Morgunblaðið - 15.08.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.08.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÁLÍNA SIG URÐARDÓTTIR + Pálína Signrð- ardóttir fæddist 1 Hólmaseli i Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu 9. maí 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 8. ágúst siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. ágúst. Núna þegar þú ert farin frá okkur, elsku amma, er okkur sem eftir sitjum huggun að vita að nú líður þér ekki lengur illa. Síðustu árin voru þér erfið, en alltaf stóðst þú eins og klettur, full bjartsýni og ákveðin í því að morgundagurinn yrði betri. Auðvitað voru dagarnir og vikurnar þér miserfiðar. Lengst af varst þú full bjartsýni og ákveðin í að lífið væri ekki búið, en undir lokin lifðir þú fyrir einn dag í einu, varst sárþjáð og þá var erfíðara fyrir þig að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Minningar okkar um þig þessa síðustu mánuði eru og verða alltaf sárar, en þegar frá líður verða það góðu minningarnar sem standa upp úr. Litlu ömmubörnunum þótti alltaf gott að koma í Gnoðarvoginn. Sunnudagsrúnturinn hófst ávallt eða endaði hjá ykkur afa þar sem alltaf var til nóg af jólakökum og öðru bakkelsi með kaffinu. Ekki spillti heldur fyrir að oftast hittum við eitthvað af frændfólkinu þar, því við vorum ekki þau einu sem komum við á sunnudögum. Oft var margt um manninn og mikil kátína og fjör í eldhúsinu hjá þér. Það allra besta var þó að fá að vera yfir nótt, þá hafði maður ykkur afa út af fyrir sig. Við vorum öll mestu sæl- gætisgrísir eins og flestir krakkar og þú hafðir svo gaman af því að spilla okkur svolítið með því að gauka að okkur smá aurum fyrir nammi í sjoppunni niðri. Litlu grís- irnir kunnu að meta það. Síðustu árin þegar við eldri systkinin vorum komin í Mennta- skólann við Sund var gott að geta litið inn í hádeginu, spjallað og lesið blöðin. Þú hvattir okkur systkinin áfram í nám- inu og talaðir oft um hve menntun væri mikils virði. Þú lagðir mikla áherslu á að við lykjum því námi sem við höfum hafið. Elsku amma, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér, guð blessi þig. Minning um þitt milda geð minnkað getur bólgur. Genin þín við göngum með gegn um lífsins ólgur. (O.E.) Elsku afi, þú hefur misst mikið og sorg þín er djúp. Við vonum að minningar þínar um traustan og góðan lífsförunaut mildi sorg þína. Guð veri með þér. Harpa, Oddgeir og Þórarinn. Það var á haustdögum fyrir 24 árum sem leiðir okkar Pöllu lágu fyrst saman. Þá var ég ung og óreynd átján ára stelpuskjáta að gera hosur mínar grænar fyrir Ein- ari syni þeirra Oddgeirs. Hún var heldur uppburðarlítil og óframfærin stelpan sem var dregin að hádegis- verðarborðinu í Gnoðarvoginum sunnudagsmorguninn eftir fyrstu næturheimsóknina hjá kærastan- um. En ég var fljót að sjá að engin ástæða var til að óttast tilvonandi tengdaforeldra mína. Mér var þeg- ar tekið opnum örmum og ég skildi að ég var velkomin á þeirra heimili og hefúr svo verið alla tíð síðan. Málin voru fljót að þróast hjá kærustuparinu og þremur árum síðar vorum við Einar gift og orðnir foreldrar tveggja barna, Hörpu og Oddgeirs. Palla átti þó enn mikið í Einari sínum og hefur vísast þótt við óttalegir krakkakjánar. Hún var iðin við að senda okkur sínar rómuðu jólakökur, slátur, hveiti- kökur til að hafa með jólahangikjöt- inu og