Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 40
40 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MARÍA KRISTÍN
'■ INGIBERGSDÓTTIR
+ María Kristín
Ingibergsdóttir
fæddist í Merki á
Reyðarfirði 20. apr-
fl 1947. Hún lést 8.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingibergur
Stefánsson og Guð-
björg Þorsteinsdótt-
ir, en þau eru bæði
látin. Systkini henn-
~j»iar eru: Guðríður og
Elmar. Hinn 15.8.
1967 giftist María
Árna Valdóri Elís-
syni, f. 13.2. 1945. Börn þeirra
eru: 1) Elís, f. 22.9. 1965, kona
hans er Sigríður Pálsdóttir. 2)
Guðbjörg, f. 9.8. 1968, eigin-
maður hennar er
Samer Kudur. 3)
Erla Bjarney, f.
15.3. 1975. Barna-
börn Maríu eru:
Árni Valdór, Viktor
Páll, Leó Freyr, dá-
inn 1996, Mæja Dís,
Alex Freyr og
Adam. María stund-
aði nám í barna- og
unglingaskóla
Reyðarfjarðar,
einnig stundaði hún
nám í Húsmæðra-
skólanum á Hall-
ormsstað einn vetur. .
Utför Maríu fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 17.
Fólk er alltaf á faraldsfæti. Það
er ýmist á ferðalögum, eða það flyt-
ur af einum stað á annan. Við flutt-
um austur á Reyðarfjörð í júlí 1973,
og erum því búin að þekkja Maju og
Áma Dóra í 25 ár, nánast upp á
dag. Þegar ungt fólk fiytur á nýjan
stað, langt frá heimaslóðum, er oft
^e^fitt að byrja á öllu frá grunni, að
kynnast nýju fólki, nýrri vinnu, nýj-
um aðstæðum o.s.frv. Við vorum
heppin, því Maja var ekkert að
tvínóna við hlutina. Hún og Árni
Dóri voru fyrsta fólkið sem við
kynntumst íyrir austan og einnig
fyrsta fólkið sem heimsótti okkur.
Maja ieit oft inn fyrstu árin okkar
og þá var ýmislegt rætt, ekki síst
um börnin, sem voru á svipuðum
aldri. Oft var hlegið að ferðinni í
Egilsstaði, þegar Nonni var gripinn
með, sem ljósmóðir, þegar von var á
rirlu Bjamey. Nokkrar ferðir vora
farnar inn í Grænafell með börnin
lítil. Ekki var síður fjör í bamaaf-
mælunum, að ekki sé nú minnst á
okkar eigin veisiur. En aftur var
flutt og nú suður og þá var fylgst
með símleiðis. Fréttir voru misgóð-
ar, en þegar við hittum Maju og
Árna Dóra í sumar, og áttum góða
kvöldstund saman, vorum við öll svo
bjartsýn á framtíðina. Maja var bú-
in að standa sig eins og hetja og var
ákveðin í að berjast áfram, sem hún
og gerði.
En nú var komið að þér að flytja,
Maja mín. Flytja til nýrra heim-
kynna, þar sem aðrir verða að
kynna þér nýjar aðstæður. Þar
ffiunt þú fá kraftinn aftur og hitta
ástvini þína, sem á undan eru famir.
Elsku Maja mín, þakka þér góð
kynni í 25 ár og guð gefi þér góða
ferð.
Elsku Gurra, Elmar og fjölskyld-
ur. Innilegar samúðarkveðjur og
guð blessi ykkur. Elsku Árni Dóri,
Elli, Guðbjörg, Erla Bjamey og
fjölskyldur. Guð veri með ykkur öll-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við «11 tækifæri
Skólavörðustíg 12.
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
um og gefi ykkur styrk og kraft.
Samúðarkveðjur,
Helga og Jón.
