Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 60
Windows 98 www.eis.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landsljórnarinnar, Davfð Oddsson forsætisráðherra, frú Ástríður Thorarensen og Kaj Kleist yfirráðuneytissljóri slappa af og njóta veðurblíðunnar við Innsta bæ í svokölluðu Vatnahverfi skammt frá Einarsfirði á Suður-Grænlandi í gær. Opinber heimsókn forsætisráðherra til Grænlands Ferðin tókst í alla staði vel Hummer-umboðið Raðsmíða 'yfirbyg-g- ingar HUMMER-umboðið á íslandi hefur fyrst umboðsaðila í heiminum fengið leyfl AM General, bandarísks fram- leiðanda Hummer-bílsins, til að rað- smíða yfirbyggingar á grind bílsins. Smíði á frumgerð 19 manna rútu á undirvagni Hummer er á lokastigi og ráðgert er að kynna bílinn um miðjan september undir heitinu Berserkur. Framleiðslan er einkum ætluð til útflutnings. AM General ætlar að ^nnast dreifíngu á bílunum að feng- mni reynslu af frumgerðinni. Ráð- gert er að þegar framleiðsla á vegum Hummer-umboðsins verður komin í fullan gang verði smíðaðir um 50 bfl- ar á ári og segir Stefán Hjartarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að veltuaukning vegna verkefnisins geti orðið á bilinu 400-500 milljónir kr. á ári. Hummer-umboðið hefur þegar ráðið til sín bílasmiði og áætlar að allt að 40 manns vinni við framleiðsl- una á síðari stigum. Stefán bendir á " Jfcð margfóldunaráhrif af slíkri fram- leiðslu geti einnig orðið mikil. 40 til 150 bílar á ári Til þessa hefur AM General ávallt hafnað öllum slíkum fyrirspurnum umboðsaðila hvar í heiminum sem er. Stefán segir að það hafi breytt viðhorfi yfirmanna AM General til málsins að umboðið hér á landi breytti Hummer fyrir 44 tommu hjólbarða fyrst umboða í heiminum. Stefán segir að AM General áætli að markaðurinn fyrir þessa bfla sé að lágmarki 40 og að hámarki 150 bflar á ári, mest í Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum. Verð á bflunum < verður á bilinu 8 til 13 milljónir kr. *Sftir útfærslum. FJÖGURRA daga heimsókn Da- víðs Oddssonar forsætisráð- herra til Grænlands lauk síð- degis í gær en þá hélt hann heim á Ieið ásamt Ástríði Thorarensen eiginkonu sinni og fylgdarliði. Jonathan Motzfeldt formaður grænlensku land- sljórnarinnar og frú Kristjana Motzfeldt tóku vel á móti ís- lensku gestunum og segir for- sætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að ferðin hafl tekist í alla staði vel. „Gestrisni Grænlendinga við okkur hefur verið mikil og góð," segir hann. Forsætisráðherra og land- stjórnarformaðurinn undirrit- uðu á þriðjudag yfírlýsingu um frekari samskipti Islands og Grænlands, en á miðvikudag hófst skipulögð dagskrá, þar sem m.a. var ferðast með bát- um og þyrlum til nokkurra sögufrægra staða á Suður- Grænlandi. Um hádegisbil í gær var til dæmis komið við í Brattahlíð við Eiríksfjörð þar sem ætlunin er að endurbyggja Þjóðhildarkirkju og bæ Eiríks rauða. Ferðin endaði svo í Narssarssuaq í botni Eiríks- Qarðar, þaðan sem haldið var heim á leið. ■ Grænlendingar sýna/4 Banaslys á Land- vegi UNGUR MAÐUR lést þegar bifreið sem hann ók fór út af Landvegi og valt nokkrar veltur rétt fyrir ofan Galtalæk skömmu eftir kvöldmat í gærkvöldi. Við útafaksturinn kastaðist ökumað- urinn, sem var 17 ára, út úr bfln- um, en farþega sem var með honum sakaði ekki og fékk að fara heim að lokinni læknisskoð- un. