Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 48

Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 49 1 1 í 4 1 i i 1 i i (l I i i I I 4 4 I 4 4 1 4 ■i 4 4 é 4 4 í . j FRÉTTIR KIRKJUSTARF ÞAÐ var stórveiði á svæði 9 í Eystri-Rangá 5. ágúst sl., en þá veiddust alls 46 laxar á svæðinu. Þetta voru f.v. Rúnar Jdnsson, Gunnar Ó. Jóns- son, Svandís Ragnarsdóttir, Sigurður Sigurjdnsson, Stefán Gissurarson og Axel Gissurarson. Tveir laxanna voru rúmlega 20 punda. Rífandi gang'ur í laxveiðinni VIÐA er myljandi góð veiði og ljóst að laxveiðin verður mun betri hér á landi á þessari vertíð heldur en í fyrra, sem var raunar fremur lélegt sumar. Menn eru þegar byrjaðir að gæla við kenningar um 25-30% meiri veiði og gangi það eftir fer sumar- veiðin vel yfir meðalveiði síðustu tuttugu ára. „Gasalega gaman“ í Miðfírðinum „Maður er næstum í öðrum heimi eftir þessi mörgu mögru ár. Ég hef svo sem upplifað þetta áður, í gam- alli tíð, en það er gasalega gaman að þetta sé að koma svona skemmtilega upp á ný. Síðasta þriggja daga holl var með 138 laxa, hollið á undan 171 lax og þar á undan var fyrsta maðka- hollið eftir flugutímann með 227 laxa. Það eru alls komnir 1.370 laxar á land, en allt síðasta sumar var veið- in aðeins 602 laxar,“ sagði Böðvar Sigvaldason á Barði við Miðfjarðará í gærdag. Böðvar sagði veiðina nær alla vera vænan smálax sem væri vel dreifður um allt veiðisvæðið og stöðugt væru að koma nýjar göngur. 153 laxar í „maðkaopnun“ Fyrsta maðkahollið í Víðidalsá veiddi 153 laxa á fjórum dögum og voru þá komnir 770 laxar á land að sögn Elsu Ýrar Guðmundsdóttur í veiðihúsinu við ána. Hópurinn sem hóf veiðar á hádegi sunnudags veiddi 26 laxa þá síðdegis og góð veiði var einnig í gærmorgun. Elsa sagði lax- inn blandaðan að stærð, nýlega hefðu veiðst allt að 19 punda fiskar, en annars væri megnið af laxinum smálax. Vatnsdalsá „fer í þúsund" „Þetta gengur vel hjá okkur, eitt hollið var að hætta með 99 laxa og ekkert holl hefur veitt minna síðan 13. júlí. Þetta hefur hlaupið á 99 tO 127 löxum sem er prýðilegt. Besti tíminn er nú liðinn þannig að við reiknuðum alltaf með því að veiðin myndi fara hægt og bítandi dvínandi. En það er mikill lax í ánni og von á góðum tökum allt til enda. Alls eru komnir hátt í 800 laxar á land, þar af 660 á aðalsvæðinu," sagði Ingólfur Ásgeirsson, staðarleiðsögumaður við Vatnsdalsdá, í gærdag. Hann sagði stærstu laxana vera þrjá 22 punda úr Hnausastreng, einnig væri kom- inn 21 punds fiskur úr Rofabakka og „nokkrir 20 punda“ bæði úr Torf- hvammshyl og Hnausastreng. Nokkrar nýjar tölur Þverá ásamt Kjarrá voru komnar með 1.728 laxa á sunnudagskvöld og er það meira en allt síðasta sumar. Svipuð veiði er komin úr Norðurá. Haukadalsá í Dölum var komin með 658 laxa sem er mun meira en allt síðasta sumar og Vopnafjarðarámar Hofsá og Selá eru komnar með 650 og 680 laxa hvor. Feiknagóð silungsveiði Gífurleg veiði er enn í Laxá í Mý- vatnssveit og Laxárdal og virðist ekk- ert lát vera á. Úr Laxá í Mývatnssveit voru um helgina komnir um 5.000 urriðar á land og rúmlega 2.000 til viðbótar úr Laxárdalnum. Nýlega fékk hópur Bandaríkjamanna í Mý- vatnssveit 800 fiska á sex dögum. Feiknagóð bleikjuveiði hefur verið í Miðá í Dölum að undanfórnu og hollin verið að fá 50 til 70 bleikjur að jafnaði, mest 1 til 3 punda fiska. Slangur af laxi er einnig að veiðast, en fyrir helgina voru komnar yfir 500 bleikjur á land. UR DAGBOK LOGEGLUNNAR UM tvö þúsund manns voru í mið- borginni í Reykjavík aðfaranótt laugardags þegar flest var. Ástandið var nokkuð gott, engin alvarleg mál komu upp. Nokkrir voru þó að stimpast og fáeinir voru fluttii- á slysadeild með skrámur eða minni háttar meiðsl. 