Morgunblaðið - 15.08.1998, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sjötti bekkur MA
veturinn 1952-1953
í 6. bekk í Menntaskólanum á Akureyri og
lauk stúdentsprófí vorið 1953. Með gömlu
bekkjarmyndinni rif]ar hann upp minn-
ingar frá menntaskólaárunum og segir
Olafí Qrmssyni frá viðburðaríkum og
skemmtilegum árum.
Fremst frá vinstri:
1. Jóhannes Sölvason
2. Jóhann Lárus Jónasson
3. Porsteinn Glúmsson
4. Einar Guðmundsson
5. Magnús Sigurðsson
6. Kristján Aðalbjörnsson
7. Rafn Hjaltalín
8. Guðmundur Klemenzson
Önnur röö:
1. Ásdís Jóhannsdóttir,
látin
2. Reynir Jónasson
3. Rannveig Gísladóttir
4. Örn Bjamason
5. Jóhanna Valdimarsdóttir
6. Oddur Bjömsson
7. Margrét Sveinsdóttir
8. Bjöm Halldórsson
9. Ólöf Bjömsdóttir
10. Maja Sigurðardóttir
11. Þórey Guðmundsdóttir
12. Flosi Ólafsson
Þriðja röð:
1. Indríði Einarsson, látinn
2. Þóra Stefánsdóttir
3. Auðbjörg
Ingimundardóttir
4. Stefanfa Stefánsdóttir
5. Birna Þórarinsdóttir
6. Aðalheiður Óskarsdóttir
7. Örn Helgason
8. Ragnheiður
Brynjólfsdóttir
9. Guðjón Styrkársson
10. Ingibjörg Þórarinsdóttir
11. Þráinn Guðmundsson
12. Haukur Melax
13. Jón Sigurðsson
Fjórða röð:
1. Ævar ísberg
2. Stefán Jónsson
3. Axel Kvaran
4. Ólafur G. Elnarsson
5. Stefán Scheving
Thorsteinsson
6. Jón Nfelsson, látinn
7. Haukur Árnason
8. Reynfr Valdimarsson
9. Aðalgeir Pálsson
10. Vilhjálmur Þorláksson
Fimmta röð:
1. Ólafur Hallgrímsson
2. Sigurjón Jóhannsson
3. Haukur Magnússon
4. Finnbogi Pálmason,
látinn
5. Reynir Þórðarson
6. Kjartan Ólafsson
7. Guðjón Baldvinsson,
látinn
8. Guðlaugur Heigason
9. Kristján Ingólfsson
10. Óli Bjöm Hermannsson
11. Sigursveinn
Jóhannesson
12. Jón Hallsson
Sjötta röð:
1. Björn Arason
2. Einar Oddsson
3. Einar Sveinsson
4. Hreinn Bernharðsson
5. Vilhjálmur Þórhallsson
6. Ólafur Grímsson
7. Karl Stefánsson
8. Guðmundur
Þorbjarnarson
9. Stefán Þorláksson
10. Kjartan Kristjánsson
gilsstræti, það var kallað að fara út
á beitarhús, þar voru tveir bekkir.
Þá var heimavistin líka að hluta til
í gamla skólahúsinu og svo var
nýja heimavistin tekin í notkun
einmitt um þetta leyti. Ég var þá
aldrei í heimavist af eðlilegum
ástæðum."
Voru ekki margir minnisstæðir
kennarar við skólann?
„Jú, þeir eru margir minnis-
stæðir. Ég nefni Brynleif Tobías-
son, sem kenndi sögu og kenndi
okkur latínu í fjórða bekk. Hann
var reyndar settur skólameistari
haustið 1952, en Þórarinn kom aft-
ur til starfa og útskrifaði okkur.
Aðrir sem mér eru minnisstæðir af
eldri kennurum eru Brynjólfur
Sveinsson íslenskukennari, Vern-
harður Þorsteinsson, Sigurður
Líndal Pálsson enskukennari,
Hermann Stefánsson, sem kenndi
leikfími, og Steindór Steindórsson
sem kenndi okkur náttúrufræði og
síðar varð hann skólameistari þeg-
ar Þórarinn féll frá. Þá man ég vel
eftir Sveini Þórðarsyni sem varð
fyrsti skólameistari Menntaskól-
ans á Laugarvatni þegar hann var
stofnaður árið 1952. Sveinn kenndi
okkur íyrstu árin í skólanum á
Akureyri. Þá eru auðvitað minnis-
stæðir af yngri kennurum Gísli
Jónsson, sem kenndi okkur ís-
lensku, Ottó Jónsson, sem er til-
tölulega nýlega látinn, Friðrik
Þorvaldsson, sem líka er látinn,
Jón Árni Jónsson og Árni heitinn
Kristjánsson íslenskukennari.
Þetta voru allt hinir mætustu
menn.“
Margir góðir
námsmenn
Ólafur horfir á bekkjarmyndina
og lítur yfir hópinn.
„Það voru margir góðir náms-
menn í mínum bekk í MA. Ég
man nú t.d. eftir Maju Sigurðar-
dóttur, sem var dóttir Sigurðar
Pálssonar kennara, hún var mjög
duglegur námsmaður. Maja er
hér í annarri röð, þriðja frá hægri
og starfar nú sem sálfræðingur.
Yfirleitt voru margir bekkjarfé-
laga minna með góðar einkunnir.
