Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 17 ERLENT Fossett á leið í land eftir undra- verða björgun Townsville í Ástralíu. Reuters. BANDARÍSKI ævintýramaðurinn Steve Fossett, sem í fyrradag hrapaði í loftbelg sínum úr tæp- lega níu km hæð í Kóralhaf aust- an Ástralíu og mistókst þar með fjórða tilraun sín til að fljúga við- stöðulaust í loftbelg umhverfis jörðina, er nú um borð í nýsjá- lenzku skipi sem flytur hann til lands í bænuni Townsville á norð- vesturströnd Ástralíu. Að líkindum kemur skipið til hafnar á morgun, fimmtudag, þar sem Fossett mun halda blaða- mannafund og skýra í smáatrið- um frá undraverðri björgun sinni. Fossett hefur þegar sagt að hann hafi fastlega reiknað með að líf sitt væri á enda þegar loftbelg- urinn var farinn að hrapa sljóm- laust úr 8.840 m hæð. Það er sama hæð og á hæsta ijalli heims, Mount Everest. Bjórða tilraun Fossetts til að verða fyrstur til að fljúga loftbelg viðstöðulaust í kringum jörðina endaði þegar hann lenti í óveðurs- skýjum í háloftunum yfir Solomon- eyjum á mánudagsmorgun. Iskalt loftið f haglélsskýjunum kældi snögglega Ioftbelg Fossetts, Solo Spirit, og olli því að hann tók að falla með 45 km hraða á klukkustund. Belgurinn sogaðist inn í heiftarlegt þrumuveður og haglél reif gat á ytra byrði belgs- ins sjálfs. „Sem ég var á leið í gegnum þrumuveðrið kastaðist belgurinn til og frá með miklu afli og hann tók greinilega að rifna. Það steypt- ust niður ósköpin öll af liagli - haglélin komu í stómm breiðum og huldu mig alveg,“ tjáði Fossett blaðamönnum í síma frá björgun- arskipinu, tankskipinu Endeavour. Þegar loftbelgurinn tók að falla bjó Fossett sig undir að skella á sjónum, en ljóst var að skellurinn gæti orðið svo mikill að hann lifði hann ekki af. Fossett varpaði eldsneytishylkjum frá borði til að létta belginn. „Þá lagðist ég niður á gólfið í klefanum og beið skellsins, sem til allrar hamingju var ekki svo harð- ur. Það er satt að segja alveg frá- bært að vera á lífi,“ sagði Fossett. Klefinn fór strax á hvolf og tók að sökkva í sjóinn, en mikið er um hákarla á þessum slóðum. Gas- brennararnir sendu ennþá frá sér eldtungur með fullu blússi og þær beindust að klefanum, svo hann fylltist af reyk. Þá streymdi sjór hratt inn í hann. Fossett tókst að klöngrast út úr klefanum og í lít- inn gúmbjörgunarbát. Hann von- aðist til að eldurinn myndi slokkna og hann gæti komizt aft- ur í klefann og hafzt þar við unz honum yrði bjargað. En í óveðrinu átti Fossett mjög erfitt með að halda gúmbátnum í eftirdragi við loftbelginn, sem lamdist til og frá og ofan á bátinn. Loks skar hann á festar við loft- belginn og barst burtu í björgun- Hvernig Fossetts lifði af loftbelgshrapið Bandaríski ævintýramaðurinn Steve Fossett bjargaðist úr því sem hann taldi vísan dauða þegar loftbelgur hans, Solo Spirit, rifnaði í óveðri í háloftunum og hrapaði í sjóinn. Á ferði í 8.840 m hæð lendir Fossett í þrumuveðri. Hann er kominn að þrýstingsmörk- um og getur ekki hækkað flugið nógu mikið til að komast upp fyrir óveðursskýin. Kalt loft og hagl kæia belginn svo mikið niður að hann fellur með yfir 45 km hraða. @ Fossett brennir eldsneyti til að vinna á móti kælingunni en loftbelgurinn rís og fellur eins og „jó-jó“. @ Belgveggurinn