Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gott svindl „Auðvitad var vinnsla listans að ein- hverju leyti svindl en þetta vargott svindl... Efþessi listi hefði verið út- hugsaður hefði hann ekki vakið eins mikil viðbrögð. Fólk væri þá ekki að tala um bækur. “ Forsvarsmaður Random House. Amarkað og markaðs- setningu hefur áður verið minnst, síðast vegna lista frá bóka- átgáfunni banda- rísku, Random House, yfír 100 bestu skáldsögurnar. Nú er komið á daginn að hér var fyrst og fremst um markaðssetningu útgáfunnar að ræða, vinnsla hstans var „að einhverju leyti svindl en þetta var gott svindl", eins og einn af forsvarsmönnum Random House komst að orði. Dómnefndarmennirnir tíu, meðal þeirra virtir rithöfundar, voru semsagt • VIÐHORF Eftir Jóhann Hjálmarsson blekktir og hafðir að fífl- um af starfs- monnum Random House. Sagt hefur ver- ið frá því að þeir hafi valið bæk- urnar út frá mjög mismunandi forsendum eða eins og segir í frétt hér í blaðinu 11. ágúst sl.: „Sumir völdu best skrifuðu bækumar, aðrir áhrifamestu bækurnar og enn aðrir mikil- vægustu bækurnar. Einn dóm- nefndarmannanna viðurkennir meira að segja að hafa valið bækur sem hann hefur ekki les- ið enda hafí hann verið að velja þær bækur sem hefðu haft mest áhrif á engilsaxneskar bók- menntir á öldinni og verið um- talaðar.“ Það er gleði hjá Random House en líka undran. Bækur sem annars seljast lítið era nú meðal metsölubóka. Meðal þeirra era Odysseifur eftir James Joyce og Brave New World eftir Aldous Huxley. Síð- ur kemur framgangur Lolitu Nabokovs og Hins mikla Gats- bys Fitzgeralds á óvart. Svindlið selur bækur. Látum vera sé tilgangurinn góður, en hvers á fólk að gjalda ef það lætur ginnast til að kaupa rasl. það getur vitanlega kennt sér sjálfu um. Markaðurinn og eft- irspumin heimta það sem spurt er eftir. Bókaútgefendur hafa aftur á móti í hendi sér að gera einhverjar kröfur, lágmarks- kröfur era að minnsta kosti nauðsynlegar. Um þetta nöfum við m. a. dæmi hér heima. Bóka- útgefendur svindla með því að halda að fólki tilbúnum „met- sölubókum" sem eiga að hafa fengið góða dóma út um allt. Ekki era endilega gerðar kröfur til þess að bókin sé skemmtileg heldur er aðalmæhkvarðinn sá að hún hafi selst vel. Það skiptir vitanlega máli fyrir flesta útgef- endur. En er það sáluhjálparat- riði fyrir lesendur? í nýlegri bók, Launsonum orðanna, víkur Einar Már Guð- mundsson að flokkun bók- mennta og skrifar: „Flokkunin í alvarlegar bók- menntir og skemmtisögur á sér forsendur í annarri flokkun, há- menningu og lágmenningu. Þessi flokkun er auðvitað á reiki því alvarlegar bókmenntir geta auðveldlega verið skemmtilegar og skemmmtisögur alvarlegar. Eins má segja um hámenn- inguna, að minnsta kosti skáld- söguna, að hún nærist á lággróðrinum. Flestir þeir rit- höfundar sem fæddir era eftir seinna stríð eru aldir upp við djasstónlist, rokktónlist og kvik- myndir og hafa farið oftar í bíó en leikhús." Það er hárrétt hjá Einari Má að alvarlegar bókmenntir geta verið skemmtilegar. Og þær geta jafnvel verið skemmtilegar þótt þær seljist illa. Markaður- inn hefur bara ekki komið auga á það. Eins og dæmin sanna þurfa slíkar bækur oft að bíða lengi eftir lesendum, kannski