Hugþekk mynd frá löngu horfmni
tíð líður hjá eins og ljósbrot. Ljúf
minning en ljós leitar á hug á
klökkri kveðjustund, kaldri og mis-
kunnarlausri um leið. Hún yljar
gömlu hjarta myndin af lítilli bros-
hýrri stúlku sem situr niðursokkin í
verkefni sín í bekknum hjá mér,
kappsfull og metnaðargjörn að
mega alltaf gera sitt besta, en fyrst
og síðast er það brosið bjarta á
þessu sviphreina og fallega andliti
sem lýsir upp þessa leifturmynd frá
liðinni tíð. Hún Maja litla í Merki
bar með sér birtu í bekkinn sinn,
samviskusöm og fljót að tileinka sér
ailt námsefni en umfi'am ailt þýð og
þekk, ein þeirra sem gerði það svo
undurskemmtilegt að leiða unga
hugi á lærdómsins vit, laða fram eig-
inleika sem allra besta og af þeim
átti hún Maja gæðagnótt. Alla ævi-
ieið átti hún eftir að njóta þessara
eiginda sinna, en ekki síður fengu
aðrir að njóta þeirra, viðmótsins
gjöfula og góða, blíðra brosa, ein-
lægninnar og alúðarinnar sem hún
alltaf lagði að hverju einu. Eins og
hún sinnti náminu áður af dug og
dáð, eins fór um allt hennar ævi-
starf, ljúfmennskan og lipurðin í
öndvegi, allt lék henni í höndum, allt
gert af sömu samviskuseminni. Hún
Maja varpaði geislum á veg okkar
alla tíð, hvenær sem maður hitti
hana var hlýja og birta í hreinum
svipnum, leiftrandi lífsgleði átti ör-
uggt skjól í hjarta hennar. Og fleiri
leifturmyndir líða um hug. Maja létt
eins og fiðrildi á dansgólfinu heima
svífandi um með sitt gleðibros, hún
kunni sannarlega að gleðjast með
glöðum, átti enda ljúfling sannan að
dansfélaga og lífsíorunaut, lífsdans-
inn þeirra beggja ijómandi taktviss
og töfrum kærleikans slunginn. En
samhliða ljúfum leifturmyndum,
mynd hinnar sönnu hetju í harðri
baráttu við óvæginn vágest, þar sem
hún sýndi slíkt þrek, slíka baráttu-
lund, slíka vongieði í þjáning sinni
að einlæga aðdáun vakti. Aldrei að
láta undan, aldrei að gefa upp von-
ina, alltaf að stefna upp í strauminn
Blómabúðin
(^Áarðskom
v/ FossvopsUirkjwgarð
' Sfml: 554 0500
stríða og freista þess að fá sigur. En
lífsþráin sterka varð þó að lúta í
lægra haldi, ljúfar myndir bregða lit
sínum og ljóma við hin hörðu örlög.
Við Hanna sendum Árna, böm-
unum þeirra og ástvinum öðram
innilegar samúðarkveðjur. Megi
birtuidk minning um heillaríka
göngu hugprúðrar hetju ylja og lýsa
þeim í sárri sorg. Vongleði hennar
og hugdirfð mætti öðmm verða fag-
urt fordæmi. Döpram hug færi ég
einlæga þökk iyrir kynni kær allt
frá blíðri bernskutíð Maju til leiðar-
loka. Á vit hins ókunna leitar hugur
þar sem ég veit að leiðin hennar
Maju verður björtu blómskrúði
stráð svo sem hún bar okkur bióm á
ævileið. Blessuð sé mæt minning.
Helgi Seljan.
Við systkinin viljum hér minnast
Mæju frænku okkar í örfáum orð-
um. Það er skrýtið til þess að hugsa
að sjá ekki Mæju aftur og finna
þennan kraft sem hún bjó yfir.
Mæja var einstaklega dugleg kona
og taldi hún ekki eftir sér að gera
hin ýmsu stórverk. Viljum við
þakka Mæju fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur og biðjum góðan
Guð að umvefja hana.
Sendum við og fjölskyldur okkar
Árna, Ella, Siggu, Guðbjörgu, Sam,
Erlu og barnabörnum Mæju okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Einnig
biðjum við Guð að styrkja systkini
hennar, Gurra og Elmar, sem horfa
nú á eftir ástkærri systur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjöm Egilsson.)
Skúli, Guðbjörg og Þórdís.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Þessi orð komu í huga
minn þegar Mæja systir mín veiktist
í desember síðastliðnum, en þá tók
meinið sig upp sem við öll héldum að
hún hefði sigrast á. Ég fann glöggt
þá hversu nánar við voram og
hversu mikinn félagsskap við systur
höfðum hvor af annarri. Aldrei leið
sá dagur að við hefðum ekki sam-
band hvor við aðra, þá annaðhvort
með símtali eða heimsóknum.
