Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 5

Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 5
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ l Skýrsla landbúnaðarráðuneytis um hrossaeign landsmanna Hrossum hefur fjölgað um 50% frá árinu 1982 HROSSAEIGN landsmanna hefur aukist um 50% frá árinu 1982 til 1996 eða úr um 53 þúsundum í 80.500 samkvæmt skýrslu Hag- þjónustu landbúnaðarins sem kynnt var í gær af landbúnaðar- ráðuneytinu. Jafnframt segir í nið- urstöðum hennar að fjöldi hrossa sé orðinn of mikill og er hæfileg stærð stofnsins talin vera um 68.000 hross sem duga myndu til endurnýjunar og til að svara ríkj- andi markaðsaðstæðum. Jafnframt er þess getið að mikil samþjöppun hafi átt sér stað í eignarhaldi og eru 62% hrossa nú skráð á 18% bú- jarða. Skoða þarf beitarmál Við kynningu á skýrslunni sagði Guðmundur Bjarnason, landbúnað- arráðherra, að þar stæðu tvö atriði upp úr sem vert væri að skoða sér- staklega. Annars vegar það sem snýr að beitarmálum og bjóst ráð- herra við að skerpa þyrfti á laga- setningu í þeim efnum en fjölgun hrossa hefði að mestu jafnað út þá minnkun sem varð á beitarálagi með fækkun sauðfjár síðustu ára. Sagði hann þó jafnframt að mikil framþróun hefði átt sér stað í hrossarækt og að örar breytingar til batnaðar hefðu átt sér stað í þeim efnum. Hitt atriðið sagði hann snúa að virði hrossaræktar fyrir íslenskt þjóðfélag cg hversu raunhæfa mynd væri hægt að fá af henni. Nefndi hann sem dæmi að erfitt væri að reikna út heildartekjur vegna útflutnings þar sem þrýst- ingur væri frá kaupendum ytra að halda sölutölum í lágmarki til að lækka tolla og gjöld. Vonaðist hann til að það væri vilji allra til að taka á þeim málum þannig að hægt væri að fá sem besta mynd af umsvifum og mikilvægi við- skiptanna. Utflutningur eykst í skýrslunni kemur fram að mik- ill vöxtur hafi orðið í útílutningi hrossa og afurðum tengdum þeim. Þannig hafi heildai'verðmæti þeirra numið um rúmlega 300 milljónum króna árið 1995 og hafi frá árinu 1983 27-faldast og vegur þar þyngst andvirði útfluttra lífhrossa. Þetta er í samræmi við aukna áherslu bænda á ræktun hrossa í stað sauðfjár og þá hafi sífellt fleiri þéttbýlisbúar keypt jarðir fyrir FRETTIR Morgunblaðið/RAX MIKIL fjölgun hrossa hefur átt sér stað síðustu 15 ár og telur Hagþjónusta landbúnaðarins að þeim megi fækka um 12 til 15 þúsund enda muni slíkt auka hagkvæmni hrossaræktunar um 300 til 375 milljónir króna. Morgunblaðið/Arnaldur SKYRSLAN kynnt. Jón Erling Jónasson, aðstoðarmaður ráðherra, Guð- mundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, og Sigurður Ingi Leifsson, verkefnissljóri. hross sín, eins og segir í skýrslunni. Samfara þessu hefur átt sér stað mikil samþjöppun á eignarhaldi en um 60% hrossastofnsins er nú skráður á Suðurlandi og Norður- lándivestra. í lok skýrslunnar er fjallað um að fækka þurfi hrossum um allt að 12.000-15.000 og sagt að heildar- fjöldi stofnsins þurfi að taka mið af markaðs- og umhveifissjónarmið- um. Er.bent á að leggja þurfi höf- uðáherslu á fækkun á þeim svæð- um/jörðum þar sem fjöldi hi’ossa er sannanlega orðinn umfram beitar- þol landsins. Mæla skýrsluhöfund- ar ekki með flötum niðurskurði þar sem slíkt leiði hvorki til skynsam- legrar landnýtingar né vissu fyrir því að lökustu hrossunum verði lóg- að. I I I Lundapysja á lögreglustöð ÞAU urðu heldur betur hissa, Þröstur Hjörleifsson varðstjóri og Guðný Stefánsdóttir lögreglu- þjónn, þegar félagar þeirra af vaktinni komu til þeirra á lög- reglustöðina í Kópavogi með lundapysju sem varð á vegi þeirra í Auðbrekkunni aðfara- nótt sl. laugardags. Svo skemmtilega vill til að Þröstur og Guðný eru bæði fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Við erum bæði alin upp við það að elta lundapysjur í ágústmán- uði og sleppa þeim úti á Eiði en ég átti nú ekki von á því að ég ætti eftir að sjá lundapysju hér í Kópavogi," segir Þröstur. Þau fóru svo með pysjuna út á Kárs- nes og slepptu henni þar. Að sögn Þrastar var hún býsna fleyg og flaug langt. Maður hefði alveg verið sáttur við að sjá þetta flug frá Eiðinu,“ segir hann. Morgunblaðið/Jón Svavarsson LUNDAPYSJA í heimsókn hjá Eyjamönnunum í Kópavogslögregl- unni, þeim Þresti Hjörleifssyni og Guðnýju Stefánsdóttur. Stefna Islands í hvalveiðimálum enn gagnrýnd 1 Fiskaren Koma Keikós hefur áhrif á hvalveiðar í LEIÐARA norska blaðsins Fiskaren í gær var sagt að Is- lendingar hefðu málað sig út í horn í hvalveiðimálum og væru nú í vonlausri aðstöðu til að hefja hvalveiðar á ný. Þá er fullyrt í blaðinu að koma