hvaðeina annað það sem Einari var svo kært úr heimahús- um en unga óreynda húsmóðirin hafði hvorki skilning á né kunnáttu til að matbúa. Hún dekraði við okk- ur fyrstu árin og lýsandi fyrir það er að oftar en ekki hringdi hún þeg- ar líða tók að hádegi á sunnudags- morgnum og sagði okkur að koma og fá okkur bita; hún hefði eldað svo mikið. Okkur þótti þetta auðvit- að ósköp notalegt. Sjálf hló Palla oft að því fyrst eft- ir að þau Oddgeir voru orðin tvö ein á heimilinu, að hún væri alltaf að elda og baka ofan í allan skarann sem áður var heima. Hún var reyndar hamhleypa í eldhúsinu og ég hef ekki komist í kynni við neinn sem hefur framleitt þvílík býsn af jólakökum sem hún. Aðspurð sagð- ist hún þurfa að baka svona mikið þvi þær væru svo fljótar að fara hjá sér, jólakökurnar. Það voru heldur engar ýkjur og þeir synir hennar áttu drjúgan þátt í því. Þeir voru allir þrír viðloðandi kaffitímana hjá henni meira og minna alla daga vik- unnar og sporðrenndu þá hálfu og heilu kökunum ef því var að skipta. En þó að Palla væri heimsins besti bakari var hún þó ekki síðri kokkur. Eftir að börnin fóru að heiman lagði hún það í vana sinn að bjóða öllum börnunum sínum ásamt fjölskyldum þeirra í jólaboð í há- deginu á jóladag. Þessi boð hennar voru engu lík að glæsileika og rausnarskap. Ekki fór fram hjá neinum að þar fór einstaklega góð- ur kokkur og dugnaðarforkur. Minningin um þessi boð er afar ljúf. Þessar minningar mínar um Pöllu eru úr daglega amstrinu og þeim skaut fyrst upp í kollinum á mér en ótal margs er að minnast eftir svona löng kynni. Eftir skilnað okkar Einars fyrir fjórum árum urðu samskipti okkar Pöllu og Geira stopulli og minni en ég hefði kosið, en alltaf fann ég þó sömu hlýjuna þegar ég leit inn í Gnoðar- voginum. Nú er þessi sterka og stolta kona öll og ég þakka Guði fyrir að hafa leyst hana undan frek- ari þjáningu og kvöl. Elsku Pöllu minni þakka ég fyrir allar góðar stundir og fyrir að hafa verið börn- unum mínum þremur elskuleg og góð amma. Blessuð sé minning hennar. Elsku Oddgeir, Siggi, Dísa, Ein- ar, Rúnar og fjölskyldur. Ég votta ykkur samúð mína og bið Guð að gefa ykkur öllum styrk á þessari sorgarstundu. Björg. ÞORÐURINGVI SIGURÐSSON tÞórður Ingvi Sigurðsson fæddist á Borgar- hóli á Seyðisfirði 29. janúar 1930. Hann lést á heimili sínu 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 11. ágúst. Það er mánudags- kvöld, síminn hringir, það er móðir mín að tilkynna mér lát Þórð- ar, trúnaðarvinar síns til nær þriggja áratuga. Hann hét fullu nafni Þórður Ingvi Sigurðs- son og var prentari og síðar bif- reiðastjóri hjá Hreyfli. Þórður lést á heimili sínu, Há- túni 12. Þórður var aðeins sextíu og átta ára er hann lést, en sökum slæmrar heilsu hafði honum hrak- að mikið núna síðustu mánuðina, og notaði hjólastól þar sem fætur hans báru hann ekki lengur. Móðir mín og Þórður hafa verið saman í nær þrjátíu ár, já tíminn er fljótur að líða þegar ég hugsa til baka. Þetta hafa verið bæði súr og sæt ár. Nú er þessi kafli í lífi Þórðar á enda. Það er á engan hallað þótt móðir mín fái það þakkað, sem hún gerði fyrir Þórð, enda margsagði hann mér að hún héldi í sér lífinu og hann vissi að hann gæti aldrei full- þakkað henni fyrir hjálpina. Hann sagði mér hvað honum þætti vænt um hana, og að hún væri eina rósin í lífi sínu. Þetta voru Þórðai- orð og ég veit að hann meinti það