Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 37
skapa svigrúm fyrir aukið vægi
greina. í öðru lagi að breyta skipu-
lagi skólastarfs á þann veg að það
skapist aukinn sveigjanleiki fyrir
kennara með mismunandi mennt-
un.
Eg hef ekki trú á lengingu kenn-
aramenntunar. Það má ætla að
fjögurra ára starfsmenntun sé nóg.
Það er aftur á móti full ástæða til
að skoða hvernig breyta megi skól-
anum þannig að eðlilegt svigrúm sé
fyrir kennara með mismunandi
menntun. Eg tel líklegt að kennara-
menntun sem steypt er í „eitt mót“
leiði til einhæfni og tii þess að
áhersla á greinar og svið sé lík alls
staðar og þai- af leiðandi að greinar
fari halloka víða samtímis.
Ki’afan um uppeldis- og kennslu-
fræði er nú bara bundin við ein-
staklinginn, þ.e. ákveðið umfang
greinarinnar er bundið í námskrá
kennaranemans. E.t.v. mætti
minnka bundið umfang og um leið
auka umfang og fjölbreytni í vali í
kennaramenntuninni, en um leið
gera þær formlegu kröfur til sér-
hvers skóla að þar sé að finna þá
hæfni sem skólinn þarf á að halda.
Það er óraunhæft að ætlast til þess
að sérhver kennari búi yfir starfs-
hæfni sem spannar svipað umfang
og skólinn í heild. Skólayfirvöldum í
hverjum skóla ber síðan skylda til
að sjá svo um að skólinn sem heild
sé fær um að gegna hlutverki sínu.
Vissulega gæti þessi skipan skól-
ans leitt til röskunar á bekkjar-
kennaraskipaninni þannig að yngri
nemendur fengju fleiri fagkennara.
Slök útkoma nemenda í alþjóð-
legum könnunum er vissulega
áhyggjuefni. Það veldur mér þó
meiri áhyggjum ef þeir umbrota-
tímar sem nú eru, með stórkostleg-
um breytingum í námsferlum og
nýrri hlutverkaskipan - kennara og
nemenda - leiða tU þess að menn
missa sjónar á uppeldishlutverkinu
sem skólarnir hafa gegnt og virðast
þurfa að gegna í sívaxandi mæli.
Ég vil, að lokum, nefna það að ís-
lenskt skólakerfi og starfslið skóla
á íslandi stenst fyllUega samanburð
við útlandið, þegar á heUdina er lit-
ið. Að mörgu leyti stöndum við
framar öðrum og að einu leyti lík-
lega í fremstu röð. Það er leitun á
skólakerfi sem afkastar jafn miklu
og það íslenska. Og, það er ekkert
víst að skýringu á slöku gengi ein-
stakra greina sé að finna í þessum
ótrúlega vinnutíma kennara á Is-
landi. Oðru nær. Það má færa rök
fyrir því að skýringu á góðu gengi
sumra greina - og þrátt fyrir allt
ekki veiri stöðu annarra - sé að
finna í því að kennarar á Islandi
vinna mikið í starfi sínu.
Höfundur er fyrrverandi
skólameistari Verkmenntaskóla
Austurlands í Neskaupstað.
Vandalar
VANDALAR voru
ein þeirra germönsku
þjóða, sem brutust inn
fyrir landamæri Róma-
veldis á fimmtu öld
e.Kr. Þjóð þessi braust
yfir Rín og síðan tU
Spánar 411. Síðan var
flust yfir tU Afríku og
stofnað til fyrsta germ-
anska ríkisins 442, með
Karþagó sem höfuð-
borg. Þjóð þessi taldist
um 80.000 að talið er
um það leyti sem flust
var tU Afríku 429.