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli átti slysið sér stað á beinum malarkafla þar sem lægð kemur í veginn og er talið að ökumaður hafi misst stjóm á bif- reið sinni. Hann var ekki í belti. HB selur frysti- togara HARALDUR Böðvarsson hf. hefur selt frystitogarann Ólaf Jónsson GK. Gengið var frá kaupunum í gær, að sögn Sturlaugs Sturlaugssonar að- stoðarframkvæmdastjóra Haraldar Böðvarssonar. Kaupandinn er sameignarfyrir- tæki Fiskafurða og sænska fyrirtæk- isins Scandsea. Jón Sigurðarson í Fiskafurðum vildi ekki gefa upp kaupverð, en Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins fjármagnaði kaupin. Til veiða í Barentshafi Hann segir togarann verða leigð- an rússneskum samstarfsaðila Fiskafurða. Togarinn mun veiða af rússneskum kvóta í Barentshafi. Um síðustu áramót var bókfært verð Ólafs Jónssonar í ársreikning- um HB liðlega 299 milljónir króna og vátryggingaverð tæpar 474 milljónir. ■ Smíða álrútu/6 Formaður bankaráðs Búnaðarbanka um tilboð Islandsbanka Sameining er ekki efst á óskalistanum -^ýLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbankans og Stefán Pálsson, aðalbankastjóri bankans, telja að átta milljarða króna tilboð Is- landsbanka í hlutafé Búnaðarbank- ans sé of lágt. Þeir áttu fund með Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra í gærmorgun. Stefán segir að tilboð Islandsbanka sé lægra en eigið mat Búnaðarbankans á verðmæti bank- ans_ Hann vill ekki greina frá hvert það sé. „Við greindum ráðherra frá því að við teldum þetta ekki vera við- unandi tilboð," sagði hann. Pálmi sagði að sameining Búnað- T*rbanka og íslandsbanka væri ekki efst á óskalista Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn hefur óskað eftir viðræðum um kaup á eignarhlut ríkisins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Pálmi bendir á að við kaup Búnaðarbankans á FBA yrði til mjög sterkur banki sem myndi væntanlega auka verðmæti þessara ^iígna ríkisins. „Við lítum svo á að í því felist miklir kostir fyrir ríkið Mikill titringur meðal starfsfólks Búnaðarbankans sem eiganda þessara tveggja banka. Meðal þess sem skiptir máli er að verðmæti þessara eigna sé sem mest þegar til sölu kemur,“ sagði hann. Kom starfsfólki á óvart „Við heyrum að það er mikill titr- ingur meðal starfsfólks bankans og það liggur alveg Ijóst fyrir að ef það á að ná fram 15% hagræðingu á skömmum tíma þá hlýtur að koma til þess að æði margir missi störf sín,“ sagði Stefán aðspurður um hugsanlega sameiningu Islands- banka og Búnaðarbanka. Tilboð íslandsbanka í öll hluta- bréf ríkissjóðs í Búnaðarbánkanum kom starfsmönnum Búnaðarbank- ans talsvert á óvart, að sögn Önnu Rósu Jóhannsdóttur, formanns starfsmannafélags Búnaðarbank- ans. Anna sagði að óvissa væri með- al starfsfólksins um hvert framhald- ið yrði. Gert til að dreifa atliyglinni? „Þegar maður horfir á Búnaðar- bankann gera tilboð í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins gæti maður látið sér detta í hug að það væri frekar gert til að dreifa athyglinni en að það væri alvara í því máli, þótt ég vilji ekki gera Búnaðarbankan- um neitt óeðlilegt upp,“ segir Þór Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, en sparisjóð- imir em að hefja viðræður við rfldð um hugsanleg kaup á Fjárfestingar- bankanum. Forsvarsmenn Fjárfestingar- banka atvinnulífsins vilja ekki tjá sig um þessi mál að svo stöddu. ■ Telja kauptilboð/10 ■ Jákvæð viðbrögð/18 Morgunblaðið/Arnaldur Alþjóðasamningur um flugþjónustu 50 ára FLUGMÁLASTJÓRN efndi til móttöku við flugturninn í Reykjavík í gær í tilefni af 50 ára afmæli alþjóðasamnings um fiugþjónustu á Islandi. Halldór Blöndal afhjúpaði minnismerki og sýnd var Stinson-flugvél eins og Loftleiðir hf. ráku á fimmta áratugnum. Gjaldeyris- tekjur af samningnum nema 15 milljónum dollara (um 105 milljónum króna) í ár og vegna hans stjórna Islendingar 30% af allri flugumferð yfir Atlants- hafíð, sem er fjölfarnasta al- þjóðaflugleið í heimi. ■ Tímamót íslenskrar/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.