Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐFINNA Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans, á fímmtu hæðinni þar sem aðstaða kennara verður. Viðskiptaháskólinn í Reykjavík hefur sitt fyrsta starfsár Morgunblaðið/Jim Smart HILMAR Hilmarsson skólasijóri og Árdís ívarsdóttir aðstoðar- skólasljóri á lóðinni þar sem skólinn mun rísa. Borgaskóli í Grafarvogi Námsfólk í þann mund að setjast á skólabekk Um 4.500 sex ára böm að hefja nám Kvíðin og spennt INGVAR Einarsson og Vigdís Hólmgeirsdóttir voru bæði kvíðin og spennt þegar þau náðu í stundatöfíuna sína í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti í gær. Aðspurð segjast þau koma úr Hólabrekkuskóla og að staðsetn- ing hafí ráðið valinu þegar þau völdu framhaldsskóla, auk þess sem flestir vinir þeirra fari í sama skóla. Vigdís, sem er að hefja nám á náttúrufræðibraut, kvaðst helst telja að efnafræðin gæti orðin strembin og tók Ingvar undir þau orð hennar, en hann fer á eðlisfræðibraut. Bæði stefna þau á framhalds- nám, þó hvort í sína áttina; Vigdís hefúr hug á að fara í sjúkraþjálfun en Ingvar stefnir á Tölvuháskólann. Endanleg mynd að komast á húsnæðið MIKIÐ er um að vera þessa dagana í húsnæði Viðskiptaháskólans í Reykjavík. Húsnæðið er að taka á sig endanlega mynd og verður af- hent 3. september, daginn eftir verður skólinn settur og fyrstu nemendur skólans boðnir velkomn- ir. Um 300 nemendur hefja nám við skólann í haust. I gær var fjöldi iðnaðarmanna að störfum á hverri hæð og á efstu hæðinni var verið að vinna við frá- gang og jafnvel búið að bóna sum herbergin. Guðfínna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans, segist búin að fylgjast með framkvæmdum frá því í vor og segist þess fullviss að allt verði tilbúið á tilsettum tíma. Hún segir bygginguna bera með sér það sem eigi að einkenna skól- ann, það er að nemendumir verða númer eitt. Á þriðju og fjórðu hæð eru kennslustofur og á sömu göng- um eru vinnustofur fyrir nemendur. Stórt bókasafn er á annarri hæð og matsalur á þeirri fyrstu auk þess sem þar eru líka setustofur og fyrir- lestrasalir og segir Guðfinna alla aðstöðu fyrir nemendur eiga að vera þægilega og góða. Tvær deildir Hún segist bíða spennt eftir að taka á móti nemendunum, 195 nýir nemendur voru teknir inn en rúm- lega hundrað nemendur koma af öðru og þriðja ári í Tölvuháskóla Verzlunarskólans. Tvær deildir verða í skólanum, tölvufræði- og viðskiptafræðideild. Rúmlega sjö hundruð nemendur sóttu um inn- göngu í skólann og segir Guðfinna það hafa verið erfitt verk að velja úr hópnum en aðsóknin sýni að þörfin fyrir skólann sé til staðar. Nemend- ur Viðskiptaháskólans verða fljót- lega orðnir 500 að sögn Guðfinnu og í framtíðinni er gert ráð fyrir allt að 1.500 nemendum í skólanum, en byggðar verða tvær nýjar álmur við skólann. Setning Viðskiptaháskólans í Reykjavík fer fram í Borgarleikhús- inu 4. september klukkan þrjú. Yfír 70 nemendur í skóla sem enn er ekki risinn Morgunblaðið/Jim Smart SÓLVEIG Jónsdóttir, nemi í snyrtifræði í Fjöibrautaskólanum í Breiðholti, hlakkaði til að byija aftur á föstudaginn, en þetta er annað ár hennar við skólann. Um stundatöfluna sagði hún að henni þyrfti að breyta þar sem inn á vantaði nokkrar greinar til að fylla upp í einingafjölda og að þar væri franska efst á blaði. ÞAÐ ER fátt sem bendir til þess að innan tveggja vikna muni Borgaskóli við Vættaborgir í Grafarvogi verða tilbúinn. I gær var aðeins búið að koma íyrir undirstöðum og slétta úr jarðvegi ásamt því að tengi fyrir lagnir voru tilbúin. Þær 7 færanlegu byggingar sem gert er ráð fyrir að þarna rísi voru enn ókomnar auk þess sem eftir er að malbika og koma fyrir leiktækjum auk annars frágangs. Skólinn