Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 30

Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 31 Málalok vegna starfs prófess- ors í taugasjúkdómafræði Morgunblaðið/Ai-naldur „EF þessi vinnubrögð eru algeng í Háskóla íslands er hann í vanda staddur,“ segir Martin Grabowski. STJÓRNSÝSLUKÆRA dr. Mart- ins Grabowski, læknis við háskóla- sjúkrahúsið í Lundi, var ekki tekin til greina af menntamálaráðherra. Henni var hafnað á forsendum há- skólaráðs Háskóla íslands. Málið er því úr sögunni því Grabowski reiknar ekki með að leita til dóm- stóla. Grabowski kærði eftir ákvörðun deildarfundar læknadeildar við Há- skóla Islands um að mæla með Elí- asi Ólafssyni í starf prófessors í taugasjúkdómafræði og yfirlæknis taugalækningadeildar Landspítal- ans. Meginorsök kærunnar var að dómnefnd um hæfni umsækjenda lýsti Grabowski óhæfan til að gegna stöðunni og kom hann því ekki til greina þegar deildarfundur valdi mann í starfið. Kvörtunin beindist á engan hátt gegn Elíasi, heldur dómnefnd og meðferð máls- ins. Þrír af fimm umsækjendum gerðu alvarlegar athugasemdir við störf dómnefndarinnar og sendu rektor Háskólans eins og þeir hafa rétt til að gera. Athugasemdir Martins voru ekki teknar til greina. Hann sendi menntamálaráðherra umkvörtun vegna málsins. Ráð- herra sendi hana áfram til háskóla- ráðs sem hafnaði henni. Martin sendi þá stjómsýslukæru m.a. á þeim forsendum að hann hefði mestu rannsóknarreynsluna af um- sækjendum, að rannsóknirnar hefðu hátt vísindalegt gildi og að jafnræðisregla með umsækjendum hefði verið brotin. Ráðherra framseldi kæruna til háskólaráðs, sem taldi að gögn málsins nægðu ekki til að láta aug- lýsa stöðuna á ný. Ekki var fallist á að dómnefnd hefði brotið ákvæði reglna um veitingu starfa háskóla- kennara. Menntamálaráðherra er sam- kvæmt 11. gr. laga nr. 131/1990 bundinn af tillögu deildarfundar. Hann getur ekki gert athugasemdir við málsmeðferð, aðeins fallist á hana eða hafnað og er þá staðan auglýst að nýju. I bréfi til Martins segist mennta- málaráðherra ekki hafa forsendur til að breyta ákvörðun háskólaráðs. Andlega erfítt tímabil „Ég leitaði ráða hjá lögfræðingi í framhaldi af þessu um hvort ég gæti sótt þetta mál fyrir dómstól- um. Hann taldi þetta vera erfitt mál og óljóst um málalok," segir Martin Grabowski sem var nýlega hér á landi í sumarfríi. Hann býst ekki við að kæra aftur. „Það var áfall að vera talinn óhæfur af dómnefndinni til að gegna starfinu. Og það var ósann- gjarnt því ég vissi að ég var ekki óhæfari en aðrir umsækjendur,“ segir hann, „þetta var andlega erfitt tímabil". Hann segist hlynntur því að Há- skóli Islands geti ráðið þá starfs- krafta sem hann vill. „Hins vegar svíður mér aðferðin sem beitt er til að útiloka menn frá vali. I þessu til- viki gat deildarfundur læknadeildar ekki fengið að velja mig eða hafna því dómnefndin útilokaði mig með óhæfnisdómi," segir hann „Ef þessi vinnubrögð era algeng í Háskóla Islands er hann í vanda staddur og þetta er merki um ófag- leg vinnubrögð. Ég er hræddur um að hann fái slæmt orð á sig því svona lagað fréttist til annarra landa,“ segir hann. Martin segir að mál sitt hafi vakið athygli meðal sænskra lækna. Hann segir að enginn hafi þorað að hnekkja dómnefndarálitinu þrátt fyrir augljósa ósanngirni þess í garð hans og fleiri umsækj- enda. „Ekki rektor, ekki háskóla- ráð og ekki menntamálaráðherra," segir hann. „Það gladdi mig aftur á móti að ég fann fyrir góðum stuðningi frá ýmsum íslenskum læknum sem sendu mér til dæmis góð orð í jóla- kortum og ég hef líka fundið það í heimsókn minni hingað núna. Marg- ir hafa harmað slæm vinnubrögð í þessu máli.