Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.08.1998, Blaðsíða 52
Drögum næst .........:TTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 4.500 sex ára börn hefja skólagöngu Gluggað í fréttir að heiman FERÐAFÓLK hefur sett skemmtilegan svip á bæjarlífið á Akureyri í sumar, þótt íslenskir ferðalangar hafi ekki verið eins fyrirferðarmiklir og undanfarin ár og þá aðallega vegna tíðar- farsins. Erlendu ferðamennirnir hafa hins vegar haldið sínu striki og þessir þýsku ferðamenn voru að glugga í þýsk blöð við blaða- grindina framan við Bókval í gær og lesa fréttir að heiman. UM það bil 4.500 sex ára börn setj- ast í fyi’sta sinn á skólabekk 1. sept- ember, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Gert er ráð fyrir því að u.þ.b. 3.900 nemendur hefji nám í framhaldsskólum landsins, en árlega hefja milli 85% og 90% þeirra sem ljúka grunnskólaprófi fram- haldsnám. Tæplega tvö þúsund nýnemar eru nú skráðir til náms í Háskóla ís- lands, en alls eru skráðir tæplega 5.900 í skólann. Að sögn Þórðar Kristinssonar framkvæmdastjóra kennslusviðs Háskóla ísiands er fjöldi nýnema mjög svipaður og á sama tíma í fyrra. Hann benti þó á að ekki væri búið að afgreiða allar umsóknir svo umræddar tölur væru ekki endanlegur fjöldi þeirra sem stunda myndu nám við Háskóla Is- lands í vetur, auk þess sem einhverj- ir myndu hætta við í upphafi skóla- árs. Alls eru aðeins fleiri skráðir í háskólann nú en á sama tíma í fyrra að sögn Þórðar. ■ Námsfólk/4 Hæfilega kalt á Islandi SUMARIÐ hjá Til- man Bartsch hefur verið með öðrum hætti en hann á að venjast. Hann hefur getað leikið sér úti eins og önnur börn, spilað fótbolta, rennt fyrir fisk af bi-yggjunni og farið í sund. Tilman er 11 ára og haidinn sjald- gæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hiti fer yfir 20 stig á Celsi- us. Sjúkdómsein- kennin eru m.a. öndunarerfiðleikar, hiti og út- brot. Á sumrin hefur hann því þurft að dvelja inni þegar hann er heima í Þýskalandi, og þykir rniður, þar sem hann er ki’aft- mikill strákur sem ólmur vili leika sér. I vor sendi móðir hans ákall til Islendinga, sem birtist í Morgunblaðinu. Þar óskuðu mæðginin eftir dvalar- stað hérlendis í sumar, þar sem veðurfarið í heimalandi þeirra að sumarlagi er of hlýtt fyrir Tilman. Landsmenn voru ekki lengi að taka við sér og mæðginunum bárust íjölmörg boð um dvalarstaði í sumar. Vill koma aftur næsta ár Petra Bartsch, móðir Til- mans segir hann hafa átt ein- staklega gott sumar og hann vilji ólmur koma hingað aftur næsta sumar. Hann hafi eignast vini á sínum aldri, lært þó nokkuð í íslensku og spili fót- bolta við krakkana á Patreks- firði, þar sem þau hafa dvalið seinni hluta sumars. Mæðginin komu til landsins um miðjan maí- mánuð og dvöldu til að byrja með í líthvei’fi Reykjavík- ur. Petra segir að þótt þeim hafi liðið afskaplega vel hjá fjölskyldunni sem þau bjuggu hjá hafi draumur Tilmans verið að komast út á land. Eftir um mánaðardvöl í Reykjavík héldu þau til Patreks- fjarðar, þar sem þau eru enn. „Einu sinni í mánuði höfum við farið til Reykjavíkur þar sem Tilman fær sprautu. Læknarnir þar voru ótrúlega góðir við hann og allt gekk vel. Við mun- um samt prófa að fá sprautuna hér fyrir vestan núna,“ segir Petra. Hún þakkar fyrir að hafa verið héi’lendis í sumar þar sem miklar hitabylgjur hafa vei’ið í Evrópu. „Við erum svo fegin að vera hér. Það hefur verið mjög heitt heima og það hefði verið mjög hættulegt fyr- ir Tilman ef hann hefði verið þar,“ segir Petra. Þau reikna ekki með að geta farið heim fyrr en í kringum 20. septem- ber og segist Petra ætla að kanna hvort Tilman geti verið í skólanum á Patreksfirði fyrstu vikurnar þar sem þau geti ekki farið heim fyrr. Þau mæðgin hafa prófað ým- islegt í sumar, farið í hestaferð og ferðast töluvert. Þau hafa einnig fengið heimsóknir og hefur eiginmaður Petru og fað- ir Tilmans heimsótt þau, auk systur hennar. MÆÐGININ Petra og Tilman Bartsch. 