í ára- tugi, kannski hálfa öld. Hvenær komast þær á lista? Eigum við að segja þegar gott „svindl“ fer af stað skipulagt af einhverjum markaðsmanni sem leikur á grannhyggna dómnefnd? Yfirleitt er það ekki svo hér heima að góðar bækur seljist vel. Þær fá heldur ekki þá aug- lýsingu eða kynningu sem kannski er nauðsynleg þótt hún geti oft verið hvimleið. Það eru helst erlendar „metsölubækur" í íslenskri þýðingu sem fá heilu síðumar og „skína“ á skjánum mörgum sinnum á dag þegar jólabókaflóðið stendur sem hæst. Stundum uppgötvast ís- lenskir höfundar, en frægð þeima varir í mesta lagi í tvo mánuði, kannski nógu lengi til að fólk kaupir bækur þeirra. En vonbrigðin eru oftast mikil þeg- ar í ljós kemur að lítið er að finna í bókunum annað en með- al rithæfileika og kannski „spennandi" efni sem verður að litlu þegar kunnáttuna skortir. Þá snúa lesendur sér að er- lendu metsölubókunum aftur eða láta sjónvarp og myndbönd nægja. Annars má vel við una þegar rithöfundar sem hafa áhuga á og þörf fyrir að segja sögu eins og til dæmis Thor og Einaramir báðir (Guðmundsson og Kára- son) seljast framar vonum og einnig framsæknar konur sem skýra okkur frá hryllingnum og depurðinni í samfélaginu. Það eru ekki bara erlendir rithöf- undar sem hafa ákjósanlegan efnivið í sölubækur, af nógu er líka að taka á íslandi. Á lista yfir söluhæstu bækur júlímánaðar sem birtist hér í blaðinu á fimmtudaginn era þeir íslensku skáldsagnahöfundar sem teljast sagnamenn ofarlega á blaði. Þetta era þeir Halldór Laxness, Böðvar Guðmundsson og Einar Már Guðmundsson. Einn nýjungamaður er þó í hópnum, eins konar engill með- al áhorfenda. Eg sé að það era yfirleitt góðar bækur á þessum sölu- lista, klassískar bókmenntir, innlendar og erlendar, og svo ýmsar leiðbeiningabækur um vegi, land og heilsu, vonandi nauðsynlegar. í fjórða sæti er til dæmis bókin Ekki klúðra lífi þínu kona eftir Laura Schless- inger. Það sannar að menn og konur era vakandi og markað- urinn hér heima hefur tekið við sér þegar að svokölluðum sjálfshjálparbókum kemur. Það er brýnt að kasta ekki höndum til útgáfu slíkra bóka því að reikna má með að samkvæmt kröfum tímans séu þær mikið lesnar. AÐSENDAR GREINAR Að leggja til í lífínu AÐ LEGGJA til eða ekki leggja til, það er lóðið. Á við mál mál- anna, væntanlegan eða meintan gagnagrunn í heilbrigðiskerfinu, sem Kári Stefánsson hyggst safna saman, í heildstætt leitartæki að sjúkdómavöldum. Mikil umræða er nauðsynleg um svo stórt mál, segja menn. Laukrétt! Ég hefi fylgst með greinum og ljósvaka- viðtölum, sem virðast býsna einhæf. Mest era þar ágætir vísinda- menn, en aðeins örfáir, sem tala fyrir hönd vísindasamfé- lagsins eins og það leggur sig og hins vegar fyrir munn okkar sjúk- linga og væntanlegra sjúklinga. Því má kannski koma fram viðhorf einnar úr síðari hópnum, sem ekki vill láta hræða sig frá að leggja til og verða að gagni eða espa sig upp í að það tillegg sé svo dýrmætt að ekki megi láta það ókeypis. Mér segir svo hugur að mín skoðun sé nokkuð algeng meðal Islendinga. Lítið atvik kann að skýra við- horfið. Læknir hringdi til mín eitt kvöldið og vantaði heilbrigða við- miðunaiTnanneskju á mínum aldri vegna rannsóknar á alzheimer