“ Vinnubrögð vegna stöðuveitinga Miklar umræður hafa orðið um þetta mál meðal lækna. Á deildarfundi læknadeildar var t.a.m. borin fram tillaga um nýtt mat á umsækjendum um starf pró- fessors í taugasjúkdómafræði en í ljós kom að deildarfundur hafði ekki vald til að krefjast þess. Hann varð að ganga til atkvæða á grundvelli niðurstöðu matsnefndar og vegna þess að rektor Háskóla íslands gerði ekki athugasemd við það. Vinnubrögð undanfarin ár vegna stöðuveitinga í læknadeild hafa þreytt menn, en nefna má að skipa þurfti nýja dómnefnd vegna veiting- ar prófessors í geðlæknisfræði eftir að niðurstaða hinnar fyrri var gerð ógild með stjórnsýslukæru. Meðal þess sem angraði menn vegna máls Martins Grabowskis er að gögn voru lögð fram á deildar- fundi læknadeildar sem sýndu að jafnræðisreglan var brotin á um- sækjendum. Einnig að tveir með doktorspróf voru taldir óhæfir og að tveir án doktorsprófs hæfir og þar af annar sem hæfastur í starfið. Rektor og menntamálaráðherra voru send gögn sem sýndu að Mart- in Grabowski bar af öðrum umsækj- endum þegar vísindaverk voru tal- in. Tilvitnanir í greinar Grabowskis samkvæmt Science Citation Index voru yfir hundrað talsins í árslok 1996. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir kom næst með 52 tilvitnanir og Finnbogi Jakobsson svo með 45. Níu sinnum var vitnað í verk Páls Ingvarssonar og einu sinni í verk Elíasar Ólafssonar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Námsleiðir í kvöldaskóla FB á haustönn 1998 BÓKNÁM Félagsfræðibraut Náttúrfræðibraut Nýmálabraut IÐNNÁM Grunndeild í tréiðnum Grunndeild í rafiðnum Húsasmíðabraut Rafvirkjabraut HEILBRIGÐISNÁM Sjúkraliðabraut LISTNÁM Handíðabraut Myndlistarbraut VIÐSKIPTANÁM Ritarabraut Skrifstofubraut Tölvubraut Hagfræðibraut Markaðsbraut Hægt er að taka einstaka áfanga, brautir, stúdentspróf eða starfsréttindi, eftir áhuga hvers og eins. Innritað verður 18. og 20 ágúst kl. 16:30-19:30 og laugardaginn 22. ágústkl. 10:30-13:30. Kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst. Allar upplýsingar um kvöldskóla FB eru á heimsíðu skólans www.fh.is flðeins 300 sæti á sértilboði Bókaðu til London með Heimsferðum og tryggðu liér kr. afslátt fyrir manninn Gildir i ferðir frá mánud.-fimmtud. ef bókað fyrir 20. ágúst. Heimsferðir kynna nú fjórða árið í röð, bein leiguflug sín til London, þessarar vinsælu höfuðborgar Evrópu, og aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstætt verð og jafn gott úrval hótela. Ef þú bókar fyrir 20. ágúst getur þú tryggt þér ótrúleg kjör og komist til heimsborgarinnar á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Glæsiteg ný hótel í boði Flugsæti til London Verð kr. 16.890 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtudags, ef bókað fyrir 20. ágúst. Flug og hótel í 3 nætur Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð Verð kr. 32«790 Ferð frá fimmtudegi til mánudags, Butlins-hótelið. Verð kr. 22.690 Ferð frá mánudegi til fimmtudags, ef bókað fyrir 20.ágúst, Butlins-hótelið. Flug alla mánud. og fimmtud. í okt. og nóv. Fyrsta brottför 1. okt. íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér örugga þjónstu í heimsborginni Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600 www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.