Morgunblaðið - 15.08.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.08.1998, Qupperneq 24
Galdrar eru geymdir í gömlu skón- um hans Pylsuvagninn Bæjarins beztu við Tryggva- götu er líklega einn vinsælasti veitinga- staður landsins. Skapti Hallgrímsson bauð Arnóri Guðjohnsen þangað í hádeginu á miðvikudaginn, en Arnór hefur slegið í gegn eftir að hann hóf að leika knatt- spyrnu á íslandi á ný eftir 20 ára fjarveru. Morgunblaðið/Kristinn GALDRAR eru geymdir í gömlu skónum hans...“ segir í gömlu kvæði um Snæfinn snjókarl, sem af einhverjum ástæðum er gjarnan sungið á jólunum. Segja má að knattspymumaðurinn Amór Guðjohnsen hafi komið eins og fyr- irfram jólagjöf til stuðningsmanna Vals, eða jafnvel komið í líki sjálfs jólasveinsins. Búningurinn er líka rauður og hvítur, hárið Ijóst - reyndar orðið mun styttra en á ár- um áður - og hann hefur fært stuðningsmönnum Vals fjölda pakka síðustu vikur. Margir töldu liðið nánast fallið þegar hann kom að Hlíðarenda fyrir skömmu en Arnór hefur síðan skorað hvert glæsimarkið af öðm og stigin hafa safnast saman. Og því er ekki að néita að galdrar virðast enn í skón- umhans. Ásgeir Sigurvinsson hafði orð á því í samtali við Morgunblaðið á dögunum að Belgar væm öllum fremri í matargerð og Arnór, sem einnig lék lengi í Belgíu, tekur und- ir það. „Já, þeir em rosalega góðir. Ég man að þegar heimsfrægar hljómsveitir eins og Duran Duran vom að koma til tónleikahalds til Belgíu á sínum tíma var aðaltil- hlökkunarefnið að fara út að borða!“ segir hann þar sem við bíð- um í röðinni við Bæjarins beztu. Hann segir leikmenn Anderlecht mjög oft hafa farið út að borða saman og þegar liðið varð belgísk- ur meistari - sem ekki var óal- gengt - haf! leikmönnum jafnan verið boðið á besta veitingastað Bmssel-borgar, þar sem þeir nutu sjö eða átta rétta máltíðar, sem kostaði þá 30-40 þúsund krónur á mann. „Þetta var stórkostlegur staður.“ Við nálgumst lúguna og ég spyr Amór hvort hann hafi oft komið að Bæjarins beztu. „Það er orðið mjög langt síðan, en ég man að hér feng- ust bestu pylsurnar," segir hann. „Eina með tómat, sinnepi og hrá- um,“ segir svo glókollurinn en get- ur ekki gefið neina skýringu á því vali sínu á meðlætinu. Þetta sé ein- faldlega gamall vani. Maðurinn innan við lúguna útbýr réttinn fag- mannlega og þegar sá sem hér skrifar pantar eina með sinnepi og hráum lauk virðist Amóri ekki lít- ast alls kostar á blikuna. „Nú, nú. Það er bara enn verra en hjá mér!“ Arnór pantar sér eina litla kók og blaðamaður spyr afgreiðslu- manninn hversu mikil fjárfesting felist í þessari pöntun. „410 krón- ur,“ er svarið. Arnór undrast að maðurinn sem bauð honum út - í orðsins fyllstu merkingu - að borða skuli ekki ætla að drekka neitt með matnum, en ég eyði því tali. Gleymdi nefnilega veskinu, en var svo heppinn að eiga svolítið af smápeningum í vasanum, eitthvað svolítið á fimmta hundraðið... Amór segir greinilegt að pyls- urnar séu enn bestar á þessum stað í bænum en ég spyr, að því sögðu, hvers vegna hann sé enn svo sprækur á fótboltavellinum, nýorðinn 37 ára. „Ég veit það varla; mér finnst enn mjög skemmtilegt að spila fót- bolta, þetta er líka atvinna mín og ég tek hana mjög alvarlega. Æfi vel. Með aldrinum fer maður lík- lega meira að nota höfuðið en áð- ur; verður meðvitaðri um það sem maður er að gera og les leikinn betur.“ Eftir að hafa leikið í Belgíu og Frakklandi fluttist Amór til Sví- þjóðar, þar sem hann hefur verið síðustu árin. Hann segir að sér hafi ekki litist á blikuna fyrst, sænska knattspyrnan hafi hentað sér illa og að nokkmm leikjum liðnum hafi honum verið skapi næst að fara heim. „Svo tók ég mig saman í andlitinu, hugsaði málið og komst að því að það skiptir ekki máli hvar maður er að spila, á Is- landi, Grænlandi eða einhvers staðar annars staðar; ef maður leggur sig ekki allan fram næst ekki viðunandi árangur. Hugarfar- ið skiptir mestu máli en aldurinn er afstæður. Um leið og menn verða leiðir á þessu eiga þeir að hætta.