Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 29
Hitt húsið
Tónleikar
Strok-
kvartetts-
ins Anima
STROKKVARTETTINN
Anima heldur tónleika í ÍR-
húsinu við Landakot á morgun,
miðvikudag, kl. 20.30. Leikin
verða verk eftir Jón Leifs,
Borodin og Stravinsky.
Strokkvartettinn Anima er
kvartett ungra tónlistarmanna
sem starfræktur hefur verið í
sumar á vegum Iþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur,
Hins hússins.
Meðlimir kvartettsins eru
Álfheiður Hrönn Hafsteinsdótt-
ir, fíðla; Hildur Ársælsdóttir,
fíðla; Sólrún Sumarliðadóttir,
selló, og Valgerður Ólafsdóttú',
víóla. Þær hafa nýlokið námi
við Tónlistarskólann í Reykja-
vík eða stunda þar nám á loka-
stigi. Leiðbeinandi kvai-tettsins
er Guðmundur Kristmundsson.
Tónleikarnir eru lokapunkt-
ur sumarvinnu kvartettsins hjá
Hinu húsinu og er aðgangur
ókeypis.
Hveragerðiskirkja
Tónlist eftir
dönsk
tónskáld
ELISABETH Zeuthen
Schneider fiðluleikari og Hall-
dór Haraldsson píanóleikari
halda tónleika í Hveragerðis-
kirkju á morgun, miðvikudag,
kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna er
tónlist eftir dönsk tónskáld.
Fyrst er Sónata í g-moll op. 8
eftir J.P.E. Hartmann, eitt
helsta tónskáld rómantíska tím-
ans í Danmörku, þá Andante og
allegro eftir son hans, Emil, og
að lokum Sónata í A-dúr op. 9
eftir Carl Nielsen.
Þau Elisabeth og Halldór
hafa haldið allmarga tónleika
saman undanfarin ár og einu
sinni áður í Hveragerðiskirkju.
Kammermúsíkverð-
launin 1998
Vetur í
norðri
BIRGITTA Holst Olsson,
danskt tónskáld, hlaut
Kammermúsíkverðlaunin 1998
fyiúr tónverkið Vetur í norðri.
Verðlaunin eru veitt norrænum
kventónskáldum og er verð-
launaupphæðin 50.000 sænskai-
krónur. Fjögur tónverk sem
komust í úrslit voru flutt á
kammermúsíkhátíðinni I
Örebro í Svíþjóð 8. ágúst sl.
Ekkert tónverk barst frá Is-
landi.
íkki kam
h * *•
kdíýOýlH
LISTIR
Kraftmikill leik-
ur og skringileg
raddskipan
TONLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Odile Pierre frá Normandí flutti verk
eftir þýsk, spönsk og frönsk tónskáld.
Sunnudagurinn 16. ágúst, 1998.
LÍKLEGA hefðu fáir trúað því að
orgeltónleikar yrðu svo vel sóttir
sem átt hefur sér stað um tónleika
þá sem ganga undir nafninu Sumar-
kvöld við orgelið og haldnir hafa
verið hvert sunnudagskvöld yfir
sumartímann í Hallgrímskirkju.
Líklega hefur hið mikla orgel kirkj-
unnar úrslitaáhrif og ætti það að
verða mönnum umhugsunarefni
varðandi tónlistarhús, sem trúlega,
ef vel tekst til um gerð þess, gæti
orðið mikil lyftistöng fyrir tónleik-
hald í Reykjavík, Það er nefnilega
margt, sem dregur fólk saman til
mannfagnaðar.
Að þessu sinni voru sumarkvölds-
tónleikarnir í Hallgrímskirkju
framfærðir af frönskum orgelleik-
ara, Odile Pierre að nafni. Hún hóf
tónleikana með g-moll fantasíunni
og fúgunni BWV 542, eftir Johann
Sebastian Bach. Þetta volduga verk
er samið um og eftir 1712 og er eitt
af fáum orgelverkum sem meistar-
inn samdi er hann starfaði í Cöthen.