Það var erfitt að meðtaka þá
staðreynd að meinið hefði tekið sig
upp aftur og nú yrði baráttan erfið-
ari en áður. Mæja hélt þó ró sinni
og var staðráðin í að sigra. Sáum við
glöggt hversu sterk Mæja var þeg-
ar hún tók ákvörðun um að berjast
og var þetta tímabil erfitt, bæði fyr-
ir hana og fjölskyldu hennar. Nú er
erfiðri baráttu lokið og hefur hún
fengið hvíld.
Elsku systir og mágkona, fráfall
þitt er okkur mikill harmur og vor-
um við ekki tilbúin til að kveðjast.
Það var svo margt sem við vorum
búin að ákveða að gera saman, t.d.
ætluðum við í fjallaferð í sumar og
nú mun draumurinn um flug og bát
ekki heldur rætast. Nú ert þú horf-
in yfir móðuna miklu og vitum við
að vel er tekið á móti þér. Megi góð-
ur Guð blessa þig og veita fjöl-
skyldu þinni stuðning í þessari
miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðríður (Gurra) og Björn.
Þetta líf er stundum svo skrítið.
Hvers vegna þurfum við að horfa á
eftir jafn yndislegri manneskju eins
og þér, elsku Mæja mín. Þú barðist
af svo miklum krafti og lífsvilja að
orð fá ekki lýst. Ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Elsku Árni, Erla, Guðbjörg, Elli,
Sigga og fjölskyldur.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Elsku Mæja, þakka þér allt, þú
varst sönn hetja. Blessuð sé minn-
ing þín.
ÞÓR
ÞÓRORMSSON
+ Þór Þórorms-
son fæddist í
Árbæ í Búðakaup-
stað 18. september
1935. Hann lést í
Fjórðungssjúkra-
húsinu Neskaup-
stað 8. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Stefanía
Indriðadóttir, f. 4.5.
1890, d. 7.11. 1959,
og Þórormur Stef-
ánsson, f. 23.4.
1894, d. 12.5. 1981.
Þór var næstyngst-
ur 14 systkina. Á
lífí em Björg, Oddný, Þóra
Karólína og Aðalheiður. Látin
eru Oskar, Steinþór, Margeir,
Páll, Ingibjörg, Flosi, Indriði,
Indíana og Steinþór.
Þór kvæntist ekki. Hann var í
Lát huggast, þú ástvinur hryggur,
nú hætti þinn grátur að streyma.
Því dauðinn er leið sú er liggur,
til lífsins og ódáins heima.
Elsku Tóti.
Mig langar að minnast þín í örfá-
um orðum. Þú áttir heima lengi hjá
okkur í Félagsgarði eða þar til við
fluttum á pósthúsið en þá var ekki
pláss svo þú fluttir til Steinþórs bróð-
ur þíns og fjölskyldu. Alltaf varstu
ljúfur og góður við stóra systkina-
hópinn í Félagsgarði þó mikið gengi
stundum á og alltaf var stutt í hlátur-
inn. Ekki man ég til þess að þú hafir
nokkurn tímann verið reiður, hvorki
við okkur né aðra.
Þú hefur alltaf látið lítið fýrir þér
fara og ekki hefur þú kvartað þó
heilsan hafi ekki verið góð síðustu
árin. Það var mikið áfail þegar okk-
ur var sagt að þú hefðir greinst með
krabbamein, en þú tókst því eins og
öðra, með mikilli ró. Alltaf allt gott
að frétta og aldrei vorum við látin
finna að einhver vanlíðan væri. Þeg-
heimili hjá Mar-
geiri bróður sínum
og konu hans Þóru
Jónsdóttur í Félags-
garði, Fáskrúðs-
firði, til ársins
1974, en þá flutti
hann til Steinþórs
bróður síns og Guð-
leifar fyrri konu
hans. Síðar flutti
Þór að Bæ til
Bjargar systur
sinnar og eigin-
manns hennar
Magnúsar Guð-
mundssonar. Hjá
Björgu bjó Þór þar til hann
keypti sína eigin íbúð og bjó
þar til dauðadags.
Útför Þórs fer fram frá Fá-
skrúðsíjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
ar við Pálína sátum hjá þér síðustu
sólarhringana áður en þú lést var
svarið alltaf nei þegar þú varst
spurður hvort þér liði illa. Það er
skrítið til þess að hugsa að á aðeins
tveimur mánuðum hafa þú, mamma
og Jón afi kvatt þennan heim. Ykkar
er sárt saknað og mun verða tóm-
legt í næsta jólaboði, þegar þið verð-
ið ekki. En við eigum yndislegar
minningar um ykkur sem ylja.