svo innilega. Kynni þeirra hófust austur á Seyðisfirði. Þá voru þau unglingar í vinnu í prentsmiðj- unni á staðnum, síðar fluttu þau suður og skildi leiðir þá. Þórður er tvíkvænt- ur og eignaðist sjö börn. Ég kynnt- ist Þórði þegar frumburður minn fæddist og ég þurfti að fá pössun, mamma og Þórður pössuðu ung- ann. Þórður var afskaplega barn- góður, og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkum mann. Ljúf- mennskan og ígrundun einkenndi Þórð alla tíð. Mörg jólin voru mamma og Þórður hjá okkur á jóladag og minnumst við þess með þakklæti og gleði. Dóttur þína, Rögnu, hélstu mikið upp á og fannst þér þið eiga margt sameig- inlegt. Þér leið vel eftir heimsókn til hennar norður, enda naust þú þessarar ferðar og að segja frá henni. Ég gerði honum greiða í seinni tíð þegar hann treysti sér ekki til að keyra, eins og til Hveragerðis eða Reykjalundar. Þakklætið fyiir að hjálpa honum var einstakt, hann vildi greinilega ekki vera upp á neinn kominn. Hann kvartaði ekki þótt hann væri illa haldinn af veikindum þeim er drógu hann til dauða. Nú er þessu lífi lokið Þórður minn, og alltaf kemur dauðinn jafn mikið á óvart. Þú varst búinn að undirbúa brottfór þína við trúnaðar- og æskuvin þinn, hana móður mína. Hún kemur til með að sakna þín sárt, því hugur hennar er hjá þér. Það verður skrítið að koma í heimsókn á Breiðvanginn og finna enga vindlalykt og engan Þórð prentara að rabba við um daginn og veginn eins og við vorum vanir. Við hjónin þökkum þér sam- fylgdina. Þórey systir þakkar þér gömlu góðu stundimar. Við vottum bömum Þórðar og öðram ættingj- um samúð okkar, og þá sérstaklega Guðbjörgu móður okkar, sem misst hefur sinn einkavin. Magnús P. Sigurðsson. Elsku afi, okkur langar að kveðja þig með þessum sálmi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín bamabörn, Ingibjörg, Linda, Þórunn, Jón Gunnar og Ragnar. LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST1998 39 J- JÓNA HUGLJ ÚF FRIÐBJARNARDÓTTIIt + Jóna Hugljúf Friðbjamar- dóttir var fædd á Ystahóli í Sléttuhlíð 10. október 1913. Hún lést á dvalar- heimilinu Illíð á Akureyri 5. ágúst sfðastliðinn. For- eldrar hennar voru Friðbjöm Ágúst Jónasson, bóndi og smiður, f. 25. 8. 1876, d. 12.5. 1970, og Sigríður Hall- dórsdóttir, Ijósmóð- ir, f. 19.2. 1882, d. 1.8. 1961. Systkini hennar vom Ólöf Jómnn, f. 8.7. 1906, d. 30.1. 1923; og Þórður Halldór, f. 15.9. 1909, d. 25.1. 1984. Fóstursystur Jónu em: Sigrún Ólöf Tómasdóttir, f. 16.12. 1922, d. 3.9. 1996; Baldvina Baldvinsdóttir, f. 22.12. 1913; Dana Araar Sigurvinsdóttir, f. 26.5. 1933; og Sól- veig Stefánsdóttir, f. 10.6. 1939. Hinn 26. desember 1950 giftist Jóna Ragnari Gunnari Emilssyni vélsijóra, f. 1.7. 1918, d. 3.4. 1994. Jóna lærði sauma- skap hjá Guðrúnu Sveinsdóttur á Siglufirði og vann’*" við það mestan hluta ævinnar auk annarra starfa. Jóna flutti með for- eldmm sínum frá Þrastarstöð- um á Höfðaströnd til Þórðar bróður síns á Akureyri 1948. Bjó hún á Akureyri æ siðan, nú siðustu árin á dvalarheimilinu fflíð. Útför Jónu fer fram í dag frá Akureyrarkirkju og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hin Ijúfa minning lýsir mér sem fyrr er h'til stúlka barði á þínar dyr. Þær ætíð síðan opnar henni stóðu þótt árin liðu hratt í tímans móðu. (R.E.) I dag kveð ég þig, elsku Jóna mín, og söknuður minn er mikill. En sorgin og gleðin era systur. Við