Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 51
AFMÆLI
BORGÞOR V.
GUNNARSSON
Bóndinn var gamall í Götu
og grettin og Ijót hans frú.
Og allir töldu þau eystra
eindæmis skituhjú.
Þó fór að vænkast
hans hagur á meðan
hann var í Götu sem
hann lýsti svona:
Gata liggur frá Götu
sem er greið íyrir hjólandi
mann,
ljúfar og lostugar meyjar
í Landeyjum skjótt ég fann.
Hann Borgþór Gunn-
arsson læknir er 80
ára í dag, 18. ágúst.
Hann fæddist á bæn-
um Akurgerði suður í
Garði á Álftanesi í
mikilli fátækt og í
stóran systkinahóp.
Foreldrar hans voru
þau hjónin Gunnar
Jónsson sem var ætt-
aður austan úr Rang-
árvallasýslu og kona
hans Guðrún Jóns-
dóttir sem var ættuð
vestan úr Mýrasýslu.
Gunnar var sjómaður
að stai-fi, og var harðduglegur, en
átti dálítið í vandræðum með hann
Bakkus og gerði þetta fjölskyld-
unni erfitt fyrir. Var oft þröngt í
búi. Guðrún, kona hans, var einnig
mikill vinnugarpur og sá fyrir að
börn þeirra höfðu nóg að borða
enda þótt stundum væri úr litlu að
spila. Þessi stóra fjölskylda bjó í
mjög litlu húsnæði, eða réttara
sagt smákofa þarna úti í Garði. Ég
sá undirstöðuna frá þessum bæ
mörgum árum seinna eftir að hann
hafði brunnið til grunna, og varð ég
alveg undrandi hvernig allur þessi
stóri hópur hafði komist inn í þetta
litla hýbýli, en íslendingar eru
seigir og láta sér fátt fyrir brjósti
brenna.
Borgþór ólst þarna upp að mestu
leyti, en fór seinna sem unglingur í
kaupavinnu austur í sveitir, sér í
lagi í Rangárvallasýslu að bænum
Götu sem hann lýsti svona:
Ein af þessum
„ljúfu og lostugu rneyjum" var
Inga Hermunds frá Strönd í Land-
eyjum og með henni eignaðist
hann einn son, Herbert Núma að
nafni. Ekki varð þeim Borgþóri og
Ingu samræmt og kvæntist hann
seinna meir Ástu Guðjóns, ættaðri
úr Vestmannaeyjum og eignuðust
þau þrjá syni.
Borgþór vildi fara til mennta til
þess að bæta sinn hag og þar sem
hann var ágætis námsmaður lauk
hann læknisnámi frá Háskóla ís-
lands. Síðan héldu þau hjónin
vestur um haf og tók hann frekara
nám og gerðist brjóstholsskurð-
læknir. Settist hann að í bænum
Savannah, sem er við vesturlanda-
mæri Ulinois-ríkis og starfaði þar
í mörg ár. Síðar fluttist hann dálít-
ið austar í ríkinu til bílaborgarinn-
ar Belvidere þar sem hann settist
í helgan stein eftir að hann hætti
störfum á sjötugsaldri.
Borgþór var mikið skáld, enda
þótt hann hafi aldrei gefið út neitt
af sínum skáldskap, nema dálítið
af því birtist í vestur-íslenska
blaðinu Lögbergi-Heimskringlu í
gegnum árin. Læt eg svolítið af
skáldskap hans fylgja með.
Hérna er hluti af kvæði sem
heitir Kvöld í sjómanns koti og er
víst um erfiða ævi hans sem barns
í Garðinum:
Svo er farið að borða besta matinn
sem börnin fá og hátt þau um það rausa,
hangikét og flautir fá þau ekki
en feita lifur, kútmaga og hausa.
Móðir þeirra stendur ein í stappi,
steðjar um og svarar margra bænum.
Uti í horni ósar gamall lampi,
urrar kötturinn að nokkrum hænum.
Einnig var honum annt um
móður sína eins og fram kemur í
ljóði hans Móðureyra:
Verma láttu liðna stund
ljúf er náttin heima,
þegar háttar móðurmund
mig fer brátt að dreyma.
Minnsta hljóð ei missir neitt,
mun hið góða heyra,
vaknar óðar þótt sé þreytt,
þunnt er móðureyra.
Einnig gerði hann ljóð um hitt
og annað og allt mögulegt svo sem
um son sinn Þórð Víking þegar
hann var eins árs gamall:
Lít ég höfuð Ijúft og frítt,
liðið er fyrsta árið,
silkimjúkt og silfurhvítt
sveipast í lokkum hárið.
Hefur í gangi hringlur tvær,
hund og trukkinn stóra,
bætti við einum bfl í gær
boltana á hann fjóra.
Og svo auðvitað ansans köttur-
inn sem gat verið plága. Um hann
sagði hann meðal annars:
Kominn er bölvaður kötturinn,
úr kolunum skríður hann feginn,
síðan fer andstyggðar óþokkinn
upp í rúmin nýþvegin.
Ef ekki betur sér hegðar hann
og hættir þeim óþrifaverkum
verð ég að biðja einhvem bóndamann
að bregða onum snöru að kverkum.
Seinna meir sá hann sig um
hönd og orti Erfiljóð kattarins þar
sem hann segir m.a.:
Er verð ég, kæri, að kveðja þig,
af kviða hugur stynur.
Hver mun nú stappa stáli í mig
sem sterkur, hollur, vinur?
Nú fyrst hef ég hálfan grun
um hversu þú varst slyngur,
því varla finnast maður mun
þér meiri heimspekingur.
Ef litið er aftur á liðna ævi er
margt sem um er unnt að tala og
efalaust margt sem maður myndi
breyta ef það væri mögulegt, en
nú er allt það vatn til sjávar runn-
ið. En þó getur mann enn þá
dreymt sína drauma, eins og
Borgþór skrifaði sem ungur mað-
ur:
Sem drengur ég lét mig dreyma,
í draumi ég þóttist stór,
nú gengur mér illa að gleyma
því gamla, er miður fór.
Til hamingju með áttræðis-
afmfælið, pabbi.
Númi, Moberly, Missouri.
BOMRG
Jarðvegsþjöppur og hopparar
Gæði á góðu verði!
Skútuvogi 12A, s. 568 1 044.
|JSP
EYRNA-
HLÍFAR