Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 19
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslenskur hugbúnaður vekur athygli í Bretlandi Erlendur fjárfestir kaupir 10% í Memphis HUGBUNAÐUR frá íslenska hug- búnaðarfyrirtækinu Memphis ehf. fær lofsamlega dóma í ágústhefti Research, sem er fagtímarit aðila í markaðsrannsóknum í Bretlandi. Memphis vinnur að markaðssetn- ingu foi-rits fyrir fyrirtæki á sviði skoðanakannana og markaðsrann- sókna. Hlutafjársöfnun stendur yfir erlendis og nú þegar hefur erlend- ur fjárfestir keypt 13% hlut í fyrir- tækinu fyrir um 35 milljónir króna. Helsta afurð fyrirtækisins er for- ritið „Survey Explorer" en það annast vinnslu og gi-einingu upplýs- inga úr skoðana- og markaðskönn- unum. Hugbúnaðinum er ætlað að gagnast jafnt rannsóknaraðilum og viðskiptavinum þeirra en til þess þarf hann að vera fjölhæfur og ein- faldur í senn. Sigfús Halldórsson, framkvæmdastjóri Memphis, segir að með forritinu geti markaðsrann- sóknafyrirtæki afhent kannanir sínar á tölvutæku formi í stað papp- írs eins og hingað til hafi tíðkast. „Það tók viðtakendur langan tíma að fara í gegnum markaðsrann- sóknaskýrslurnar með gömlu að- ferðinni en þetta forrit gerir þeim kleift að kalla fram á augabragði þær upplýsingar sem þeir óska eft- ir. „Survey Explorer" er einstak- lega notendavænt tól og því tekur ekid langan tíma að læra á það.“ I Research segir að menn reki í rogastans og segi „váá“ þegar þeir geri sér grein fyrir notagildi og virkni hins íslenska Memphis Sur- vey Explorer hugbúnaðar. Fram- köllun upplýsinga úr forritinu sé eins eðlileg og fyrirhafnarlaus og mögulegt sé. Þá sé erfitt að ímynda sér að búnaðurinn hafi þvílíka gnótt möguleika á úrvinnslu upplýsinga og raunin sé, ekki síst þar sem upp- lýsingarnar séu ósýnilegar þar til þær komi fram á því augnabliki sem maður þurfi á þeim að halda. „Búnaðurinn er mjög fljótvirkur og býður á augnabliki gi-einingu og úr- vinnslu á þúsundum fyrirspurna," segir í fréttabréfinu. Góðar viðtökur Memphis ehf. var stofnað árið 1994 en þá þegar hafði þróun hug- búnaðarins staðið yfir í nokkur ár. Hluthafar eru nú um tuttugu tals- ins og er Sigfús þeirra stærstur með um helmingshlut. Með stofnun fyrirtækisins hófst vinna við mark- aðssetningu hugbúnaðarins og seg- ir Sigfús að hún sé nú farin að skila árangri. „Við höfum þróað forritið í góðri samvinnu við Gallup á Islandi sem hefur notað það í markaðs- rannsóknum sínum og skoðana- könnunum síðastliðin fjögur ár.“ Markaðssetning að hefjast Nú vinna fjórtán manns hjá Memphis ehf. Höfuðstöðvar þess voru nýverið fluttar til Lundúna ALLEN Hayes, eigandi KMS, og Sigfús Ilalldórsson, framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Memphis. og þaðan verður sölu- og markaðs- starfsemi stýrt, en þróunardeild fyrirtækisins er í Hafnarfirði. Sig- fús segir að áformað sé að bæta við um tuttugu starfsmönnum á þessu ári, bæði hérlendis og í Lundún- um. „Hingað til hefur mesti kraft- urinn farið í þróun sjálfs hugbún- aðarins og öflun hlutafjár. Við leit- uðum fyrst eftir fjármagni frá ís- lenskum fjárfestum en höfðum ekki erindi sem erfiði. Því var ákveðið að bjóða hlutafé til sölu er- lendis og hafa viðtökur verið góð- ar. Fyrsti erlendi fjárfestirinn er Allen Hayes, eigandi KMS hár- vörurisans í Bretlandi, en hann hefur keypt 13% hlut í fyrirtækinu á 35 milljónir króna. Með auknu hlutafé getur markaðssetning hug- búnaðarins erlendis hafist fyrir al- vöru og það er ekki ónýtt að hafa slíka dóma í farteskinu," segir Sig- fús. í dag kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. í þessu útboði heldur áfram uppbygging markflokka ríkisvíxla eins og kynnt var aðilum á íjármagnsmarkaði 12. maí, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I þessu útboði verða gefiiir út 3 ja, 6 og 12 mánaða rflcisvíxlar. í útboði 18. ágúst verða eftirfarandi flokkar rfldsvíxla í markflokkum boðnir út: Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna tilboða* RV98-1118 18. nóvember 1998 3 manudir 0 3.000 RV99-0217 17. febrúar 1999 6 mámidir 3236 1.000 RV 99-0817 17. ágústiggg 12 mánuðir 0 1.000 • Milijónir króna. Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með dlboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu rfldsins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 18. ágúst. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is Uppbyggiiig markflokka ríkisvíxla Staða ríldsvíxla 12. ágúst, 17-534 milljónir króna. Aætluð hámarksstærð og sala l8. ágúst og I. september 1998. Endurfjár- mögnun á spariskír- teinum ÁKVEÐIÐ hefur verið, með hliðsjón af góðri stöðu ríkissjóðs, að hefja endurfjármögnun á spariskírteinum sem koma til gjalddaga í byi-jun næsta árs með kaupum á hluta af honum á opnum markaði. Lánasýsla ríkisins mun á næst- unni kaupa spariskírteini í flokki RS99-0210/K, með gjalddaga 10. febrúar 1999 fyrir um 800 milijónir króna. Útistandandi fjárhæð í þess- um flokki er um 10 milljarðar króna. Sigurgeir Jónsson, forstjóri lána- sýslunnar, segir samskonar kaup hafa átt sér stað á síðasta ári. Það hafi gef- ið góða raun og því ákveðið að endur- taka leikinn í ár. Sigurgeir segir þann góða fyrirvara á endurfjármögnuninni gera mönnum kleift að dreifa álaginu: „Þetta gefur fjárfestum einnig meiri tíma til að endurfjárfesta og minnkar endurfjármögnunaráhættu þeirra samanborið við það ástand sem myndi skapast ef allir fengju þetta í hend- umar á einum degi. ---------------- Tal fær rekstrarleyfí í SAMRÆMI við fjarskiptalög og lög um Póst- og fjarskiptastofnun hefur verið gefið út rekstrarleyfi til Tals hf. Samkvæmt rekstrarleyfinu hefur Tal hf. nú leyfi til að starf- rækja DCS 1800 (GSM 1800) fjar- skiptanet og þjónustu og er félagið þar með rekstrarleyfishafi númer tvö sem hefur slíkt leyfi. Því til viðbótar hefur Tal hf. einnig leyfi til að starfrækja GSM 900 fjar- skiptanet og þjónustu sem veitt var á síðasta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. -------♦-♦-♦---- Kaupir Deutsche J.P. Morgan? ORÐRÓMUR er á kreiki um að stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, sé á höttunum eftir banda- ríska bankanum J.P.Morgan, og hafa hlutabréf í báðum hækkað veru- lega vegna þessa kvitts, að því er BBC greindi frá. Þá hefur verið sagt frá því að næststærsti bankinn í Þýskalandi, Dresdner Bank, hafi átt í óformleg- um viðræðum við bandaríska verð- bréfafyrirtækið Paine Webber. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.