Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 54

Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Lethal Weapon 4 irk'h Gaman, gaman hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Borg englannar irk Venjuleg ástarsaga og sérstök frá- sögn af englum, blandast ekki vel saman. Armageddon irk Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Lethal Weapon 4 kk'h Gaman, gaman hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Borg englanna kk Venjuleg ástarsaga og sérstök frá- sögn af englum, blandast ekki vel saman. Armageddon kk Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Sex dagar, sjö nætur kkV2 Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Fulltuggið en ekki leiðin- legt. The Man Who Knew to Little k Bill Murray er sá eini með viti í meðvitaðri klisjusúpu sem gengur ekki upp. Anastasia kkk Disneyveldið er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keis- aradótturinni og byltingu öreig- anna. Mr. Magoo k Ófyndin mynd, 20 árum of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan kkk Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrisins blómstra að fullu. HÁSKÓLABÍÓ Dimmuborg kk Ansi gott útlit á dimmum og ofsókn- arkenndum trylli frá Astralplaninu. María, má ég kynna Frank, Daniel og Laurence kk Ein af myndum bresku nýbylgjunn- ar. Þokkaleg gamanmynd en lítið meira. Vinarbragð kkk Mögnuð og eftirminnilega vel leikin dönsk (-íslensk) mynd af vináttu tveggja ungra Kaupmannahafnar smákrimma, sem lýkur með ósköp- um á íslandi. Óvenjuleg mynd um manneskjur og tilfínningar. Blúsbræður 2000 kk Heldur óspennandi framhald af góðri kultmynd. Kvikt hold kkk Almodóvar heimfærir góða, breska sakamálasögu uppá blóðhita landa sinna, gráglettinn og bersögull að vanda. Skorth- meira tauleysi til að jafna sín bestu verk. Magnaður leikur. Grease kkk Það er engin spuming, myndin er algjört „ring a ding a ding“. KRINGLUBÍÓ Lethal Weapon 4 kk'h Gaman, gaman hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Mercury Rising kk Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng sem telst hættulegur þjóðaröryggi, og alríkislögguna sem tekur hann undir sinn verndar- væng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast nið- ur í lokin. Armageddon kk Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Sex dagar, sjö nætur kk'h Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Fulltuggið en ekki leiðin- legt. Litla hafmeyjan kkk Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrisins blómstra að fullu. LAUGARÁSBÍÓ Sliding Doors kk'h Frískleg og oft frumleg og vel skrif- uð rómantísk gamanmynd um gamla stóra efíð. Mercury Rising kk Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng sem telst hættulegur þjóðaröryggi, og alríkislögguna sem tekur hann undir sinn verndar- væng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast nið- ur í lokin. Skotmarkið kkk Húmorinn er einstakur í þessari spennumynd, uppfullri af nýjum hasarbrellum og frumlegri sýn á glæpaheiminn. Mark Wahlberg er frábær í aðalhlutverkinu... Týnd í geimnum kk Byggð á slöppum sjónvarpsþáttum en tekst að skemmta manni framundh’ hlé. Þá rennur allt út í geiminn.... REGNBOGINN Senseless kk Wayans geiflar sig og grettir prýði- lega í heldur ónýstárlegri gaman- mynd sem stundum er hægt að hlæja að. The Object of My Affection kk'h Ljúf og falleg mynd um ást og vin- áttu. Ekki væmin og dýpri en búast mátti við. Titanic kkk'h Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu, virð- ingar fyrir umfjöllunarefninu. Fal- leg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikalegasta sjó- slyss veraldarsögunnar. Anastasia kkk Disney er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hef- ur verið. Frábærar teikningar, per- sónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keisaradótturinni (?) og byltingu öreiganna. STJÖRNUBÍÓ Heift k Afspymuléleg og hrikalega leikin og leikstýrð blóðlaus og bitlaus hrollvekja um ófélega tengsamömmu. Mel Gibson í sögu Dickens MEL Gibson á í viðræðum um að leika aðalhlutverk í kvikmynd sem gerð verður eftir skáldsögu Charles Dickens, Sögnnni af tveimur borgum. Gibson hefur verið að leita að kvikmynd eftir að hann ákvað að fresta næsta leiksljórnarverkefni sínu, „Fa- hrenheit 451“, þar til í maí næst- komandi. Ef Gibson tekur verkefnið að sér hefst vinna við það í haust og þá hefur hann nógan tíma til að undirbúa myndina „Fahrenheit 451“ sem gerð verður eftir hand- riti Terry Hayes og byggð á skáldsögu Ray Bradburys. Gibson ætlar sér ekki að leika í myndinni og hefur leitað til leik- ara á borð við Tom Cruise og Brad Pitt um að taka að sér aðal- hlutverkið. í BÓK sem gefin var út í tilefni af afmælinu er opnuumfjöllun um verslun Sævars Karls. Félag um karlaföt ALÞJÓÐLEGU karlafatasamtökin IMB héldu upp á 40 ára afmæli sitt í maí síðastliðnum. Var hátíð- in haldin í Róm og voru gestgjaf- arnir Brioni sem hafa verið með- limir síðan 1959. Sævar Karl Ólason er félagi í samtökunum og var honum boðin þátttaka „vegna þess að það þótti einstakt hvaða árangri hægt var að ná á litlum markaði, í sölu og niarkaðssetningu á gæðafatnaði og persónulegri þjónustu. Sam- tökin ganga út á vináttu og skoð- anaskipti, þeir stærri læra af þeim minni og öfugt,“ segir í fréttatilkynningu frá versluninni. IMG var stofnað árið 1958 og eru það samtök fjölskyldurekinna herrafataverslana. Samanlögð velta verslana í eigu féiaganna ár- ið 1997 nam 4,5 til 5 milljörðum króna og eru verslanir í eigu þeirra rúmlega 200 með um 2.200 starfsmönnum. Á hveiju ári koma félagarnir saman í eina viku, á Islandi árið 1993, skiptast á hugmyndum og trúnaðarupplýsingum um fyrir- tækin, ræða vandamál sérvöru- verslana, stöðu Ijölskyldufyrir- tækja, karlafatatísku og hvaðeina sem getur orðið félögunum til framdráttar. Á meðal þeirra verslana sem eru í samtökunum eru Brioni í Róm, Harry Rosen í Kanada, Mitchell’s/Richards í Bandarikjun- um, Don Gil í Austurríki og Henry Buck’s í Melbourne í Ástralíu. ÞEIR voru fínir x' tauinu karlarnir á stofnfundinum fyrir 40 árum. Láttu tælast af ALLURE ilminum og þér finnst þú einstök. Láttu freistast af nýju línunni fyrir líkamann og baöiö og þú munt finna mýktina og hafa ánægju af aö sveipa þig unaöslegum ilmi. ALLURE: Nautn fyrir líkama og sál. cLol. Kringlan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.