Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 48

Morgunblaðið - 15.08.1998, Page 48
HVlTA HÚSIO / SlA ; 48 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Salatostur • Létt-Brie Kastali Bónda-Brie • Gráðaostur Feta með tómötum og ólífum Gouda 11% • Dala-Brie Óðalsostur • Gouda 17% Maribo Gouda 26% Stóri Dímon • Feta í kryddolíu Lúxusyrja • Dala-yrja Camembert SaJatosíur Hvítlauksbrie * salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar www.ostur.is fe mlnn JUM. LAND ALLT gg ISLENSKIR^Éfe OSTÁR I í DAG VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver man eftir „Sápu- kúlunni“ MAN einhver eftir barna- smásögu frá fyrri tíma? Hún heitir „Sápukúlan" og hefur líklega birst í barna- blaði eða bók frá 1930- 1935. Sagan byrjar svona: „Hún er rauð, hún er gul, hún græn, hún er blá. Hún er allavegana lit“ o.s.frv. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar um höfundinn, eða hvar hægt væri að nálgast þessa sögu, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 5871714. Um Keikó ÁSKRIFANDI hafði sam- band við Velvakanda og vildi hann koma þessu vísukorni á framfæri: I læstri gildru lengst mun dvelja, lognast útaf síðar deyja, þeir sem vifja Keikó kvelja, keyra hann til Vestmanna- eyja. Tapað/fundið Skermur af kerru týndist í Mosfellsbæ DÚKKUKERRA sem týndist í Mosfellsbæ fyrir nokkru kom í leitirnar en án skerms og fótstigs. Skermurinn er dökkblár með marglitum stöfum og myndum á. Þess er sárt saknað af eiganda kerrunnar. Þeir sem hafa rekist á þessa hluti í Mos- fellsbæ eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 566 6382. Kíkir í óskilum KIKIR fannst hjá bensín- stöðinni Orkunni á Sel- tjarnai-nesi. Upplýsingar í síma 568 6190. Myndaalbúm týndist í Kringlunni í júlí GAMALT myndaalbúm týnidst í Kringlunni 28. júlí sl. I albúminu eru myndir frá 1940, svart/hvitar. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 568 7717 eða 581 2688. Dýrahald Læða í óskilum HÁLFSTÁLPUÐ, ómerkt læða, svört með hvítar lopp- ur, hvíta skellu á snoppu og bringu, og rófuendinn er hvitur, er í óskilum. Hefur verið á Bollagötu 10. Eig- andi hennar getur vitjað hennar í Kattholt. Guðmundur Birgir er týndur FRESS, merktur með grænni glitrandi ól, svart- ur með hvíta blesu, hvítur á kvið og loppum, týndist frá Skólavörðustíg 18, 11. ágúst. Hann er nýfluttur og gæti hafa villst. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 551 8356 eða 699 8356. SKAK Hdgl - Hag8 23. Bxg6 - fxg6 24. Df5 - Kh7 25. Df7+ - Hg7 26. Hxg6 og svartur gafst upp. Ilmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opna hollenska meistaramótinu í Dieren í júlí. Dsjúmajev (2.435) frá Úsbekistan hafði hvítt og átti leik gegn Hollend- ingnum Jan Van Baarle (2.295). Svartur lék síðast 20. - h7-h6? til að stugga við hvítu drottningunni. 21. Dxh5! - Hh8 (Jafngildir upp- gjöf, en ef svartur þiggur drottning- arfómina er hann óverjandi mát eft- ir 21. - gxh5 22. Hdgl+ - Kh8 23. Hxh5 á h6) 22. Atta stórmeistarar kepptu á mótinu. Úrslitin urðu: 1. Van den Doel, Hollandi l'A v. af 9 mögu- legum, 2.-3. Barsov, Ús- bekistan, og Berelovitsj, Úkraínu, 7 v. o.s.frv. Kepp- endur voru 97 að tölu. HVÍTUR Ieikur og vinnur HOGNI HREKKVISI „/HundUj ab hi/aðsemþtjqerir^. engia refsing" Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn þeirra fjöl- mörgu íslendinga sem ákváðu að ferðast innanlands í sumar. Leið- in lá bæði vestur á Snæfellsnes og austur á Kirkjubæjarklaustur með dagsferð í Skaftafell og Jökulsárlón. Veðrið lék við Víkverja og ferðafé- laga hans mestallan tímann, en reynslan af samskiptunum við ís- lenska ferðaþjónustuaðila var ekki í öllum tilfellum jafn gleðileg, þó á heildina litið hafi tekist vel til. Eftir góða dvöl á Hótel Búðum