Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 33
I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 33 MINNINGAR + Jóhannes Björnsson fædd- ist í Ytri-Tungu á Tjörnesi 31. desem- ber 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Þing- eyinga hinn 7. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Snjólaug Jóhannes- dóttir frá Fellsseli í Köldukinn og Björn Frímann Helgason frá Hóli á Tjörnesi. Jóhannes var sjötti í röð átta systkina. Þau sem komust af barnsaldri voru auk hans, Jóhanna Hólm- fríður, Helga, Líney, Steingrím- ur og Aðalbjörg. Tvö þeirra eru á lífi, þau Jóhanna og Stein- grfmur. Hinn 18. september 1941, kvæntist Jóhannes, Jóhönnu Skúladóttur frá Hólsgerði í Köldukinn, f. 1. janúar 1920, d. 7. september 1997. Börn þeirra eru: 1) Ásbjörn, f. 1942, verk- fræðingur í Reykjavík. 2) Sig- urveig, f. 1944, húsfreyja í Karlskrona í Svíþjóð, maki Bengt Hultqvist. Synir þeirra eru Johan Ivar, Evert Ari og Björn Arvid. 3) Guðrún, f. 1946, bóndi í Ytri-Tungu, maki Jón Heiðar Steinþórsson. Börn í mildu húmi ágústnæturinnar kvaddi Jóhannes móðurbróðir minn. Fráfall hans kom ekki óvænt, aldur- inn orðinn hár og heilsan þrotin. Engu að síður ríkir eftirsjá og sökn- uður í huga mínum. Frændsemi og vinátta tengja Ytra-Fjall og Ytri-Tungu sterkum böndum, svo sem best má verða. Hjá frændfólki mínu var ég oft sem bam og unglingur. Fyrst mér til gamans, síðar við barnagæslu og önnur störf. Ekki samfleytt en af og til. Þótt ég flyttist svo á annað landshorn hef ég komið á hverju sumri í Fjall í 40 ár og langoftast heilsað upp á frændfólkið í Ytri- Tungu. I huga mínum er sterk myndin af frænda á tröppunum í Ytri-Tungu, brosandi og alúðlegum, hlýjan djúp og einlæg og inni var Jó- hanna frænka alltaf jafn glöð og létt í máli, þrátt fyrir að vera bundin hjólastól áratugum saman. Það var sagt um Jón Ögmundsson biskup að svo væri hann vel af guði gerður að þeirra: a) Guðrún, maki, Arngrímur Arngrímsson, b) Steinþór. 4) Þorgils, f. 1947, húsasmíðameistari á Svalbarðseyri, maki Aðalheiður Stefánsdóttir. Dæt- ur þeirra eru Ásta, Hulda, Sara, Rakel og Jóhanna. 5) Snjólaug, f. 1949, félagsráðgjafi á Akureyri. Synir hennar eru Tord Vésteinn, Finnur Ulf og Grímur Björn. 6) Helgi, f. 1950, rafeindavirki á Akur- eyri, maki Elín Sigurbjörg Jónsdóttir. Börn þeirra eru Sunna, Þrándur og Björg. 7) Hrefna, f. 1953, leikskólakenn- ari á Akureyri, maki Jakob Ragnarsson. Börn þeirra eru Jóhanna og Iljalti. Sonur Jak- obs af fyrra hjónabandi er Ragnar. 8) Helga, f. 1957, kenn- ari í Reykjavík, maki Stefán Börkur Jónsson. Barn hans er Þórey Rósa. Jóhannes var bóndi að ævi- starfi og þau hjónin bjuggu all- an sinn búskap í Ytri-Tungu. Útför Jóhannesar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. úr honum hefði mátt gera marga menn. Þessa umsögn mátti heim- færa upp á Jóhannes frænda. Hann var svo fjölhæfur atgervismaður, að allar leiðir hefðu legið opnar fyrir honum ef aðstæður hefðu leyft þeg- ar hann var ungur. Hann var sem skapaður til alls konar vísindastarfa. Málvísindi og þjóðfræði lágu hjarta hans nærri enda prýðilega ritfær og orðhagur. Stærðfræði var honum opin bók og Leifrn’ Ásgeirsson pró- fessor, er var skólastjóri Alþýðu- skólans á Laugum þegar Jóhannes var nemandi þar, hvatti hann til framhaldsnáms, en af því gat ekki orðið. Náttúruvísindi voru sú grein er hann hreifst mest af og þegar hann dró úr bústörfum helgaði hann sig því áhugamáli. Skeljasafn hans er þekkt af öllum þeim sem áhuga hafa á slíku. Innlendir og erlendir fræði- menn höfðu samband við