Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 19

Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 19
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslenskur hugbúnaður vekur athygli í Bretlandi Erlendur fjárfestir kaupir 10% í Memphis HUGBUNAÐUR frá íslenska hug- búnaðarfyrirtækinu Memphis ehf. fær lofsamlega dóma í ágústhefti Research, sem er fagtímarit aðila í markaðsrannsóknum í Bretlandi. Memphis vinnur að markaðssetn- ingu foi-rits fyrir fyrirtæki á sviði skoðanakannana og markaðsrann- sókna. Hlutafjársöfnun stendur yfir erlendis og nú þegar hefur erlend- ur fjárfestir keypt 13% hlut í fyrir- tækinu fyrir um 35 milljónir króna. Helsta afurð fyrirtækisins er for- ritið „Survey Explorer" en það annast vinnslu og gi-einingu upplýs- inga úr skoðana- og markaðskönn- unum. Hugbúnaðinum er ætlað að gagnast jafnt rannsóknaraðilum og viðskiptavinum þeirra en til þess þarf hann að vera fjölhæfur og ein- faldur í senn. Sigfús Halldórsson, framkvæmdastjóri Memphis, segir að með forritinu geti markaðsrann- sóknafyrirtæki afhent kannanir sínar á tölvutæku formi í stað papp- írs eins og hingað til hafi tíðkast. „Það tók viðtakendur langan tíma að fara í gegnum markaðsrann- sóknaskýrslurnar með gömlu að- ferðinni en þetta forrit gerir þeim kleift að kalla fram á augabragði þær upplýsingar sem þeir óska eft- ir. „Survey Explorer" er einstak- lega notendavænt tól og því tekur ekid langan tíma að læra á það.“ I Research segir að menn reki í rogastans og segi „váá“ þegar þeir geri sér grein fyrir notagildi og virkni hins íslenska Memphis Sur- vey Explorer hugbúnaðar. Fram- köllun upplýsinga úr forritinu sé eins eðlileg og fyrirhafnarlaus og mögulegt sé. Þá sé erfitt að ímynda sér að búnaðurinn hafi þvílíka gnótt möguleika á úrvinnslu upplýsinga og raunin sé, ekki síst þar sem upp- lýsingarnar séu ósýnilegar þar til þær komi fram á því augnabliki sem maður þurfi á þeim að halda. „Búnaðurinn er mjög fljótvirkur og býður á augnabliki gi-einingu og úr- vinnslu á þúsundum fyrirspurna," segir í fréttabréfinu. Góðar viðtökur Memphis ehf. var stofnað árið 1994 en þá þegar hafði þróun hug- búnaðarins staðið yfir í nokkur ár. Hluthafar eru nú um tuttugu tals- ins og er Sigfús þeirra stærstur með um helmingshlut. Með stofnun fyrirtækisins hófst vinna við mark- aðssetningu hugbúnaðarins og seg- ir Sigfús að hún sé nú farin að skila árangri. „Við höfum þróað forritið í góðri samvinnu við Gallup á Islandi sem hefur notað það í markaðs- rannsóknum sínum og skoðana- könnunum síðastliðin fjögur ár.“ Markaðssetning að hefjast Nú vinna fjórtán manns hjá Memphis ehf. Höfuðstöðvar þess voru nýverið fluttar til Lundúna ALLEN Hayes, eigandi KMS, og Sigfús Ilalldórsson, framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Memphis. og þaðan verður sölu- og markaðs- starfsemi stýrt, en þróunardeild fyrirtækisins er í Hafnarfirði. Sig- fús segir að áformað sé að bæta við um tuttugu starfsmönnum á þessu ári, bæði hérlendis og í Lundún- um. „Hingað til hefur mesti kraft- urinn farið í þróun sjálfs hugbún- aðarins og öflun hlutafjár. Við leit- uðum fyrst eftir fjármagni frá ís- lenskum fjárfestum en höfðum ekki erindi sem erfiði. Því var ákveðið að bjóða hlutafé til sölu er- lendis og hafa viðtökur verið góð- ar. Fyrsti erlendi fjárfestirinn er Allen Hayes, eigandi KMS hár- vörurisans í Bretlandi, en hann hefur keypt 13% hlut í fyrirtækinu á 35 milljónir króna. Með auknu hlutafé getur markaðssetning hug- búnaðarins erlendis hafist fyrir al- vöru og það er ekki ónýtt að hafa slíka dóma í farteskinu," segir Sig- fús. í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. í þessu útboði heldur áfram uppbygging markflokka ríkisvíxla eins og kynnt var aðilum á íjármagnsmarkaði 12. maí, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I þessu útboði verða gefiiir út 3 ja, 6 og 12 mánaða rflcisvíxlar. í útboði 18. ágúst verða eftirfarandi flokkar rfldsvíxla í markflokkum boðnir út: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna tilboða* RV98-1118 18. nóvember 1998 3 manudir 0 3.000 RV99-0217 17. febrúar 1999 6 mámidir 3236 1.000 RV 99-0817 17. ágústiggg 12 mánuðir 0 1.000 • Milijónir króna. Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með dlboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu rfldsins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 18. ágúst. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is Uppbyggiiig markflokka ríkisvíxla Staða ríldsvíxla 12. ágúst, 17-534 milljónir króna. Aætluð hámarksstærð og sala l8. ágúst og I. september 1998. Endurfjár- mögnun á spariskír- teinum ÁKVEÐIÐ hefur verið, með hliðsjón af góðri stöðu ríkissjóðs, að hefja endurfjármögnun á spariskírteinum sem koma til gjalddaga í byi-jun næsta árs með kaupum á hluta af honum á opnum markaði. Lánasýsla ríkisins mun á næst- unni kaupa spariskírteini í flokki RS99-0210/K, með gjalddaga 10. febrúar 1999 fyrir um 800 milijónir króna. Útistandandi fjárhæð í þess- um flokki er um 10 milljarðar króna. Sigurgeir Jónsson, forstjóri lána- sýslunnar, segir samskonar kaup hafa átt sér stað á síðasta ári. Það hafi gef- ið góða raun og því ákveðið að endur- taka leikinn í ár. Sigurgeir segir þann góða fyrirvara á endurfjármögnuninni gera mönnum kleift að dreifa álaginu: „Þetta gefur fjárfestum einnig meiri tíma til að endurfjárfesta og minnkar endurfjármögnunaráhættu þeirra samanborið við það ástand sem myndi skapast ef allir fengju þetta í hend- umar á einum degi. ---------------- Tal fær rekstrarleyfí í SAMRÆMI við fjarskiptalög og lög um Póst- og fjarskiptastofnun hefur verið gefið út rekstrarleyfi til Tals hf. Samkvæmt rekstrarleyfinu hefur Tal hf. nú leyfi til að starf- rækja DCS 1800 (GSM 1800) fjar- skiptanet og þjónustu og er félagið þar með rekstrarleyfishafi númer tvö sem hefur slíkt leyfi. Því til viðbótar hefur Tal hf. einnig leyfi til að starfrækja GSM 900 fjar- skiptanet og þjónustu sem veitt var á síðasta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. -------♦-♦-♦---- Kaupir Deutsche J.P. Morgan? ORÐRÓMUR er á kreiki um að stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, sé á höttunum eftir banda- ríska bankanum J.P.Morgan, og hafa hlutabréf í báðum hækkað veru- lega vegna þessa kvitts, að því er BBC greindi frá. Þá hefur verið sagt frá því að næststærsti bankinn í Þýskalandi, Dresdner Bank, hafi átt í óformleg- um viðræðum við bandaríska verð- bréfafyrirtækið Paine Webber. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.