Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Blómstr- andi dagar í Hvera- gerði Hveragerði - Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði nú um helgina. Margt verður til skemmtun- ar í bænum þessa daga og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfí. Meðal þess sem boðið verður upp á á laugardag er fjölskyklu- ganga með leiðsögn og púttmót á nýjum 9 holna golfvelli Golfklúbbsins. Tískusýning í Listaskálan- um og tveir af fegurstu görðum bæjarins verða opnir almenningi svo fátt eitt sé talið. Varðeldur, brekkusöngur og flugeldasýning Hápunktur Blómstrandi daga er síðan á laugardags- kvöldið en þá verður varð- eldur, brekkusöngur og glæsileg flugeldasýning í lystigarði bæjarbúa á Foss- flötinni. Þetta kvöld er orðið fastur liður hjá mörgum Hvergerðingum. Á sunnudeginum verður boðið upp á leiktæki fyrir börn úti um allan bæ auk hjólabrettasýningar og b'nuskautahátiðar. Útiblak verður haldið og 3 á 3 körfuboltamót ásamt fjöl- mörgum öðrum uppákom- um í bænum. Fram- kvæmdanefnd um Blóm- strandi daga hvetur alla til þess að koma og taka virk- an þátt í hátíðinni. Skemmtiferðaskip í Grundarfirði Grundarfirði - Skemmtiferðaskipið Bremen lagðist að bryggju miðviku- dagsmorguninn 12. ágúst í Grund- arfirði. Tvær stórar rútur komu að skipshlið og fóru með flesta farþeg- ana hringferð um Snæfellsnes. Þeir farþegar sem eftir voru um borð skoðuðu bæinn og komu í Grundarfjarðarkirkju, þar sem tekið var á móti þeim með tónleik- um Friðriks V. Stefánssonar org- anista við kirkjuna. Að kvöldinu gerði sunnanátt með rigningu og frestaðist brott- för skipsins af þeim sökum um fjóra tíma. Morgunblaðið/KVM Báturinn ryksugaður Vaðbrekku. Morgunblaðið BÍLARYKSUGUR eru til margra hluta nytsamlegar, ekkert mál er að nota þær til að ryksuga bátinn bara ef hann kemst á staðinn. Feðgamir Jón Atli Gunnlaugsson og Krislján Jónsson vom hvort sem er með sinn bát á kerm svo til- valið var að bregða sér með hann að Fellanesti og ryksuga hann áð- ur en hann verður settur fram. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fornleifarannsóknum í Reykholti að ljúka í sumar Grafið ofan af göng- unum frá Snorralaug Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson GÖNGIN frá Snorralaug komu berlega í ljós þegar móaskan hafði verið flarlægð úr þeim. Kleppjárnsreykjum - Nú er að ljúka fornleifarannsókn sem staðið hefur yfir í Reykholti í Borgarfírði síðan í júlíbyrjun. Rannsóknin var gerð á vegum Þjóðminjasafns ís- lands en fjárveiting til hennar kom úr ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Guðrún- ar Sveinbjömsdóttur, sem stjómar hefur uppgrefrtinum, hafa fornleif- ar verið að fínnast í Reykholti við ýmiss konar byggingarframkvæmd- ir síðan upp úr 1930 þegar skóla- húsið var byggt, en skipulegar rannsóknir hófust fyrst á staðnum þegar hluti gamla bæjarstæðisins var rannsakaður fyrir u.þ.b. 10 ár- um. Þeirri rannsókn var þó ekki lokið þar sem fjárveitingu þraut eft- ir tvö sumur. Á þessum tveimur sumrum var grafínn upp hluti gangabæjar en búseta í honum var tímasett til 17. og 18. aldar, aðallega með leirkerabrotum sem unnt var að greina og tímasetja. Einnig var rannsakaður hluti ganganna sem liggja frá Snorralaug, en þau komu upp norðan við Iþróttahús sem stóð norðan við gamla skólahúsið. Liggja þau undir gangabænum inn á gamla bæjarstæðið. Þá voru að koma í ljós eldri byggðaleifar undir gangabæn- um, m.a. toríveggir með land- námslaginu í og eldstæði. Sam- kvæmt tímasetningum á viðarkolum og koluðu byggi úr eldstæðinu gæti það verið frá 9. eða 10. öld. Göngin frá Snorralaug voru undir gamla