hann bæði með heimsóknum og bréfaskriftum og undruðust fróðleik og þekkingu bóndans sem hvorki hafði stigið fæti sínum í menntaskólá né háskóla en var lýsandi dæmi um hvað áhugi og sjálfsnám getur komið miklu til leið- ar. Það var gaman að koma í Tungu, sjá skeljasafnið og hlusta á þann fróðleik sem Jóhannes miðlaði af. Hann þekkti skeljarnar og upprana þeirra. Hann ánafnaði Safnahúsinu á Húsavík þessu safni fyrir nokkrum árum og er það vel. Jóhannes var atorkusamur og góður bóndi sem unni jörðinni sinni, byggði upp og bætti á alla lund. En hann var ekki einn að verki. Jó- hanna kona hans var sama hugar og svo stóri og dugmikli barnahópur- inn. Fyrir hönd móður minnar og systkina sendi ég öllum ástvinum Jóhannesar innilegar samúðarkveðj- ur. Við þökkum honum dýrmæt kynni og óbrotgjarna vináttu sem aldrei bar skugga á. Til þeirra minninga er gott að hugsa á kveðjustund. Ása Ketilsdóttir frá Fjalli. Um miðja þessa öld byggðu bræðurnir Jóhannes og Steingrím- ur faðir minn, ásamt eiginkonum sínum, tvö nýbýli út frá gömlu Ytri- Tungujörðinni. Skammt er á milli býlanna og mér skilst að strax þeg- ar ég hafi haft burði til hafi ég ark- að niður í Tungu til að hitta Helgu jafnöldru mína og vinkonu. Eg leit á Tungu sem mitt annað heimili og naut góðgerða bæði úr eldhúsinu og af ríkulegum, andlegum kosti þeirra Jóhannesar og Jóhönnu eiginkonu hans, sem lést síðastliðið haust. Minningar um leiðsögn og velvild þeirra hjóna eru margar og ljúfar. Glaðværð Jóhönnu og einstakur hæfileiki til að sjá bjartar hliðar lífsins voru hennar styrkur í gegn- um áratuga baráttu við MS-sjúk- dóminn og er lærdómur fyrir þá sem með fylgdust. Hún var óþrjót- andi fróðleiksbrunnur og hafði mik- inn áhuga bæði á bókmenntum og stjórnmálum. Til Jóhönnu var alltaf gott að koma og maður sneri þaðan ríkari en ella. Jóhannes var sjálfmenntaður fræðimaður, sem viðaði að sér og kom til skila þekkingu um íslenska tungu, vinnubrögð liðinna kynslóða, ömefnasmíð og náttúrufræði. Hann var einnig prýðilega pennafær og skrifaði greinar bæði í fagtímarit og aðra prentaða miðla. Hæst ber þó skelja- og steingervingasafn Jó- hannesar, sem er einstakt í sinni röð. Hann fann meðal annars skelja- tegundir sem ekki voru fyrr þekkt- ar, margar hverjar ekki sýnilegar JÓHANNES BJÖRNSSON JÓNA HUGLJÚF FRIÐBJARNARDÓTTIR + Jóna Hugljúf Friðbjarnar- dóttir fæddist á Ystahóli í Sléttuhlíð 10. október 1913. Hún lést á dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar frain frá Akureyrar- kirkju 15. ágúst. Þó svo maður viti að eitt sinn mun hver maður deyja og vissi að senn myndi Jóna kveðja okkar jarðvist, þá kom and- látsfregnin samt eins og högg á brjóst. Sorg, eftirsjá og e.t.v. sjálfsmeðaumkvun tók völd um sinn, síðan færðist yfir ró, vellíðan, gleði, sátt. Já, feginleiki og sátt að vita Jónu ekki lengur þjást, gleði, og ró að vita hana hvíldinni fegna í fagnandi faðmi áður brottgenginna ástvina. Myndir sækja á hugann, hrann- ast upp í engri röð. Myndir bernskuminninga og fullorðinsára. Flestar frá Akureyri; Jóna, Ragn- ar, „afi“ Friðbjörn, „amma“ Sigríð- ur. Aðalstræti 34, öll hin húsin og fólkið, sjórinn, landið, náttúran. Arvissar sumarheimsóknir voru ætíð tilhlökkunai-efni ungum stráklingi; heil- mikið ferðalag frá Varmahlíð til Akur- eyrar, sitjandi frammí hjá bílstjóranum í N orðurleiðarrútunni, með reiðhjólið á grind framan á, stráklingi sem gat varla beðið eftir að komast til Jónu, sendast fyrir hana eftir rennsléttu malbikinu út í Höfner- verslun eða bara að hjóla og fá sinn daglega Brynju-ís. Svo var