Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 7
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á MYNDINNI eru f.v. Guðjón Guðmundsson, 4. þ. VI., Gísli S. Einarsson, 5. þ. VI., Sigvaldi Ásgeirsson, form. Félags skógarbænda á VI., Sturla Böðvarsson, 2. þ. VI., Ingibjörg Pálmadóttir, 1. þ. VI., Magnús Stef- ánsson, 3. þ. VI., Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastj. Búnaðarsamt. VI., K. Hulda Guðmundsdóttir úr sljórn Félags skógarbænda á VI., Guðbjartur Gunnarsson, form. Búnaðarsamt. VI., Friðrik Aspelund, skóg- ræktarráðunautur VI., og Bjarni Ásgeirsson úr stjórn Búnaðarsamt. VI. Þingmenn kynna sér skóg- rækt á Vesturlandi VESTURLAND skartaði sínu fegursta þegar nokkrir fulltrúar landshlutans komu saman í Daní- elslundi í Borgarbyggð nú í sum- ar. Þar voru á ferð allir þing- menn Vesturlands og fulltrúar frá Búnaðarsamtökum og Félagi skógarbænda á Vesturlandi, ásamt skógræktarráðunaut Skógræktar ríkisins á Vestur- landi. Tilefni þessarar samkomu í lundinum, sem kenndur er við Daníel Kristjánsson, fyrrv. skóg- arvörð frá Hreðavatni og fyrrum framkvæmdastjóra Skógræktar- félags Borgarfjarðar, var að sýna þingmönnum landshlutans hversu auðveldlega má rækta nylja- og yndisskóg við hin erfið- ustu skilyrði, en óhætt er að segja að Daníelslundur sé gott dæmi um það. Hópurinn naut góða veðursins og lognsins f skóginum, en um BÆJARRÁD Hafnarfjarðar sam- þykkti í síðustu viku ráðningu manna í þrjár stöður framkvæmda- stjóra, þ.e. fyrir stjórnsýslusvið, fjöl- skyldusvið og framkvæmda- og tæknisvið. Var bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningasarmningi þeirra. Halldór Árnason var ráðinn fram- kvæmdastjóri stjómsýslu- og fjár- málasviðs en hann hefúr starfað í fjármálaráðuneytinu. Hlaut hann at- tveggja km göngustígar hafa verið lagðir í lundinum. Óhætt er að fullyrða að víða á Vestur- landi megi rækta skóg með mjög góðum árangri og nú er lagt kapp á að gera sem fyrst úttekt og endurmat á skógræktarskil- yrðum á Vesturlandi í heild, svo fleiri bændur geti átt möguleika á því að fara út í nytjaskógrækt en þeir 10 sem nú þegar hafa gert slíka samninga. Til undir- búnings slíkri áætlun verður nú á þessu ári varið tveimur millj- ónum króna af umhverfislið bú- vörusamningsins, en samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að út- tektin muni kosta um fimm millj- ónir og Ijóst er að til þess að flýta megi framkvæmdum þarf að koma til aukið fjármagn til verkefnisins. Þingsályktun frá því á síðasta ári um landsáætlun í skógrækt eykur trú manna á því að fjárveitingavaldið muni kvæði allra fímm bæjarráðsfulltrú- anna. Árni Þór Hilmarsson í Njarðvík var ráðinn framkvæmdastjóri fjöl- skyldusviðs. Fékk hann þrjú atkvæði en næstur honum kom Sigtryggur Jónsson sem fékk tvö atkvæði. Þá var Kristinn Ó. Magnússon ráðinn fram- kvæmdastjóri framkvæmda- og tæknisviðs en hann hefur starfað sem bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Hann hlaut fimm atkvæði. leggja áherslu á þennan þátt sem er forsenda þess að fjármagn til skógra;ktar nýtist á sem hag- kvæmastan hátt. Vaxandi áhugi er meðal bænda á Vesturlandi á því að fara út í skógrækt og hafa fjárveitingar frá hinu opinbera aukist á síð- ustu tveimur árum og eru nú um 4 milljónir á ári. Hins vegar er fróðlegt að bera þá tölu saman við áætlun um Suðurlandsskóga sem nú er nýlega hafin fram- kvæmd við, en þar er gert ráð fyrir að ríkið Ieggi til sem nemur um 100 milljónum á ári til verk- efnisins. Á Vesturlandi binda menn von- ir við að þrátt fýrir að yfírlýst stefna ráðamanna sé sú að ekki verði samþykkt fleiri sérlög á borð við lögin um Suðurlands- skóga verði þess ekki langt að bíða að bændur á Vesturlandi geti farið út í skógrækt í auknum mæli á sambærilegum forsendum og bændur annars staðar á land- inu. Skógræktarráðunautur Vest- urlands, sem jafnframt þjónustar Vestfirði og annast allar leið- beiningar og áætlanagerð fyrir bændur í skógrækt, er einungis að 1/3 hluta í starfi ráðunautar skógræktarinnar og því er ljóst að hann getur ekki annað þeim verkefnum sem honum eru ætl- uð. Það er því brýnt að full staða fáist fyrir skógræktarráðunaut Vesturlands og að fjármagn til undirbúnings skógræktaráætlun- ar fyrir landshlutann verði stór- aukið. Vonast menn til að í fram- tíðinni íuegi þannig fjölga veru- lega ársverkum í skógrækt á Vesturlandi. PP* Stórútsalan er í fullum gangi! Gardínuefni fyrir eldhúsið og fjölbreytt úrval annarra efna á 190 kr. m. 15 - 5 0 °/o afsláttur af allri vefnaðarvöru. Úrval gluggatjaldaefna með miklum afslætti. ‘-búðirnar Hafnarfjörður Þrír framkvæmda- stjórar ráðnir Norræna fjarlækningaþingið Tryggja jafnt aðgengi að sér- hæfðri þjónustu Norræna fjarlækn- ingaþingið verður haldið hér á landi dagana 24.