Vandalar rændu Róm
455. Alls staðar þar
sem Vandalar fóru um
urðu þeii’ annálaðir fyrir eyðilegg-
ingu og skemmdaríysn, en með
töku Rómar keyrði um þverbak,
framferði þeirra þar varðaði eyði-
leggingu listaverka og menningar-
verðmæta og útsvínun umhverfis-
ins, einkum þess sem var á ein-
hvem hátt sérstætt.
Þjóð þessi skar sig úr öðram ger-
mönskum þjóðum hvað þetta varð-
ar svo mjög að heiti þjóðarinnar
varð hugtak - vandali - vandalismi
- í öllum málum Vestur-Evrópu,
sem þýðir skrælingjaleg hegðun,
skemmdaræði og eyðileggingarfýsn
sem bitnar einkum á listaverkum,
menningarverðmætum og sérstæð-
um myndunum og fyrirbrigðum
óspilltrar náttúru.
Órlög þjóðar þessarar urðu þau
að Belisaríus, býzanskur hershöfð-
ingi, tók Karþagó 534 og þjóð þessi
hvarf þar með úr tölu þjóða. En
minningin um skemmdaræði þeirra
lifir í hugtakinu - vandali - einstak-
lingur eða hópur manna sem er
firrtur allri kennd siðmenntaðs
smekks og kennd fyrir menningar-
verðmætum og sérstæðum íyrir-
brigðum og fegurð umhverfis og
náttúra.
Þessi firring er óalgeng meðal
siðmenntaðra þjóða og má vitna til í
þessu sambandi þeirrar samstöðu
sem er um undirskrift Kyoto-sam-
komulagsins allra ríkisstjórna
Vestur-Evrópu gegn „vandalíser-
ingu“ lofthjúps jarðar, íslenska rík-
isstjórnin virðist skera sig hér úr.
Ef litið er nær má minna á ætl-
aðan vandalisma með uppistöðulóni
í Þjórsárveram og áætlunina um að
hækka yfirborð Mývatns á sínum
tíma. Það er ekki ástæðulaust að
spyrja hvort Landsvirkjun hafi
ekki undirbúið áætlanir um að gera
Þingvallavatn að stórkostlegu
uppistöðulóni og
sökkvi þar með Völl-
unum? Mývatn er ann-
að merkasta friðland
ótal fuglategunda í
heiminum og Þingvell-
ir merkasti sögustaður
þjóðarinnar. Saga,
náttúra og söguhelg-
aðir staðir öræfanna
eru marklausir sam-
kvæmt skilningi þeirra
sem vilja gjörnýta
„endurnýj anlegar
orkulindir“ fósturjarð-
arinnar.
Fyrir skömmu var
eitt sérstæðasta hvera-
svæði hér á landi kaf-
fært vegna þarfa Landsvirkjunar
til vatnsmiðlunar fyrir orkuver,
þetta ætti öllum að vera í fersku
minni. Þessi aðgerð var dæmi um
vandalisma þeirrar stofnunar,
Það er við ríkisvaldið
að sakast, segir Sig-
laugur Brynleifsson
um þegar framinn og
ætlaðan vandalisma og
náttúruspjöll á mestu
víðernum Evrópu.
framkvæmd á ábyrgð núverandi
ríkisstjómar. Einnig er ætlunin að
laumast til að svíkja gerða samn-
inga um spillingu friðaðra svæða,
þar á meðal hluta Þjórsárvera. Ef
kæmi til athugasemda frá þeim að-
ilum og stofnunum sem íslensk
stjórnvöld era skuldbundin í þessu
sambandi vegna brota á „friðar-
skyldu" gerðra skuldbindinga, þá
hljóta þær stofnanir og samnings-
aðilar að beina ákúram sínum að
núverandi ríkisstjóm. Landsvirkj-
un yrði aldrei stefnt, því sú stofnun
er ekki löghæf. Hún er fram-
kvæmdaraðili og er undirorpin
Hjúalögum frá 1928, lög nr. 22. St-
arfsmenn og stjómendur þeirrar
stofnunar era hjú ríkisvaldsins,
sem ber fulla ábyrgð á gerðum
þeirra. Það er því við ríkisstjórn Is-
lands að sakast um vandalisma, nú
þegar framinn og ætlaðan, og er þá
átt við væntanleg náttúraspjöll og
eyðileggingu mestu víðerna Evr-
ópu.
