Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 23
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Stjórn Kíríjenkós lækkar gengi rúblu
Segist standa
við skuldbind-
ingar sínar
Moskvu. Reuters.
RÍKISSTJÓRN Rússlands ákvað í
gær að víkka vikmörk við gengis-
skráningu rúblunnar og frysta af-
borganir á erlendum lánum um 90
daga skeið. Sergei Kíríjenkó, for-
sætisráðherra, segir ekki um geng-
isfellingu að ræða: „Aðgerðirnar
eru nokkuð róttækar en bæði tíma-
bærar og nauðsynlegar til þess að
tryggja stöðugleika í rússnesku
efnahagslífí," sagði forsætisráð-
herrann á blaðamannafundi. „Við
munum standa við skuldbindingar
okkar,“ sagði Kíríjenkó enn fremur,
aðspurður um greiðslufrystingu er-
lendra lána.
Forsætisráðherrann fór eins og
köttur í kringum heitan graut er um
gengisfellingu að ræða og sagði að-
gerðimar endurspegla nýja nálgun
á gengisstefnu stjórnarinnar.
Staðið í biðröð
eftir dollurum
Ákveðið hefur verið að gengi
rúblunnar gagnvart Bandaríkjadoll-
ar megi fljóta á á bilinu 6 - 9,5rúbl-
ur fyrir einn dollar það sem eftir er
ársins. Ríkisstjómin hafði áður
skuldbundið sig til þess að gengi
rúblunnar gagnvart dollaranum færi
ekki yfir 7,13 rúblur til ársins 2001.
Gengi dollarans hefur verið um
sex rúblur að undanförnu en í gær
kostaði hann 7,5-8 rúblur á mörkuð-
um í Moskvu. Borgarbúar stóðu í
biðröðum að reyna að verða sér úti
um Bandaríkjadali í gærdag en
framboð svaraði ekki eftirspurn og
margir fóm tómhentir heim. Al-
gengt er að almenningur í Rúss-
landi eigi allt sitt sparifé í dolluram.
f yfírlýsingu frá Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum segir að áhrif þessara að-
gerða verði skoðuð nákvæmlega og
lýst þeirri von að ríkisstjómin
standi við neyðaráætlun sína í efna-
hagsmálum. Aðeins þannig geti
sjóðurinn reitt fram næstu greiðslu
umsaminna lána í september nk.
Dúman kemur saman
til aukafundar
Rússneska þingið verður kallað
saman til aukafundar á föstudag til
þess að ræða efnahagsaðgerðir rík-
isstjórnarinnar.
Leiðtogi kommúnista, Gennady
Zjúganov, segir stöðuna í rússnesku
efnahagslífi verða á dagskránni en
ólíklegt að frumvörp ríkisstjómar-
innar, sem fyrir liggja, um aðgerðir
í efnahagsmálum verði tekin á dag-
skrá aukafundarins.
Fossett
bjargað
Sydney. Reuters.
ÁSTRÖLSK skúta kom banda-
ríska loftbelgsfaranum Steve
Fossett til bjargar í gær þar sem
hann var á reki á Suður-Kyrra-
hafi eftir að belgur hans hrapaði
í þrumuveðri í fyrrinótt, að því
er ástralskar björgunarsveitir
greindu frá.
Skútan Atlanta fann Fossett
skömmu fyrir 11.30 í gær en
belgur hans hrapaði í Kóralhaf,
norðaustur af Ástralíu, upp úr
miðnætti í fyrrinótt. Þar með
lauk Qórðu tilraun Fossetts til að
verða fyrstur manna til að fljúga
umhverfis hnöttinn í loftbelg.
Talsmaður ástralskra björgun-
aryfírvalda sagði að Fossett yrði
að líkindum fluttur yfír í skip ný-
sjálenska flotans. Haft var eftir
Fossett í gær að belgurinn hefði
hrapað um 9.000 metra eftir að
hafa orðið fyrir eldingu. Fossett
sakaði ekki.
Fossett hafði reyndar tekist að
setja met með því að fljúga
16.876 km, sem er það lengsta
sem loftbelg hefur verið flogið.
Alls náði hann að fljúga 24.476
km leið áður en hann hrapaði.
„Fyrst þegar belgurinn gaf sig
í 29 þúsund feta hæð var ég aðal-
lega vonsvikinn yfír því að kom-
ast ekki umhverfis hnöttinn,“
sagði Fossett. „En svo þegar ég
hélt áfram að hrapa fór ég að
hugsa meir um að halda Iífi.“
Snemma í gærmorgunn náðust
neyðarsendingar frá björgunar-
báti Fossetts og flugvél frá Nýju
Kaledóníu varpaði niður til hans
stærri báti og talstöð. Fór
ÁSTRALÍA '
AFRÍKA
Indlandshaf
Suður
Atlantshaf
SJÁLAND/
Suðurskautsland
KYRRAHAF
LOFTBELGUR FOSSETTS HRAPAR
Fossett yfir í stærri bátinn.