-25. ágúst næst- komandi. Þetta er í annað skipti sem slíkt þing er haldið en hérlendis hafa verið talsverðar umræður um verkefrú og svið fjar- lækninga sem þátt í upp- lýsingatækni og skipulagi heilbrigðisþjónustu. Ásmundur Brekkan sit- ur í fagráði heilbrigðis- ráðuneytisins um fjar- lækningar. „Fjarlækningar eru samheiti yfir yfirgrips- mikdnn þátt í heilbrigðis- kerfi og heilsugæslu og eru fjarlækningar-fjar- heilsugæsla (telemedecine og telecare) mikilvægasti hluti þeirrar byltingar sem orðið hefur á fjarskipta og upplýsinga- tækni einkum á þessum áratug.“ Þetta ferli sem Ásmundur segir að kallist á ensku health telematics má útleggja sem fjar- virkni og nýting gagnvirkrar upplýsingatækni á sviði heil- brigðisþjónustu. Þar segir hann að beri auk fjarlækninga að telja þætti sem tengjast stjórnun og gagnanýtingu heilbrigðismála, auk rannsókna- og þróunar- starfs. - Hvert er markmiðið með fjarlækningum ? „Það er að tryggja og jafna sem best aðgengi alira að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki verður vegna eðlis og umsvifa starfrækt nema á einum eða fá- um stöðum.“ Hann segir að með fjarlækn- ingum sé hægt að tryggja sjúk- lingi betri og fjölþættari þjón- ustu með vægari kostnaði og skapa og dreifa þekkingu á fjar- lækningum. „Þá er hægt að bæta nýtingu gagna og gæða, draga úr faglegri einangrun og nota tæknina til kennslu, þjálf- unar og símenntunar svo og til stuðnings hjúkrunar í heimahús- um eða utan stofnana. Eðli fjarlækninga og markmið eru ekki frábrugðin „eldri“ lækningum og samskiptum að þvi leyti að trúnaðarsamband við sjúklinga og gát á vörslu gagna um þá verða tryggð á sama eða hliðstæðan hátt og við bein samskipti.“ - Er fjarlækningum beitt hér á landi? „Ovíða er meiri ástæða til að nýta þessa upplýsinga- tækni en fram að þessu hefur fjarlækningum ekki mildð verið beitt hér á landi. Við höfum allar tæknilegar forsend- ur fyrir hendi og það er talsverð- ur áhugi af hálfu heilbrigðis- ráðuneytisins. Sérstakt sam- starfsráð um fjarlækningar er nú starfandi á vegum heilbrigð- isráðuneytisins. Ráðið aðstoðar ráðuneytið við stefnumörkun og forgangsröðun á sviði fjarlækn- inga og hefur umsjón með fram- kvæmd einstakra verkefna." Ásmundur segir að .töluverð reynsla sé komin á fjargreiningu röntgenmynda hér á landi og síðan eru í tilraunavinnslu tvö verkefni sem að þessu lúta. „Fjarfundatækni er notuð í sam- bandi við geðlækningar og bein sending ómrannsókna vanfærra ►Ásmundur Brekkan er fæddur í Danmörku árið 1926. Hann lauk námi í læknisfræði frá Há- skóla Islands árið 1951 og fór síðan í sérnám í röntgengrein- ingu og röntgenlækningum til Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Hann var yfirlæknir röntgen- deildar Borgarspítalans frá stofnun hennar frá árið 1965 og fram til ársins 1983. Ásmundur var dósent í röntgenlækningum við Háskóla íslands frá árinu 1974. Hann stofnsetti Röntgen- tæknaskóla íslands árið 1970. Árið 1983 varð Ásmundur for- stöðulæknir röngten- og mynd- greiningardeildar Landspítalans og prófessor við Háskóla Islands og gegndi hann þeim störfúm fram til ársins 1997. Eiginkona hans er Olöf Helga Brekkan tannréttingarsérfræð- ingur og eiga þau fimm upp- komin börn. kvenna úti á landi til kvenna- deildar Landspítalans." - Hvernig er efnisvalið á þessu fjarlækningaþingi? „Þingið stendur yfír í tvo daga og báða dagana verður haldið málþing um fjarlækningar á heimskautasvæðum og öðrum strjálum byggðum. Málþingið er styrkt af Norrænu ráðherra- nefndinni og verður fjallað um forsendur, aðferðir og reynslu af ýmsum þáttum fjarlækningar í norðlægum og strjál- um byggðum, m.a. í Kanada, Grænlandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Frummæl- endur eru frá öllum Norðurlöndum, Kanada og Skotlandi. Auk fyrirlestra um reynslu og nýtingu fjarlækninga á hin- um ýmsu sviðum heilbrigðis- þjónustu verða sérstakar um- ræður um lagaleg og siðfræði- leg viðhorf í fjarlækningum.“ Ásmundur segir að skipulag verði rætt, kostnaður, rekstur, auk rannsókna og þróunar. Hann segir að mikilsverður þáttur sé símenntun og fjar- kennsla og þau mál verði skoð- uð á málþinginu. í beinu framhaldi af þinginu verður norræn ráðstefna um heilbrigðismál sjófarenda en verkefni þar segir Ásmundur að séu mörg nátengd fjarlækning- um. Þingið sækja 130 þátttak- endur sem eru m.a. frá Norður- löndum, Kanada og Skotlandi. Eðli fjarlækn- inga og mark- mið ekki frá- brugðin „eldri lækningum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.