Höfundur er rithöfundur.
Siglaugur
Brynleifsson
Klofningur innan evrópska
efnahagssvæðisins og fram-
tíð íslenskrar lagasetningar
HINN 16. júlí síðast-
liðinn féll dómur í dóm-
stól Evrópusambands-
ins í Luxemborg í máli
nr. C-355/96, svoköll-
uðu Silhouette-máli
þar sem reyndi á túlk-
un 1. mgr. 7. gr. fyrstu
vöramerkj atilskipunar
ráðs Evrópubanda-
lagsins um tæmingu
vöramerkjaréttinda.
Dóms þessa hafði verið
beðið með eftirvænt-
ingu af ýmsum ástæð-
um. Segja má að íyrir
hinar 380 milljónir
manna sem búa innan
innri markaðar Evr-
ópusambandsins skipti mestu máli
að nú geta framleiðendur merkja-
vöra ráðið því hveijir fái að flytja
þær vörar inn á Evrópumarkað.
Framleiðandi gleraugnaumgjarða
eða gallabuxna, svo dæmi séu
nefnd, getur nú hindrað innflutning
vöra sinnar inn á markaðssvæðið á
grundvelli vöramerkjatilskipunar-
innar. Þannig gætu t.d. rétthafar
vöramerkisins LEVIS hindrað inn-
flutning sjálfstæðra aðila á slíkum
fatnaði frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu. Raunveruleg þýðing þess fyrir
allt venjulegt fólk er helst sú að
samkeppni minnkar. Aðildarríkjum
bandalagsins er bannað að viðlagðri
bótaskyldu að haga löggjöf sinni í
ósamræmi við dóma Evrópudóm-
stólsins. Um þessa hlið dómsins er
að finna umfjöllun i laugardags-
blaði Morgunblaðsins þann 17. júlí
sl. og í kvöldfréttum Ríkisútvarps-
ins á föstudagskvöldið.
Fyrir íbúa Noregs, íslands og
Lichenstein er dómurinn þó ekki
síður athyglisverður fyrir allt aðrar
sakir. Eins og mönnum er kunnugt
era Islendingar aðilar að EES-
samningnum. Hann felur það í sér
að samingsaðilar sem era aðildar-
ríki Evrópubandalagsins, banda-
lagið sjálft og aðildarríki EFTA ut-
an Sviss stefna að einsleitu evr-
ópsku efnahagssvæði. I samningn-
um sjálfum, viðaukum hans og bók-
unum kemur fram hvað skuli vera
gildandi réttur á hinu evrópska
efnahagssvæði. I samningnum er
ekki aðeins kveðið á um það hvaða
reglur skuli gilda innan aðildarríkja
samningsins, það koma einnig fram
reglur um það hvernig fullnustu
samningsins skuli gætt innan
markaðarins. Til þess að tryggja
hana eru ákvæði í EES-samningn-
um sem fela tveimur dómstólum að
skera úr ágreiningi um túlkun
EES-reglna. í grófustu dráttum
má segja að dómstól Evrópubanda-
lagsins sé falið að túlka EES-rétt-
arreglur ef mál rísa innan aðildar-
ríkja bandalagsins. EFTA-ríkin
þ. á m. Island skuldbundu sig á
hinn bóginn til þess að stofna sér-
stakan dómstól sem á að túlka
samninginn ef mál rísa innan
landamæra aðildarríkja EFTA.
Samningurinn er því að formi til
tvíhöfða hvað varðar túlkun hans.