Sagnfræðingar hafa talið hugsan-
legt að Johann Sebastian hafi þekkt
til verka eftir Purcell og að þaðan sé
nafngiftin „fantasía og fúga“ en
Bach talar um að ein tokkatan eftir
hann sé í „fantasíu og fúgu „ stíl.
Um þetta atriði er ekkert vitað og
um hreina ágiskun að ræða.
Fantasíur voru afar frjálsar í formi
og efnislega farið úr einu í annað. G-
moll fantasían er í raun tvískipt, þar
sem á víxl er leikið með sams konar
tónferli og í tokkötu en á milli er
tónferlið kontrapunktískt og á köfl-
um sérlega ki-ómatískt. Fúgustefið
er meðal frægustu stefja meistar-
ans en gerð slíkra stefja er sérstakt
rannsóknarefni. Fúgan er magnað-
ur tónbálkur og var leikur Odile Pi-
erre á köflum nokkuð órólegur en
kraftmikill.
Odile Pierre er krafmikill orgel-
leikari, sem kom sérlega vel fram í
tveimur verkum eftir Louis Vierne,
Hjmne au soleil og Faux follet, sér-
kennilegu verki, eins konar eld-
glæringar á orgei, sem er sniðug-
lega samið og erfitt í leik, og
Prelúdíu og fúgu í H-dúr eftir
Marcel Dupré. Prelúdían er ekta
franskur orgelniður en fúgan er í
raun hálfklén fúga, sem að Iokum
rennur saman við hljómnið prelúdí-
unnar,
Annað viðfangsefni tónleikanna
er eftir Francesco Con'ea de
Arauxo (1583-1654), spánskan org-
elleikara við San Salvador í Sevilla,
sem menn eru ekki sammála um
hvenær var uppi og nefna sumir
1575 sem fæðingarár hans.
Merkasta framlag hans er eins kon-
ar kennslubók í orgelleik, „Libro de
tientos, sem samanstendur af 62
„tientos", sem er raðað í erfiðleika-
röð, þremur tilbrigðaverkum og
fjórum smærri verkum, er öll þykja
hin merkilegustu. Tónmál hans er
oftast tvískipt, því eftir að hafa gert
stutta kynningu á einhverju stefi
vendir hann sér í tokkötuleik en auk
þess er hann sérstæður fyrir mikla
og oft djarfa notkun biðtóna og
þverstæða tónskipan (t.d. c á móti
cís). Pien'e lék Tinento á tíunda tóni
í nokkuð yfirdrifinni raddskipan og
líklega allt of hratt, eins og nútíma
flytjendum hættir oft til, þegar flutt
er mjög gömul tónlist, en þó á sann-
færandi og kraftmikinn máta.
Sú venja að leika smáþætti úr
stærri tónverkum frönsku meistar-
anna, eins og að þessu sinni, Bened-
ictus úr Couvents orgelmessunni,
eftir Fr. Couperin og hugleiðingu
úr fyrstu orgelsinfóníu Vidors,
þjónar því einu að nota þessa smá-
þætti sem þægileg millispil. Verkin
sjálf eru engin millispilsmúsik og
mætti hugleiða það atriði, að leika
t.d. einhverjar af orgelsinfóníunum í
heild og láta þær mynda eins konar
þema fyrir næstu sumartónleika.
Eins og fyrr segir er Odile Pierre
hörkugóður kraftmikill og athyglis-
verður orgelleikari en tónsmíð eftir
hana, Tilbrigði yfir þrjú jólalög frá
Normandí, er hinn undarlegasti
samsetningur 14 tilbrigða, sem á
köflum eru hefðbundin í tónskipan
en svo oftlega á móti klædd í alls
konar skringilega raddskipan og
flutningamáta, frekar tilgerðarleg-
an og ekki líklegan til að vekja meiri
áhuga en sem nemur stuttlegri
undrun á tiltældnu hveju sinni.
Jón Ásgeirsson.
Fákafeni 9
sími 5682866