Ég á margt góðra vina frá þessum
tíma í MA. Við héldum þarna mik-
ið saman, Ævar ísberg, sem
seinna varð vararíkisskattstjóri
og er enn hjá Skattinum og er hér
lengst til vinstri í fjórðu röð, Stef-
án Scheving Thorsteinsson, sem
fór í landbúnaðarvísindi og hefur
stundað þau síðan og er hér
Bara ræst
furðu vel
úr okkur
✓
Veturinn 1952-53 var Olafur G. Einarsson
G HÓF nám
Mennta-
skólanum á
Akureyri
haustið 1948
og fór þá beint inn í annan
bekk og varð stúdent úr 6.
bekk, 17. júní 1953. Ég er
fæddur á Siglufírði og átti
heima á Siglufirði til vors
1948 og var tæplega sextán
ára þegar ég flutti með for-
eldrum mínum til Akureyr-
ar. Ég var í barnaskóla á
Siglufirði og var tvo vetur í
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar,
en fór svo inn í Menntaskóla,
sat þar þess vegna ekki í
fyrsta bekk, tók svo gamla
gagnfræðaskólaprófið, sem svo
var kallað. Ég fór ekki í lands-
próf. Minn bekkur í Mennta-
skólanum á Akureyri var síðasti
bekkurinn með þessu svokallaða
gamla lagi. Það voru þrír vetur í
gagnfræðaskóladeildinni og gagn-
fræðaskólaprófið tekið upp úr
þriðja bekk, sem þótti býsna þungt
próf í þá daga. Síðan tók við
menntadeildin, sem svo var köiluð,
þrír vetur. Menntaskólinn var þá
sex vetra skóli. Myndin er af sjötta
bekk, stúdentsárganginum og var
tekin að mig minnir 17. júní 1953.
Þetta var síðasti árgangurinn í
Menntaskólanum á Akureyri sem
var með þessu gamla lagi og
Österskerfið í einkúnnastiganum,
hæst var gefið átta og hægt að
komast næstlengst niður í mínus
tuttugu og þrjá. Síðan var tekinn
upp hinn einkunnastiginn frá núlli
til tíu, en við sluppum við hann,“
segir Ólafur G. Einarsson, forseti
sameinaðs Alþingis og fyrrverandi
menntamálaráðherra, og brosir
þegar hann virðir fyrir sér bekkj-
armyndina af 6. bekk Menntaskóla
Akureyrar veturinn 1952-53 og
rifjar upp löngu liðna daga á skrif-
stofu sinni í Alþingishúsinu við
Austurvöll. Það eru 45 ár síðan
Ólafur og skólasystkini hans
luku stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri.
Æskuár á Siglufirði
Ólafur Garðar Einarsson er
fæddur 7. júlí 1932 á Siglufírði,
sonur Einars Kristjánssonar,
fyrrverandi forstjóra, og Ólafar
Isaksdóttur húsmóður.
Áttu ekki margar góðar minn-
ingar frá þeim árum þegar þú
varst að alast upp á Siglufirði?
„Jú. Ég á margar góðar minn-
ingar frá Siglufirði. Ég man auð-
vitað síldarárin vel og líka þegar
síldin hvarf. Auðvitað komu flestir
íbúar Siglufjarðar eitthvað ná-
lægt síldinni þó að foreldrar mínir
væru ekki beint í vinnu við síld-
. OE sssrsssí
skoðar myndir a
ina. Faðir minn vann lengi í apó-
tekinu á Siglufirði og tók síðan við
Efnagerð Siglufjarðar, sem síðar
varð Efnagerð Akureyrar, Sana,
og varð svo framkvæmdastjóri
hennar á Akureyri 1948 þegar við
við fluttum frá Siglufirði.
Það voru allir eitthvað tengdir
síldinni. Móðir mín saltaði á síld-
arplönunum eins og aðrar konur á
Siglufirði. Ég vann eitt sumar
sem strákur hjá atvinnudeild Há-
skólans, sem var þar
með síldarrann-
sóknir á sumr-
in. Það var
mitt hlut-
verk að
sækja
hundrað
síldar
hverjum
morgni
fyrsta bátinn
sem kom
að
þá
INSPECTOR Platearum
bryggju og síðan tíu síldar úr
hverjum einasta bát sem inn kom
og skrifa niður hvar þeir hefðu
fengið síldina, í hvað mörgum
köstum og þessa samantekt fór ég
síðan með upp á rannsóknarstofu
atvinnudeildar Háskólans. Árni
Friðriksson fiskifræðingur stjórn-
aði þessum rannsóknum og ég
man að Sigurleifur Vagnsson var
þama rannsóknarmaður og konan
hans, Viktoría, vann þarna með
honum.“
Nýr skólameistari
- minnisstæðir
kennarar
Og á þessum
árum um miðja
öldina var nám-
inu og námsefn-
inu í Mennta-
skólanum á
Akureyri skipt í
máladeild og
stærðfræði-
deild?
„Já, og ég var
í máladeild. Þá
var Þórarinn Bjömsson skóla-
meistari og hann tók við af Sigurði
Guðmundssyni 1948, árið sem ég
kom í skólann. Ég kynntist aldrei
Sigurði Guðmundssyni, því miður,
nýja skólameistaran-
um þeim mun betur.
Þórarinn var mikill
öðlingur og sóma-
maður og hafði
mikil áhrif á
okkur.
Skólinn var
þar sem hann
hefur lengst af
verið og er enn, en
vora ekki komnar
neinar nýbyggingar. Það var
kennt í einu litlu húsi við Hrafna-