Einsleitni ógnað
íslensk og norsk vöramerkjalög
hafa byggt á alþjóðlegri tæmingu
vöramerkjaréttinda, þ.e. framleið-
andi vöramerkis getur ekki hindrað
dreifingu vöru sinnar eftir að hafa
sett hana á markað, hvort heldur
sem er innan eða utan evrópska
efnahagssvæðisins. Niðurstaða
Evrópudómstólsins er því í ósam-
ræmi við tæplega árs gömul vöra-
merkjalög okkar nr. 45/1997 en svo
kaldhæðinslega vill til að þau voru
sett til þess að aðlaga íslenskan
vöramerkjarétt að skuldbindingum
EES-samningsins. Þá er hún í
ósamræmi við norsk vörumerkjalög
og nýjan dóm EFTA-dómstólsins í
máli nr. E- 2/97, svokölluðu
Maglite-máli sem er
sambærilegt Silhou-
tette-máli Evrópudóm-
stólsins.
EFTA-dómstóllinn
komst í því máli að
þeirri niðustöðu að það
væri fyrir EFTA-ríkin,
þ.e. löggjafa og dóm-
stóla, að ákveða hvort
innleiða skuli eða við-
halda reglunni um al-
þjóðlega tæmingu að
því er varðar vörur
sem upprunnar eru ut-
an EES. Dómstóll
Evrópubandalagsins
telur á hinn bóginn að
lagsetningarvald aðild-
arríkja EES hafi verið flutt á vett-
vang bandalagsréttar með réttri
túlkun á tilskipuninni. Nú er því
kominn upp ágreiningur innan
einna mikilvægustu stofnana EES-
Eftir að löggjafarvald
hefur verið flutt á
vettvang Evrópuréttar,
segir Einar Hannesson,
er innlendum löggjafa
óheimilt að setja lög
á því sviði.
samningsins um túlkun sömu reglu.
Verði talið að ólík túlkun á efni 1.
mgr. 7. gr. vöramerkjatilskipunar
stefni í voða einsleitnismarkmiði
EES-samningsins getur hver
samningsaðila látið taka málið upp í
sameiginlegu EES-nefndinni. Hún
verður þá að ná samkomulagi um
sameiginlega niðurstöðu. Það sam-
komulag má þó ekki brjóta gegn
réttarframkvæmd dómstóls Evr-
ópubandalagsins að mati hans.
Þetta mat dómstólsins sem stað-
festingu hefur hlotið af hálfu Is-
lands í bókun 48 við EES-samning-
inn, þýðir í raun að sú eina eins-
leitni sem bandalagið viðurkennir
er í því fólgin að aðildarríki EFTA
innleiði EES-gerðir sem era í sam-
ræmi við dómaframkvæmd dóm-
stóls Evrópubandalagsins.
Nú þegar Evrópudómstóllinn
hefur dæmt alþjóðlega tæmingu
vörumerkjaréttinda óheimila á
EES-svæðinu er eina úrræði sam-
eiginlegu EES-nefnarinnar til að
viðhalda einsleitni að aðildarríki
EFTA viðurkenni þá reglu. Nefnd-
inni er ekki heimilt að víkja frá
túlkun dómstóls Evrópubandalags-
ins því þá væri verið að bijóta gegn
sjálfsákvörðunarvaldi bandalagsins
sem hefði ýmiskonar alvarlegar af-
leiðingar í fór með sér. Það ber þó
að hafa það í huga að ákvarðanir
innan nefndarinnar verða aðeins
teknar með einróma samþykki. Slík
regla sem væri andstæð fyrri
skuldbindingum aðildarríkja EFTA
verður því ekki hluti af regluverki
EES-samningsins nema atbeini
rílqanna, þ. á m. Islands, komi til.
Á hinn bóginn er í raun ekki um
neitt að semja, annaðhvort innleiðir
aðildarríkið regluna óbreytta eða
regluverk um laust deilumál fer í
gang sem smám saman ógildir
EES-samninginn með sjálfvirkum
hætti.