Keikós til ís- lands hafi áhrif á hvalveiðar í öllu N orður-Atlantshafi. I Fiskaren birtist í síðustu viku viðtal við norska vísindamanninn Steinar Andersen þar sem hann gagnrýndi störf íslendinga í N orður-Atlantshafssjávarspen- dýraráðinu, NAMMCO, og sagði þá skorta kjark til að hefja hval- veiðar í atvinnuskyni. Málið er tekið upp á ný í leiðara Fiskaren í gær en þar er stefna íslenskra stjórnvalda í hvalveiðimálum harðlega gagnrýnd. Segir þar að Islendingar séu í vonlausri að- stöðu til að hefja hvalveiðar og hafi í raun breyst úr hvalveiðiþjóð í helstu fyrirmyndarþjóð hvala- friðunarsinna. Þeim hafi mistekist að gera NAMMCO að vopni sínu fyrir hvalveiðum og fresti ítrekað að hefja veiðarnar á ný af ótta við aðgerðir Bandaríkjamanna. Einnig sé staða þeirra slæm því þeir hafi ekki mótmælt hvalveiði- banni Alþjóða hvalveiðiráðsins sem sett var á árið 1982. Keikó enn ein mistökin Þá segir í leiðaranum að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að heimila flutning Keikós til íslands sé enn eitt dæmið um tvískinn- ungshátt í stefnu þeirra í hval- veiðimálum. Hún komi ekki að- eins í veg fyrir að íslendingar geti hafið hvalveiðar á ný, heldur hafi hún áhrif á allar hvalveiðar í Norður-Atlantshafi því verði Keikó sleppt lausum verði allir hvalir Keikó í augum almennings. Margar víntegund- ir vantar í ÁTVR ÓVENJUMARGAR tegundir áfeng- is vantar í hillur verslana ÁTVR um þessar mundir og segir Þorgeir Bald- m-sson, verslunarstjóri ÁTVR í Kringlunni, tegundir sem vantar frá innlendum birgjum nálægt 80 talsins. I apríl sl. tók fjármálaráðherra þá ákvörðun að ÁTVR skyldi hætta inn- flutningi áfengis. Þorgeir segir þessa breytingu hafa skollið á allt of hratt íyrir alla aðila og tekur Þór Odd- geirsson, aðstoðarforstjóri ÁTVR, undir það, betra hefði verið að fá að- lögunartíma að breytingunum. „Mín skoðun er að þetta séu bytj- unarörðugleikar sem vonandi eiga eftir að leysast en þetta hefur geng- ið mjög brösulega og aldrei vantað jafn margar tegundir í hillur," segir Þorgeir. Hann bendir á að meðan innflutningur var í höndum ÁTVR hafi ekki vantað eins margar teg- undir, nú sé það miklu algengara. „Breytingin í vor skall allt of fljótt á, það hefði þurft aðlögunartíma fram að áramótum. Nú taka pantan- ir lengri tíma og meira ber á að var- an seljist upp og hana vanti i hill- una, þetta er auðvitað slæmt fyrir viðskiptavininn," segir Þorgeir. Þorgeir segir mest vanta af létt- vínstegundum, bæði vinsælum teg- undum og þeim sem hreyfast hæg- ar, og viðskiptavinir hafi kvartað mikið. Því hafi verið brugðið á það ráð að setja upp skilti í hillur ÁTVR þar sem segir að víntegund sé ekki fáanleg hjá heildsala. Þorgeir segir að staðan í birgðahaldi hafi einnig verið erfið, minni birgðir séu á lager en vanalega en stefnan sé einnig sú að liggja ekki með of miklar birgðir. Óþarfa upphlaup Ingvar J. Karlsson hjá heildversl- uninni Karli K. Karlssyni ehf., sem flytur inn áfengi, segir alltaf hafa verið eitthvað um að tegundir vant- aði hjá ÁTVR, ástandið núna sé ekki mjög óvenjulegt og óþarfi sé að vera með upphlaup eins og skiltin sem hafa verið sett upp hjá ÁTVR. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SKILTI sem benda kaupendum á að tegundir séu ekki fáanlegar hjá heildsala eru áberandi um þessar mundir í verslunum ÁTVR. Ingvar segir að hann hafi athugað í sumum verslunum ÁTVR hvað hafi vantað af þeim tegundum sem hann flytur inn og borið saman við birgð- ir hjá sér og það hafi ekki allt komið heim og saman, sumt hafi hann átt á lager sem vantaði í hillur ÁTVR, annað hafi reyndar ekki verið til. Skýringar á því að tegundir vanti í verslanir ÁTVR segir Ingvar vera margþættar, í fyrsta lagi sé um nýtt kerfi að ræða og starfsmenn ÁTVR séu að læra á það, talsvert hafi t.d. verið um að tegundir séu pantaðar í of litlu magni af ÁTVR, í öðru lagi hafi orðið söluaukning hjá ÁTVR, og í þriðja lagi hafi verið flutninga- verkfall í Frakklandi og á Spáni í júní sem hafi haft sín áhrif. Ákvörðun urp að ÁTVR skyldi hætta innflutningi var tekin í kjöl- far ábendingar Samkeppnisstofnun- ar til ráðuneytisins, sl. haust, þess efnis að ÁTVR bæri að aðskilja inn- flutningsstarfsemi sína frá annarri starfsemi. Fjármálaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að breytingar sem Samkeppnisstofnun lagði til væru ekki færar að óbreyttum lög- um og því ákveðið að hætta inn- flutningi og þar með þeirri starf- semi sem var í beinni samkeppni við áfengisheildsala og áfengisfram- leiðendur. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.