Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 20
20 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Ótti við
genabreytt
matvæli
ástæðulaus
London. Reuters.
BRESKUR vísindamaður
sagði í gær að ótti við að gena-
breytt matvæli gætu verið
skaðleg heilsu manna værí al-
gerlega ástæðulaus og órök-
réttur. Hönnun nýrra græn-
metistegunda væri í engu frá-
brugðin ræktunarvali sem
bændur hefðu iðkað öldum
saman.
Richard Dawkins, prófessor
við Oxford-háskóla, sagði í
bréfi til blaðsins The
Independent að margar fæðu-
tegundir sem neytt væri nú á
dögum myndu ekki vera til ef
ekki hefðu komið til breytingar
af mannavöldum. Hann nefndi
sem dæmi að „venjuleg" mat-
væli eins og maiskólfar, sem
neytendur kaupa í stórum stíl í
verslunum, væru ansi frá-
brugðnir villtum kólfum sem
vaxa úti í náttúrunni.
Harðar deilur hafa risið í
Bretlandi undanfarið vegna
genabreytinga á matvælum.
Nýverið hélt prófessor við
rannsóknarstofnun því fram að
athuganir sinar sýndu að slíkar
breytingar gætu verið skaðleg-
ar. Honum var nokkru síðar
sagt upp störfum á þeim for-
sendum að rannsóknaraðferðir
hans hefðu ekki verið sem
skyldi.
„Það er eins og mönnum
fínnist að þessi matvæli séu
næstum því geislavirk“, skrifar
Dawkins. „Viðbrögðin hafa ver-
ið þannig að það er líkt og fólk
haldi að genabreytt grænmeti
sé eitrað, eða valdi krabba-
meini eða sé slæmt fyrir ónæm-
iskerfið.“
Með erfðaverkfræði má
koma arfberum úr einni tegund
plöntu eða dýra fyrir í erfða-
kerfí annarrar tegundar, en „sú
staðreynd að maður fær hana
úr annarri tegund gerir þetta
ekki í sjálfu sér gott eða
slæmt“, sagði Dawkins.
Albright neitar ásökunum um að hafa sagt vopnaeftirliti SÞ í frak fyrir verkum
Segir Bandarfkin tilbúin
í átök verði þeim ógnað
Washington, New York. Reuters.
MADELEINE Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sakaði í gær Saddam Hussein, for-
seta Iraks, um að reyna að snúa deilu Iraks við
Sameinuðu þjóðirnar upp í deilu við Bandaríkja-
menn eina og sér. „Hann má hins vegar vita það
að við munum beita valdi, ef þörf krefur og ef við
teljum Bandaríkjunum ógnað, þegar og þar sem
okkur hentar."
Albright neitaði jafnframt fregnum þess efnis
að bandarísk stjómvöld hefðu sagt Richard
Butler,_ yfírmanni vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð-
anna í írak, fyrir verkum en The Washington Post
hafði fyrr um daginn greint frá þvi að Bandaríkja-
menn hefðu haft hönd í bagga þegar vopnaeftir-
litsmenn ákváðu að fresta „óvæntum" eftirlitsferð-
um í því augnamiði að komast hjá beinum árekstr-
um við stjórnvöld í Bagdad. Viðurkenndi Albright
hins vegar að Bandaríkjamenn hefðu „rætt“ tíma-
setningu eftirlitsferða við Butler.
Yfu’stjórn vopnaeftirlitsins sagði einnig að ásak-
anir um það að Butler hefði hlotið „utanaðkomandi
ábendingar", hvað varðaði framkvæmd vopnaeft-
irlits í írak, væru úr lausu lofti gripnar. Kom í yf-
irlýsingu vopnaeftirlitsins fram að allar stefnu-
mótandi ákvarðanir þess væru teknar í samræmi
við vilja öryggisráðs SÞ en að yfírmaður vopnaeft-
irlitsins réði sjálfur framkvæmd eftirlits.