Vaxandi áhrif EES-réttar
Líklegt er að dómstóll Evrópu-
bandalagsins beiti sömu dómstefnu
við túlkun EES-samningsins og við
beitingu venjulegs bandalagsréttar.
Sú dómstefna hefur á síðustu fjór-
um áratugum einkennst af því að
dómstóllinn víkkar stöðugt út svið
Evrópuréttar á kostnað löggjafar-
valds aðildaraíkjanna. Eftir að lög-
gjafarvald hefur verið flutt á vett-
vang Evrópuréttar er innlendum
löggjafa óheimilt að setja lög á því
sviði sem ekki era í fyllsta sam-
ræmi við hann. Það kynni því að
vera skynsamlegt fyrir Islendinga
að styrkja sem mest tengslin við
aðrar heimsálfur meðan tími er til.
Við þyrftum þá að hafa komið öllum*’
okkar sérhagsmunum á þurrt áður
.en sjálfstæði stjórnvalda hefur ver-
ið þrengt um of. Auk þess gætu
sterk tengsl við önnur ríki en aðild-
arríki Evrópubandalagsins tak-
markað tjón okkar ef að því kæmi
að framsal fullveldis landsins yrði
meira en við væri unað og EES-
samningurinn lenti í pattstöðu.
Eins og þessi rökstuðningur sýn-
ir getur gildissvið EES-samnings-
ins víkkað yfir á svið sem áður voru
talin sérmálefni Evrópusambands-
ins. Islendingar era áhrifalausir um
ákvörðun þessara sérmálefna. Hér
er þó ekki endilega stungið upp á
aðild að bandalaginu sjálfu enda er^.
fisveiðistefna þess óaðgengileg.
Fullomlega óraunhæft er að gera
ráð fyrir ótímabundinni undanþágu
frá fiskveiðistefnunni eins og glögg-
lega hefur komið í ljós í öllum aðild-
arviðræðum bandalagsins við ný
ríki frá árinu 1972. Þá er ljóst að
EES-samningurinn hefur jákvæð
áhrif á viðskipti innan svæðisins og
þá væntanlega lífskjör.
Niðurstaða
Þeir dómar sem hér hafa verið^
nefndir era mjög athyglisverðir til
að lýsa raunveralegu framkvæði að
lagasetningu á Islandi. Þeir sýna
líka svo ekki verði um villst áhrifa-
leysi íslenska löggjafans þegar
kemur að því að setja reglur á gild-
issviði evrópska efnahagssvæðisins
en löggjöf þess er miklu umfangs-
meiri en innlend löggjöf og fer vax-
andi. Veik staða innlendra yfirvalda
endurspeglast í því að dómarar
EFTA-dómstólsins, þ.e. okkar
stoðar samningsins, höfðu haldið
því fram að síðar tilkomin niður-
staða Evrópudómstólsins kæmi
ekki til greina vegna þess að þá
væram við raunveralega komin inn
í tollabandalag Evrópusambands-
ins og sameiginlega viðskiptastefnu
þess. Það era þættir sem krefjast
svo mikils afsals fullveldis að
ákveðið var á sínum tíma að fara
fremur í efnahagssamstarf en fulla
aðild. Erfitt er að bregðast við
þessari þróun.
Eins og bent hefur verið á hafa
íslensk stjómvöld aðeins tvo kosti
þegar kemur að því að samræma
EES-reglur, annaðhvort kljúfum
við okkur út úr samningssamstarf-
inu með þeim háskalegu afleiðing-
um sem það kynni að hafa á lífskjör
hér á landi eða við breytum löggjöf
okkar til samræmis við dóm Evr-
ópudómstólsins.
----------------------------------(S^
Höfundur er lögfræðingur.
íkki b&M
t * **
huíýOýii
Fákafeni 9
sími 5682866
www.mbl.is
Einar
Hannesson