Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 27
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MIRROR of Water eftir Mariko Mori. Ljósmynd milli gleija í 5 hlutum, frá 1998. 3x6 metrar.
Harður
heimur og
óvæginn
*
I London eru nú sem oftar margar
forvitnilegar myndlistarsýningar.
Halldór Björn Runólfsson segir hér
frá tveimur þeirra; sýningu í Hayward
Gallery á myndböndum, neónverkum og
teikningum Bruce Nauman og sýningu í
Serpentine Gallery á ljósmyndum og
myndböndum Mariko Mori.
ÞAÐ virðist vera sama
hversu oft Bruce Nauman
verður á vegi manns, verk
hans eru alltaf jafnfersk.
Þar kemur til einstæð tilfinning
hans fyrir efniviði í tengslum við
umhverfi. Eins og svo margir lista-
menn sem búa yfir líkamlegri til-
finningu fyrir skipan hlutanna virkj-
ar Nauman skynjun sína langt um-
fram sjónina. Þannig eru snertiflet-
irnir alltaf nýir þótt verkin séu sjálf-
um sér lík eða þau hin sömu og sýnd
hafa verið.
Sturtuklefar
Ifö sturtuklefamir eru fáanlegir
í mörgum stærðum og gerðum,
úr plasti eða öryggisgleri.
Ifö sturtuklefamir em trúlega þeir
vönduðustu á markaðnum í dag.
Ifö sænsk gæðavara.
Heildsöludreifing:
--A-. Smiðjuvegi 11. Kópavogi
Sími 564 1088.fax 564 1089
Fæst i bvogingavöruverslunum um land allt.
Nauman fæddist í Indiana-fylki í
miðvestur-Bandaríkjunum árið
1941. Ásamt listum - þar með talið
óformlegt nám í klassískri tónlist,
píanóleik og analýtískri heimspeki
Wittgensteins - lagði hann stund á
eðlis- og stærðfræði við Wisconsin-
háskóla, Madison, en hélt síðan til
Kaliforníu, árið 1964, þar sem hann
helgaði sijg alfarið listnámi og list-
sköpun. Arið 1989 fluttist Nauman
til smábæjarins Galisto, skammt frá
Santa Fe í Nýju-Mexíkó þar sem
hann stundar hrossatamningar í
hjáverkum ásamt annarri eiginkonu
sinni, listmálaranum Susan Rothen-
berg.
Bruce Nauman stóð ungur frammi
fyrir þeirri spumingu hvert halda
skyldi eftir að naumhyggjan -
minimal-listin - hafði gengið af ailri
hefðbundinni formhugsun dauðri.
Það voru miklu fremur leikverk
Samuels Beckett og dansverk ball-
ettmeistaranna Meridith Monk og
Merce Cunningham sem vísuðu hon-
um veginn út úr óvissunni en sú
myndlist sem kollegar hans voru að
fást við. Með því að gera vinnustof-
una að tilraunastöð fyrir eigin lík-
amstjáningu kviknaði sú fjölþætta
og sundurleita list sem Nauman
ástundar.
Alls kyns gönguæfingar, andlits-
grettur og línudans fengu á sig form
gegnum gips- og vaxafsteypur,
teikningar, ritaðan og lesinn texta,
myndbönd, mislitar neónpípur og
höggmyndir úr trefjaplasti, stálbit-
um, steypu og gúmkvoðu. Þannig á
Nauman það til að útfæra sömu hug-
myndina á mismunandi hátt. Sama
þulan er vélrituð, steypt í mót, mót-
uð í blikkandi og mislit neónskylti,
ellegar lesin upp af mismunandi leik-
urum á myndskjá. Vegna ólíkra
húsakynna og mismunandi afstöðu
er virkni verkanna gjörólík frá einni
RAW Materíal with Continuous Shift - MMMM, 1991.
Myndband með höfði listamannsins.
PtSS AG v Ol.íí
S1.86ÞAHO 016
Ctíá’
KISS ANL) Gl£
-AOf: ANODr
Htffe'ákirén
émmmœ
mmm»m
ratow ANODie
m Atlþ.UVk
wmrnrn-
PiSS ÁNÖ U¥€
UVfi
HIS'iAW. Uw
!-(ttm Afí
lauör anu uve
T&J&t aíi@uví
FEEL ANO UV6
mmtmwi
tllOW ANO uv?
YOUNG ANP 016
OiÐ ÁMib 0 • t
xjN ANO 0:t
íMif l/.'>
PlAVANOQÍfc
SUdWjj&®K
iDMF ANO O’c
niLtmm
ssfeiLAííwete
Ha ANií ftNL
■SA$t&Í40&
FAH.IP&OI6
CNWUi ANOO'i
ÁiNK 4NO tyv
ÍÁ".
lOUANOUV
snysttpw
W&Wp w
1*041) i jV
Tf;l I m\) I IV
Sftrnmw
mAtmm
'ummnw'
ONE Hundred Live and Die, 1984. Neónpípur á málm-
plötum, 300x336x53 cm.
sýningu til annarrar. Skipan þeirra
má líkja við mismunandi uppfærslur
í leikhúsi.
