Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 18
18 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNB LAÐIÐ
Hagnaður Olíufélagsins hf. nam 161 milljón króna
Aþekk afkoma milli ára
HAGNAÐUR Olíufélagsins hf.
nam 161 milljón króna á fyrstu sex
mánuðum ársins, samanborið við
166 milljónir á sama tímabili í
fyrra, og nemur samdrátturinn 3%
á milli ára. Rekstrartekjur námu
4.797 milljónum króna á tímabilinu,
samanborið við 5.059 milljónir, og
drógust því saman um 5,2%. Þá
minnkuðu rekstrargjöld um 5,5%,
námu 4.526 milljónum nú en 4.790
á sama tímabili í fyrra.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins, segist vera sáttur með af-
komuna miðað við aðstæður á olíu-
markaði. „Hagnaðurinn er nálægt
því sem við áætluðum. Meginá-
stæðan fyrir lækkun rekstrartekna
og gjalda er iækkun á heimsmark-
aðsverði oh'uvai-a á þessu ári en hún
hefur leitt til lækkunar á innkaups-
verði og jafnframt útsöluverði olíu-
vara hérlendis. I raun lækkuðum
við verðið hérlendis áður en gömlu
birgðimar voru uppumar og það
hafði áhrif á afkomuna fyrstu mán-
uðina. Þá var loðnuvertíðin óvenju
stutt og vom einungis veidd 600
þúsund tonn á móti 900 þúsund
tonnum árið áður. Þetta hafði sín
áhrif á viðskipti sjávarútvegsfyrir-
tækja en þau hafa tekið góðan kipp
nú á seinni hluta ársins."
Svipuð framlegð
Olíufélagið hf.( PCCO^ Milliuppgjör VJJvJ jan.-júní 1998
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Brevt.
Rekstrartekjur 4.797 5.059 -5%
Rekstrargjold 4.526 4.790 -6%
Rekstrarhagnaður f. fjármagnsliði og skatta 271 269 +1%
Fjármunatekjur og (fjármunagjöld) (27) (16) +69%
Afkoma af reglulegri starfsemi fyrir skat a 244 253 ■4%
Tekju- og eignaskattur (83) (87) ■5%
Hagnaður 161 166 -3%
Efnahagsreikningur 30/6'98 31/12'97
| Eignir: | Milljónir króna
Veltufjármunir 3.701 3.902 -5%
Fastafjármunir 7.005 6.756 +4%
Eignir samtals 10.706 10.658 +0,5%
1 Skuldir on eigid fé: \
Skammtímaskuldir 3.386 3.699 -8%
Langtímaskuldir 2.452 2.256 +9%
Eigið fé 4.868 4.703 +4%
Skuldir og eigið fé samtals 10.706 10.658 +0,5%
Kennitölur 30/6'98 30/6'97
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 287 329 -13%
Eiginfjárhlutfall 45,5% 44%
Arðsemi eigin fjár 6,7% 7,5%
Veltufjárhlutfall 1,09 1,08
Geir á von á að afkoma Olíufé-
lagsins á árinu verði betri en í
fyrra þrátt fyrir harðnandi sam-
keppni á olíumarkaði. „Framlegðin
er svipuð og áður og þrátt fyrir
samdrátt í tekjum er magnið ívið
meira sem við emm að selja. Sam-
keppnin á bensínmarkaði er mjög
hörð og þar skiptir miklu máli að
veita sem besta þjónustu. Sú ný-
breytni að bjóða ferskar Subway-
samlokur á nokkmm bensín-
stöðvum okkar hefur t.d. mælst
mjög vel fyrir á meðal viðskipta-
vina. Þá opnuðum við nýja bensín-
stöð með fjölbreyttri þjónustu í Ár-
túnsbrekku um miðjan júní og að-
sóknin að henni hefur verið langt
umfram væntingar.“
Arðsemi eiginfjár Olíufélagsins
var 6,7% á fyrri árshelmingi. Bók-
fært verð heildareigna félagsins
nam 10,7 milljörðum og hafði
hækkað frá áramótum um 0,5%.
Eigið fé nam 4,9 milljörðum króna
í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall
var 45,5.
Andri Sveinsson, verðbréfamiðl-
ari hjá Búnaðarbankanum, segir
afkomu Olíufélagsins hafa verið
umfram væntingar. „Þetta er
ánægjuleg niðurstaða, sérstaklega
í ljósi þess að menn bjuggust við að
verkfall og lækkandi ohuverð á
fyrri hluta ársins hefðu neikvæð
áhrif á hagnaðinn. Eg á þó ekki
von á miklum breytingum á gengi
hlutabréfa í Ohufélaginu þrátt fyrir
að afkoman hafí verið umfram
væntingar."
Tilboð Islandsbanka
Jákvæð viðbrögð á
fjármálamarkaði
Sveiflur
áVÞÍ
MIKIL viðskipti voru á hluta-
bréfamarkaði í gær og námu
þau alls 172 milljónum króna.