Elsku Tóti minn, við systkinin,
fósturbróðir okkar og fjölskyldur
þökkum þér fyrir samfyldina og vit-
um að nú hefur þú hitt alla ástvinina
sem gengnir voru á undan þér.
Guð blessi minningu þína. Ég
votta systrum þínum og öðram ást-
vinum innilega samúð mína og bið
guð að styrkja þau í sorginni.
Ljúfi drottinn lækna sárin,
líkn veit þeim er harmur sker.
Þú einn getur grætt og huggað,
gefið frið, sem þörfnumst vér.
Jóna Björg Margeirsdóttir.
SIGURDÍS
JÓHANNESDÓTTIR
+ Sigurdfs Jóhannesdóttir
fæddist í Enniskoti, Víðidal,
V-Húnavatnssýslu 4. október
1907 og lést hún á sjúkrahúsinu
á Hvammstanga 7. ágúst sl.
Hún var dóttir Sigurlaugar
Sveinsdóttur og Jóhannesar
Bjarnasonar, sem bjuggu í
Enniskoti. Sigurdís, eða Dís
eins og hún var kölluð, átti sex
systkini sem komust til fullorð-
insára. Þau voru Sigríður, Lilja,
Sigvaldi, Guðrún, Jakob og
Hólmfríður, en þau eru öll látin.
Auk þeirra átti hún þrjú systk-
ini sem dóu í barnæsku. Var Dís
þriðja yngst af sínum upp-
komnu systkinum.
Maki hennar var Gísli G. Sig-
uijónsson, f. 2.9. 1902, d. 23.1.
1980. Þau áttu saman dótturina
Elsu Margréti, f. 2.10. 1945,
hennar maður var Guðjón
Elsku amma mín. Mig langar til
að skrifa þér nokkrar línur svona í
hinsta sinn. Ég var að vísu ung þeg-
ar þú fórst á sjúkrahúsið á
Hvammstanga en þó á ég
bernskuminningar um okkur. Þú
varst alltaf svo góð við mig og ég
man þegar við sátum saman þegar
ég var krakki og þú sýndir mér
hvemig ætti að spila á gi’eiðu.
Einnig leyfðirðu mér alltaf að skoða
bækurnar þínar sem vora ófáar og
margar spennandi, sérstaklega fyrir
krakka að skoða. Ég man þegar
pabbi fór á vörubflnum til að fara
með eða sækja vöru til Hvamms-
tanga, að þá fór ég oft með honum
til að heimsækja þig. Við fórum þá
stundum út að ganga og spjölluðum
saman.
Elsku amma, mig langar að
þakka þér fyrir allt saman. Allar
þær stundir sem við áttum saman
Ólafsson, f. 18.7. 1940, d. 21.2.
1998 og eiga þau þijár dætur:
Sigurdísi Ernu, f. 29.4. 1965,
Ólöfu Kristínu, f. 4.1. 1967 og
Þórdísi Eddu, f. 10.10. 1977.
Skólaganga Dísar byggðist á
farkennslu, eins og var á þeim
tímum. Síðan var hún í vist á
nokkrum bæjum í Húnavatns-
sýslunum. Seinna lærði hún
fatasaum í Reykjavík og vann
við það um tíma. 1940 fluttist
hún að Svalhöfða í Dalasýslu
þar sem hún bjó þar til hún
fluttist til dóttur sinnar og
tengdasonar að Valdasteins-
stöðum, Strandasýslu, um 1975.
Síðustu æviárin dvaldi hún á
sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Útför hennar fer fram frá
Hjarðarholtskirkju, Dalasýslu, í
dag og hefst athöfnin klukkan
11 árdegis.
og allt sem þú kenndir mér og sýnd-
ir. Mér þótti og þykir enn mjög
vænt um þig og ég mun oft hugsa til
þín, en ég veit að þér líður betur þar
sem þú ert núna. Þar sem þú hafðir
svo gaman af vísum, sérstaklega
hestavísum, og ortir margar sjálf
finnst mér tilvalið að skrifa eina í
lokin.
Hálsi lyfti listavel
löppum klippti vanginn;
taumum svifti, tuggði mjel,
tölt’ og skifti’ um ganginn.
Margir njóta inni-yls,
unaðsbót þar finna.
Nístur róti norðanbyls
naut jeg fóta þinna.
(Páll Guðmundsson.)
Þakka þér enn og aftur fyrir allt.
Þín
Vala.
Edda.