Þannig eru hálfopin húsakynni
Hayward Gallery líkt og sniðin fyrir
myndvarp hinna fjörutíu verka og
gott betur, sem komin eru til Lund-
úna frá Pompidou-miðstöðinni í
París. Keðjusöngur gjörningaleikar-
ans Rinde Eckert í verkinu Ant-
hro/Socio, frá 1991, þar sem hann
tónar í síbylju „Feed Me, Help Me,
Eat Me, Hurt Me“ á þremur veggj-
um endurspeglar með fáguðum
hætti Raw Materíal, myndband frá
sama ári af höfði Naumans sjálfs,
sem hringsnýst bæði rétt og á haus.
Á Documenta 9 í Kassel, 1992, spann
höfuð Rinde Eckerts einmitt með
þeim hætti. Þótt hugmyndin sé end-
urtekin er hún aldrei nákvæmlega
eins. Þess vegna er hver ný sýning á
verkum Bruce Nauman einstæður
viðburður líkt og tónleikar, þó svo
efnisskráin sé öllum kunn.
Sýningin er opin til 6. september.
Opið daglega frá kl. 10-18. Sýning-
arskrá: £19,95.
Nirvanabarokk
HVORT heldur menn kunna að
meta verk Mariko Mori eður ei
hljóta þeir að fyllast ákveðnu stolti
frammi fyrir ljósmyndum hennar og
myndböndum vegna hins greinilega
skyldleika þeirra við verk Bjarkar
Guðmundsdóttur. Eins og nafnið
bendir til er Mori japönsk að upp-
runa - fædd 1967 - og komin á topp-
inn um tvítugt eins og flestar stjöm-
ur margmiðlunaraldarinnar. Við
nálgumst óðfluga Edensrann Andy
Warhol....þegar allir verða heims-
frægir í kortér.“
Allt frá því Charles Baudelaire tók
að dásama gerviparadís stórborgar-
samfélagsins upp úr miðri síðustu
öld hafa áhrif hins upprunalega og
einstæða farið halloka fyrir tilbúnum
fjölfóldunarbrellum vitundariðnaðar-
ins. Ástæðan er augljós. Um leið og
framleiðsluöflin gátu ungað út ódýr-
um eftirlíkingum af upprunalegum
varningi var veldi hins ekta og nátt-
úrulega í uppnámi. Augljósasti vitn-
isburðurinn er verðmunurinn á
bleiktum strásykri og brúnum hrá-
sykri; bleiktu hveiti og heilu; hvítum
grjónum og óunnum hýðishrísgrjón-
um. Vegna þess hve margfalt fleiri
jarðarbúar aðhyllast ofunnið fæði
leggur offita fleiri þeirra að velli en
hörgulsjúkdómar. Hið ekta og nátt-
úrulega er varla á færi annarra en
örlftillar yfirstéttar.
Matarmenningin endurspeglar
annað menningarlegt verðmætamat.
Það er ekki nóg með að fæðan sé
bleikt heldur kýs stór hluti mann-
kyns bleikt umhverfi. Enginn litur
undirstrikar viðlíka fráhvarf manns-
ins frá náttúrulegu umhverfi sínu.
Bleikrn- er klæða- og leikfangalitur
meybarna og ítrekar líkt og fólblár
drengjapastellinn þroskaleysi brjóst-
mylkingsins. Sem hluti af táknmáli
fulltíða kvenna gengur bleikur litur
þar af leiðandi í berhögg við náttúru-
legan kynþokka. Annað tveggja und-
irstrikar hann söknuð eftir óaftur-
kræfu sakleysi ellegar mótþróa gegn
ellinni, óumflýjanlegum rökum hinn-
ar gegnheilu tilveru. Það er þessi
gervilega afstaða Mariko Mori sem
minnir svo sterklega á gelgjustíl
Bjarkar.
Tilbúningur hennar er engu að
síður hrífandi; uppfullur af stórfeng-
legum sýndarbrellum; guðdómleg-
um, austurlenskum gleðileik og lit-
rænu augnayndi sem ekki gefur eftir
neinni vestrænni málaralist. Nir-
vanabarokk væri réttnefni á þrívídd-
arkenndri furðuveröld Mori sem
dansar fyrir augum manns. Risaljós-
myndir hennar - allt að sex metra
langar - eru sannkölluð nútímaleg
meistaraverk. Mirror of Water er til
dæmis margfölduð sjálfsmynd tekin
í frönskum kalksteinshelli. Þar svíf-
ur hálfgagnsætt lótusblóm eins og
marglyttugeimfar yfir vötnum. Sem
opinberun innri þrár sver þessi heill-
andi draumheimur sig í ætt við Tím-
ann og vatnið eftir Stein Steinarr,
um leið og hann brýtur listinni braut
út yfir Stóra gleríð hans Duchamps.
Ef til vill greinum við í verkum
Mariko Mori brot af þeirri upplifun
sem liggur handan sjónrænna
landamæra okkar aldar.
Þetta er sumarsýnin; opin daglega
frá kl. 10-18. Aðgangur ókeypis.
Sýningarskrá: £12.