og parkinsson. Hvort ég hefði á móti því að leggja til blóðdropa. Svarið var að ég væri þvert á móti fegin ef ég gæti lagt eitthvað til í leit að or- sökum þessara sjúkdóma. Hann kom svo morguninn eftir og tók blóðsýnið, sem fór á viðkomandi rannsóknastofu, þar sem borin eru saman viss efni í blóðinu. Aimenna viðhorfið sémsagt að ef maður getur lagt eitthvað til gagns sér að meinalausu, hvað þá að leggja agnarögn í púkkið til að finna og létta öðrum sjúkdóma, þá sé það sjálfsagt. Maður er þá til einhvers kominn í þennan heim, fyrir utan bara að tóra lífið af sjálf- ur. Fólk sem vinnur að_ rannsókn- um segir mér að flestir Islendingar séu mjög fúsir til að leggja slíkt lið. Eflaust er mín skoðun mótuð af því að hafa í 40 ár tekið viðtöl við fólk, vísindamenn og oft sjúklinga. Mér sýnist að flestir vilji segja sína sjúkdómasögu og gjarnan barna sinna, með það að markmiði að það geti komið að gagni þeim sem lenda í svipuðum hremmingum. Þetta era góð rök. Og Islendingar eru yfirleitt alveg óhræddir við að aðrir viti um veikindin, segjast meira að segja oft hafa styrk af því. Fólk er ekkert að reyna að fela veikindi í fjölskyldum. Enda erfitt. Allir vita allt um alla. Nú er mikið talað um trúnað lækna, sem er sjálfsagður. En það er ekki læknirinn einn sem sér sjúkraskýrslurnar. Vinur minn þurfti á heilsugæslustöð úti á landi. Læknirinn spurði um nafnnúmer og sló inn á tölvu sinni, hvar komu allar upp- lýsingar um hans veik- indi. Komi maður slas- aður á slysavarðstofu þá fer kannski einhver upp á spítalann og sækir sjúkraskýrsluna, lækninum til leiðbein- ingar. Sem betur fer, það bætir öryggið. En enginn þarf að segja mér að ef menn kann- ast við manneskjuna gjói ekki einhver aug- unum á skýrsluna. Á heilsugæslustöðvum era margir læknar og annað starfsfólk, ritar- ar færa inn sjúkraskrár o.s.frv. Semsagt þá treysti ég ekkert síður þessu unga íslenska vísinda- fólki og læknum, sem án Islenskr- ar erfðagi-einingar hefði ekki getað fengið starf við rannsóknir hér heima, en mun nú vinna með nafnalausan gagnagrann, sem er dreginn saman úr upplýsingunum um sjúklinga af spítölum, heilsu- gæslustöðvum og frá læknum. Á þeim stöðum hafa þeir þó nöfnin og nafnnúmerin manns. Mér sýnist, segir Elín Pálmadóttir, að flestir vilji segja sína sjúk- dómasögu og gjarnan barna sinna, með það að markmiði að það geti komið að gagni þeim sem lendi í svip- uðum hremmingum. Sjálf hefi ég verið í úrtökum hjá Hjartavernd, Krabbameinsfélag- inu og alls kyns könnunum á heil- brigðissviðinu. Aldrei man ég eftir að hafi verið útskýrt nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera með þetta, taldi gott ef það kæmi að gagni þar og við aðrar rannsóknir eða til góðs á heilbrigðisstofnun- um. Er svona upphæð til reiðu? Nú snýst málið, eins og ég skil það, um að með söfnun og sam- keyrslu á erfðum og sjúkdómum muni Kári Stefánsson og hans vís- indafólk hefja öfluga leit að orsök- um vissra skæðra sjúkdóma, sem herja á mannkyn, og einstakar að- stæður séu til þess hér í okkar litla vel upplýsta samfélagi. Til þess þarf að safna öllum upplýsingunum í einn gagnagrann. Þetta kostar of fjár, áætlun upp á 12 milljarða króna. Ekkert öryggi er fyrir