líka vit- að að kakan góða úr Kristjánsbak- aríi beið stráksa. Mörg voru ferðalögin farin; Með Þórði á jeppanum í Mývatnssveit- ina, í berjamó og náttúruskoðun. Heimsóknir til vina og ættingja voru fastur liður og hollt það vega- ■nesti að læra hvernig Jóna hlúði að sjúkum og minni máttar. Gilti þá einu hvort í hlut áttu menn eða málleysingjar. Aldrei féll Jónu verk úr hendi. Ef hún var ekki að sinna heimilisstörf- um, þá sat hún við hannyrðir hvers konar, það var helst að hún leyfði sér að grípa í spil. Margar eru gjaf- irnar hennar orðnar í gegnum tíð- ina og verða máluðu könnumar, vasarnir og hekluðu dúkamir henn- ar okkur nú enn dýrmætari. Öll munum við „börnin hennar" stór og smá sakna gjafanna og hlýju jóla- og afmæliskveðjanna. I Akureyrarferðum hin síðari ár þeg- ar börn og fjölskylda voru komin til sögunnar var gist á Eiðsvallagöt- unni. Þar var ætíð nóg rúm í húsi og hjarta. Á elliheimilinu var gott að fá kökuna góðu, rifja upp gamla tíð og hlusta á sögur Jónu frá Þrastarstöðum af mönnum og dýr- um og voru fyrst og fremst spaugi- legar sögur hafðar í fyrirrúmi. Það sækir að tómleiki þegar hugsað er til næstu Akureyrarferð- ar. Þá verður ekki farið á elliheimil- ið í heimsókn heldur að leiðinu hennar Jónu og signt yfir af virð- ingu og í þökk fyrir einstaka konu. Og signt verður yfir leiðin þeirra beggja, Jónu og Ragnars í Guðs þökk fyrir þær manneskjur sem þau höfðu að geyma. Elsku Jóna: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigurður Skagíjörö, Björg Jóhannesdóttir, Sólveig Hlín og María Lind. með berum augum, og ber ein þeirra nafn hans (Björnsson) honum til heiðurs. Mér er ofarlega í huga hæfileiki Jóhannesar til að kynna mér spenn- una og gleðina sem tengjast þekk- ingarleit, en um leið hve mikla þolin- mæði og ákveðni þarf til. Skeljasafn hans er afrakstur þolinmæðinnar og mér er ógleymanleg ánægjan sem Jóhannes virtist hafa af að sýna safnið sitt og uppfræða þannig barn- ið og unglinginn um fjölbreytileika náttúrunnar. Á síðasta ári lýsti Jó- hannes því enn á ný fyrir mér hve fræðigrúskið ætti vel við sig. Því miður gaf heilsan honum ekki lang- an tíma í viðbót, en leiftrið í augun- um þegar hann ræddi um hugðar- efni sín mun ætíð fylgja mér og styrkja mig við eigið grúsk. Þetta vil ég þakka. Þegar hugsað er til baka birtast mér myndir af Jóhannesi við ýmis störf sem tilheyrðu sveitabýli við sjó, svo sem sauðburð, heyskap þar sem oft var sungið við raust, smala- mennsku, spilkingu á selskinni, innstím á Birni og síðar Tjörva, að- gerð á fiski og bætingu grásleppu- neta. Eftir að aldur færðist yfir Jó- hannes stóð hann ósjaldan á tröpp- unum í Tungu og fylgdist með veið- um á miðunum fyrir framan. Ég þykist vita að honum hafi oft reynst erfitt að hafa bátinn í landi þegar vel aflaðist, því sjórinn var honum hjartfólginn. Þetta kom greinilega í ljós fyrir nokkrum árum þegar Þór- arinn bróðir minn bauð honum með sér til fiskjar. Jóhannes hafði þá í einhvern tíma verið heldur lélegri til heilsunnar og gekk við staf. Að sögn sást til hans stika upp túnið, staldra við, horfa smástund á stafinn, kasta honum síðan frá sér og halda áfram ferð sinni þeim mun einbeittari. Ég minnist þess einnig þegar Jó- hannes leiddi mig um túnin heima og stríddi mér á að kindumar mínar virtu einungis girðingarnar hans pabba, á krummafætinum sem mér gekk svo illa að venja mig af og læddi að sögum um Móra sem hélt til á fjárhúsþakinu og lét einkum á sér bæra þegar rökkva tók. Þó að langt sé um liðið og fjarlægðin mikil finnst mér þegar ég sit og skrifa þessar línur ég enn geta fundið stóru höndina hans umlykja mína meðan við teyguðum að okkur ilm- inn úr túninu og móunum, af ný- slægjunni, lynginu, blóðberginu og fjalldrapanum. Lyktina af Islandi, eins og dætur mínar segja. Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum aðstandendum Jóhannesar einlæga samúð. Því miður leyfa að- stæður okkar Birnu ekki að við fýlgjum honum síðasta spölinn, en við biðjum fyrir kveðju héðan frá Noregi og Færeyjum. Blessuð sé minning Jóhönnu og Jóhannesar í Ytri-Tungu. Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Noregi. Ég kynntist Jóhannesi Bjömssyni fyrir um það bil aldarfjórðungi þeg- ar ég kom fyrst í Ytri-Tungu. Ein- hvern veginn æxlaðist það svo að á Tjömes átti mér eftir að verða nokkuð tíðfömlt og heimsóknirnar í Ytri-Tungu nú orðnar ófáar. Mót- r BlóinotuáðiiA ^N Ga^SsKom V v/ Fossvogskii’kjugarð . V. Stmii 554 0500 tökurnar vom alltaf jafn innilegar hjá þeim Jóhannesi og Jóhönnu og skipti þá ekki máli hvort heldur var slagveðursrigning eða brakandi þemir um hábjargræðistímann. ** Á íslandi hafa löngum verið til bændur sem jafnframt búskap hafa verið svo vel að sér á einhverjum sviðum náttúrufræða og raunvísinda að þeir stóðu langskólagengnu fólki ekkert að baki í fræðunum. Má þar nefna Guðmund G. Bárðarson á Bæ í Hrútafirði, Jakob H. Líndal á Lækjamóti, Helga Jónasson á Gvendarstöðum í Kinn, Vilhjálm Ög- mundsson á Narfeyri, Einar H. Ein- arsson á Skammadalshóli og bræð- uma Sigurð og Hálfdán Bjömssyni á Kvískerjum, svo aðeins nokkrir séu nefndir frá þessari öld. Jóhann- es Bjömsson á heima í þessum hópi, en hann var einn ötulasti safnari núlifandi skeldýra sem ég hef kynnst. Því lét hann sér ekki duga að nýta þann ágæta fisk ýsuna á hefðbundinn hátt heldur skoðaði einnig magainnihald hennar og fann þá oft tegundir sem ekki lágu á lausu við strendur landsins. Þannig tókst honum að ná saman betra safni sælindýra en flestum öðmm. Jóhannes greindi sjálfur dýrin til tegunda og fékk þannig gott yfirlit yfir skeldýrafánu landsins sem hann að lokum gjörþekkti. Þegar ég hitti Jóhannes í fyrsta sinn taldi ég mig býsna vel að mér í þessum fræðum„ _ en komst fljótlega að því að ég átti margt ólært. Jóhannes lét ekki við það sitja að safna núlifandi skeldýrum því hann safnaði einnig dýra- og plöntuleifum úr Tjörneslögunum þegar lítt viðr- aði til búskapar. Ég held ekki á nokkurn hallað þó fullyrt sé að hann var búinn að ná saman stærra safni tegunda úr neðri hluta Tjömeslaga frá Köldukvísl í suðri til Hallbjarn- arstaðaár í norðri en nokkur annar. Þetta safn er ennþá í Ytri-Tungu, en hann hafði gefið það Safnahúsinu á-«- Húsavík nokkru áður en hann lést. Safn sitt af núlifandi skeldýrum gaf hann Safnahúsinu á Húsavík þegar það var formlega vígt og hefur því nú verið komið þar vel fyrir. Bæði þessi söfn verða því aðgengileg til skoðunar og rannsókna um ókomin ár. Fáir þekktu betur örnefni á Tjör- nesi en Jóhannes Bjömsson og skrifaði hann um þau grein sem birtist í Náttúrufræðingnum fyrir nokkmm ámm. Kom þá í ljós að þó nokkur nafnamglingur hafði átt sér stað og komist inn í ýmis fræðirit. Var mikill fengur í að fá þessar leið- réttingar Jóhannesar. Það er ómetanlegt að kynnast^ mönnum eins og Jóhannesi Björns- syni og mega leita til þeirra. Ég stend því í mikilli þakkarskuld við hann og má mikið vera ef mér tekst nokkurn tíma að greiða hana að fullu. Leifur A. Símonarson. Sérfræöingar í blómaskrevlinj’um við öll tækifæri I "1® blómaverkstæði ■ - lUlNNA I Skólaviirðnstíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.