Björgunarmenn sögðu að veður
væri gott á þessum slóðum.
Um það bil fimm klukkustund-
um áður en samband við loftbelg
Fossetts rofnaði hafði hann verið
varaður við því að hann væri að
nálgast mikinn illviðrisbakka.
Ævintýramanninum
Steve Fossett var bjarg-
að í gær eftir að loft-
belgur hans hrapaði í
Kóralhafið. Þótt Fossett
mistækist ætlunarverkið
tókst honum engu að
síður að setja lengdar-
met í loftbelgsflugi.
gCairns Kóralhafseyjar
200 km
KÓRALHAI
ASTRALIA
Brisbane ®
Bellona-rif
Fossett komst
um borð í
björgunarbát
Nýja- w
Kaledónfa
SUÐUR
AMERlKA
©
LEIÐARBÓK:
Q) 8. ágúst kl. 1.00
Flugtak í Mendoza
í Argentínu
© 8. ágúst kl. 22.30
Hraði: 71 km/klst
Leið: 2.018 km
©9- ágúst kl. 22.00
Hraði: 69 km/klst
Leið: 3.596 km
@10. ágúst kl. 23.31
Hraði: 118 km/klst
Leið: 6.213 km
© 11. ágúst kl. 22.00
Hraði: 190 km/klst
Leið: 9.979 km
© 12. ágúst kl. 10.49
Hraði: 90 km/klst
Leið: 12.256 km
© 13. ágúst kl. 22.00
Hraði: 57 km/klst
Leið: 15.307 km
© 14. ágúst kl. 11.30
Hraði: 90—120 km/klst
Leið: 16.103 km
© 15. ágúst kl. 18.49
Hraði: 179 km/klst
Nýtt met: 16.876 km
© 16. ágúst kl. 13.25
Hraði 134 km/klst
Leið: 24.466 km
® 17. ágúst kl. 0.30
Belgurinn hrapar
í Kóralhafið
Leið: 24.476 km
Reuters
20 faras.t í námuslysi
í Ukraínu
TUTTUGU fórust og Qögurra er
saknað eftír gassprengingu í kola-
námu í tíkraínu. Metangasspreng-
ing varð í námunni, sem er nærri
borginni Luhansk í austurhluta
landsins, á sunnudagsmorgun þeg-
ar 28 námuverkamenn voru að
störfum. Björgunarmenn leita enn
þeirra sem saknað er. Á myndinni
má sjá tvo björgunarmenn koma
upp úr námunni að lokinni leit í
gær en skyldmenni þeirra sem
saknað er standa álengdar og bíða
frétta. Rúmlega 200 verkamenn
hafa farist í námaslysum í tíkra-
ínu á þessu ári.
British Airways
boðar „gult spjald“
BRITISH Airways hefur tilkynnt
að 1 næsta mánuði verði farið að
veita farþegum, sem hegða sér illa
um borð í vélum félagsins, skrifleg-
ar aðvaranir, eða „gult spjald", að
því er BBC greindi frá.
Verða farþegarnir varaðir við því
að þeir kunni að verða handteknir
og gerðir ábyrgir fyrir aukakostn-
aði þurfí að bregða út af flugáætlun
vegna hegðunar þeirra. Flugfélagið
segir ástæðuna fyrir þessu vera þá,
að tilfelli svonefnds „flugtryllings"
hafi fjórfaldast á undanfömum
þrem áram.
í síðasta mánuði varð að lenda
flugvél félagsins, sem var á leið frá
Rio de Janeiro til London, á
Tenerife vegna þess að ölvaður far-
þegi reyndi að brjótast inn í stjóm-
klefann. í maí var breskur kaup-
sýslumaður, sem hótaði að drepa
flugmann þotu BA og meiða annan
farþega, sektaður um jafnvirði tæp-
lega hálfrar milljónar íslenskra
króna. Vélin var á leið frá London
til Flórída, en vegna atviksins var
henni lent í Boston.
Reykingar era bannaðar á öllum
leiðum BA, og á síðasta ári tengdust
um það bil 70% af 260 alvarlegum
atvikum um borð reykingum.
Maður á leið til Afganistans handtekinn vegna tilræðanna í Afríku
Bandarískt starfs-
lið flutt frá Pakistan
Islamabad, Nairobi, Washington. Reuters.
BANDARÍKJAMENN lokuðu í
gær fjóram miðstöðvum sínum í
Pakistan fyrir almenningi „þar til
annað verður tilkynnt", og bjuggu
sig undir að flytja á brott allt starfs-
fólk sem ekki þarf bráðnauðsynlega
á að halda. Utanríkisráðuneytið til-
kynnti um þetta og sagði „alvarleg-
ar hótanir“ gegn bandarískum ríkis-
borguram og bandarískum stofnun-
um vera ástæðuna.