Mestu viðskiptin voru með bréf
íslandsbanka, eða alls tæpar 64
m.kr. og hækkaði verð þeirra
um 4,7% frá því á fimmtudag.
Verð bréfa Opinna kerfa hækk-
aði um 13,7% í um 11 milljóna
króna viðskiptum í gær og verð
bréfa SH lækkaði um 11,3% í 3
m.kr. viðskiptum. Þá lækkaði
verð bréfa Þormóðs ramma -
Sæbergs hf. um 5,6% og Úr-
valsvísitala Aðallista lækkaði
um 0,33%.
Að sögn Alberts Jónssonar,
forstöðumanns verðbréfamiðl-
unar Fjárvangs, urðu talsverð
vonbrigði með milliuppgjör
samstæðu Sölumiðstöðvarinnar
á markaðinum og segir hann
marga undra sig á því hvers
vegna ekki hafí verið gefín út
einhvers konar afkomuviðvörun
því félagið hafí gefíð út yfirlýs-
ingar um talsvert meiri hagnað
í áætlunum sínum: „Ég tel eigi
að síður að SH sé mjög góður
fjárfestingarkostur til lengri
tíma litið og að verðmæti fé-
lagsins sé mun meira en mark-
aðurinn verðleggur það á í
dag“.
Albert segir uppsveiflu Op-
inna kerfa eðlilega framvindu
eftir þann góða hagnað sem
fyrirtækið skilaði á dögunum.
Hins vegar hafí Þormóður
rammi ekki staðið undir vænt-
ingum í sínu milliuppgjöri en
vonir séu bundnar við að síðari
hluti ársins geti bætt upp fyrir
það sem tapaðist í rækjuveiðum
á þeim fyrri.
TILBOÐ íslandsbanka í Búnaðar-
banka íslands hefur vakið mikla at-
hygh á fjármálamarkaði og þar velta
menn vöngum yfir því hver viðbrögð
ríkisstjómarinnar verða. Eins er
mikið rætt um hvort tilboðið sé sann-
gjarnt eða hvort verðmæti Búnaðar-
bankans sé ofmetið eða vanmetið
samkvæmt því.
í fréttabréfi Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins hf. segir að tilboð ís-
landsbanka líti í fljótu bragði út fyrir
að vera nokkuð gott þar sem talað
hafi verið um að Landsbankinn hafí
nýlega verið metinn á 1,7 sinnum
bókfært eigið fé og þar að auki hafí
verið ákveðið að selja starfsmönnum
hluti á innra virði. Þetta hlutfall sé
nokkru hærra hjá Islandsbanka í
dag eða 2,36. „Áthyglisvert er að
skoða að þetta hlutfall hjá íslands-
banka er mikið hærra en í löndum í
kringum okkur sem eru flest á bilinu
um 1,3-1,7. En horfa verður til að
samlegð, ef úr rætist, í útibúarekstri
verður mjög mikil."
TÖLVUFYRIRTÆKIÐ ACO hf.
hefur ráðið Sigurð Hlöðversson
markaðsstjóra fyrirtækisins frá og
með 1. september. Sigurður
Hlöðversson hefur starfað við fjöl-
miðla, markaðsmál og auglýsinga-
hönnun frá árinu 1987, fyrst á
Stjörnunni en síðan hjá Islenska út-
varpsfélaginu, Bylgjunni og Stöð 2.
Nú síðast starfaði Sigurður
Hlöðversson sem dagskrárgerðar-
maður á Matthildi auk þess að vera
kynningarstjóri Islenska fjölmiðla-
félagsins ehf., sem rekur Matthildi
FM 88,5.
Nokkuð raunhæft tilboð
Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar, segir að tilboðið
sé gott og matið á bankanum nokkuð
raunhæft. „Tilboðið er a.m.k. ekki of
hátt og ber það ef til vill með sér að
íslandsbankamenn spila ekki öllu út
í einu. Einn og sér er Búnaðarbank-
inn e.t.v. átta milljarða virði en að
auki liggja töluverð verðmæti í þeim
möguleikum sem eru á hagræðingu
eða því sem samlegðaráhrif myndu
skila. Að mípu mati er það vel til
fundið hjá Islandsbanka að koma
með þetta tilboð nú. Það ber vitni um
ákveðinn kjark að nefna eina tölu og
vonandi verður það til þess að koma
málinu á hreyfmgu. Ríkisstjórnin
verður að svara tilboðinu faglega,
þ.e.a.s. með því að koma með
gagntilboð. Menn verða að gæta sín
á því að blanda ekki pólitík í þessi
mál heldur taka faglega á þessu og
líta á hvað sé bankakerfmu og við-
skiptalífinu fyrir bestu,“ sagði Jafet.
S i g u r ð u r
stundaði nám í
Menntaskólanum
í Reykjavík árin
1984 til 1987.
