Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 27 Interstate ‘76. Þar helst allt í hendur, fyrirtaks grafík, skemmtilegur söguþráður og frá- bær tónlist. Leikurinn er einfald- ur í eðli sínu og tekur skamma stund að ná tökum á grunnatrið- um, en langan tíma að verða full- numa, ekki síst vegna þess hversu landslag skiptir miklu máli. Til að mynda þarf að gæta að því að skipta niður þegar ekið er upp brekku og hraðinn eykst þegar stefnt er niðurávið. Allt er það til þess fallið að auka skenuntigildi Interstate ‘76 og viðbótin NitroRiders er því kær- komin viðbót, ekki síst í ljósi þess hversu vel hún er heppnuð. NitroRiders, sem einnig er seldur sem NitroPack, gerist áður en Interstate ‘76 og þannig er sagt frá því hvernig Taurus og Ja- de Champion kynntust. Hægt er að bregða sér í gervi Taurus, Jade eða Skeeter, aukinheldur sem aukapersóna er í upphafí leiksins sem auðkennd er með spurningarmerki en ekki er hægt að vera hún fyrr en búið er að ljúka öllum verkefnum. Verkefni hvers og eins eru miserfíð, þannig er erfiðast að vera Taurus, auðveld- ara að vera Jade og afskaplega auðvelt að vera Skeeter. Alls eru 20 aukaborð í pakkan- um, en einnig Ijöldi netleikjar- borða, þar á meðal póstaleikur og eru erfiðustu þrautirnar bráð- erfiðar. Einnig er í pakkanum stuðningur við BDfx-skjákort og ýmislegar endurbætur. Hægt er að kaupa það sem Activision- menn kalla Interstate ‘76 Ar- senal, þar sem upprunalegi leik- urinn og viðbótin eru saman í pakka, en vert er og að geta þess að víða er hægt að fá Interstate ‘76 í ódýrri endurútgáfu. Bjúgverp- ilsbyssa og matvinnslu- gildra Fyrir unga golfara ÞEGAR LEIK er lokið er yfirleitt lítið við hann að gera, fæstir eru þess eðlis að menn hafi nennu til að fara í leikinn aftur, að minnsta kosti ekki næstu vikur eða mánuði á eftir. Þá koma til svonefndir viðbótarpakkar þar sem bætast við borð eða stig eða ófreskjur eða vopn og svo má telja. Framan af voru það helst smáfyrirtæki sem settu saman slíka pakka og högnuðust vel á tiltækinu. Þar kom að stórfyrir- tækin áttuðu sig á hversu hag- kvæmt væri að slást í hópinn og ýmist semja þau nú mörg við sináfyrirtæki um að fram- leiða aukapakka eða þau framleiða þá sjálf. Dæmi um hið síðarnefnda er tveir nýlegir pakkar, Interstate ‘76 Nitro Riders og Hexen II Portal of Prævus. Glæsileg viðbót Hexen II er glæsilegur leikur, líklega með þeim glæsilegri sem komið hafa út, en nokkuð skorti á í leiknum sjálfum hvað varðar skemmtigildi. Skammt er síðan út kom viðbótarpakki við Hexen II, Portal of Prævus. Líkt og í uppruna- lega leiknum er graffldn glæsileg og ekki minna í hana lagt. I upp- haflega leiknum var um fjórar hetjur að velja, og í viðbótinni slæst sú fimmta í hópinn, djöf- lynja. Vopnabúnaður hennar eru rún sem spýtir sýru, önnur sem er sem eldvarpa og eldingastaf- ur, en sá getur skotið fyrir horn. Að því er kemur fram í sögunni sem er baksvið viðbótarinnar var djöflynjan áður þjónn Eidolons, sem drepinn var í Hexen II, en snerist gegn honum og tekur þátt í baráttunni gegn Prævus sem hyggst endurreisa Eidolon. Alls eru fimmtán aukaborð í Aukið fjör Þegar leik er lokið er hann lítils virði. Við því er eitt ráð: viðbótarpakkar sem verða sífellt algengari, Árni Matthíasson skoðaði viðbætur fyrir Interstate ‘76 og Hexen II. The Reconing, viðbót við Quake II úr smiðju Xatrix. The Reconing krefst þess að til staðar sé full útgáfa af Quake II, en einnig að viðkomandi tölva sé að minnsta kosti 90 MHz Pentium með 16 MB innra minni, 100 MB laus á hörðum diski og fjögurra hraða geisladrifí. Styður netleik með TCP/IP og Open GL þrívíddarkort, til að mynda 3Dfx skjákort. Portal of Praevus og afskaplega vel hönnuð. Víða er skrautið yfir- gengilegt og virðist sett fram skrautsins vegna frekar en að þess sé þörf fyrir framvinduna. Meðal galla á Hexen II var að leiðigjarnt var að leysa þrautir og kallaði á að leikandinn þvæld- ist fram og aftur langtímum sam- an. Uppbygging er rökréttari og einnig er hægt að rifja upp hvað á að gera með því að slá á hnapp. Eins og getið er er umhverfi allt mjög glæsilegt, ekki síst þeg- ar komið er undir lok leiksins því þá er komið í vetrarveröld og ALDREI er of miklu lofsorði iokið á Quake II, sem er tvímælalaust með helstu leikjum áratug- arins. Hann er vissulega ekki fyrir alla, ekki hafa allir gaman af hjaðningavígum og blóðlátum, en