Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti eistneska þingsins í heimsókn Morgunblaðið/Sigurður Pétur Björnsson ÁÐ við Mývatn, frá vinstri, Ants Kaarma, Rein Falik, Toomas Savi, Jurgen Liki, Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. FORSETI eistneska þingsins, Toomas Savi, ásamt eiginkonu sinni og fylgdarliði, hóf opin- bera hcimsókn sína í gær með því að fljúga til Mývatns. Gott veður var á þeim tíma sem flog- ið var norður og þótti gestunum jöklasýnin sérlega mikilfengleg. Þegar komið var til Mývatns hélt hópurinn fljótlega til Kröflu þar sem svæðið var skoð- að. Að því búnu var haldið til baka og snæddi hópurinn há- degisverð á Hótel Reynihlíð og var gerður góður rómur að hverabrauði sem boðið var upp á. Að því búnu var haldið að Grjótagjá og Dimmuborgum og að endingu var Námaskarð Svipast um í Þingeyj- arsýslum skoðað áður en haldið var af stað til Húsavíkur þar sem hóp- urinn gisti í nótt. I dag verður meðal annars farið í hvalaskoðunarferð um Skjálfandaflóa og snæddur há- degisverður á Hótel Húsavík en þaðan mun hópurinn halda til Akureyrar með viðkomu hjá Goðafossi. I kvöld verður siðan flogið til Reykjavíkur. I hópnum eru ásamt forseta þingsins, Ants Kaárma, varafor- seti þingsins, Rein Jarlik, for- maður umhverfisnefndar og Jurgen Ligi, varaformaður fjár- laganefndar. Savi er hér í boði Ólafs G. Ein- arssonar forseta Alþingis en með þeim í för er Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkismála- nefndar. Á morgun munu eistnesku þingmennirnir ræða við forseta Islands, forsætisráðherra og embættismenn utanríkisráðu- neytisins. Heimsókn þeirra lýk- ur 21. ágúst. Þrír nýir erfðavísar á svæði MS-gensins „VIÐ erum búin að finna þrjá nýja erfðavísa á því svæði sem við höf- um sýnt að MS genið lá og sýna fram á að í einum þeirra eru breyt- ingar í íslenskum MS-sjúklingum sem ekki er að finna í samanburð- arhópum. Við erum því komin langleiðina í því að finna erfðavísi með breytingar sem veldur þessum sjúkdómi,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreining- ar í samtali við Morgunblaðið í gær. Kári hefur um árabil starfað við rannsóknir á MS og með honum Jeffrey Gulcher frá Bandaríkjun- um, sem er framkvæmdastjóri rannsóknasviðs Islenskrar erfða- greiningar og tók doktorspróf hjá Kára við University of Chicago þegar Kári var þar prófessor. „Við höfum nú náð ákveðnum áfanga sem er gífurlega spennandi og veldur mér mikilli gleði í öllu þessu moldviðri og gengur langt í að sannfæra mig um að það sé þess virði að taka á sig storminn. Ég vil samt benda á að þótt við höfum bú- ið hér til nýja þekkingu er samt langur spölur frá sköpun þekking- ar og aðferðum til að fyrirbyggja, lækna eða greina MS. Að meðaltali tekur það um 10 til 15 ár að búa til nýtt lyf á grundvelli uppgötvana um Kffræði sjúkdóma og það líður því talsvert langur tími þar til að sjúklingar fá áþreifanlega bót. En þetta er spennandi og eins og allt annað sem eykur skilning okkar á sjúkdómum gefúr það ástæðu til bjartsýni." Góð samvinna við MS-félagið Kári segir ástæðu þess að slíkum áfanga er nú náð vera sérstöðu ís- lensku þjóðarinnar og góða sam- vinnu við MS-félagið hér á landi. „Þetta eru stórkostleg samtök sjúklinga sem hafa gert okkur kleift að vinna þessa vinnu hratt og vel og ég vil einnig nefna sam- vinnu okkar við John Benedikz taugasjúkdómalækni sem hefur séð um alla þessa sjúklinga. Hann hefur hjálpað við klíníska hluta þessarar vinnu af einstakri natni og fært okkur mikið af skemmti- legum hugmyndum. Við höfum því notið stuðnings víða að og hlökk- um til að vinna að þessum rann- sóknum áfram í samvinnu við MS- félagið." -------------------------...--------------------------------- DREIFINGARAÐIU Alheimsþing barna- og unglingageðlækna Engin prófess- orsstaða í barna- geðlækningum FJÓRTÁNDA al- heimsþing þeirra sem starfa við bama- og unglingageðlækningar var haldið í Stokkhólmi fyr- ir skömmu. Þátttakendm’ voru á þrettánda hundrað frá 63 þjóðlöndum. Helga Hannesdóttir bama- og unglingageðlæknir var með- al ráðstefnugesta. „Meginþema ráðstefn- unnar var Áfall og bati en undirtitillinn þjónusta og meðferð fyrir börn á 21. öld- inni,“ segir Helga. ,Á þing- inu var bók dreift meðal þátttakenda sem ber heitið Hönnun geðheilbrigðisþjón- ustu fyrir böm og unglinga (Designing Mental Health Services and Systems for Children and Adolescents). Þetta er viðamikil bók