Eiginkona Sig-
urðar er Þor-
björg Sigurðar-
dóttir, sölufull-
trúi hjá Flugleið-
um, og eiga þau
tvö börn, Hlöðver níu ára og Matt-
hildi fjögurra ára. Sigurður
Hlöðversson er þrítugur, fæddur 8.
mars 1968.
Fólk
ÚR VERINU
Tíu íslensk skip eru nú á
kolmunnamiðunum í Rósagarði
Enn þokkaleg
kolmunnaveiði
Morgunblaðið/Birgir Þorbjarnarson
KOLMUNNI og makríll sem fékkst í
kolmunnaleiðangri rannsóknaskipsins Árna
Friðrikssonar fyrr í sumar.
ÁGÆT kolmunnaveiði
er enn úti fyrir Austur-
landi og þeir skip-
stjórnarmenn sem
Morgunblaðið ræddi
við í gær voru nokkuð
brattir. Árangur skip-
anna er þó æði misjafn,
því öflugustu skipin
hafa fengið mun betri
afla en þau minni.
Nú eru um tíu ís-
lensk skip á kolmunna-
veiðum í svokölluðum
Rósagarði, um 70 mílur
austur af Stokksnesi.
Ágæt veiði var á mið-
unum í gær eftir treg-
veiði þar á fimmtudag.
Gardar EA er eitt öflugasta nóta-
og togveiðiskip íslenska flotans og
sagði Arngrímur Brynjólfsson skip-
stjóri að mikil vélarorka hefði mikið
að segja, því þá væri möguleiki á að
toga með stærra flottroll. Aflminni
skipin hafa verið að fá í kringum
100 tonn í hali en Arngrímur sagð-
ist fá allt upp í 300 tonn í hali og
togað væri í 4 til 10 tíma, allt eftir
aflabrögðum. Kolmunninn er nokk-
uð dreifður og sagði Arngrímur því
oft erfitt að finna lóð.
Heilfrystir kolmunnann
um borð í dýrafóður
„Það lóðar víða en sumt er
kolmunni en annað ekki. Kolmunn-
inn er ekki í þéttum torfum eins og
loðnan, heldur er hann í röndum
hér og þar. Við höfum þó séð hann í
torfum, en það var nokkru norðar,"
sagði Arngrímur.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Arngrím í gær var hann að landa
um 900 tonnum af kolmunna í Nes-
kaupstað eftir þrjá daga að veiðum.
Kolmunnanum er landað í bræðslu
en Arngrímur sagðist auk þess
vera að landa um 300 tonnum af
heilfrystum kolmunna sem seldur
yrði til Rússlands í dýrafóður, en
Gardar EA er eina skipið sem
frystir kolmunnann um borð. Arn-
grímur giskaði á að á milli 20 og 30
krónur fengjust íýrir frystan
kolmunna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fást nú rámar 8.000 krónur
fyrir tonnið af kolmunnanum í
bræðslu en um 6.500 krónur fengust
íyrii' kolmunnatonnið á síðasta ári.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Vísir hf. fær nýtt skip
VÍSIR hf. í Grindávík fékk ný-
verið afhent nýtt skip, Sævík GK,
áðui- Aðalvík KE sem keypt var
af Útgerðarfélagi Akureyringa
hf. Skipinu fylgdi um 700
þorskígildistonna kvóti og er það
gert út á línu. Sævík GK er 211
brúttórúmlestir, smíðuð í Boizen-
burg í Þýskalandi árið 1965.
Öðru skip Vísis, Frey GK, hefur
verið lagt tímabundið á meðan
það er í klössun og fór áhöfnin
yfir á Sækvíkina, alls 14 menn.
Skipsljóri er Gísli Jónsson.
Laxeldi í Noregi í stöðugum vexti
Framleiðslan hefur
tvöfaldast á
FRAMLEIÐSLA Norðmanna á
eldislaxi hefur tvöfaldast á undan-
förnum fímm árum þrátt fyrir kvóta
á fóðrun síðustu tvö árin. Engar
nýjar leyfisveitingar til nýrra lax-
eldisstöðva hafa verið veittar frá
miðjum 8. áratugnum, en fram-
leiðslan er samt í stöðugum vexti og
eins hefur framleiðslukostnaður
lækkað á tímabilinu.
Norðmenn hafa nú 65% laxeldis-
markaðarins í Evrópu. Útflutnings-
samningur Evrópubandalagsins og
fímm árum
Noregs á síðasta ári var byggður á
220 þúsund tonna útflutningi Nor-
egs árið 1996 og er í samningnum
kveðið á um að 10% bætist við út-
flutningstöluna árlega fram að ár-
inu 2002. Framleiðsla Norðmanna á
laxi var á síðasta ári 345 þúsund
tonn en á árunum 1992-3 var meðal-
tal ársframleiðslu þeirra 150 þús-
und tonn. Útflutningsverðmæti lax-
eldis Norðmanna er nú 8,3 milljarð-
ar norskra króna samanborið við 7,4
milljarða norskra króna árið 1997.