“ Eftir þetta breyttist allt til batnaðar og Arnóri gekk mjög vel þann tíma sem hann lék í Svíþjóð; var löngum talinn besti leikmaður deildarinnar. Amór samdi við Val út sumarið en segist hugsa sér að leika eitt sumar enn. „Mér gengur vel, skrokkurinn er í lagi og ég hef mjög gaman af þessu.“ Síðar stefn- 4 Eyland draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson ER EYJA draumsins ein og sér? DRAUMURINN um eyjuna sem ímynd manns sjálfs er mörgum þekktur, þar kristallast sjálfið sem eyja úti á reginhafi lífsins. Stærð hennar, lögun og staðsetn- ing lýsa persónueiginleikum en gróðurfar, loftslag og innri bú- skapur myndgera manninn sem einstakling, gefa honum lit og áferð. Eyjan sýnir manni hver maður er og þá staðreynd að við emm sér á báti, ein á eyju eigin tilfinninga. Á draumaeyjunni vex skiln- ingstré góðs og ills, þar er gróð- urfarið merki þroska og kletta- beltin sýna vilja og festu til fram- kvæmda en sáhdarnir sveigjan- leika og næmi á umhverfið. Vatnsföllin tákna ímyndunaraflið og dýralífið frjósemi. Þar eru hús eða íverustaðir hluti af egóinu og fólkið sem gistir eyjuna með þér er annars vegar Animus og Anima (Adam og Eva þíns innri ranns) svo og svipir eigin baráttu við þankagang. Vitundin opnast eins og lótusblóm á eyju draums- ins og innra lífið opinberast í allri sinni dýrð. Sú hulda sýn sjálfsins, sem ókunn var og óþekkt, lýsist upp í glugga hugans og lífið fær aðra vídd. Það er sem guðleg sýn þegar eyjan dregur af sér skýja- huluna og við blasir draumaland eigin tilveru í öllum sínum regn- bogans litum. Það er heimur heims í heimi sem er óendanlegt flæði, endalaust haf og í þessum straumi ert þú ey meðal eyja, heimur meðal heima. Öll erum við eyland ein og sér, fögur, sér- stæð og einstök eins og eyjan hvíta sem rís úr djúpi Atlantsála og nefnd var Garðarshólmi. Draumur „Jóhanns“ Mér fannst ég vera staddur í stóru verksmiðjuhúsi, óinnréttuðu og skuggalegu, ásamt mági mín- um. Mér fannst að við ætluðum að kaupa húsið saman til helminga. Þá segi ég við hann að ég hafi ekki áhuga á kaupunum en hann segist þá ætla að kaupa það einn. Þegar ég kem út sé ég bíl sem við ætlum með og fannst mér mágur minn vera bílstjórinn. Þegar ég kem að bílnum farþegamegin bíða mín þar tveir sheffer hundar, þeir smelltu kjaftinum utan um sinn úlnliðinn hvor en bitu ekki og héldu mér föstum. Ég var ekki hræddur og talaði við þá en ef ég reyndi að losa mig, urruðu þeir. Ráðning Draumurinn er viðvör- un um að láta kyrrt liggja allt (áætlun um að kaupa hús saman) samkrull við ákveðinn aðila (mágur þinn er þama persónu- gervingur einhvers ann- ars), ella verðir þú ofur- seldur miður æskilegum (bílstjórinn og hundarnir) öflum. Draumur Ömmu“ Mig dreymdi að ég færi á ákveðinn spítala í skoð- un og þegar ég kom inn fannst mér ég vera komin marga tugi ára aftur í tímann. Tók eftir því að sag var yfir öllum hlutum og gólfinu. Lagðist upp á borð og sett var glær svæfingargríma yfir and- litið á mér. Ég féll í mók, var hálf sofandi og hálf deyfð. Heyrði að einhver sagði: „Ætli þetta sé ekki nóg.“ Svo er komið með handsnúinn bor og sex göt boruð inn í bein, þrjú í hvorn fót. Fannst mér þetta til að athuga merginn. Þetta var ofboðslega sárt og ég grét og kveinaði. Vissi að læknamir heyrðu í mér en eng- inn gerði neitt. Ráðning Draumurinn snýst um þig og myndin sem dregin er upp lýsir óánægðri sál sem finnst lítið vera að ske (annar tími og sag yfir öllu) og ekkert að gerast (með svæf- ingagrímu) utan veggja hennar. Sál þín er orðin leið á þessu hangsi („Ætli þetta sé ekki nóg“) og ætl- ar sér með góðu eða illu (borað í fætur þér) að koma þér upp úr þessu daufa fari og út að takast á við umheiminn. „Júpíter“ dreymdi Mér fannst ég standa austan undir Ulfarsfelli, það er snjór yfir öllu, myrkur og nánast stjörnu- bjartur himinn. Þar sem ég horfi tU himins, sé ég tunglið vestan yfir Ulfarsfellinu. Er ég gái betur að, sé ég að þetta er plánetan Júpíter, stór og mikil, en til hægri sé ég hvar tunglið kemur fram undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.