Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 26

Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 27 LISTIR Krúsin hans Sókratesar ERLEJVDAR BÆKUR Sponnusaga VONARGLÆTA, THE LAST BEST HOPE eftir Ed McBain Hodder and Stoughton 1998. 296 síður. BANDARÍSKI spennusöguhöf- undurinn Ed McBain á sér fjöld- ann allan af dyggum lesendum, sem fylgt hafa honum í gegnum þykkt og þunnt í marga áratugi. Tveir þeirra voru sænsku saka- málahöfundarnir Sjöwall og Wa- hlöö en eins og greinarhöfundi var bent á nýlega þýddu þau bækur McBain á sænsku áður en þau tóku sjálf uppá því að skrifa saka- málasögurnar um Martin Beck og kompaní. Þess vegna er kannski ekki svo galið þótt lesendur þess- ara höfunda sjái einhverja sameig- inlega þætti í skrifum þeirra. Þekktastar eru bækur McBain um rannsóknarlögreglumennina á 87. stöð í New York, m.a. Steve Carella, og einnig sería hans um lögfræðinginn Matthew Hope. í nýjustu sögunni, The Last Best Hope eða Vonarglætan, vinna þessir tveir saman að lausn dular- fulls mannshvarfs þótt þeir hittist aldrei en talist aðeins við í gegn- um langlínusamtöl, annar í steikj- andi sólinni í Flórída en hinn í fímbulvetri í New York. Enn um Fuglana McBain er sem kunnugt er skáldanafn Evan Hunters, sem einnig skrifar sakamálasögur und- ir sínu rétta nafni og reyndi fyrir sér í gerð kvikmyndahandrita í gamla daga og vann m.a. með Al- fred Hitchcock við Fuglana. Þess vegna eru tíðar tilvísanir í bíó- myndir í sögu hans, nokkrar í sjálfa Fuglana. Á einum stað efast ein af persónunum um að Hitchcock hafi skrifað handrit myndarinnar þegar einhver ámálgar það við hana, á öðrum stað kemur fram að handritshöf- undurinn, „einhver bögubósi frá New York“, hefði notað götuheiti í Los Angeles í nafn á einni persónu myndarinnar. Fremur eru þetta spaugileg innskot sem McBain hefur með gömlum og tryggum lesendum sínum til skemmtunar og falla auðvitað að frásögninni eins og flís við rass og ýtir undir það kómíska samband sem McBride vill hafa við lesendur sína. I þessari nýju sögu gerist það að ung kona leitar á náðir lögfræð- ingsins Matthew Hope í Flórída því maðurinn hennar er horfínn og sást síðast í New York. Hún vill fínna hann svo hún geti skilið við hann. Hope hringir norður í kuld- ann. Það er vetur í New York svo dregið hefur úr hinni eilífu glæpa- öldu og Carella á 87. stöð hefur svosem ekkert betra að gera en aðstoða þennan mann sem hringt hefur úr sólskininu fyrir sunnan. Hann fer á stúfana en áður en hann getur sagt svo mikið sem Hitchcock er maðurinn fundinn, steindauður suður í Flórída. Ekki líður á löngu þar til annað lík fínnst tengt manninum og það sem furðulegast er að leirkrúsin, sem vel má vera að Sókrates hafí sopið eitur sitt úr, tengist málinu með mjög beinum og afdrifaríkum hætti. Svíkur engan Sem fyrr er frásögnin bæði hröð og spennandi og persónumar ljós- lifandi, dregnar fáum en skýrum dráttum. Sagan er ríkulega skreytt lýsingum á kynferðislegu sam- bandi þrjótanna í sögunni og sam- tölin eru það sem stundum er kall- að beinskeytt og oft skopleg. Þykja fáir standa McBain á borði í sam- talasmíð. Þá er hin gamalkunna og raunsanna lýsing á starfi rann- sóknarlögreglunnar til staðar, þar sem þrammað er frá einu vitninu til annars og spurt í þaula þangað til brotin taka að raðast saman. Lítilfjörlegt smáatriði hér, frekar ómerkilegur vitnisburður þar, glugga í gamlar skýrslur, aftur að tala við vitni og smám saman kem- ur eins konar sannleikur í ljós. Þeir fjölmörgu sem þekkja Ed McBain vita að hverju þeir ganga og þeir vita að hann svíkur ekki frekar en fyrri daginn. Arnaldur Indriðason EDDA Björgvinsdóttir og Ellert A. Ingimundarson eru hér í hlutverkum í Sex í sveit. Sex í sveit áfram í Líttu vio og LEGGÐU ÞIG! Hágæða heilsurúm á hagstæðu verði Hægt er að taka verin utan af rúmunum, bæði yfir- og aðaldýnum, og þvo í þvottavél við 60°c. B orgarleikhúsinu ÁFRAMHALDANDI sýningar á gamanleiknum Sex í sveit hefj- ast í Borgarleikhúsinu laugar- daginn 12. september. Sex í sveit er gamanleikur eft- ir Marc Camolettis í leikgerð Robins Howdons og leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Leikendur eru Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikritið er í þýðingu Gísla Rúnars Jónsson- ar. Hljóð annast Baldur Már Arngrímsson, lýsingu Elfar Bjarnason, búninga hannaði Stefanía Adolfsdóttir og leik- mynd er eftir Steinþór Sigurðs- son. Sýningar á verkinu síðastliðið ár urðu 33 og áhorfendur 17.000. Miðasalan er þegar hafín. Lífstíðarábyrgð gegn fjaðrabroti. epol Skeifunni 6 sími 568 7733 Með lO raða lottóseðli og Jóker getur þú unnið glæsilegan TOYOTA Avensis. í þágu öryrkja, ungmonna og fþrótta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.