26 punda hængur úr Laxá EINAR Sörensson frá Húsa- vík veiddi 26 punda hæng við Hrúthólma í Laxá í Aðaldal í gærmorgun. Laxinn er annar tveggja stærstu laxa sem veiðst hafa hér á landi í sum- ar, en fyrir nokkrum dögum veiddist annar jafnstór í Vit- aðsgjafa í Laxá og sami veiði- maður veiddi annan 25 punda í Oddahyl. Veiðimenn eru sammála um að óvenjumikið sé um mjög stóra laxa í ánum í sumar og fjölmargir 20 til 24 punda hafa veiðst, aðallega norðan- og norðaustanlands, auk þess sem einn til viðbótar, 25 punda, veiddist í Eystri- Rangá í síðasta mánuði. Atli Vigfússon á Laxamýri hafði eftir veiðimönnum við Laxá í Aðaldal að a.m.k. tveir laxar sem áætlaðir væru um eða yfir 30 pund hefðu sést reglulega á sveimi í ánni en þeir hefðu ekki fengist til að taka agn enn sem komið væri. ■ „Eru þeir að fá ‘ann?“/39 Verðbólga á íslandi ein sú lægsta í Evrópu um þessar mundir Innfluttar neysluvörur hafa lækkað um 4-5% í ár Breytingar á ýmsum flokkum vísitölu neysluverðs frá janúar til ágúst 1998 Búvörur án grænmetis Grænmeti Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur Aðrar innlendar vörur Innfluttar mat- og drykkjarvörur Nýr bíll og varahlutir Bensín Innfluttar vörur aðrar Áfengi og tóbak Húsnæði Opinber þjónusta -0,2% +5,8% -0,5% +1,8% -4,0% -0,7% -2,5% -5,0% +0,8% +4,2% -0,3% +2,9% Vísitala neysluverðs Pn +0,2% Vísitala neysluverðs án húsnæðis ■ -0,4% Launavísitala, breyt. til júní 1998 m +1,2% INNFLUTTAR mat- og drykkjar- vörur hafa lækkað um 4% það sem af er þessu ári og aðrar innfluttar vör- ur hafa lækkað um 5% á sama tíma- bili samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Islands reiknar út. Vísitalan hefur mælt verðhjöðnun síðustu tvo mánuði og verðbólga á Islandi er nú ein sú lægsta sem mælist á Evrópska efna- hagssvæðinu á samræmda neyslu- verðsvísitölu eða 0,7% síðustu tólf mánuði, en verðbólgan í Austurríki mældist 0,8% frá júní í fyrra til jafn- lengdar í ár. Verðbólgan að meðaltali í Evrópusambandsríkjunum og á Evrópska efnahagssvæðinu var á þessum tíma 1,6%. Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri vísitöludeildar Hagstofu ís- lands, segir að stóraukin samkeppni á markaði hér á landi sé helsta skýr- ingin á litlum verðhækkunum og í mörgum tilfellum verðlækkunum undanfai’na mánuði, auk þess sem gengi krónunnar hafi styrkst á þessu tímabili. Hann segir jafnframt að engin merki séu um annað en að verðbólga hér á landi ætti að geta verið áfram mjög lág næstu mánuð- ina, þrátt fyrir miklar launahækkan- ir síðustu misseri. 0,2% hækkun frá áramótum Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 0,2% og ef litið er íram- hjá hækkunum á húsnæðislið vísitöl- unnai’ mælii’ hún 0,4% lækkun frá því í ársbyrjun. Einstakir liðir vísitöl- unnar hafa hins vegar breyst með mjög mismunandi hætti. Búvörur hafa lækkað um 0,2% það sem af er árinu og aðrar innlendar matvörur hafa lækkað um 0,5%, ef undan er skilið grænmeti, sem hefur hækkað um 5,8%. Aðrar innlendar vörur hafa hins vegar hækkað um 1,8% frá ára- mótum og áfengi og tóbak hefur hækkað um 0,8%. Bílar og varahlutir hafa lækkað um 0,7% það sem af er árinu og bensín hefur lækkað um 2,5%. Opinber þjón- usta hefur lækkað um 0,3% á tímabil- inu, en önnur þjónusta hefur hækkað um 2,9%. Þá hefur húsnæðisliður vísi- tölunnar hækkað einna mest það sem af er árinu, ef undan er skilin hækk- un grænmetis, eða um 4,2%. Ef innlendar vörur eru teknar saman hafa þær hækkað um 0,7%, en þær vega samtals tæpan fimmtung í visitölu neysluverðs. Á sama tíma hafa innfluttar vörur að meðtöldu bensíni, bílum og varahlutum lækkað um 3,1%, en innfluttar vörur vega samtals rúman þriðjung.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.