11 unglingar voru fluttir í athvarf og áfengi tekið af 9 ungmennum. Tveir voru teknir fyi-ir að kasta af sér vatni. Talið er að um 4-5.000 manns hafi verið í miðborginni aðjaranótt sunnudags þegar flest var. Ástandið vai- gott, lítið um ólæti eða átök manna á milli og sjaldan þörf fyrir afskipti lögiæglu. Þó voru höfð af- skipti af 9 ungmennum vegna aldurs, 10 manns handteknir vegna ölvunar og nokkrir vont teknh- fyi’ir að kasta af sér vatni. Um helgina fylgdist lög- reglan sérstaklega með svæðinu í kring um Vesturbæjarskóla við Sól- vallagötu en þar hefur verið nokkuð um það að unglingar safnist saman með hávaða í sumar. Tekið var áfengi af nokkrum ungmennum og einn tekinn fyrir veggjakrot. Ung- mennum var vísað heim og þeim gert grein fyrir að þarna væri ekki sam- komustaður og þau veldu ónæði fyrir íbúa í nágrenninu. Haldið verður áfram að stugga við unglingum sem safnast saman á þessu svæði. Það gerist öðru hvoru að stugga þarf sér- staklega við unglingum sem fara að safnast saman á ákveðnum stað og hefur verið hreinsað til að nokkrum slíkum stöðum á þessu ári. Umferðin 10 voru teknir fyifr ölvun við akst- ur og 42 fyrir of hraðan akstur um helgina. Haldið var áfram við sér- stakt eftirlit vegna ölvunarakstur um helgina. Aðfaranótt laugardags voru stöðvaðar 275 bifreiðir. 15 öku- menn höfðu ökuskírteini ekki með- ferðis og einn hafði ekki spennt bíl- beltið. Aðfaranótt sunnudags voru um 600 bifreiðir stöðvaðar. Yfir 50 ökumenn voru ekki með ökuskírteini meðferðis, einn var ökuréttindalaus og annar með of marga farþega. Enginn ökumaður fannst undir Helgina 14. til 17. ágúst 1998. Margir í miðborg- inni en lítið um ólæti áhrifum áfengis. Ekið var á gangandi vegfaranda í Lækjargötu aðfaranótt sunnudags. Hann kvartaði um eymsli í baki og hnjám. Um svipað leyti var stöðvuð bifreið í Þingholtunum vegna brota á stöðvunarskyldu. í bifreiðinni fannst nokkuð af fíkniefnum. Harður árekstur varð á Breiðholtsbraut /Stekkjarbakka um tíuleytið á laug- ardagsmorgun. Minniháttar áverkar voru á ökumönnum og einum far- þega. Síðdegis á laugardag var bif- reið stöðvuð á Suðurlandsvegi við Sandskeið en hún var á 152 km hraða. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaðm- sem vai- sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Um kvöldið var stöðvuð bifreið á 119 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarks- hraði er 60 km/klst. Ökumaður var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Stimpingar og árásir Um kl. 04 aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um hópslagsmál á Vest- urgötu. Þau voru ekki meiri en svo að hægt að að afgreiða málið á vett- vangi. Um svipað leyti var tilkynnt um útlending sem hefði orðið fyrir líkamsárás. Maðurinn vildi ekkert tjá sig um málið. Tveh- aðrir kvört- uðu um líkamsárás á svipuðum tíma en málin reyndust svo minniháttar að meintir þolendur vildu ekkert gera í málinu. Ráðist var tvo drengi í Seljahverfi um svipað leyti seint á sunnudagskvöld. í báðum tilfellum voru aðrir drengir að verki. Innbrot og þjófnaðir Síðdegis á laugardag var tilkynnt innbrot í bifreið við Stekkjarbakka. Stolið var veski með peningum og skilríkjum. Um sama leyti var til- kynnt um innbrot í bifreið við Hverf- isgötu. Stolið var jakka og pappírum. Á sunnudag var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hjálmi og útvarpi úr bif- reið við Hverfisgötu. Það er ástasða til að minna fólk á að skHja ekki eftir verðmæti sem gætu íreistað þjófa í bifreiðum. Ef þjófur sér álitlega hluti í bifi-eið eru meiri líkur á að hann bijótist inn hana Á laugai-dagskvöld var stolið reið- hjóli frá ferðamanni meðan hann var á veitingastað við