Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 7
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á MYNDINNI eru f.v. Guðjón Guðmundsson, 4. þ. VI., Gísli S. Einarsson, 5. þ. VI., Sigvaldi Ásgeirsson,
form. Félags skógarbænda á VI., Sturla Böðvarsson, 2. þ. VI., Ingibjörg Pálmadóttir, 1. þ. VI., Magnús Stef-
ánsson, 3. þ. VI., Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastj. Búnaðarsamt. VI., K. Hulda Guðmundsdóttir úr
sljórn Félags skógarbænda á VI., Guðbjartur Gunnarsson, form. Búnaðarsamt. VI., Friðrik Aspelund, skóg-
ræktarráðunautur VI., og Bjarni Ásgeirsson úr stjórn Búnaðarsamt. VI.
Þingmenn kynna sér skóg-
rækt á Vesturlandi
VESTURLAND skartaði sínu
fegursta þegar nokkrir fulltrúar
landshlutans komu saman í Daní-
elslundi í Borgarbyggð nú í sum-
ar. Þar voru á ferð allir þing-
menn Vesturlands og fulltrúar
frá Búnaðarsamtökum og Félagi
skógarbænda á Vesturlandi,
ásamt skógræktarráðunaut
Skógræktar ríkisins á Vestur-
landi.
Tilefni þessarar samkomu í
lundinum, sem kenndur er við
Daníel Kristjánsson, fyrrv. skóg-
arvörð frá Hreðavatni og fyrrum
framkvæmdastjóra Skógræktar-
félags Borgarfjarðar, var að
sýna þingmönnum landshlutans
hversu auðveldlega má rækta
nylja- og yndisskóg við hin erfið-
ustu skilyrði, en óhætt er að
segja að Daníelslundur sé gott
dæmi um það.
Hópurinn naut góða veðursins
og lognsins f skóginum, en um
BÆJARRÁD Hafnarfjarðar sam-
þykkti í síðustu viku ráðningu
manna í þrjár stöður framkvæmda-
stjóra, þ.e. fyrir stjórnsýslusvið, fjöl-
skyldusvið og framkvæmda- og
tæknisvið. Var bæjarstjóra falið að
ganga frá ráðningasarmningi þeirra.
Halldór Árnason var ráðinn fram-
kvæmdastjóri stjómsýslu- og fjár-
málasviðs en hann hefúr starfað í
fjármálaráðuneytinu. Hlaut hann at-
tveggja km göngustígar hafa
verið lagðir í lundinum. Óhætt
er að fullyrða að víða á Vestur-
landi megi rækta skóg með mjög
góðum árangri og nú er lagt
kapp á að gera sem fyrst úttekt
og endurmat á skógræktarskil-
yrðum á Vesturlandi í heild, svo
fleiri bændur geti átt möguleika
á því að fara út í nytjaskógrækt
en þeir 10 sem nú þegar hafa
gert slíka samninga. Til undir-
búnings slíkri áætlun verður nú
á þessu ári varið tveimur millj-
ónum króna af umhverfislið bú-
vörusamningsins, en samkvæmt
áætlun er gert ráð fyrir að út-
tektin muni kosta um fimm millj-
ónir og Ijóst er að til þess að
flýta megi framkvæmdum þarf
að koma til aukið fjármagn til
verkefnisins. Þingsályktun frá
því á síðasta ári um landsáætlun
í skógrækt eykur trú manna á
því að fjárveitingavaldið muni
kvæði allra fímm bæjarráðsfulltrú-
anna. Árni Þór Hilmarsson í Njarðvík
var ráðinn framkvæmdastjóri fjöl-
skyldusviðs. Fékk hann þrjú atkvæði
en næstur honum kom Sigtryggur
Jónsson sem fékk tvö atkvæði. Þá var
Kristinn Ó. Magnússon ráðinn fram-
kvæmdastjóri framkvæmda- og
tæknisviðs en hann hefur starfað sem
bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði.
Hann hlaut fimm atkvæði.
leggja áherslu á þennan þátt sem
er forsenda þess að fjármagn til
skógra;ktar nýtist á sem hag-
kvæmastan hátt.
