett alla prest- ana í embætti Prófastur er fulltrúi biskups í umdæminu að sögn séra Birgis og hann heldur m.a. hér- aðsfundi þar sem full- trúar allra sókna koma saman og ræða mál kirknanna. Pró- fastur sér einnig um ýmiss konar vígslu- hald og setur presta inn í embætti. „Ég er búinn að setja alla þá presta sem eru hér í prófastsdæminu inn í embætti og suma tvisvar. Þetta hefur verið mjög ánægju- legur tími og ég er mjög þakklátur fyrir það samstarf sem ég hef átt við alla. Ég tel hins vegar að nú sé kominn tími til að draga aðeins í land.“ Morgunblaðið/Björn Gfslason SÉRA Birgir Snæbjörnsson lætur af starfi prófasts í Eyjafjarðarprófastsdæmi um næstu áramót. Hann hef- ur sett alla starfandi presta í prófastsdæminu inn í embætti og suma tvisvar. frá árinu 1953. Hann hóf starfs- feril sinn á Æsustöðum í Langa- dal, fór þaðan í Laufás í Grýtu- bakkahreppi en hefur verið sókn- TIL SÖLU SUMARHÚS Nýtt og glæsilegt sumarhús rétt utan Akureyrar. Húsið er 64,2 fm að stærð og er tvö svefnherbergi, stofa, eldhúskrókur, baðherbergi, auk góðrar úti- geymslu. Húsið er fullbúið, frábært útsýni, parket á gólfum og vandaðar innréttingar. Asett söluverð er kr. 7.100.000 FASTEIGMSALAJV BYGGtt Brekkugötu 4, Akureyri símar 462 1744 og 462 1820, fax 462 7746 Allar frekari uppl. Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir Björn Guðmundsson ÞRIR efstu menn á útiskákmóti Borgarsölunnar, f.v. Halldór, Stefán og Eggert. Ágústhraðskákmót ÁGÚSTHRAÐSKÁKMÓT Skákfé- lags Akureyrar verður haldið sunnu- daginn 16. águst nk. Mótið fer fram í skákheimilinu í Þingvallastræti og hefst kl. 20. Allir velkomnir. Borgarsalan Ráðhústorgi 1 hefur undanfarin ár staðið fyrir útiskák- móti fyrir börn og unglinga. Keppt er um farandbikar og verðlaunapen- ingar eru fyrir þrjú efstu sætin. Mót- ið fór nýlega fram í fjórða sinn og fór Stefán Bergsson með sigur af hólmi. Hann hlaut 8,5 vinninga af 10 mögu- legum. Halldór B. Halldórsson varð í öðru sæti með 7,5 vinninga og Eggert Gunnarsson í því þriðja með 7 vinn- inga. Stefán vann nú mótið í þriðja skipti í röð og farandbikarinn til eignar. Umferðar- skóli 5 og 6 ára barna UMFERÐARSKÓLINN býður öll 5 og 6 ára börn, fædd 1992 og 1993, velkomin á námskeið í umferðar- fræðslu sem haldin verða vikuna 17.-22. ágúst nk. á Akureyri, í Eyjaijarðarsveit, Ólafsfirði, Dalvík og nágrenni. Umferðarskólinn er samstarfs- verkefni Umferðarráðs, lögreglu og sveitarfélaga og unninn í sam- vinnu við starfsfólk leikskóla og grunnskóla. Lögreglumenn og leik- skólakennarar annast kennsluna. Námskeiðin eru ókeypis og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að vera með börnum sínum á þeim. Hvert námskeið tekur um klukku- stund, tvo daga í röð, fyrir eða eftir hádegi. Börnin fá bréf frá umferð- arskólanum þar sem fram kemur hvar og hvenær námskeiðin verða haldin og geta foreldrar valið skóla og kennslutíma sem hentar best. í umferðarskólanum er athygli barna vakin á umferðaiTeglum og nauðsynlegum öryggisbúnaði. Allt efnisval miðast við að kenna börn- unum hvernig þau eiga að fara að í umferðinni og hvernig best er að bregðast við þeim hættum sem kunna að verða á vegi þeirra. Kennslan er fjölbreytt, sýndar eru umferðannyndir á glærum, sögð „leikbrúðusaga", sýndar stuttar kvikmyndir, sungið og börnin fá að segja frá eigin reynslu. Sýningu Birgis að ljúka MYNDLISTARSÝNINGU Birgis Schiöth, myndlistarkennara, sem staðið hefur yfir í Blómaskálanum Vín, lýkur nú um helgina. Þar sýnir Birgir 25 pastelmyndir. ---------------- Amí sýnir í Listhúsinu Þingi AMI, Anna María Guðmann, opnar myndlistarsýningu í Listhúsinu Þingi Hólabraut 13 í dag, laugar- daginn 15. ágúst kl. 15.00. Sýningin ber yfii-skriftina Ljóð og fjallar um ást og dauða og allt þar á milli. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 14-18 og stendur til 6. september. Yfirstandandi sýningu Amí á Pollinum lýkur nú um helgina og laugardaginn 22. ágúst opnar hún aðra sýningu á Café Karólínu. ------♦-♦-♦----- Vinnustofa í Ketilshúsi Á ALÞJÓÐLEGUM listadögum á Akureyri verður opið hús á vinnu- stofu níu listamanna á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu, í dag laugardag og á morgun sunnudag. I vinnustofunni eru listamenn- irnir að stöfum en gefa sér jafn- framt tíma til að spjalla við gesti og gangandi. Síðastliðinn þriðju- dag opnaði samsýning hóps lista- manna sem koma frá Hollandi, Danmörku, Litháen og Islandi og er hún opin á sama tíma í Deigl- unni í Listagilinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.