Rauðarárstíg. Þetta minnir á það að sjálfsagt er að læsa reiðhjólum alltaf og alls stað- ar þótt menn fari aðeins frá þeim skamma stund. Best er að læsa aft- urhjóli og stelli saman og helst að læsa því við eitthvað fast eða jafnvel annað reiðhjól. Um sama leyti var tilkynnt um innbrot í hús við Hryggjarsel. Þar var stolið myndbandstæki. Annað Undanfarið hefur nokkrum sinn- um komið til afskipta lögreglu af því að reglurnar um íslenska fánann hafa verið brotnar. Ákveðnar reglur gilda um á hvaða tíma má flagga og einnig um það hvar fáninn á að hanga meðal annarra fána og eru menn hvattir til að kynna sér þessar reglur. Á laugardag fannst langvíuungi í garði við Holtsgötu. Honum vai- komið til sjávar. Um sama leyti var strætisvagnabílstjóri aðstoðaður við að losna við tvo farþega sem ekki vildu yfirgefa vagninn. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið af því að þeim fyndist svo gaman í strætó. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um mann sofandi á gangstétt á Há- teigsvegi. Þetta var erlendur ferða- maður sem var að bíða eftir unnustu sinni sem var í nálægu húsi en hann hafði lagst til svefns í svefnpoka sín- um meðan hann beið. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um að hundur hafí bitið barn í Mosfellsbæ. Minni- háttar áverkar voru á vör barnsins. Kvennalistinn Fundur um af- skiptaleysi í samfélaginu GEORG Lárusson lögreglustjóri og afbrotafræðingarnir Karl Steinar Valsson og Hildigunnur Ólafsdóttir ræða um afskiptaleysið í samfélag- inu á opnum fundi í dag kl. 17. Fund- arstýra verður Guðrún Ögmunds- dóttir. Tilefni umræðunnar er at- burðurinn sem varð nýlega við Reykjanesbraut þar sem fjöldi fólks leiddi hjá sér hjálparbeiðni konu sem varð fyrir fólskulegri árás manns. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Fyiirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13 og 16 alla þriðjudaga í sumar. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLE6T INordiska Afrikainstitutet auglýsir hér með FERDASTYRKI til rannsókna í Afríku. Síðasti umsóknardagur 16. september 1998. NÁMSSTYRKIR fyrir nám við bókasafn stofnunar- innar tímabilið janúar-júní 1999. Sfðasti umsóknardagur 1. nóvember 1998. Umsóknum sé skilað á sérstök- um eyðublöðum sem hægt er að nálgast á internetínu: http://www.nai.uu.se eða Nordiska Afrikainstitutet Netfang: nai@nai.uu.se Box 1703, SE-751 Uppsala, Sverige. Sími 00 46 (0)18 562200. jH Stjörnukort K Persónulýsing, framtíðarkort, Jfe einkatimar. Gunnlaugur PÁÝS RM& Gudmundsson. Uppl. í síma 563 7075. Sendum í póstkröfu. KENNSLA Að virkja orku og sköpunar- kraftinn. Dags- og/eða helgarnámskeið í náttúruperlunni Nesvík á Kjalarnesi 22.-23.8. Pessi námskeið eru fyrir þá sem vilja: •Opna og orkujafna orkustöðvar •Losa stress/spennu og lina sársauka •Uppgötva röddina sína •Upplifa sjálfstjáningu •Heila með orku og tónun Kennari verður Esther Helga Guðmundsdóttir, fv. skólastjóri Söngsmiðjunnar. Upplýsingar og skráning í síma 699 2676. ocl FAGOR ct O § Q. •g %/% Kæliskápar Módel Stærð, hxbxd TILB0Ð Rétt verð kælir/frystir (innb.) FFS-10 88x55x58 25.900 31.350 kælir/frystir (innb.) FFS-16 122x55x58 31.900 37.874 kælir/frystir (innb.) FFS-17 140x60x58 33.700 39.884 kælir/frystir (uppi) FFD-20 129x55x58 34.800 39.895 kælir/frystir (uppi) FFD-23 147x60x59 43.750 51.471 kælir/frystir (uppi) FFD-27 170x60x59 46.900 56.421 kælir/frystir (niðri) FFC-33 170x60x59 49.800 59.789 kælir/frystir (niðri) FFC-35 185x60x59 51.800 61.779 kælir/frystir (niðri) FFC-41 170x60x59 57.600 68.400 kælir/frystir (niðri) FFC-48L 200x60x59 65.800 81.737 RONNING Bargartúni 54 • S: 565 404 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.