drúpum höfði og þökkum fyrir að nú era þrautir þínar á enda. Jóna var einstök kona, auðug af hamingju, vináttu og tryggð og gjafmildi hennar mikil. Þess naut ég og fjölskylda mín í ríkum mæli sem og svo flestir sem urðu á vegi henn- ar. Jóna var mjög glæsileg kona. Ég mun ávallt minnast hennar uppá- klæddrar í íslenska búningnum með dökka hárið, geislandi og glettin augu og kímna fallega brosið. Já, það var alltaf stutt í glettnina og grínið hjá henni Jónu minni. Jóna var ákaflega vinnusöm og féll aldrei verk úr hendi, meðan kraftar leyfðu. Ég man hana sem barn og unglingur heima á Þrastarstöðum, saumandi og prjónandi á heimilis- fólkið af mikilli snilld og þar varð mörg falleg flíkin til. Ég man hana við heyskapinn með pabba og frænda þar sem aldrei var gefið eft- ir og staðið alla daga jafnt og þeir. Það er bjart yfir bernsku minni og það á ég Jónu allt að þakka. Það vora virkileg forréttindi að fá að al- ast upp á slíku fyrirmyndarheimili, hjá öllu því góða fólki sem að henni stóðu. Minningarnar eru svo marg- ar að ófært er að setja þær allar á blað, enda veit ég að Jóna vildi sem minnst láta um sig tala. Jóna var mikil félagsvera og hafði gaman af öllu sem tengdist fólki, ferðalögum, listum, tónlist og tóm- stundum. Hún starfaði lengi með Slysavamafélagi Islands á Akureyri og einnig Sjálfsbjörg á Akureyri. Að starfa með þessum félögum veitti henni mikla lífsfyllingu og eignaðist hún marga góða vini í þeim félagsskap. Jóna ferðaðist mikið um ísland og er varla sá staður til sem hún ekki þekkti. En enginn staður vSri^ henni kærari en Skagafjörðurinn. Einnig fór hún nokkrar ferðir til út- landa og þreyttist seint á að segja frá skemmtilegum atvikum úr ferð- um sínum. Jónu var flest til lista lagt og svo mikil hagleikskona var vandfundin, það var fátt sem hún ekki tók sér fyrir hendur, enda alltaf að. Eftir hana liggja ótal fallegir munir úr handmáluðu postulíni og keramiki og handmálaður fatnaður og dúkar. Þetta era ómetanlegir dýrgripij^ sem munu ætíð varðveitast innan fjölskyldunnar og hjá öðram. ' Elsku Jóna mín, nú er komið að leiðarlokum, ég, Steini, bömin okk- ar og barnabörnin þökkum þér ynd- isleg ár, þökkum fyrir að hafa átt þig að. Við vitum að nú ertu laus úr viðjum þessa heims, sem var þér erfiður síðustu árin. Við minnumst þín með virðingu og þökk og biðjum algóðan Guð að gæta þín. Guð blessi þig- „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann gæti risið upp fy mætti sínum og ófjötraður leitað á* fund Guðs síns.“ (Spámaðurinn) Ég og fjölskylda mín viljum að endingu þakka öllu hinu góða hjúkr- unarfólki á dvalarheimilinu Hlíð og þá sérstaklega því hjúkranarfólki sem annaðist Jónu okkar í banaleg- unni og létti henni þjáningarnar, það var einstakt. Einnig viljum við votta bróður- börnum Jónu, Siggu, Benna Geir og Onnu Guðnýju frænku hennar sam- úð okkar og þökkum ykkur ómetan- lega hjálp henni til handa gegnum árin. Dana Arnar Sigurvinsdóttir. Einlaegar þakkir færum við öllum þeim, sem minnst hafa með hlýhug og virðingu ÞÓRDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR Ijósmóður. Bragi Sigurþórsson, Inga Björk Sveinsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Þórarinn Stefánsson, Þórdís Bragadóttir, Þorbjöm Guðjónsson, Friðrik Bragason, María Guðmundsdóttir, Brynja Bragadóttir og bamabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.