Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 20
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 21
Furusveppir, lerkisveppir og kúalubbi
Tínið og frystið
fyrir veturinn
NÚNA er rétti tíminn að fara og
tína furu- og lerkisveppi og frysta
fyrir veturinn. Halldór Sverrisson
sem er sérfræðingur í plöntusjúk-
dómum hjá Rannsóknarstofnun
Landbúnaðarins segir að yfirleitt sé
kúalubbi, sem er birkisveppur, fyrr
á ferðinni en þó sé hægt að finna
hann líka um þessar mundir.
„Sveppir koma í ljós eftir rigningu
svo núna eftir nokkuð vætusama tíð
undanfarna daga ætti að vera auð-
velt að fara í sveppatínslu hér í
Reykjavík og næsta nágrenni."
Halldór segir að ekki séu eitraðir
sveppir í hópi þessara stóru sveppa
sem um er að ræða en hann segir að
sumir þeirra séu beiskir og
bragðvondir.
Sumir sveppir óætir
Hann segir að hægt sé að fara eft-
ir einfaldri reglu þegar tína á sveppi.
„Fólk getur skoðað undir hattinn á
sveppum. Ef hann lítur þar út eins
og blöð sem liggja í allar áttir út frá
miðstilki er sveppurinn líklega óæt-
ur. Sveppur sem er á hinn bóginn
svampkenndur undir hattinum og
með smá götum er að öllum líkindum
ætur. Slíkir sveppir tilheyra hópi
svokallaðra pípusveppa og í þann
hóp falla furusveppir, lerkisvepph’
og einnig kúalubbi."
Best að tína unga sveppi
Halldór bendir á að best sé að
taka unga sveppi því hann segir al-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HALLDÓR Sverrisson segir að
liturinn á kúalubba sé svipaður
og á furusveppi og hann vex í
námunda við birkitré. Hattur-
inn á kúalubba er heldur þurr-
ari en á furusveppi en að öðru
leyti svipaður.
gengt að flugur verpi í þá og því sé
ráðlegt að forðast gamla sveppi.
Ennfremur mælir hann með því að
sveppir séu tíndir þar sem tré eru
frekar lágvaxin því meira er af
sveppum nálægt þeim en við hávax-
in tré.
- En eru ekki einhverjir sveppir
Spurt og svarað um neytendamál
Morgunblaðið/Golli
EKKI má setja aðrar umbúðir en fernur í pokana sem eiga
að fara í endurvinnslu
Ekki umbúðir af kexi
og morgunkorni
í endurvinnslu
Má setja umbúðir af kexi og undan
morgunkorni með fernum i endur-
vinnslu?
„Nei, það má ekki setja umbúðir
utan af morgunkorni, kexi eða þess
háttar með fernum í pappírs-
gámana,“ segir Ragna Halldórs-
dóttir, umhverfisfræðingur hjá
Sorpu.
,Ástæðan er sú að fyrirtækið II
Returpaper sem tekur við pappír til
endurvinnslu í Svíþjóð tekur það
mikið gjald fyrir þess háttar um-
búðir að það svarar ekki kostnaði
fyrir Sorpu að senda slíkar umbúðir
til endurvinnslu", segir Ragna.
Þegar hún er spurð hvort algengt
sé að fólk safni slíkum umbúðum
með fernunum segir hún að svo sé.
„Það hefur borið nokkuð á því en ég
vil bara ítreka að femur eiga að
vera alveg sér í lokuðum pokum og
dagblöð, tímarit og annar pappírs-
póstur síðan sér.“
Nýtt
Vinnufatnaður
DANBERG ehf, hefur tekið að sér
sölu og dreifingu á vinnufatnaði frá
Chef Revival Usa Inc. Þessi
fatnaður er ætlaður starfsfólki
veitingahúsa, mötuneyta og þeim
sem vinna við matvælaiðnað.
www.mbl l.is
NEYTENDUR
LERKISVEPPUR
SVONA lítur lerkisveppur út undir hattinum.
FURUSVEPPUR
FURUSVEPPUR undir hattinum.
eitraðir?
„Ef fólk einbeitir sér að þessum
þremur tegundum þá þarf það ekk-
ert að óttast. Þessu er öðruvísi hátt-
að erlendis þar sem fleiri eitraðar
tegundir eru fyrh’ hendi."
- En hvar er þessar sveppateg-
undir helst að finna í nágrenni höf-
uðborgarinnar?
„Það er á skógræktarsvæðum
eins og í Öskjuhlíðinni, við Rauða-
vatn, í Elliðaárdal, Heiðmörk og
Hamrahlíð við Úlfarsfell."
- Hvernig er best að matreiða
sveppina?
í sveppum er smávegis af
trefjum eða 1,7 grömm í
100 grömmum, Töluvert er
af B2- vítamíni eða um 43%
af ráðlögðum dagskammti í
100 grömmum. Þá er í þeim
að finna Bl-vítamín, fólasín
og kalíum.
„Það eru eflaust til margar góðar
aðferðir við matreiðslu. Ágæt að-
ferð er að safna töluverðu magni,
hreinsa sveppina mjög vel og
steikja þá í smjöri. Að því búnu má
frysta þá í litlum pokum og eiga í
hæfilega skammta yfir veturinn til
að nota í matargerð eins og í sósur
og súpur.“
Bragðmeiri en
ræktaðir sveppir
- Er svipað bragð af þessum
þremur tegundum? ?
„Já, það er svipað bragð og
nokkru sterkara af þessum villtu
sveppum en af þeim sem eru rækt-
aðir.“
ORÐABÆKURNAR
Dönsk
íslensk
íslensk
dönsk
orðabók
OtMk-IUw-hk
UlontbU - thHwV
Frönsk
íslensk
íslensk
frönsl
orðnbók
DktiwioW
Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann,
ó skrifstofuna og í ferðalagið ^
o.
ORÐABÓKAÚTGÁFAN