Vaxandi áhugi er meðal bænda
á Vesturlandi á því að fara út í
skógrækt og hafa fjárveitingar
frá hinu opinbera aukist á síð-
ustu tveimur árum og eru nú um
4 milljónir á ári. Hins vegar er
fróðlegt að bera þá tölu saman
við áætlun um Suðurlandsskóga
sem nú er nýlega hafin fram-
kvæmd við, en þar er gert ráð
fyrir að ríkið Ieggi til sem nemur
um 100 milljónum á ári til verk-
efnisins.
Á Vesturlandi binda menn von-
ir við að þrátt fýrir að yfírlýst
stefna ráðamanna sé sú að ekki
verði samþykkt fleiri sérlög á
borð við lögin um Suðurlands-
skóga verði þess ekki langt að
bíða að bændur á Vesturlandi
geti farið út í skógrækt í auknum
mæli á sambærilegum forsendum
og bændur annars staðar á land-
inu.
Skógræktarráðunautur Vest-
urlands, sem jafnframt þjónustar
Vestfirði og annast allar leið-
beiningar og áætlanagerð fyrir
bændur í skógrækt, er einungis
að 1/3 hluta í starfi ráðunautar
skógræktarinnar og því er ljóst
að hann getur ekki annað þeim
verkefnum sem honum eru ætl-
uð. Það er því brýnt að full staða
fáist fyrir skógræktarráðunaut
Vesturlands og að fjármagn til
undirbúnings skógræktaráætlun-
ar fyrir landshlutann verði stór-
aukið. Vonast menn til að í fram-
tíðinni íuegi þannig fjölga veru-
lega ársverkum í skógrækt á
Vesturlandi.
PP* Stórútsalan
er í fullum gangi!
Gardínuefni fyrir eldhúsið og fjölbreytt úrval
annarra efna á 190 kr. m.
15 - 5 0 °/o afsláttur af allri vefnaðarvöru.
Úrval gluggatjaldaefna með miklum afslætti.
‘-búðirnar
Hafnarfjörður
Þrír framkvæmda-
stjórar ráðnir
Norræna fjarlækningaþingið
Tryggja jafnt
aðgengi að sér-
hæfðri þjónustu
Norræna fjarlækn-
ingaþingið verður
haldið hér á landi
dagana 24.-25. ágúst næst-
komandi. Þetta er í annað
skipti sem slíkt þing er
haldið en hérlendis hafa
verið talsverðar umræður
um verkefrú og svið fjar-
lækninga sem þátt í upp-
lýsingatækni og skipulagi
heilbrigðisþjónustu.
Ásmundur Brekkan sit-
ur í fagráði heilbrigðis-
ráðuneytisins um fjar-
lækningar.
„Fjarlækningar eru
samheiti yfir yfirgrips-
mikdnn þátt í heilbrigðis-
kerfi og heilsugæslu og
eru fjarlækningar-fjar-
heilsugæsla (telemedecine
og telecare) mikilvægasti
hluti þeirrar byltingar sem orðið
hefur á fjarskipta og upplýsinga-
tækni einkum á þessum áratug.“
Þetta ferli sem Ásmundur
segir að kallist á ensku health
telematics má útleggja sem fjar-
virkni og nýting gagnvirkrar
upplýsingatækni á sviði heil-
brigðisþjónustu. Þar segir hann
að beri auk fjarlækninga að telja
þætti sem tengjast stjórnun og
gagnanýtingu heilbrigðismála,
auk rannsókna- og þróunar-
starfs.
- Hvert er markmiðið með
fjarlækningum ?
„Það er að tryggja og jafna
sem best aðgengi alira að þeirri
sérhæfðu þjónustu sem ekki
verður vegna eðlis og umsvifa
starfrækt nema á einum eða fá-
um stöðum.“
Hann segir að með fjarlækn-
ingum sé hægt að tryggja sjúk-
lingi betri og fjölþættari þjón-
ustu með vægari kostnaði og
skapa og dreifa þekkingu á fjar-
lækningum. „Þá er hægt að
bæta nýtingu gagna og gæða,
draga úr faglegri einangrun og
nota tæknina til kennslu, þjálf-
unar og símenntunar svo og til
stuðnings hjúkrunar í heimahús-
um eða utan stofnana.