iþróttahúsinu Rannsóknin í sumar beindist í upphafí aðallega að svæðinu undir íþróttahúsinu sem var rifið fyrr í sumar en þar undir var vitað að göngin frá Snorralaug liggja. Kom í ljós að þau og veggjabrot sem lágu ofan á þeim voru einu byggðaleif- arnar á svæðinu. Göngin voru full af móösku en lagskipting hennar sýndi að hún hefur lent ofan í þeim á mis- munandi tímum. Veggir ganganna eru grjóthlaðnir og eru á kafla varð- veittir upp í 1,8 metra hæð. Breidd þeirra er tæplega einn metri. Ofan á þeim og aðeins austar voru tvö sam- síða hleðslubrot sem lágu eins og göngin en tengjast þeim líklega ekki á neinn hátt. Ætlunin er að fylgja göngunum inn á bæjarstæðið og kanna hvemig þau tengjast bæj- arhúsunum. Þau liggja í norðvestur frá Snorralaug, en þar sem þau hverfa inn í bakkann virðast þau beygja aðeins meira til norðurs. Norðan við íþróttahúsið og með- fram því hefur lengi legið vegur sem þar til fyrir nokkrum árum var aðalakbrautin um hlaðið í Reyk- holti. Ljóst var að göngin lægju undir þessum vegi og að það yrði að fjarlægja hann til þess að komast niður á þau. Á sama stað voru einnig ýmsar leiðslur frá þessari öld, bæði rafmagn og sími. Annars konar leiðslur er reyndar að fínna víðar á uppgraftarsvæðinu, en lagn- ing þeirra hefur að sjálfsögðu skemmt fomleifarnar. Til þess að fjarlægja veginn og bflastæði sem gert hafði verið ofan á byggðaleif- arnar þurfti að leigja stórar vinnu- vélar í marga daga. Það verk tók meira en viku í upphafí rannsóknar- innar. Bærinn í Reykholti hefur staðið á sama stað frá upphafi Talið er að bærinn í Reykholti hafí staðið svo til á sama stað frá upphafi. Á bæjarstæðinu er því að fínna mörg byggingarskeið, hvert ofan á öðra, endurbyggingar og við- gerðir. Það getur verið flókið að túlka slíkar leifar. Besta leiðin er að opna stórt svæði og grafa það allt á sama plani, lag fyrir lag, en það er einmitt það sem við fomleifafræð- ingamir hafa gert. Þetta þýðir líka að mest hafa verið grafin upp seinni tíma lög í sumar. Eldri byggðaleifar vora að koma í Ijós í lok sumarsins og næsta sumar er vonast til þess að sæmilega heilleg mynd fáist af þeim. Rannsóknaráætlun í Reykholti er til nokkurra ára og vonast er til þess að fjárveiting fáist til þess að ljúka þeim rannsóknum, sem nú hefur verið byrjað á. Auk styrks frá íslenska ríkinu er áformað að sækja um styrki í ýmsa sjóði. Þá hafa ver- ið lögð drög að norrænni samvinnu um þetta verkefni. Sá flokkur manna sem unnið hef- ur að uppgreftrinum í sumar hefur verið nokkuð alþjóðlegur. Mest all- an tímann unnu fjórir íslenskir fornleifafræðingar og nemar við rannsóknina, tveir Bretar og tveir Danir. Dönsku nemarnir vora liður í norrænni samvinnu um verkefnið. Auk þess tók þýskur fornleifafræði- nemi þátt í uppgreftinum um tíma og kanadískur fornvistfræðingur sem mun rannsaka frjókorn í sýn- um sem tekin hafa verið. Úr sömu sýnum verða einnig rannsökuð fræ og plöntuleifar, en það mun sér- fræðingur við Þjóðminjasafn ís- lands gera, og svo skordýraleifar sem nefnd við háskólana í Sheffíeld í Englandi og Umeá í Svíþjóð munu annast. Slíkar rannsóknir geta varpað ljósi á notkun húsa, matar- æði og það hvernig umhverfið var á árum áður. Víðtækari rannsóknir á sögu og menningarlandslagi Reyk- holtsdals eru fyrirhugaðar í tengsl- um við uppgröftinn. Uppgreftinum miðaði vel í sumar og tapaðist t.d. aðeins einn vinnu- dagur vegna rigninga. Þegar upp- grefti lýkur tekur við úrvinnsla þeirra gagna sem safnað hefur verið en þess er vænst að niðurstöður sumarins muni liggja fyrir í septem- ber.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.