Tilynningin kom í kjölfar þess að
kenýskir og bandarískir rannsókn-
armenn staðfestu í gær að þeir væra
að yfirheyra granaðan mann, sem
framseldur var frá Pakistan, í
tengslum við sprengjuárásir á tvö
bandarísk sendiráð í Kenýa og
Tansaníu 7. ágúst sl. Maðurinn hefði
neitað allri aðild að tilræðunum.
í yfirlýsingu frá bandaríska
sendiráðinu í Nairobi, höfuðborg
Kenýa, sagði að pakistönsk yfirvöld
hefðu snúið manninum aftur til
Kenýa síðla kvölds 14. ágúst. Hann
héti Mohammed Saddiq Odeh,
einnig þekktur undir nöfnunum
Abdull Bast Awadh og Mohammad
Sadiq Howaida.
í yfirlýsingunni sagði ennfremur:
„Saddiq Odeh hefur ekki játað á sig
neina ábyrgð á sprengingunum í
Nairobi og Dar Es Salaam, né hefur
hann bendlað annað fólk við þessa
viðburði." Að minnsta kosti 257
manns létu lífið og rúmlega 5.000
slösuðust í tilræðunum.
Pakistanska blaðið The News
greindi frá því í gær að Saddiq
Odeh hefði verið á leið frá Pakistan
til Afganistans þegar hann hefði
verið handtekinn.
Yfirvöld í Pakistan sögðust í gær
sýna því fullan skilning að Banda-
ríkjamenn skuli kalla heim flesta
opinbera starfsmenn sína í landinu
á meðan núverandi ástand ríki.
„Ríkisstjóm Pakistans er enn sem
fyrr algerlega andvíg hvers konar
hryðjuverkastarfsemi," sagði í til-
kynningunni. Á sunnudag vöraðu
bandarísk stjómvöld bandaríska
ríkisborgara við því að fara til
Pakistans.
Margir hafa orðið til þess að
kenna múslímskum öfgamönnum
um sprengjutilræðin, þótt engar
beinar vísbendingar hafi komið
fram um slíkt, að því er breska rík-
isútvarpið BBC greindi frá.
Einn þeirra sem hafa verið
nefndir í þessu sambandi er saudi-
arabíski auðkýfingurinn Osama bin
Laden, en hann er búsettur í
Afganistan og hefur opinberlega
heitið því að halda áfram heilögu
stríði gegn Bandaríkjunum. Hafa
sérfræðingar sagt að hann sé hluti
af nýrri, alþjóðafylkingu innan
Islam sem sameini saudíska, eg-
ypska og aðra hópa.
Albright til Afríku
Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær
af stað til Kenýa og Tansaníu þar
sem hún mun heimsækja banda-
rísku sendiráðin og „flytja skilaboð
frá þjóðinni". Kvaðst hún myndu
bera Kenýa- og Tansaníubúum
„vináttukveðjur" og er talið að hún
muni tilkynna nánar um fyrírhug-
aða aðstoð Bandaríkjanna til ríkj-
anna tveggja vegna sprengjutilræð-
anna. Þá mun hún heimsækja fólk
sem slasaðist í tilræðunum og er
enn á sjúkrahúsi.
Utlendingar flvja frá Kinshasa
Kinshasa. Rcuters.
HUNDRUÐ útlendinga yfirgáfu
Kinshasa í Lýðveldinu Kongó um
helgina vegna átakanna í landinu.
Laurent Kabila, forseti, sneri aftur
til höfuðborgarinnar á sunnudag.
Við komuna þangað ítrekaði forset-
inn áskorun sína til landsmanna um
að berjast gegn uppreisnarmönnum
þar til yfir lyki. Állt var með kyrr-
um kjöram í Kinshasa í gær en sókn
uppreisnarhermanna heldur áfram.
Þeir hafa náð bænum Songololo á
sitt vald og nálgast Mbanza Ng-
ungu, sem er 150 km fjarlægð frá
Kinshasa.
í gær reyndu starfsmenn er-
lendra sendiráða að semja við yfir-
völd um leyfi til brottfarar fyrir út-
lendinga, bæði með flugi frá flug-
vellinum í Kinshasa og með ferju yf-
ir Kongó-fljót til Brazzaville, höfuð-
borgar grannrikisins Kongó.
Á leið sinni til Kinshasa ferðaðist
Kabila til Luanda í Angólu og átti
fund með forseta landsins, Eduardo
dos Santos, og Sam Nujoma, for-
seta Namibíu, til þess að ræða
ástandið í Kongó. Utanríkisráðherr-
um Zimbabwe, Zambíu, Tansaníu
og Namibíu hefur verið falið að
finna friðsamlega lausn deilunnar
en uppreisnin í Lýðveldinu Kongó
braust út 2. ágúst sl.