Eðli fjarlækninga og markmið
eru ekki frábrugðin „eldri“
lækningum og samskiptum að
þvi leyti að trúnaðarsamband við
sjúklinga og gát á vörslu gagna
um þá verða tryggð á sama eða
hliðstæðan hátt og við
bein samskipti.“
- Er fjarlækningum
beitt hér á landi?
„Ovíða er meiri
ástæða til að nýta
þessa upplýsinga-
tækni en fram að
þessu hefur fjarlækningum ekki
mildð verið beitt hér á landi. Við
höfum allar tæknilegar forsend-
ur fyrir hendi og það er talsverð-
ur áhugi af hálfu heilbrigðis-
ráðuneytisins. Sérstakt sam-
starfsráð um fjarlækningar er
nú starfandi á vegum heilbrigð-
isráðuneytisins. Ráðið aðstoðar
ráðuneytið við stefnumörkun og
forgangsröðun á sviði fjarlækn-
inga og hefur umsjón með fram-
kvæmd einstakra verkefna."
Ásmundur segir að .töluverð
reynsla sé komin á fjargreiningu
röntgenmynda hér á landi og
síðan eru í tilraunavinnslu tvö
verkefni sem að þessu lúta.
„Fjarfundatækni er notuð í sam-
bandi við geðlækningar og bein
sending ómrannsókna vanfærra
►Ásmundur Brekkan er fæddur
í Danmörku árið 1926. Hann
lauk námi í læknisfræði frá Há-
skóla Islands árið 1951 og fór
síðan í sérnám í röntgengrein-
ingu og röntgenlækningum til
Svíþjóðar og Bandaríkjanna.
Hann var yfirlæknir röntgen-
deildar Borgarspítalans frá
stofnun hennar frá árið 1965 og
fram til ársins 1983. Ásmundur
var dósent í röntgenlækningum
við Háskóla íslands frá árinu
1974.
Hann stofnsetti Röntgen-
tæknaskóla íslands árið 1970.
Árið 1983 varð Ásmundur for-
stöðulæknir röngten- og mynd-
greiningardeildar Landspítalans
og prófessor við Háskóla Islands
og gegndi hann þeim störfúm
fram til ársins 1997.
Eiginkona hans er Olöf Helga
Brekkan tannréttingarsérfræð-
ingur og eiga þau fimm upp-
komin börn.
kvenna úti á landi til kvenna-
deildar Landspítalans."
- Hvernig er efnisvalið á
þessu fjarlækningaþingi?
„Þingið stendur yfír í tvo daga
og báða dagana verður haldið
málþing um fjarlækningar á
heimskautasvæðum og öðrum
strjálum byggðum. Málþingið er
styrkt af Norrænu ráðherra-
nefndinni og verður fjallað um
forsendur, aðferðir og reynslu af
ýmsum þáttum fjarlækningar í
norðlægum og strjál-
um byggðum, m.a. í
Kanada, Grænlandi,
Noregi, Finnlandi og
Svíþjóð. Frummæl-
endur eru frá öllum
Norðurlöndum,
Kanada og Skotlandi.
Auk fyrirlestra um reynslu
og nýtingu fjarlækninga á hin-
um ýmsu sviðum heilbrigðis-
þjónustu verða sérstakar um-
ræður um lagaleg og siðfræði-
leg viðhorf í fjarlækningum.“
Ásmundur segir að skipulag
verði rætt, kostnaður, rekstur,
auk rannsókna og þróunar.
Hann segir að mikilsverður
þáttur sé símenntun og fjar-
kennsla og þau mál verði skoð-
uð á málþinginu.
í beinu framhaldi af þinginu
verður norræn ráðstefna um
heilbrigðismál sjófarenda en
verkefni þar segir Ásmundur að
séu mörg nátengd fjarlækning-
um. Þingið sækja 130 þátttak-
endur sem eru m.a. frá Norður-
löndum, Kanada og Skotlandi.
Eðli fjarlækn-
inga og mark-
mið ekki frá-
brugðin „eldri
lækningum“