írakar hafa lengi haldið því fram að vopnaeftir-
ht SÞ væri undir áhrifum Bandaríkjastjórnar og
segja það skýringuna á því hvers vegna vopnaeft-
h'litsmenn hafi leitast við að koma Irökum í opna
skjöldu á eftirlitsferðum sínum. Segja þeir jafn-
framt að vopnaeftirlitið sé viljandi dregið á lang-
inn af Bandaríkjamönnum til að tryggja að örygg-
isráð SÞ geti ekki aflétt viðskiptaþvingunum af
írak.
Hungur í Suður-Súdan
Reuters
HRIKALEG neyð blasir nú við
hungruðu fóiki í S-Súdan og er
talið að rúmlega helmingur íbúa
sé alvarlega vannærður. Hjálpar-
stofnanir hafa aukið umsvif sín í
landinu verulega í því augnamiði
að sjá fólki fyrir næringu en
mörg barnanna á myndinni
höfðu gengið marga kílómetra í
gær í þeirri von að hljóta matar-
bita. Reyndu starfsmenn mið-
stöðvar hjálparstofnunarinnar í
Tonj í S-Súdan að skipuleggja
matargjöfína þannig að allir
fengju eitthvað.
Utanríkisráðherra Bretlands leggur til nýtt ESB-þing
Yill takmarka völd
höfuöstöðva ESB
BRESK stjórnvöld hafa lagt til að
komið verði á fót nýju þingi á veg-
um Evrópusambandsins, ESB, til
að koma í veg fyrir afskipti sam-
bandsins af smáatriðum sem engan
varði nema viðkomandi aðildarþjóð.
Hefur Robin Cook utanríkisráð-
herra beðið um að ESB leggi fram
tillögur þar sem fram komi hvemig
takmarka megi völd æðstu stofnana
ESB og koma í veg fyrir afskipti
þeirra af innanríkismálum Breta.
Verður málið lagt fyrir leiðtogafund
ESB í Vín í haust. -
í samtali við New Statesman seg-
ir Cook að ESB verði að setja sér
skýrar vinnureglur í stað þess að
þvinga tilskipanir í gegn. Utanríkis-
ráðherrann breski er þeirrar skoð-
unar að breyta beri Evrópusam-
bandinu á þann hátt að ákvarðana-
takan færist frá höfuðstöðvunum í
Brussel og til stjórnvalda í aðildar-
löndum sambandsins. Þá óskar
Cook eftir skýrari reglum um hvað
heyri undir ákvarðanavald ESB og
hvað heyri undir þjóðirnar sjálfar.
Segir Cook að Evrópubúum finnist
sambandið ekki bera ábyrgð gagn-
vart þeim. Fólki finnist stofnanimar
fjarlægar og að þær taki ekki nægi-
legt tillit til skoðana þess.
Mótvægi við skrifræðið
í Brussel
Alan Donnelly, leiðtogi jafnaðar-
manna á Evrópuþinginu, fagnar yf-
irlýsingu Cooks og vonast til þess
að hún komi af stað umræðum um
framtíð ESB. „Breytingar em
nauðsynlegar til að skapa ESB sem
stendur fólki nærri. Til að það megi
takast verðum við að breyta for-
gangsröðinni og stofnununum," seg-
ir Donnelly.
Cook hefur sett fram hugmyndir
um þing, óháð Evrópuþinginu, sem
fulltrúar þjóðþinga aðildarlanda
ESB eigi sæti á. Saman muni nýja
þingið og Evrópuþingið mynda
mótvægi við skrifræðið í Brussel.
„Evrópuþingið vinnur mikilvægt
starf en það vantar tengsl á milli
þjóðþinganna og þess starfs sem
fram fer innan ESB. Ef við viljum
að Evrópa dafni og að fólkið sé
hlynnt [evrópsku samstarfi], verð-
um við að koma á fót tengingu
þjóðþinga landanna,“ segir Cook.
Hann telur hins vegar að ESB beri
að hafa úrslitavald í málefnum er
ná út fyrir landamæri aðildarland-
anna, svo sem umhverfismálum,
viðskiptum og baráttuni gegn
glæpum.
Ýjað að EMU-þátttöku Breta
í viðtalinu við New Statesman ýj-
ar Cook ennfremur að því að full að-
ild Breta að EMU kunni að verða
tímabær. „Við eigum ekki að taka
þátt í EMU nú vegna þess að það
gæti skaðan efnahag landsins. En
því lengur sem evróið er staðreynd,
og með þeim fyrirvara að það nái
fótfestu, mun þrýstingurinn aukast
á okkur að taka þátt í stað þess að
standa á hliðarlínunni."