rifnar á uppleið og fellur aftur með 45 km hraða. @ Rétt áður en belgurinn skellur á sjónum varpar Fossett elds- neytisgeymum frá borði, leggst á bakið og bíður skellsins. Þegar belgurinn lendir á hákarlaiðandi hafinu hvolfir stýrisklefanum sem Fossett er í, hann fyliist af sjó og það kviknar í honum. Fossett grípur björgunarbátinn og stekkur í sjóinn. arbátnum. I honum var neyðar- sendir sem Fossett tókst að kveikja á. Frönsk herþota nam fyrst neyðarkallið og varpaði til hans 15 manna björgunarbát með vatni og vistum. Hann var á reki á hafsvæði undan Solomon-eyjum, sem er fullt af skeijum sem eru hættuleg skipum, og því þótti ekki ráðlegt að reyna að bjarga Fossett strax um nóttina eftir lendinguna. En Ástralinn Laurie Piper, sem þarna var á siglingu á fiskibát, þekkti svæðið vel og fann Fossett seint á mánudagskvöld, 13 tímum eftir að loftbelgurinn hrapaði. I birtingu í gærmorgun var hann síðan fluttur yfir í nýsjálenzka tankskipið Endeavour. TILDRÖG HRAPSINS Lýðveldið Kongd Skerst Angöla í leikinn? Kinshasa, Luanda. Reuters. STJÓRNVÖLD í Angóla, grannríki Lýðveldisins Kongó, hafa enn ekki tekið opinbera af- stöðu með Laurent Kabila, for- seta, í átökunum á milli stjórnar- innar og uppreisnarhermanna. Stjórnmálaskýrendur telja liðveislu Angóla geta ráðið úr- slitum um það hvort Kabila sigri uppreisnarmenn, en segja jafnframt að stjórn Angólu meti stöðuna í Lýðveldinu Kongó fyrst og fremst með baráttu sína gegn UNITA skæruliðum í huga. Angólastjórn studdi Ka- bUa tU valda þegar hann steypti Mobutu Sese Seko einræðis- herra af stóli í fyrra, en skæru- liðar UNITA nutu stuðnings Mobutus. Didier Mumengi, upplýsinga- ráðherra í Lýðveldinu Kongó, sakar þjóðir heims um að hafa bundist þagnarbandalagi um átökin í landinu og hlut Rúanda í þeim. Kongóstjóm sakar stjóm- völd í Rúanda um að standa að baki hermannauppreisnmni. Mumengi vildi ekki staðfesta hvort Laurent Kabila, forseti, hefði haldið til Angóla að leita ásjár stjómvalda þar en forset- inn yfirgaf höfuðborgina Kins- hasa aftur á mánudag. Upplýs- ingaráðherrann viðurkenndi hins vegar að stjórnvöld í Angóla hefðu hagsmuna að gæta í deilunni og útilokaði ekki „aðstoð frá vinum“ í átökunum við uppreisnarmenn. AKRANES - Töivuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutæki -462 6100 ■ HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 HÚSAVlK - Tölvuþj. Húsavlk - 464 2169 • ISAFJÖRÐUR - Tðlvuþj. Snerpa - 456 5470 • REYKJANESBÆR - Tðlvuvæöing - 421 4040 SAUÐÁRKRÓKUR - Skagfirðingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR - Tðlvun - 481 1122 Verö skv. Ríkiskaupasamningi gildir til 4. sept. ‘98 Tæknival kynsloð Compaq EP tölvukynslóðin byggir frá grunni á nýrri hönnun sem miðar sérstaklega að því að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að aðlaga tölvukerfið að margvíslegri og flókinni starfsemi. COMPAQ. -slcer öllum við Pentium II 266MHz með skjá á verðifrá 119.900,- með vsk. Öflugasta lausnin er alltaf sú einfaldasta. Með það að markmiði býður Compaq fyrir- tækjum upp á heildarlausn sem ekki aðeins einfaldar uppsetningu og vinnslu heldur tryggir hámarks áreiðanleika og rekstraröryggi. Compaq - fremstir meðal jafningja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.