því að eitthvað finnist og því mikið áhættufé í lagt. En ef eitthvað finnst í erfðaþáttunum, þá er hægt Elín Pálmadóttir að selja upplýsingar um það til ein- hvers sem svo mun þróa þær áfram til að finna lyf gegn sjúk- dómnum. Löng og dýr leið er þá eftir áður en framleitt er lyf, og því verður einhver fjársterkur að taka við. Þessu getur Kári Stefánsson komið í kring, en þarf til þess 12 ára frið og einkarétt á heildarsafni gagnanna þann tíma. Aðrir geta eftir sem áður nýtt framskrárnar sem safnið er samandregið úr, eins og nú. Og við eigum gagnagrann- inn á eftir. Nú kemur fram rannsóknafólk sem segir: Við eigum að gera þetta sjálf. Háskólinn á að gera það, eða ríkið gegn um einhverja stofnun! Ja hérna! I öll þessi ár sem ég hefi haft viðtöl við vísindamenn og rannsóknafólk, var viðkvæðið alltaf að ekkert fé sé að hafa hér heima, það stöðvi allt. Nú botna ég ekki neitt í neinu. Trúa menn því raun- veralega að við höfum allt í einu 12 milljarða króna til að leggja í þetta verk? Af hverju á að taka það? Og ef við hefðum það á næstu 12 áram, þá er ég ekki viss um nema ég vildi að því fé yrði varið í annað, úr því Kári getur gert þetta. Hugsið ykk- ur ef við gætum veitt 12 milljarða til spítala, sjúkrastofnana og þjón- ustu við sjúklinga! Með því að veita þetta einkaleyfi þá verður þessi merkilegi gagnagrannur til og laus til allra afnota eftir þessi 12 ár. Ef ekkert hefur komið út úr honum þá eram við Islendingar ekki með þessa skuld á bakinu. En að sjálf- sögðu vonum við að þetta verði til þess að leysa gátur, lækna eða bæta líðan sjúklinga. Og ég verð að segja að mér er það alveg útláta- laust þó að útlendir sjúklingar njóti ekki síður góðs af því en Islending- ar, sem þá munu geta nýtt afrakst- urinn til betri heilbrigðisþjónustu og lækningar sjúkdóma. Hættan mikla Ef þeir, sem eru að útmála hina miklu hættu af því að upplýsingar um mann og sjúkdómssaga fari í samtengdan gagnabanka, trúa því raunveralega að of hættulegt sé að leggja til í bankann, þá hlýtur að gilda svipað um að sleppa slík- um upplýsingum yfirleitt lausum. Séu menn sannfærðir um hætt- una, þá er auðvitað hægt að byrgja brunninn. Að ekkert fari út frá læknum og spítölum. Að lækn- arnir skrifi sjálfir inn í eigin lykl- aða tölvu sjúkrasöguna, sem þeir einir hafi aðgang að. Ætti að vera óþarfi að láta ritara og aðra hafa þar hönd á og vitneskju um. Og síðan að eyða gögnunum um leið og sjúklingurinn hverfur af sjón- arsviðinu. Ég er hrædd um að rannsóknasamfélagið á Islandi sé ekki búið að bíta úr nálinni með það ef tekst að hræða fólk frá því að vilja fúslega taka þátt í og leggja til rannsókna. Þetta er rödd einnar, sem vill endilega að þessi sérstaka aðstaða sem íslendingar hafa til að leita og finna sjúkdómavalda, verði nýtt sem allra fyrst mannkyninu til góðs og með þeim drifkrafti sem mögulegur er. Á hverju ári bætast við sjúklingar. Höfundur er blaðamaður og rithöf- undur. M unið brúðargjafalistann Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is -/elinet Fegurðin kemur innan fró PABBI Sængurgjafir fyrir mömmu og barnið ÞUMALÍNAs. 55i 2136 Kringlunni s. 553 7355 I WARNERIS Flott undirföt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.