þeir sem á annað borð ánetjast geta trauðla lagt frá sér byssuna og farið að leggja kapal. Eftirminnilegast er að leika netleik í Quake II, ekki síst eftir að barið var í brestina í þeim málum, en einnig eru teknir að berast viðbótar- pakkar sem gæða leikinn enn nýju lífi. Nokkrir viðbótarpakkar voru gefnir út fyrir Quaka á sínum tíma, sumir slakir í meira lagi en aðrir fyrsta flokks og rúmlega það. Þegar hafa komið út viðbótarpakkar fyrir Quake II, en flest- ir af lakari gerðinni. Fyrir skemmstu kom á markað viðbót sem kallast The Reconing frá Xatrix sem hefur helst getið sér orð fyrir í hallærisleikinn Redneck Rampage. Vakti því ekki miklar ^ vonir þegar spurðist að það hefði fengið það verkefni að búa til op- inbera viðbót við Quake II. Bjúgverpilsbyssa og matvinnslugildra Erfitt getur verið að bæta um með leik eins og Quake, en Xat- rix tekst það bærilega, en þess ber að geta að pakkinn er greinilega helst ætlaður þeim sem ekki stunda mannvíg á Netinu. I The Reconing eru tvær nýjar ófreskjur, ný vopn, aukahlutir og um tuttugu auka einstaklings- og netborð. Nýju ófreskjumar eru annai-s vegar Gekk, sem geta tekið á taugarnar þegar þær mæta margar sam- an, og eins konar viðgerðar- eða endurreisn- aróskepi. Þeir sem þekkja Doom muna eflaust eftir ófreskju þar sem endurlífgaði félaga sína og var að auki þrælerfið viðureignar, Archvile. Því miður er því ekki þannig farið með téða ófreskju í The Reconing, því þó vissulega gefi það aukna spennu í leikinn að ófreskjurnar lifni við óforvarandis þá er auðvelt að stúta endur- reisnarskepnunni, enda hefur hún lítinn skot- kraft og þolir lítið. Vopn eru nokkuð endm-bætt, vopn og verjur óvinanna ekki síður en vopnabúnaður leikand- ans. Meðal nýrra vopna má nefna bjúgverpils- byssu, byssu sem skýtur tveimur sprengjum samtímis og svo mætti telja, en best af öllu er þó eins konar gildra sem gleypir ófreskur eða menn sem hætta sér of nálægt og breytir þeim í matai'teninga sem leikandi getur etið til að ná fyrri heilsu. Snöll hugmynd, en ekki fullunnin þó. Nýju borðin í The Reconing eru vel samin, en þar á meðal eru sjö netleikjaborð. Á meðan menn bíða eftir Planet Quake, sem verður sniðin fyrir netleik einungis, þó að hægt verði að leika hann einn með nokkrum tilfæring- um, er gott að grípa til The Reconing, þrátt fyr- ir ýmsa galla. Árni Matthíasson Everybody’s Golf, leikur fyrir PlayStation frá SCEI. Einn til fjórir geta leikið samtúnis. Á SÍÐUSTU árum hefur áhugi á golfi meðal ungmenna auldst til muna, en á sama tíma hefur verið skortur á golfleikjum fyrir þá allra yngstu. Nú hefur SCEI breytt því til muna með leíkn- um Everybody’s Golf. I hon- um er golf sett fram á afar einfaldan og skemmtilegan máta þannig að jafnvel þeir sem nýbyrjaðir eru að spila tölvuleiki ættu að geta skilið hann og haft gaman af. í Everybody’s Golf er ara- grúi persóna sem hægt er að velja eftir því sem leiknum miðar áfram en hver hefur sína sérhæfileika. Grafík leiksins er með afbrigðum góð fyrir bamaleiki og virðist sem nýlega hafi leikjaframleiðend- ur byrjað að leggja meiri metnað í að hafa flotta grafík í barna- leikjum. í flest- um golfleikj- um þarf að fylgj- ast með öUu, eins og vindhraða og hvemig brautin liggur og svo framvegis. I Everybody’s Golf er allt það aftur á móti gert fyrir keppandann svo það eina sem maður þarf að hafa áhyggjur af er að skjóta langt og beint. Hægt er að keppa við ann- an leikmann eða jafnvel fjóra með því að tengja tölvumar saman, einnig er hægt að velja um hvort maður vilji að- eins spila eina stutta þraut eða allar brautimar og reyna að ná öllum persónunum með því að vinna þær allar. Ef golfáhugamaður er í fjölskyldunni sem er í mark- hópnum sem venjulegir golfleikir höfða til eða bara brennandi golfáhugamaður á hvaða aldri sem er þá er þetta rétti leikurinn fyrir viðkom- andi. Ingvi M. Árnason snjókoma og ís skipta verulegu máli. Nýjar ófreskjur hafa bæst við þær sem fyrir voru og er það vel. Þar á meðal er skepna sem kall- ast Yakman. Reyndar eru til tvær gerðir Yakman, mismun- andi á litinn, og kemur fyrir að Yakman ólíkrar gerðar beijist sín á milli, ekki síst ef annar hæf- ir hinn fyrir slysni. Þá er hægt að taka því rólega og drepa siðan þann sem eftir lifir. Kærkomin viðbót Einn besti Ieikur síðustu ára er LEIKUR LEIKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.