tekur hins vegar til starfa 1. september en þar verða 1., 2. og 3. bekkur grunnskóla og verður skólinn tvísetinn. I vetur starfa sex kennarar við skólann en ráðgert er að haustið 1999 fjölgi þeim jafnhliða þvi að bætt verður við kennslustofum. Þekkt fyrirkomulag Að sögn Hilmars Hilmarsson- ar, skólastjóra Borgaskóla, hefði verið æskilegra að skólinn væri nú þegar tilbúinn en hann segist þó fullviss um að þessi seinkun hafi engin áhrif. „Við erum núna með ágætis bráðabirgðaaðstöðu í Engjaskóla þar sem undirbún- ingur kennara hefur farið fram og sú vinna gengur samkvæmt áætlun,“ sagði Hilmar og bætti Á LÓÐ Háteigsskóla í Reykjavík var unnið í gær við að undirbúa skólabyggingu til flutnings fyrir hinn nýja Borgaskóla í Grafarvogi. við að þetta fyrirkomulag væri vel þekkt innan borgarkerfisins þar sem ný hverfi væru að rísa. Hann sagði jafnframt að næsta sumar yrði fyrsta skóflustunga tekin fyrir nýju 3.400 fm húsnæði og að haustið árið 2000 kæmi sú bygging væntanlega til með að verða tekin í notkun. „Við lítum björtum augum á komandi skóla- misseri og ekki síst þar sem við vitum að hér mun rísa vegleg skólabygging innan skamrns," sagði Hilmar að lokum. lands í vetur, auk þess sem ein- hverjir myndu hætta við í upphafi skólaárs. Alls eru aðeins fleiri skráðir í háskólann nú en á sama tíma í fyrra að sögn Þórðar. í guðfræðideild eru ski-áðir 19 nýnemar og eru það aðeins færri en í fyrra, þegar nýskráningar voru 26. í læknadeild eru 142 nýnemar skráðir í læknisfræði, 17 í lyfja- fræði, 175 í hjúkrunarfræði og 55 í sjúkraþjálfun. Þórður segir fjöld- ann mjög sambærilegan við fjöld- ann í fyrra. í lagadeild eru skráðir 154 nýnemar og er það nokkur aukning frá því í fyrra. í viðskipta- og hagfræðideild er 291 nýskráning, þar af eru 263 í viðskiptafræði og 28 í hagfræði og er fjöldinn sambæri- legur við undanfarin ár. I heim- spekideild höfðu 293 nýnemar skráð sig sem er 30 færri en í fyrra. Helmingsfækkun varð á skrán- ingu í tannlæknadeild, en aðeins 7 nýnemar eru þar skráðir nú. Nokk- ur fjölgun hafði hins vegar orðið í verkfræðideild en þar er 141 ný- skráningar og í raunvísindadeild má greina örlitla fækkun frá því í fyrra, en í deildina höfðu 245 nýnemar skráð sig. 401 nýnemi er skráður í félagsvísindadeild og er það fjölgun um u.þ.b. 20 nema. SKÓLASTARF er í þann mund að hefjast í flestum skólum landsins og minnir landsmenn á að brátt fara lauf að fólna og sumarið að kveðja. Fjölmargir eru að hefja nám í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum í íyrsta sinn. Um það bil 4.500 sex ára böm setjast í fyrsta sinn á skólabekk 1. september, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Islands. Gert er ráð fýrir því að u.þ.b. 3.900 nemend- ur hefji nám í framhaldsskólum landsins, en árlega hefja milli 85% og 90% þeirra sem klára grunn- skólapróf framhaldsnám. Sumir framhaldsskólar hefjast viku fyrr en vanalega, samkvæmt ákvæði í kjarasamningi kennara, þannig að hjá mörgum hefst skóla- árið upp úr 24. ágúst, en ekki upp úr 1. september eins og áður. Það er skólunum í sjálfsvald sett hvenær þeir hefja starfið, en það má gera upp úr 24. ágúst, að sögn Harðar Lárussonar deildarstjóra framhaldsskóladeildar menntamála- ráðuneytisins. Tæplega 2.000 nýnemar skráðir í Háskóla Islands 1943 nýnemar eru nú skráðir til náms í Háskóla Islands, en alls eru skráðir 5.896 í skólann. Að sögn Þórðar Kristinssonar framkvæmda- stjóra kennslusviðs Háskóla íslands er fjöldi nýnema mjög svipaður og á sama tíma í fyrra. Hann benti þó á að ekki væri búið að afgreiða allar umsóknir svo umræddar tölur væru ekki endanlegur fjöldi þeirra sem stunda myndu nám við Háskóla Is-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.