var t.d. ákveðið að skoða undur Snæfells- jökuls, en engir í hópnum höfðu tyllt þar niður fæti. Tilhlökkunin var því töluverð þegar ekið var sem leið lá frá Búðum að Arnarstapa þar sem okkur hafði verið sagt að mæta þegar hringt var og pantað far með snjótroðara upp á jökul. Þegar á Arnarstapa var komið var hópnum vísað aftur langleiðina til baka og inn troðning upp að jökulrótum þar sem farartækin biðu. Þangað kom- inn stóð Víkverji ásamt ferðafélög- um dálitla stund og beið eftir því að þeir sem þar voru greinilega við vinnu köstuðu kveðju á hina ný- komnu sem nýttu biðina til þess að tína á sig hlýjar spjarir. xxx ENGINN gaf ferðalöngum nokkurn gaum, þótt koma þriggja bíla þeirra hafi ekki leynt sér. Eftir nokkra bið gengu tveir úr hópnum upp að snjótroðara og spurðu starfsmenn þar hvort þeir væru ekki örugglega á réttum stað og ef svo væri hvort hægt væri að fá lánaða kuldagalla. Jú, hópurinn var á réttum stað, og svo var bent í átt að nálægum skúr og svarað að bráð- um kæmu einhverjir. Nokkru síðar birtust starfsmenn við skúrinn. Hver gestanna reiddi fram 2.500 krónur en enga kvittun var að fá. „Við tökum bara við pen- ingum, þú getur farið niður á Arn- arstapa og fengið kvittun þar,“ sagði starfsmaðurinn hlæjandi og kom það ferðalöngum vægast sagt undarlega fyrir sjónir. Hverjum og einum var réttur kuldagalli af þegjandalegum starfs- manni og annar þögull tók við hjá snjótroðaranum. Við ókum alla leið upp á topp og þar var numið staðar. Okumaðurinn aðstoðaði okkur við að komast niður af troðaranum, en settist svo inn í stýrishúsið og eyddi ekki fleiri orðum á hópinn. Veðrið var slæmt svo varla sást á milli manna þannig að einhvers konar fróðleikur um jökulinn, upprifjun á sögu Jules Verne um ferðina niður í gíginn, myndir af útsýni á góðum degi o.s.frv., hefði verið vel þeginn. Hópurinn ók til baka niður af jökli. Þögulir starfsmennirnir sinntu snjótroðurum og vélsleðum af kostgæfni, en yrtu ekki frekar á ferðalanga. xxx VIKU síðar lá leið Víkverja austur á land þar sem m.a. hafði verið ákveðið að upplifa sigl- ingu um Jökulsárlón. Þegar þang- að var komið síðdegis á sunnudegi var töluvert um manninn. Um leið og Víkverji rölti í átt að bryggjunni kom á móti honum starfsmaður, greinilega merktur og spurði hvort hann gæti aðstoðað. Jú, fjórir ferðalangar höfðu hug á siglingu. Fimmtán mínútum síðar var Vík- verji kominn um borð í bát ásamt félögum sínum og tveimur frönsku- mælandi fjölskyldum auk ungs starfsmanns. Við tók fjörutíu mín- útna sigling um geysilega fallegt lónið sem er stærra og tilkomu- meira en nokkurn gestanna í bátn- um hafði órað fyrir. Á miðri leið var báturinn stoppaður og starfs- maður í gúmmíbát, sem fylgdi okk- ur eftir til öryggis, mætti með ísklump sem hann hafði náð í. Hon- um tók okkar maður í bátnum við og hélt síðan stuttan en mjög upp- lýsandi fyrirlestur um Jökulsárlón- ið og jökla yfirhöfuð, fyrst á ís- lensku og síðan á ensku. Að því búnu lýsti hann sig reiðubúinn að svara spurningum og tókst engum að reka hann á gat, þrátt fyrir spurningaflóð. Að siglingu lokinni, þegar komið var að því að greiða fyrir ferðina, 1.200 krónur á mann, var ekki við það komandi að gestir slyppu án þess að taka númeraða kvittun með sér. XXX VÍKVERJA er það ljóst að upp- lifun í eitt skipti eins og hann hefur hér lýst á Snæfellsjökli er ekki til þess fallin að leggja allsherj- ar dóm á þá þjónustu sem þar er í boði. Það viðmót, sem Víkverji og félagar hans mættu þennan dag, er hins vegar ekki til þess fallið að hvetja þá til endurkomu. Það er dýrt að láta óánægða viðskiptavini frá sér fara - og í þessu tílviki að minnsta kosti, hefði ekki kostað neitt að hafa þá ánægða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.