og fyrir hönd Norðurlandanna var mér falið að rita í hana kafla um hvemig staðið er að þjónustu á Norðurlöndunum við böm og ung- linga sem eiga við geðrænan vanda að stríða. - Og hvernig er sú þjónusta ? „Norðurlöndin eiga sameigin- lega menningu og arfleif'ð og skipulagið á heilbrigðisþjónustu hefur verið svipað innan landanna, þ.e.a.s. heilbrigðisþjónusta hefur verið greidd af ríki og bæjarfélög- um. Á hinn bóginn er sláandi að Is- land er eina landið í Evrópu sem hefur ekki prófessorsstöðu í bama- og unglingageðlækningum við læknadeild Háskólans eða sömu þróun innan geðlæknisfræð- innar og hin Norðurlöndin." Helga segir að þetta sé mjög bagalegt vegna þess að Norðurlöndin taki í vaxandi mæli þátt í Evrópusam- starfi og þar er verið að samræma kennslu, þjónustu og uppbyggingu bæði fyrir læknanema í háskóla og einnig í sémámi. „Island hefur staðið fyrir utan þessar samræm- ingaraðgerðir því það er engin kennslustaða í bama- og ung- lingageðlækningum við Háskóla íslands. Síðastliðin 50 ár hafa ver- ið kennslustöður í bamageðlækn- ingum og síðan þróast kennslu- stöður í unglingageðlækningum og ungbamageðlækningum á Norðurlöndunum og í öðmm Evr- ópulöndum." Helga segir þetta vera alvarlega þróun og segir að þekkingin sé fyrir hendi hér á landi og Islend- ingar hafi staðið jafnfætis starfs- bræðram sínum í rannsóknum á þessu sviði. „Það er einungis um að kenna vanrækslu og áhugaleysi yfirmanna læknadeildar Háskól- ans og stjómmálamanna. I sum- um kennslugreinum innan lækna- deildar era margar kennslustöður en það vantar heildarskipulag inn- an læknadeildarinnar í sami’æmi við læknanemakennslu erlendis.“ í vinnuhópi á þinginu var bréf tekið til umræðu um þjálfun og menntun sérfræðinga. „Bréfið er frá Thomas von Salis sem er forseti evrópskra samtaka lækna sem heita Eui-opean Union of Specialist Doctors (E.U.M.S.). Læknafélag Islands á aðild að þessum samtökum og nú er forseti þeirra þriðja árið í röð að rita for- seta læknadeildar, há- skólarektor og mennta- málaráðherra bréf til þess að prófessorsstöðu í bama- og unglingageð- ___________ lækningum verði komið upp hið allra fyrsta við Háskóla íslands." - Hefur það haft áhrif á aðbiin- að barna- og unglingageðdeildar Helga Hannesdóttir ► Helga Hannesdóttir er fædd í Reykjavík árið 1942. Hún lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1969 og var í sérnámi í geðlækningum við Strong Memorial Hospital í Rochester í New York ríki frá 1971-1974. Helga starfaði í tvo áratugi á geðdeild Landspitala og í tæp tvö ár hjá SÁÁ. Hún starfar nú á geðdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Eiginmaður hennar er Jón G. Stefánsson yfirlæknir á geð- deild Landspítala og eiga þau fjögur uppkomin börn. í 90% tilfella er einhverfa arfgeng að ekki er starfandi prófessor í faginu hérlendis? „Já, óneitanlega hefur það hamlað allri þróun sérgreinarinn- ar sem hefur skort faglega forystu fram að þessu. Af þessum sökum er uppbygging sérgreinarinnar ekki sambærileg á við það sem er á hinum Norðurlöndunum eða í öðram Evrópulöndum.“ Helga segir að í bókinni sem dreift var á þinginu komi mjög glöggt fram hversu ísland standi að baki öðram nágrannaþjóðum í uppbyggingu á bama- og ung- lingageðlækningum. „Það er ekki nóg að einblína á áfengis- og fíkniefnavanda ung- linga, það þarf að huga að fyrir- hyggjandi bamageðlæknisfræði og það er greinilegt að því hefur ekki verið sinnt sem skyldi." Helga bendir á að erlendis sé þjónusta við böm og unglinga sem eiga við geðrænan vanda að stríða löngu orðin þróaðri og hún nefnir sem dæmi að teymi bama- og unglingageðlækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa vinni nú með heilsugæslu og innan bamadeilda varðandi uppbyggingu á þjónustu fyrir þennan hóp. - Um hvað fjölluðu athyglis- verðustu fyrirlestramir á ráð- stefnunni? „Mesta athygli fengu nýjar rannsóknir á einhverfu. Prófessor Michael Rutter hefur verið að rannsaka einhverfu sem er einn alvarlegasti sjúkdómur sem nokk- urgetur fengið. I hans rannsóknum kemur í Ijós að sjúkdómurinn er í um 90% til- fella arfgengur og í aðeins 10% til- fella er um umhverfisáhrif að ræða. Talið er að 5 af hverjum 10.000 börnum sem fæðast séu ein- hverf. ________ Nú er í auknum mæli verið að h'ta til sjúk- dómseinkenna sem rekja má til ættgengni og verið að víkka hug- takið einhverfa í rannsóknai’-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.