Bretar vilja
afnám
banns á sölu
nautakjöts
London. The Daily Telegraph.
BRESKA sljórnin þrýstir nú á
Evrópusambandið, ESB, um að
hætta að „koma í veg fyrir“ að
banni á sölu bresks nautakjöts í
aðildarlöndum sambandsins
verði aflétt, en margir Bretar
eru orðnir óþreyjufullir vegna
málsins.
Jeff Rooker, ráðherra mat-
vælaeftirlits, kvaðst í gær vona
að banninu yrði aflétt sem
fyrst. „Það er ekki lengur nein
afsökun fyrir því að viðhalda
[banninu]. Við rekumst í sífellu
á hindranir og við neyðumst til
að reyna að semja okkur fram-
hjá þeim,“ segir ráðherrann.
Bannið var samþykkt árið 1996
er upp komst að kúariða gæti
borist í menn, en hennar hefur
aðallega orðið vart í Bretlandi.
Er þessi yfirlýsing ráðherr-
ans talin til marks um vaxandi
óþolinmæði bresku stjórnarinn-
ar en margir innan hennar
hafa af því áhyggjur að ESB
reyni viljandi að draga bann
við sölu bresks nautakjöts á
Ianginn.
Rut
Ingólfsdóttir
Flóðin í Kína
Olíulind-
ir í hættu
Peking. Reuters.
ÁIN Nen í Norðaustur-Kína hefur
flætt yfir bakka sína, rutt burt
stíflugörðum og stefnt Daqing-olíu-
vinnslusvæðinu í
hættu, að sögn
fréttastofunnar
Xinhua.
Verkamenn
leggja dag við
nótt að hlaða
varnargarða sem
brustu í gær-
morgun. Á
Daqing-svæðinu
eru 20.000 olíu-
borholur ng dag-
leg framleiðsla nemur einni milljón
olíutunna, sem er þriðjungur lands-
framleiðslunnar.
Flaug yfír flóðasvæði
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er
stödd í borginni Harbin í Heilong-
hjiang-héraði í Norðaustur-Kína, en
þangað flaug hún á fimmtudag frá
Peking. „Það var allt á floti,“ sagði
Rut þegar hún lýsti sjóninni sem
blasti við úr flugvélinni í samtali við
Morgunblaðið, „og mjög greinilegt
að flætt hafði yfir akra í nágrenni
borgarinnar." Áðspurð um ástandið
í Harbin sagði Rut að þar hefði
rignt geysilega fram eftir degi: „Áin
sem rennur hér í gegn hefur þó ekki
flætt yfir bakka sína og heimamenn
fullvissa okkur um að engin hætta
sé á ferðum. Þó er bannað að vera á
ferð við árbakkann." Rut er á tón-
leikaferðalagi um Kína með Gerrit
Schuil píanóleikara.
------------------
Ritstjóraskipti
á Berlingske
Tidene
ANNE E. Jensen, aðalritstjóri
danska dagblaðsins Berlingske
Tidene, lét fyrirvaralaust af störfum
í gær. Sagði Jensen í samtali við
Jyllandsposten að deilur hefðu kom-
ið upp á milli hennar og eigenda
blaðsins og að samkomulag hefði
orðið um að hún léti af störfum.
Mun Peter Wivel, sem undanfar-
in sex ár hefur verið ritstjóri Week-
endavisen, taka við starfi Jensen en
hann hefur áður starfað hjá Berl-
ingske Tidene. Við starfi Wivels
mun hins vegar taka Anne Knud-
sen, sem er grænlensk að uppruna
og hefur doktorsgráðu í mannfræði,
en hún hefur skrifað fyrir Week-
endavisen með nokkrum hléum frá
árinu 1992.
Jensen undirstrikaði að hún væri
sátt við starfslok sín hjá Berlingske
Tidene og að hún hefði engan hug á
frekari deilum við stjórnendur þess.
„Eg kveð auðvitað með eftirsjá en
þetta er besta lausnin,“ sagði hún.